Tíminn - 23.03.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.03.1949, Blaðsíða 1
Ritstjárl: Þórarinn Þórarinsson F réttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn SJcrifstofur l Edduhúsinu Fréttasímar: 81302 og 81303 AfgreiBslusími 2323. Auglýsingasími 81300 PrentsmiBjan Edda -----------——1 33. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 23. marz 1949 Krafizt afnáms matvöru- skömmtunar- Félag matvörukaupmanna í Reykjavík samþykkti nýlega á fundi að skora á ríkisstjórn ina að afnema skömmtun á matvörum og hreinlætisvör- um, þar sem ekki verðj. séð, að neinn sparnaður fylgi henni, en hins vegar mikill kostnaður og umstang. Jafnframt var skorað á innflutningsyfirvöldin að veita matvöruverzlunum sjálf um öll leyfi til innflutnings á matvöru og öðrum neyzlu- vörum, sem þær selja. Loks var krafizt, að bætt yrði úr þeim skorti á um- búðum. sem verið hefir. Félagar í Félagi matvöru- kaupmanna eiga nú 114 búðir. Þetta eru ekki fuglar á svifi, heliur enskar balletdansmeyjar. Að vísu lengi og fuglar himinsins, en það er mikill halda þær ekki fluginu yndisþokki í hreyfingum þeirra Trillubáturinn Birgir frá Vestmannaeyjum iiætt kominn Björgmi á síðnstu stumiu. er bátverjfarnir tveir g'átu ekki varið bátiim leugur. Trillubáturinn Birgir frá Vestmannaeyjum var mjög hætt kominn í róðri í fyrradag. Þrír opnir vélbátar höfðu róið frá Eyjum um morguninn og fóru tveir þeirra vestur fyrir eyjarnar, en hinn þriðji, Birgir, fór grunnt undir Land- eyjasand. Voru á honum tveir menn, Guðjón Magnússon og Hallgrímur Þórðarson. Nýja stjórnin í Kína vonbetri nm frið- arsamninga Ný kínversk stjórn hefir nú tekið við völdum, og er Hó Ying-ching forsætisráð- herra. Þessi nýja stjórn er talin líklegri hinni fyrri til þess að ná samkomulagi við uppreisnarmenn i Kína og koma þannig á friði í landinu. Verður skipuð friðarnefnd og störfum hraðað sem mest. Fyrrverandi forsætisráð- herra, Sún Fó, er nú talinn sekur um mikinn fjárdrátt, og er þess vegna krafizt máls- höfðunar gegn honum. Danska stjórnin viil fá tieim- i!d til að undirrita Atlanz- hafssamninginn Danir ætla að taka stöðvarnar á Græn> landi í sínar heudur. Danska stjórnin hefir lagt til við þingið, að henni verði heimilað að undirrita fyrir hönd Dana hinn fyrirhugaða Atlantshafssamning, og flutti Gustaf Rasmussen framsögu- ræðu um þetta mál. Skákþingi Norðlend inga lauk síðast- liðinn sunnudag Eggert Gilfer skák> meistara Keykvík- iug'a boðið norðnr í tllefni af 30 ára af- mæli skákféiags Akureyrar. Skákþingi Norðlendinga, sem að undanförnu hefir stað ið yfir á Akureyri, lauk síð- astliöinn sunnudag. Er skák- þing þetta haldið árlega, og var efnt til sérstakra hátíða- halda í sambandi við það í tilefni af 30 ára afmæli Skák félags Akureyrar. í tilefni af þessu afmæli Skákfélags Akureyrar var skákmeistara Taflfélags Reykj avíkur Eggert Gilf er boðið til Akureyrar til að keppa sem gestur á skákmót- inu. Var hann efstur lengi framan af keppninni, en svo fór að hann beið ósigur fyrir Júlíusi Bogasyni, sem varð skákmeistari Norðlendinga. Fékk hann 5 y2 vinning, en Eggert Gilfer fimm vinninga. En jafnmarga vinninga fengu einnig Guðmundur Eiðsson og Jóhann Snorra- son. Á sunnudagskvöldið var skákmönnunum haldið hóf að Hótel KEA. Voru verð- laun þar afhent og boðsgest- urinn Eggert Gilfer kvaddur. Var honum færð að gjöf mynd af Akureyri með árit- uðum silfurskildi, frá Skák- félaginu á Akureyri. Þá barst félaginu við þetta tækifæri að gjöf