Tíminn - 24.02.1949, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.02.1949, Blaðsíða 5
42. blað TÍMINN, fimmtudaginn 24. febrúar 1949 5 Fimmtud. 24. febr Svar við grein um stjórnarskrármáliö (Framhald af 4. siðu). handhafa ríkisvaldsins. Mörg um er því orðið ljóst, að stofna þurfi til áhrifameiri aðila héruðunum til fram- dráttar og af þeim sökum eru fram komnar tillögurnar um sérstaka fylkjaskipun. V. Tillögur fj órðungsþinganna byggja á því, að allt ríkisvald sé og eigi að vera hjá þjóðinni sjálfri. Ennfremur er byggt á , venjuhelgaðri skiptingu ríkis ™-iSi^USíU i valdsins, í þrjá þætti: löggjaf arvald, framkvæmdavald og dómsvald. Tillögurnar gera ennfremur ráð Jyrir þvi, að sérstakir handhafar verði til, sem fari með hvern þátt rík- isvaldsins um sig. Löggjafar- valdið sé hjá Alþingi, fram- kvæmdavaldið hjá forseta og dómsvaldið hjá dómendum. Handhafar löggjafarvalds og framkvæmdavalds verði hvor um sig þjóðkjörnir. Eins og nú er, fer Alþingi og forseti í sameiningu með bæði lög- gjafarvald og framkvæmda- vald. Tillögur fjórðungsþing- anna gera ráð fyrir gleggri og hreinni verkaskiptingu og ætti það að boða betri vinnu- afköst, ef að' likum lætur. j Greinarhöfundur spyr, hvers vegna eigi að svipta Alþingi rétti til þess að mynda ríkis- stjórn. Svar við þessari spurn ingu virðist liggja í augum uppi. Það á að gera þetta af þeirri einföldu ástæðu, að reynslan hefir sýnt, að Al- ! þingi getur stundum beinlín- * I fótspor Kvislings Alltaf skýrist betur og bet- ur hvað það er, sem fyrir kofnmúnistum vakir í utan- ríkismálum. Þar er allt á eina bókina lært. Þeir eiga sér eitt sjónarmið og einn tilgang að- eins, að þjóna Rússum og efla þá til forustu í alþjóða- málum og heimsyfirráða. Atburðir í vikur hafa vakið mikla at- hygli víða urn heim og ekki sízt hér á landi. Rússar hafa gert tilraun til að hafa áhrif á stefnu og afstöðu Norð-1 manna með þvi að fara fram á gagnkvæman ekki-árásar- 1 samning. Norðmenn vísa hins vegar þessari málaleitun frá og allt virðist benda til þess,! að afskiptasemi Rússa hafi unnið drjúgt að því að sam- eina norsku þjóðina í þeim vilja að leita öryggis og trausts í félagsskap lýðræðis- þjóðanna. i Þá kemur Þjóðviljinn með þá skýringu, að þetta sé stefna Kvislings, sem Norð- menn hafi nú tekið upp. Og rökstuðningurinn fyrir því er . sá, að árið 1932 hafi Kvisling ' talið æskilegt, að Evrópuþjóð irnar vesfem Rússlands gerðu með sér bandalag. Það er eft- irtektarvert, að þau ummæli ,Kvislings, sém Þjóðviljinn vitnar í, sagði hann áður en hann varð nazisti og áður en Hitler kom til valda í Þýzka- landi. Það Þýzhaland, sem þar var talað um áð gera bandalag við, er ekki þriðja ríkið, ríki nazista, heldur Weimarlýðveldið. En seinna varð Kvisling nazisti, og þá var helzta á- is alls ekki myndað ríkis- stjórn. Stundum tekst Al- þingi þannig til með úrlausn þessa verkefnis, að ríkis- j stjórn er að vísu mynduð, að nafninu til, en oft lítt eða alls 1 ekki starfhæf. Stjórnarkrepp hugamál hans, að fjandskap um er i raun og veru ekki ast við lýðræðisþjóðirnar og alltaf lokið, þótt með harm- hagsmunum kvælum hafi tekizt að mynda vmna gegn þéirra. Þá var það hatrið á j einhverja stjórn, sem engu lýðræðisþjóðunum sem varð getur áorkað eða leiðarstjarna hans, og mun, framkvæmd vegna komið