Tíminn - 11.03.1949, Page 2

Tíminn - 11.03.1949, Page 2
2 TÍMINN, föstrudaginn 11. marz 1949 54. blað í dag: Sólin kom upp kl. 7,02. Sólarlag verður kl. 18,16. 20. dagur í Góu. í nótt: Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúð- inni Iðunn, sími 7911. Næturakstur annast Hreyfill, sími 6633 Hvar eru skipin? Eimskip. Brúarfoss kom til Vestmanna- eyja í gær. Dettifoss fór frá Leith í gær til Rotterdam. Pjallfoss fór frá Reykjavík 10/3. til Keflavíkur. Goðafoss fór frá Reykjavík 9/3. til New York. Lagarfoss er í Kaup- mannahöfn, fer þaðan væntanlega 12/3. til Reykjavíkur. Reykjafoss fer frá ísafirði 10/3. til Siglufjarð- ar. Selfoss er í Kaupmannahöfn, fer þaðan væntanlega 12/3. til Reykjavíkur. Tröllafoss er í New York. Vatnajökull er í Antwerpen. Katla fór frá New York 3/. til Reykjavíkur. Horsa er á Siglufirði, lestar frosinn fisk. Ríkisskip. Esja var á Akureyri, i gær á austurleið. Hekla fór frá Reykja- vík kl. 22 í gærkvöldi austur um land í hringferð. Herðubreið var á Seyðisfirði í gærmorgun á norður- leið. Skjaldbreið er á Húnaflóa á suðurleið. Súðin er í Ítalíu. Þýrili! var væntanlegur til Reykjavíkur kl. 19,30 í gærkvöldi. Hermóður var á Ólafsvík í gærmorgun á leið til Grundarfjarðar og Stykkis- hólms. Skallagrímur. Laxfoss fer til Akraness og Borg- arness á morgun kl. eitt. Fer frá Akranesi á suðurleið kl. 7 síðdegjs. Flugferðir Flug. Gullfaxi fer n.k. þriðjudagsmorg' un til Prestvíkur og Kaupmanna- hafnar. Og var búið að panta hvelt rúm hans í gær, eða 40 manns. Hekla og Geysir eru í Reykjavik. Ekkert flogið í gær innanlands. Arnað heilla Austara-Landi, Haraldur Bjarna- son bóndi Áiftanesi á Mýrum. Fisksala á Englaudi. Piskverð í Englandi hefir aldrei verið eins hátt og þegar togararnir voru yfirleitt-.að selja. í sinni síð- ustu ferð áður en þeir tóku sér hvíld við hafnárgarðana í Reykja- vík. Um það leyti var send sjö manna nefnd af hálfu íslendinga til Eng- lands til þess- að semja um fisk- sölu þangað og þar situr hún enn- þá. Er ekki laust við að Englend- ingar c eri skop að þessari fjöl- mennu sendinefnd íslendinganna, er þeir senda til þeirra um leið og þeir binda togaraflota sinn við hafnargarðana á meðan Englend- ingar þurfa helzt með að fá keypt- an fisk frá íslandi. Helgi Helgason, Eldborg o fl. hafa selt undanfarið bátafisk á Eng- landi fyrir ágætt verð. Vegirnir. Hellisheiði og' Mosfellsheiði eru nú orðnar slarkfærar, einnig fyrir Hvalfjörð. Krýsuvíkurvegurinn er alauður. Kerlingarskarð slarkfært. Var í gær verið að moka Bröttu- brekkuveginn og Öxnadalsheiði. Er í ráði að bifreiðar fari í dag milli Akureyrar og Akraness, a. m. k. af stað frá hvorum staðnum fyrir sig áleiðis þessar leiðir. Enn þá verður þó að draga bifreiðarn- ar með hjálp jarðýtu yfir alllang- an kafla á Hiltavörðuheiði. . . • Komnir heim. . Porsætisráðherrann Stefán Jóh. Stefánsson, ásamt Helga Hannes- syni' 'for^ta Alþýðusambands fs- lands, eru komnir heim úr Dan- merkurför sinni. Alþýðub'aðið, aðalblað forsætis- ráðheirans segir í gær að forsætis- ráðherrann hafi í ferðinni haldið ræðu í félagi íslenzkra stúdenta í ÍCauþmannahöfn. Frá danska sendiráðinu. í tilefni af 50 ára afmæli Prið - riks IX. Danakonungs hefir sendi- herra Dana, frú Bodil Begdrup, móttöku gesta í sendiherrabústaðn- um í dag kl. 4—6 e. h. fyrir Dani og vini Danmerkur. Mjólkurafurðir. Nóg mjólk hefir borizt til bæjar- ins, að undanteknum örfáum dög- um þegar var allra mest snjókom- an. Einnig hefir skyr