Tíminn - 05.02.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.02.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, laugardaginn 5. febrúar 1949 26. blað Sundurlausir þankar Niðurlag. Séra Gunnar Benediktsson talaði nokkrum sinnum um „daginn og veginn“ síðastliðið daust, og talaði með snerp- ingi um kaffibrauð og kven- iegt höfuðglingur og allt þeirra dinglumdangl. Ég hall- ast heldur að þeirri gagnrýni hans, en hitt var honum skuldlaus getgáta í garð sveitafólks, að við fylgdumst ekki mikið með því, eða lét- am okkur ekki miklu skipta, hvort síldin veiddist eða ekki, — skildum ekki, hvílikur hags munalegur þjóðarvoði stafaði af síldveiðibrestinum. Ætli við, inn til dala og dreifðra byggða, skiljum ekki til jafns ihð meðal kommúnistaprest, hvað til horfir þjóðþrifa og jjjóðarheilla, þótt bunan standi ekki úr okkur gegnum útvarp um hvaö okkur finnst éða ekki finnst. Jón bóndi SigurSsson, Yzta- felli fékk sitt dagspjall flutt : af annars manns tungu. Það sakaði ekki. Því gegn maður gerði. Það erindi var djarf- hugsað og snjallgreindarlegt. Hann vill drífa áfram í hvelli Vegakerfi innsveita. Enginn sánngjarn, vitiborinn íslend- ingur neitar þeirri nauðsyn. Hann hallaðist helzt að því að afnema alla skömmtun —■ þó ekki frá búri til borðstofu, neldur skömmtunarkák rík- isins. Já, það er óneitanlega skrambans leiðinlegt fyrir alla, þó ekki sízt þá, sem þótt ast vera sparsemdarfólk fyr- ir, að láta menn suður í Rvík segja, hvað og hve mikið megi ofan í sig láta og hvað 1 fklæðast og verða að ganga með tölulausar buxur og ‘crosnuð hné, því enginn fæst tvinninn til bótagerðar. Og láta jarðvinnsluvélar standa Jvitkar mikinn hluta sumars veg'na vöntunar á innflutt- am' varahlutum. En leyfa svo innflutning á ýmislegu drasli þ'g dóti, og fjandsamlegum óþarfa. En hvað skal segja um nið- arfellingu vegafjárframlaga og allrar sannrar lífsþurftar, þegar þannig er í pottinn bú- ;ið, eftir mestu góðæri og gullkálfadans, sem þekkzt hefir með þessari þjóð, að nú hangir fjárhagur ríkisins á heljarþröm og „Síbylja" rík- issjóðs stendur á hungur- öskri daga og nætur og krefst heylána um haf vestan og 'gaular á lægri nótu um gjafa cuggu úr sömu átt. Ekkert stoðar, þótt stöðugt sé bætt yið nýjum skattviskum í meis hennar frá gjaldendum. Hún gerir víst ekki betur nú orð- ið en að mjólka hálfum mjöltum ofan í gegninga- eða fjósamenn sína. Það tókst ver til fyrir valdamönn um þeim, er hæst stóðu á þeirri tíð og lögðu undirstöðu þéss ástands, er nú ríkir, en Farao hinum egipzka forð- um. Hann sá bæði feitu kýrn- ar og mögru, enda hafði hann Jósef sér við hlið, en þessir hérna sáu bara feitu kýrnar i sínum draumi, og vildu ekk- ert mark á taka, þótt Fram- sóknar Jósef teldi sig sjá ó- frýna framtíðarsýn. Heyr þú, Jón á Yztafelli og þið hin. Eru nokkur ráð önn- ur hendi nærtækari til úr- bótarprófunar, en að herða mittisólina, klöngrast í gegn- um móana, spara og lengja Efíir Þoíbjörn Bjiírussou, Geiiaskaröi vinnudaginn. Að vísu finnst mér hann vera fullspenntur vinnuafkastaboginn hjá okk- ur sveitamönnum og hinum, sem í bæjum vinna. En það kann að vera, að .