í óteljandi mörgum virðast, að þá fari að sundurleitra og ósamrýman- verða lítill munur á honum legra sjónarmiða þeirra þing og Þjóðviljanum nú. j manna, sem hafa myndað Það er líka athyglisvert, að hana. Afleiðing slíkrar stjórn á úrslitastund norsku þjóðar- inar, þegar Kvisling náði völd um sem leppur ofríkismann- aiina þýzku, studdu kommún istar hann. Þá var það þeirra krafa að Hákon VII. segði af sér konungdómi og legði nið- ur völd, svo að veldi Kvislings yrði fullkomnað. Nú er enn skipt um hlut- vérk. Kvisling var fyrirlitinn og líflátinn sem landráðamaður og Hákon konungur kom aft- ur heim í ríki sitt. Og nú kall- ar Þjóðviljinn hann „hinn ást sæla konung" norsku þjóðar- innar, en Kvisling fær að heita „fyrirlitnasti glæpamað ur norsku þjóðarinnar.“ Það eru orðin þáttaskil frá því, að kommúnistar vildu svipta Hákon VII. völdum í útlegðinni og efldu Kvisling til valda heima í Noregi. Þeir hafa nú séð, að það er ekki hægt að hafa meiri not af Kvisling en orðið er til að eíla völd Rússa, nema ef vera kynni að einhvern mætti rugla með gömlum og rang- færðum tilvitnunum. En þó að kommúnistar af- neiti nú Kvisling harðlega hafa þeir þó vissulega tileink að sér stefnu hans frá þeim tíma, þegar hann var nazisti. armyndana er úrræðaleysi i öllum þýðingarmestu málum, dráttur á drátt ofan í öllum framkvæmdum og að lokum áðgerðir, sem frekast má líkja við læknisaðgerðir, sem fram kvæmdar eru á dauðvona sjúklingum, til þess eins að lina sárustu kvalir þeirra. Slíkt stjórnarfar miðar ekki til heilla. Með glöggum skiln- ingi á þessari veilu hins ís- lenzka þingræðis, ákváðu fjórðungsþingin að leggja það eindregið til að þjóðin sjálf veldi sér framkvæmda- stjóra ríkisvaldsins. Greinarhöfundur rökræðir um það, hvernig forsetakjör muni fara fram, ef tillögur fjórðungsþinganna yrðu að lögum. Hann byggir þar á þeirri forsendu, að flokkaskip un verði hin sama og nú er. Þetta mun þó ekki reynast rétt. Stjórnskipun sú, sem fjcrðungsþingin leggja til að höfð verði, mun fljótlega leiða til þess að flokkunum fækkar þannig, að þeir flokk ar, sem líkust hafa sjónar- miðin munu sameinast og mynda einn flokk. Væri því e. t. v. sennilegast, að flokk- ar yrðu fljótlega aðeins tveir, ef tillögur fjórðungsþing- anna yrðu að íögum. Líkleg- ast er, að þeir flokkar, sem lík ust sjónarmið hafa, samein- uðust um forsetaefni ogsendu um stefnuskrá hans. Þannig lægi stefnuskrá ríkisstjórnar innar fyrir kjósendum áður en kosið er. Nú eru máléfna- samningar um ríkisstjórn gerðir eftir kosningar og því ekki bornir úndir atkvæði kjósenda. Mun flestum þykja það lýðræðislegra, að gefa kjósendum kost á því að sam þykkja eða hafna væntan- legri stjórnarstefnu, heldur en að nokkur hópur alþing- ísmanna ráði þar éinir öllu um, að kjósendum forspurð- um. Loks slær greinarhöfundur því föstu, að það sé algerlega andstætt vilja þjóðarinnar, að forsetinn verði hafður með j valdi líkt og tillögur f jórð- ' ungsþinganna gera ráð fyrir. I Þessa staðhæfingu er að svo | stöddu full ástæða að vé- ! fengja. Víst er um það, að Al- þingi valdi þá leið að hafa forsetann þjóðkjörinn. Ekki er ólíklegt að þeirri ákvörðun t þingsins hafi ráðið vitneskja t þingmanna um almenna ósk I kjósenda um að kjósa forset- ann. Nú mun öllum sýnast næsta fráleitt að hafa for- i