verið nóg undanfarna daga og oftast nægjan legur rjómi. Það er Krýsuvikurvegurinn, sem hefir bjargað flutningunum að austan um langt skeið, þó að heim- ildarmaður Morgunblaðsins úr bíl- stjórastéttinni að austan reki hníflana í Krýsuvíkurveginn í við-' tali hér í blaðinu nýlega. Var það sérstakt lán, og þó dálítið ein- kennilegt, að Krýsuvíkurvegurinn skyldi verða fyrst slarkfær sama daginn, sem heiöarnar að austan urðu ófærar fyrir mjólkurflutn- inga til Reykjavíkur. Togaradeilan. Ekki var togaradeilan leyst í gær kvöldi. Er nú senn mánuður síðan hún hófst. Þegar samið var um sm'ði hinna nýju togara vildu Pramsóknarmenn gera ráðstafan- ir til þess að stöðva verðbólguna, sem þá var rniklu auðveldara að gera he'dur en nú. Þess gerðist ekki þörf sögðu ráðandi menn þá í öðrum herbúðum. Verðbólguna væri hægt að lækna- með einu penna- striki, þegar þess gerðist þörf. Hin dýru skip liggja nú fyrst og fremst í höfn vegna verðbólgunnar, en ekki hyllir samt ennþá undir mann inn með pennastrikið. Fundur á Selfossi. Alþýðublaðið í gær segir í stór- letraðri fyrirsögn á forsíðu sinni: „S. U. J. skorar á S. U. P. til ein- vígisfundar austur á Selfossi. Fund urinn verður á sunnudag og ræðir öryggi ís'ands og Pramsóknar- flokksinns". Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjóna band Ingibjög Þorsteinsdóttir Lfn- dal og Benedikt Kristjánsson skip- stjóri Skipasundi 19. Trtilofanir. 'Nýlega hafa birt hjúskaparheít sitt ungfrú Jóna Ingimundardóttir, Keflavík ig Ragnar Pétursson frá Reyðarfirði. Einnig Marsilía Kristinsdóttir frá Húsavík og Eggert Sveinsson málmsteypumaður Reykjavík. Ennfremur ungfrú Kristín Hin- riksdóttir og Þórarinn Andrésson (Andréssonar klæðskerameistara) Úthlíð 3, Rtjykjavík. Skemmtanir Samvinnuskólinn. í kvöld minnast samvinnuskóla- nemendur 30 ára afmælis Sam- vinnuskólans með samkomu að Hótel Borg. Hefst hófið með snæð- ingi klukkan sex síðdegis. Árshátíð. Hestamannafélagið Pákur hefir árshátíð sína að Þórskaffi annað kvöld og hefst hún kl. 6 e. h. Úr ýmsum áttum Gestir í bænum: Lárus Björnsson bóndi í Gríms- tungu, Bjarni Benediktsson bóndi Þjóð í nauðum Eg hitti í fyrrakvöld tvo þýzka kunningjá mína, sem báðir eru á togará, (' kóm hér til hafnar vegna veiðarfæramissis. (Innan sviga sagt, þá var myndarlega greitt úr því, af kunnum manni hér í bænum). Þessir menn höíðu frá mörgu að segja, og sú barnalega skoðun m'n, að ástandið í Þýzkalandi færi sór- um batnandi, hrundi til grunna. . Þegar þessij menn komu inn í stofuna mina, sem ekki er stór, sagðí annar þeirra: „Ef þetta her- bergi væri i Hamborg, myndu búa hér að minnsta kosti þrjár fjöl- skyldur með tvö, þrjú eöa fjögur börn hvér“. Skorturinn á flestum hlutum er svo gífurlggur, .að það mega undur kallast, hvernig fólk dregur fram lífið. Það er að segja: Margt er til, en það er selt á svörtum mark- aði, og þar er verðið svo hátt, að engir geta keypt, nema þeir, sem komizt hafa yfir peninga með ævin týralegum hætti. Börnin ganga til dæmis þúsundum saman berfætt og skólaus í vetrarkuldunum. Hvers konar sjúkdómar herja, og nú er komið ægilegt atvinnuleysi. En eitt getur fólkið veitt sér sjálft: Það er áfengi — ef hægt er að kalla það því nafni. Allir brugga sjálfir — flestir virðast geta haft úti klær til þess að ná í það, sem til þess þarf. Þjóðin er mergsogin, vonlítil og flestir hugsa aðeins um það að hrammsa það, sem náð verður með einhverjum hætti. Og þá eru marg ir óvandir að meðölunum. Þegar