þessir með flibbana gætu ögn betur, sumir. Doktor Skúli Guðjónsson matfræðingur flutti þrjú út- varpserindi s.l. haust. Þau voru sannþörf og athyglis- verð. Hann vildi vekja at- hygli okkar á þeim gömlu sannindum, sem nú eru að verða hugkvæm flestum, að hollastur mundi okkur heima fenginn bagginn hvað mat- aræði snertir og lofaði mjög hina íslenzku matbjörg, sem runnin er frá mold og hafi og framreidd óbrotin og auð- veldlega. Furðulega prísaði hann hollustukosti hinna gömlu matgeymsluhátta okk ar íslendinga, að súrsa, herða og reykja. Kenningar S. G. eru í samræmi við alda gamla þjóðarreynslu. Það gef ur þeim gildi, mikið og ó- hrekjanlegt. Hitt er annað mál, þótt kokkabókakonum, bánkakaupmönnum og hrökk brauðshöfundum súrni sjálf- ur í augum og þyki ómjúkt að sér koma matfræðikenn- ingar doktorsins. Einar Magnússon mennta- skólakennari drap á það í dagspjalli- sínu, að óþarfa teldi hann hreyfingu á klukkum fram og aftur, eink- um fram. Þar sýnist nú víst sitt hverjum, sem um marg- ar aðrar lífsvenjur. Afstaða til fljótklukku og siðklukku gæti verið margþætt umræðu efni, en mín afstaða þar til er í fáum orðum þessi: Með- an sá gall var á mér að geta tekið ærlegt handarvik, vildi ég að vori og um hásumar, að heyönnum vera spjaraður til starfs og eftirlits nokkru fyr- ir sólris. Því sú er mín reynsla, að það að rísa árla dag hvern af rekkju til- starfs, sé hags- munaleg, heilbrigðisleg og menningarleg stórnauðsyn, en við erum vanabundnir þeim hætti flestir, í sveitinni að minnsta kosti, að haga fótaferð eftir klukku. Því vil ég hafa klukku greiða. En klukkutal Einars var honum aukaatriði í ræðu þessa kvelds, það fann ég. Hitt var honum aðalatriðið, að bregða upp annarri mynd, með al- vörusvip, beina athygli manna að því, að tvær eru aðalhliðar mannlegs lífs, and leg og efnisleg, og ékki væri öllu lokið fyrir okkur með lík- vöfum, og vert væri að beina athygli meira en margir — e.t.v. flestir — gera til þeirra fyrirbæra, er slcöpuðu sann- i anir fyrir lifi okkar handan jarðlífs. I Einar talaði með hógværð og mannviti um þessa hluti,1 og er ég og sjálfsagt margir þakklátir fyrir ábendingarn- ar. Því sannarlega gæti gott verið og hjálpandi að heyra raddir réttleiðarmanna utan úr þokunni — þoku trúar- og alvöruleysis þessara tíma, þegar stór hluti þessarar litlu þjóðar með lærdómsmenn og skáldaflokk í fylkingarbrjósti telur sig þess um kominn að kasta lítilsvirðandi spottyrð- um og hrakmælum að kirkju og Kristsboðskap. Eða hvað halda þeir menn sér duga slíkt um það, er yfir lýkur, því þótt þeir í dag og á morg- un geti leikið sér að stórum seðlum og iðkað nautnir án hófs, þá má annað upp á tening koma, þegar af fremstu nöf er fallið. ! Garnaveiki Eftir Braga Steingrímsson dýralækni. í mörg ár hefir garnaveiki í sauðfé verið landlæg plága í mörgum sveitum á Austur- landi. Veikin hefir haldið velli þar sem hún hefir kom- ið, en varnarráð hafa ekki borið tilætlaðan árangur. — Þá er kvartað yfir því, að vísindalegar