seta án raunverulegs valds þjóðkjörinn. Sýnist þetta I atriði benda til hins gagn- ! stæða við það, sem greinar- höfundur vill vera láta. VI. Grein Kristjáns géfur til- efni til miklu lengri andsvara og hugleiðinga um þetta mál, en rúm er fyrir í einni blaða- grein, eins og eðlilegt er um jafn mikilvægt og umfangs- mikið mál og stjórnarskrár- málið er, en þetta verður að nægja í bili. Að lokum vil ég segja það, að ég er greinarhöfundi þakk látur fyrir grein hans, þar eð sennilegt má telja, að hún veki marga til umhugsunar um þetta þýðingarmikla mál, sem hver rikisstjórnin eftir aðra hefir lofað að leysa, en ekkert liggur enn fyrir úr þeim herbúðum. Seyðisfirði, 16. febrúar 1949. Þeir berjast nú gegn sam- vinnu Noregs við lýðræðisrík- in, alveg eins og Kvisling gerði eftir að hann var naz- isti. Þeir vilja láta Noreg standa einan og vera þvi auð unninn fyrir árásarrikið, sem þeir þjóna, alveg eins og Kvis ling vildi að Noregur stæði op inn herskörum Hitlers. Öllu betur r ekki hægt að ganga í fótspor Kvislings en komm- únistar gera nú. Bæöi af þessari ástæðu og mörgum öðrum ættu komm- únistar manna síst að vera að vitna í söguna og afstöðu manna á liðnum tíma. Þar standa engir jafn illa að vígi og þeir sjálfir, eftir allt sitt hringl og sýndarmennsku, þeg ar þeir hafa verið að reyna að láta líta svo út, sem þjón- usta sín við Rússa stafaði af ást á lýðræðinu. Kommúnistar sýna það bezt með því, hvernig þeir tala nú um Norðmenn og sjálf stæðismál þeirra, hve blygð- unarlausir og hræsnisfullir þeir eru. Mennirnir, sem skriðu fyrir Kvisling, þegar hann naut valdanna í krafti nazista, smjaðra nú á við- bjóðslegan hátt fyrir Hákoni VII. Mennirnir, sem þannig þykj ast nú fordæma Kvisling, fylgja þó nákvæmlega sömu utanríkisstefnu og hann eftir að hann gerðist nazisti. Andstæðingum kommún- ista er það vissulega heppi- legt, að kommúnistar gangi sem lengst i þessu til að vekj a viðbjóð og ógeö alira sæmi- legra manna á innræti sínu &IMÉ RacLclir nábáanna í Alþýðublaðinu í gær er sagt frá eftirtektarverðri frétt. Hún hljóðar á þessa leið: „Ef rússneskur her réðist inn í Frakkland, eiga franskir verkamenn ekki aS berjast gegn honum, heldur taka honum eins og rússneska hernum var tekið í Rúmeníu, Póllandi og Tékkó- slóvakíu, sagði Maurice Thorez,- foringi franska kommúnista- flokksins, í ræðu í París í gær. Hefir Thorez þar með hætzt í hóp þeirra kommúnista, sem hreinlega viðurkenna þá stað- reynd, að þeir muni fúslega svíkja föðurland sitt fyrir Sovét ríkin, þótt þeir kommúnistar séu enn fieiri um allan heim, sem reyna að villa á sér heimild ir í þessu efni. Thorez sagði í ræðunni í París í gær, að Frakkar væru nú orðn ir bándamenn hinna heimsveldis sinnuðu vesturvelda, og ætti að nota Frakkland sem bækistöð til árása á Sovétríkin. Ef svo færi, sagði Thörez, að Frakkland værí þánnig leitt irin í styrjöld: gégri Sovétríkjunum, og ef rúss neskrir her, sém væwi að verjá frélsið og sósíalismann, yrði því að ráðást á Frakkland, gætu franskir verkamenn ekki hegð- að sér öðru vísi en verkamenn PóIlarvJs, Rúmeníu og Tékkó- slóvakíu? Thores ságði, að riaeð slíkri inn rás í Frakklánd mundi rauði herinn vera að „elta f jandmenn sína“ ög gætu franskir verka- menn þá ekki breytt afstöðu sinni til Sovétríkjanna.