sjómennirnir koma heim af fjar- lægum miðum með fiskinn og hafa kannske í föggum sínum gamla skó eða sokka, sem þeim hafa verið gefin á börnin sin, þar sem þeir kunna að hafa komið í land, til dæmis hér í Reykjavík, leggja tollverðirnir óðar hald á þetta, ef þeir finna það — ekki þó til þess að láta það ganga í sameiginlegar birgðaskemmur borgaranna, heldur til þess að stinga því í eigin vasa. Stúlkur, sem komast að sem ^ skækjur hjá hinu erlenda her- námsliði, þykja hafa himin hönd- um tekið. En þrátt fyrir allt, sem nú hrjáir þýzku þjóðina, er þó óttinn við nýja styrjöld geigvænlegastur. Og undirbúning þess telja Þjóöverjar sig sjá í a'gleymingi, beggja megin járntjaldsins. „Ég fer ekki aftur í styrjöld", sagði annar sjómann- anna, sem ég talaði við. „Ég vil þá heldur að þeir skjóti mig heima". Þessi maður var eindreg- inn jafnaðarmaður og fór rnjög hörðum orðum um framferði S.S.- og S.A.-mannanna þýzku, bæði heima og erlendis meðan á styrj- öldinni stóð. J. H. ^JéíciCfálíj^ U. M. F. R. Æfingar í Menntaskólasalnum: Miðvikudaga kl. 9—10 Handbolti og frjálsar íþróttir kvenna. Pimmtudaga kl. 9—10 Vikivakar. Stjórnin Skíðaferðir í Skíðaskálann. Laug- ardag kl. 2, til baka kl. 6. Sunnu- dag kl. 9 og kl. 10. Farið frá Aust- urvelli ig Litlu Bilstöðinni. Farmiðar þar og hjá L. H. Miiller til kl. 4 á laugardag. Selt við bíl- ana ef eitthvað óselt. Skíðanámskeiðið stendur yfir. Kennsluskirteini hjá MUller og í Skíðaskálanum. Skíðafélag Reykjavíkur. M.s. Dronning Alexandrine Næstu tvær hraðferðir frá Kaupmannahöfn 11. marz og 29. marz. Flutningur óskast til kynntur til skrifstofu Samein aða í Kaupmannahöfn. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. Erlendur Pétursson. mmimimmimmmmiiimimimimmmmmmimmimmimimimimmmimmiimmmiiimimimimimmmmimmmmimmmmmmmmmmiimmi S. U. F. ^l^anóieiLur í samkomusal Mjólkurstöðvarinnar í kvöld kl. 9. • = Mioasala í anddyri hússins frá kl. 8. iiimimiiimiiimmiiimiimiiiiiimmiiiiimiiiimmiiimiiimmiiimiuiimimiimiiiiimiimmmiMiiiiiiiiiiiiiimT Járniðnaðarmenn Nokkrir vanir j árniðnf'ðarmenn óskast nú þegar Vélsmiðjan Jötunn h.f. IIIIIIIIIIIIIMIIM.II.IIIIIIIM.Mllllll.I.IMMIIMMIIIMMIIIMIIIIIIMM.MIIIIIIIMIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIMI Maðtir vanur landbúnaðarstörfum óskar eftir atvinnu með vorinu. Er vanur vélmjöltum og bilkeyrslu og hefir unnið sem gervismiður við húsa- smíðar. Einnig kæmi til greina leiga á viðráðanlegri jörð, ásamt áhöfn, á stað er vel lægi við samgöngum. Þrifnaði, samvizkusemi og góðri umgengni heitið. Ef einhver vildi sinna þessu, vinsamlega sendi nafn og heimilisfang til afgreiðslu „Tímans,“ og tilgreini þá X væntanlegt kaup, vinnutíma og annað er máli skipt- ir, eigi síðar en 25. marz merkt: „Búnaður." IIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII.MIMIUMIIIIIIIMIIIMIIIMIMMIIMMIMMMMMMIIIMMMMMMMMMMMMIMI VÖRUJÖFNUN á vefnaði og skófatnaði hefst í dag, 11. þessa mán. Vörujöfnunin verður á verðmætisgrundvelli og gef- ur hver eining rétt til kaupa á 10 kr. verðmæti. Af- greiðsluröð fer eftir .númerum vörujöfnunarkorta. Byrja á nr. 1—25 kl. 9 f. h. og heldur áfram 25 núm- er á klukkustund tvo fyrstu dagana. Athugið að milli kl. 12 og 2 verður ekki afgreitt. Fylgist með auglýsingum um vörujöfnun í matvöru búðunum. \A Á, ÍVj I 1 l iiiiiniiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiniiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíínMiiiii:

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.