garnaveikisrann sóknir komi aö litlu gagni vegna þess að „fuglatuberku- linið“, sem notað er bregð- ist i notkun. Þó eru þessar rannsóknir mikilvægar í sam bandi viö það, að útrýma sýk- ingarefninu úr hjörðinni. Með því er snemma hægt að finna sjúkar kindur eða þrem mánuðum eftir að sýk- illinn kemst í þær. Það væri illa farið ef rétt reyndist, að nothæft „fugla- tuberkulin“ væri ófáanlegt. Er það vegna þess, að ekki er til annar vísindalegur grund- völlur varnarráðstafana en „fuglatúberkulin“ rannsókn- ir. Ég held hins vegar, að r&nnsóknaraöferðin hafi svik ið. AÖferðin að sprauta „fuglatuberkulini“ inn í næf- urþunnt skinn kindanna er mjög vandasöm. Miklu vanda samari en jafnvel samvizku- samir menn gera sér ljóst. Það er meira að segja vandi ssH&Ntt-. að sprauta í þykka húð t. d. kýrhúð. Aðra rannsóknarað- ferð verður að nota við féð, nefnilega að sprauta „fugla- tuberkulini“ undir skinnið og mæla líkamshita kindarinn- ar. Þessa aðferð tel ég nauð- synlega, því það er alveg ó- fært, ef tæknilegar ástæður geta hafa valdið röngum út- komum. Það á að velja trygg ustu og jafnframt auðveld- ustu aðferðina. Nota skal hreinlæti, sjóða sprautur og sótthreinsa stungublettinn. Ég vona að með breyttri ranrx sóknaraðferð breytist líka á- lit manna á nytsemi lyfsins. Um garnaveikina þurfa menn að vita: Garnaveikis- sýkillinn er mjög líkur berkla sýklinum að útliti. Kindurn- ar fá hann venjulega í sig með saurugu heyi eða með drykkjarvatninu. Þó smittast kindur í mýrarhögum, þyí á- litið er að sýklarnir geti lifað þar í þrjá mánuði (Opper- mann). Eldra fé, ær með fangi og mjólkandi ær taka veikina frekar en annað fé. Ennþá hefir ekki tekist að lækna sjúkar kindur. Samt getur veikin skánað um stund arsakir t. d. í góðum högum. (Framhald á 7. siðu). Lögum samkvæmt má taka menn liundum vegna ógreiddra barnsmeölaga og láta þá vinna skuldina af sér á vinnuhæli. Þótti sú tilhögun gefast vel framan af og veita sérstakt aðhald, svo að meðlögin greiddust betur, en fæstir biðu eftir því, að þeir væru fluttir á vinnuhælið eða letigarðinn, eins og Litla-Hraunsstofnunin var stund um nefnd, þó að það þætti ekki nógu fínt fyrir vistmennina og félli því niður. Þessi ákvæði um frelsissviptingu feðra vegna með- lagsskulda sköpuðu aðhald, svo að innheimtan gekk betur. Með vaxandi menningu og auk- inni áfengisneyzlu óx þjóðin upp úr fangahúsum sínum, undra fljótt. Þrátt fyrir fullkomnara og víð- tækara tryggingakerfi fjölgaði alls konar þjófnaðarafbrotum, stór um og smáum, leynt og ljóst. Fanga húsin urðu svo ófullnægjandi að jafnvel sjálfir óbótamennirnir, sem áttu þó tvímælalausan forgangs- rétt til þeirra, urðu að bíða lang tímum saman eftir því að fyrri vistmenn rýmdu fyrir þeim. Og þá var nú hvergi stofnun, sem gat tekið við mönnum út af öðru eins lítilræði og því, að þeir smeygðu sér undan föðurskyldunni og borg- uðu ekki með börnum sínum. Á- kvæðin urðu því óvirk og mátt- laus pappírsákvæði, dauður bók- stafur aðeins. Það er full milljón króna, sem Reykjavíkurbær einn á að standa skil á árlega í bamsmeðlögum. í