“ Menn geta áreiðanlega á- lyktað hjálparlaust af yfir- lýsingu Thores, hver yrði af- staða íslenzkra ko»múnista, ef rússneskur her ætti eftir að koma hingað. Svo halda kommúnistar, að þeir geti blekkt menn mcð hlutleysis- skrafi sínu. Ifa M.s. Dronning Aiexandrine Næsta ferð Dr. Alexandrine til Færeyja og Kaupmanna- hafnar verður 1. marz næst- komandi. Farðseðlar óskast sóttir hið allra fyrsta — Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. . Erlendur Pétursson. Orlofið Fram er komið á Alþingi frumvarp um að lengja or- lofstíma manna svo, að hann verði þrjár vikur árlega og orlofskaup 6j4% í stað 4% af árskaupi. Það munu ýmsir mæla, að þetta sé ótímabær krafa og ýmislegt stæði nú nær að gera fyrir launþegana, svo að réttur þeirra og framtíðarvel gengni sé tryggð. Sumir myndu jafnvel vilja snúa þessu við, og segja sem svo, að launþeginn ætti að Iáta sér nægja eina viku. Og víst er það, að oft er afkoma fyr- tækisins verri en starfsmann anna margra hverra, og næg- ir þar að nefna ríkissjóðinn. Hinu er þö ekki að neita, að verkamenn geta fært fram þau rök, að sízt væru þeirra kjör betri en ýmsra annarra, þó að þeir fengju þriðju vik- una fría með fullu kaupi, eins og hér er um að ræða. Og þar er einmitt komið að kjarna malsins. Nútímafólk krefst jafnrétt- is, og allir viðurkenna raun- ar, að það eigi að byggja þjóð félagið á jafnrétti. Hitt er anað mál, að stundum er lítils hófs gætt í því og skiptar skoðanir um það, hvað sé jafn réttur. En ekki breytir það því, að þeir, sem forréttind- anna njöta, leggja grundvöll- inn að öllum hörðustu og ýtrustu kröfum almennings. Það þýðir ekki neitt fyrir heildsalann, sem er mánuð- um saman að lysta sig í bíl um allan heim með f jölskyldu sína, að býsnast yfir þeirri frekju verkamannsins að vilja fá þrjár vikur til að létta sér upp. Það þýðir heldur ekki neitt fyrir aðra hliðstæðasc forréttindamenn að fárast um það, þó að almenningur. vilji fá fríðindi og rétt eitt- hVað í áttina við það, sem þeir veita sér. Það er þessi staðreynd, sem menn verða að gera sér Ijósa. Jafnréttistilfinningin er vökn uð og verður ekki svæfð eða niðurkveðin. Þessvegna er ekki lengur hægt að afgreiða málin með því, að halda alþýðu landsins í þrældómi og kúgun, svo að tiltölulega fámenn yfirstétt geti lifað í óhófi. Hitt er ekki heldur hægt, sem nú hefir verið reynt um hríð, að láta óhófstéttina fara sínu fram, en hafa kjör al- mennings rausnarleg, svo að hann geti tileinkað sér meira og minna af lífsvenjum eyðslu stéttarinnar. Hér verður að byr ja á byrj uninni og heimta eðlilegt starf og heilbrigða hófsemi af hverjum manni. Þjóðin verður að knýja forréttinda- stéttina til að taka upp breytt ar lífsvenjur. Á þann hátt verður jafnréttisstefna þjóð- arinnar farsæl og mun reyn- ast henni drýgst til heilla. Það er enginn jarðvegur til að tala um sjálfsafneitun hinna fátækustu, sem erfið ust eiga lífskjörin meðan skefjalaus stórgróði er látinn falla öðrum í skaut. Fólk hlustar ekki á slíkt, leggur ekki eyrun að því. Það verður að láta þjóðina íinna, að það sé alvara bak við þegar þegn- legar dyggðir eru heimtaðar, og ætlunin sé að láta þær kröfur ná til allra í fullri al- vöru. Það má vel vera, að reynt verði að framlengja um hríð (Framhald á 6. síðuJ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.