útskorinn bikar til keppni um titilinn skákmeist ari Norðurlands. Brátt gerði rok og sjógang og sprakk þá borð í botni bátsins og myndaðist allstór rifa. Stöðvuðu mennirnir þá vélina og settu upp segl. Þegar tekið var að óttast um bátinn, voru stórir vél- bátar sendir til þess að leita hans. En það var þó vélbát- urinn Jón Stefánsson, sem var að koma úr róðri, er fann hann af tilviljun, og tók hann Birgir á þilfar. — Mátti ekki tæpara standa, að hjálp bærist, því að svo var komið, að vonlítið virtist að ausa* lengur, sökum leka og ágjafar. Skipstjóri á Jóni Stefáns- syni er Björgvin Jónsson frá Úthlíð í Vestmannaeyjum. Alþjóðafíugráð- stefna í Lundúnum Fulltrúar sextán þj óða, sem taka þátt í alþjóðaráð- stefnu um flugmál, eru nú komnir til Lundúna. Fundir ráðstefnunnar hefj ast í dag. í ræðu sinni sagði utanrík- ismálaráðherrann, að Danir myndu ekki selja Grænland fyrir vopn, og hefði hann gert Bandaríkjastjórn ljóst, að Danir vildu smám saman taka í sínar hendur allar stöðvar á Grænlandi. Hann sagði ennfremur, að Danir gætu ekki þolað í landi sínu herstöðvar né neinar stöðvar erlendra þjóða, nema í ítrustu nauðsyn á styrjald- artímum, þegar Danir ættu í vök að verjast eða væru í mikilli og bráðri hættu. Nokkur háreysti var í þing húsinu meðan umræður fóru fram, og hrópuðu menn, sem andstæðir eru þátttöku Dana í bandalaginu, að ráðherran- um. 64. blaö Fegrnnarfélag stofn að á Akureyri Embættísnieiiii bæj- arins stanila ekki að félag'sstoímmismi. Síðastliðin i sunnudag var gengið endanlega frá stofn- un fegurðarfélags á Akur- eyri. Félags>;ofnunin ’ hefir þó staðið alllengi fyrir dyr- um og verið undirbúin allvel. Ekki þó á þann hátt að fyrst hafi verið haldinn stofnfund ur útvaldra leynifélags- manna, heldur var stofnfund ur á Akurey.i haldinn með ijálfum borgurum bæjarins. Þeir, sem úhnu að undir- iúningi að stofnun félagsins i Akureyri, en það var all fjölmennur hópur borgarbúa, byrjuðu á því um jólaleytið að koma fyrir lj ósaskreyting- um í trjám. Mæltist það vel fyrir og þótti til mikillar prýði. Á stofnfundinum síðasflið- inn sunnudag, en félagið var stofnað með hátt á fimmta hundrað félagsmönnum, var rætt um framtíðarverkefni félagsins. Er markmið þess að vinna að góðri umgengni um bæinn og ennfremur að vinna að öðru leyti að auk- inni fegurð hans. Formaður félagsins var kosinn Finnur Árnason gafðyrkj uráðunaut- ur bæjarins. Fegrunarfélagið á Akureyri er ekki stofnað af embættis- mönnum bæjarins eins og hér í Reykjavík, heldur á það að vera varnarfélag og eftirlits- félag borgaranna, meðal ann ars með aðgerðum þæjaryfir- valdanna. Þess vegna gæti þaö aldréi komið fyrir að for maður Fegrunarfélags Akur- eyrar leggði það til að reist yrði sildarverksmiðja, eða hvalbræðslustöð á Oddeyrar- tanga. Eyfirðiigafélögin hefja útgáfu átt- hagaritsafns í gær kom út fyrsta bindið af ritúm Eyfirðinga. Er þetta byrjun á miklu ritverki sen* koma á út um Eyjafjörð og Eyfirðinga á næstu árum. Eru það Eyfirðingjir heima í héraðinu og Eyfirðingafé- lagið i Reykj avik, sem standa sarnan að þessari útgáfu. Þetta fyrsta bindi fjallar um lýsingu á Eyjafirði, sem er aðallega jarðfræðileg. Hef ir Steindór Steindórsson menntaskólakennari samið bókina, sem er með nokkrum myndum. í áframhaldi af þessari fyrstu bók er svo í ráði að gefa út fleiri bækur; þar sem rakin verður saga byggðarlagsins og birtar verða lýsingar á náttúru hér- aðsins, gróðri og dýralífi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.