fjárhagsáætlun bæjarins var hins vegar gert ráð fyrir, að bærinn næði inn af feðrunum 300 þús- undum af þessari fjárhæð, en 700 þúsund yrðu að dreifast á almenna gjaldendur með útsvörunum. Borg arstjórinn sagði, að lítið þýddi að ætla sér að kyrrsetja kaup þess- ara manna, því að þeir færðu sig þá venjulega úr þeirri vinnu, sem þeir hefðu, og fengju sér aðra. Þetta mun flestum þykja heldur óglæsilegt úr því að verið er að rekast í faðerni barnanna og þeim, sem eiga þau, talið skyldast að færa þau fram, og skal enginn taka þetta svo, sem ég sé á móti því. Hitt sé ég ekki, að nein siða- bót hljótist af því, að menn geti smeygt sér almennt undan sjálf- sögðustu skyldum sínum. Og rnátt- leysi þjóðfélagsins í þessum efn- um er bæði siðferðileg og þjóðfé- lagsleg eða pólitísk hætta. Þess vegna verður hér að gera það sem hægt er, til að laga þetta. Og það mun vera hægt. Hér kemur mín tillaga. Á síðustu árum hefir byggð eyðzt í ýmsum eyjum hér við land. Nú legg ég til, að Viðey verði höfð til að smala þessum óreiðufénaði út í. Þar eru húsakynni mikil og því hægt að koma kindunum undir þak, því að byggð er þar víst ekki mikil eins og er. Gæti ég trúað, að með þessu einu saman yrði endurvakið það aðhald, sem lögin skapa í þessum efnum. Þessi fram kvæmd ætti því að geta sparað Reykjavíkurbæ hundruð þúsunda á ári hverju og fært þjóðfélagið nokkru nær því að vera réttar- þjóðfélag. Þó að Viðeyjarklaustur yrði end- urreist á þennan hátt, má vel vera að það yrði ekki nóg. Þá væri ef til vill rétt, að það ætti sér útibú eða hefði í seli í Breiðafjarðar- eyjum. Dettur mér í hug í þvi sam- bandi. að Háskóli íslands mun eiga þar eyðiey, og færi vel á því, að hann gæti leigt land sitt þar til nokkurra nytja. En hvað sem um það er. tel ég sjálfsagt, að þessar tillögur verði athugaðar, þó að ég sé ekki alþingismaður, svo að ég geti flutt um þetta þingsályktunar tillögu eða fyrirspum. — En vilji ekki bærinn eiga neitt við þetta, mætti ef til vill stofna hlutafélag um þetta, og gæti það þá orðið innheimtufélag fyrir bæjarsjóð. Ef til vill vildi fegrunarfélagið verða móðurfélag þeirra samtaka. Mér er fyrir mestu, að þessi inn- heimtumál verði löguð, svo að þau séu ekki bæjarfélaginu og okkur öllum til minnkunnar. Sta'/.aður gamli Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns og föður okkar, Jéns Pálssonar, Haukadal. Matthildur Kristjánsdóttir og börn. j Jarðir lausar til ábúðar | í Vestur-Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu Kirkj uj arðirnar Ormskot, Efsta-Grund og Indriða- 1 kot eru lausar til ábúðar frá næstu fardögum. Túnin I eru slétt og engjarnar grasgefin flæðilönd meðfram | Holtsós. Silungsveiði í ósnum. Hús á jörðunum eru x \ sæmilegu standi. Þjóðvegur liggur meðfram bæjunum. Semja ber við hreppstjóra Vestur-Eyjafjalla- I hrepps. 1 Stóru-Mörk 15. janúar 1949. | ÁRNI SÆMUNDSSON. ..............................iiiiiii.. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiuuiiiiiimimiiiiiiiiiiiiMMiiiiiiiHMiii;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.