Tíminn - 23.03.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.03.1949, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, miðvikudaginn 22. marz 1949 64. blað Í'ZIXIIV. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR sýnir VOLPONE I |j í kvöld kl. 8. Miðasala í dag frá kl. 2. — Sími 3191. Börn fá ekki aðgang. í nótt: Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbsejarskólanum, sími -5030. Næturvörður er í Laugavegs apóteki, sími 1616. Næturakstul' annast Hreyfill, sími 6633. Útvarpið í kvöld: Kl. 18.30 íslenzkukennsla. — 19.00 Þýzkukennsla. 19.25 Þingfréttir. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Sigurður Magn ússon löggæzlumaður flytur ferða- þátt: Frá Landinu helga. b) Út- várpskórinn syngur (Róbert Abra- ham stjórnar): íslenzk alþýð'ulög og tvisöngvar úr óperunum „Töfra- ílautan" eftir Mozart og „Vald ör- lagánna" eftir Verdi (ný söngskrá). ci Æskuár sveitarhöfðingjans; úr ævisögu Kolbeins í Unaðsdal (Helgi Hjörvár flytur). d) Auðun Sveins- son les úr kvæðum Sveins Hannes- sonar frá Ellivogum. — Ennfremur tónleikar af plötum. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.05 Passíu- sálmar. 22.15 óskalög. 23.00 Dag- skrárlok. Hvar eru. skipin? Ríkisskip. Ésja er á Austfjörðum á suður- ieið. Hekla fór frá Reykjavík um hádegi í gær austur urn land í hringferð. Herðubreið var á Breiða firði í gærdag á vesturleið. Skjald- , öreið kom til Reykjavíkur í gær . frá Breiðafirði og fer væntanlega j annað kvöld til Húnaflóa, Skaga- | íjarðar- og Eyjafjarðarhafna. Þyr- : iil er í olíuflutningum í Faxaflóa. J Súðin er væntanlega í Port Talbot 1 á leið til íslands frá ítaliu. Her- j móður var á Patreksfirði í gær. Laxfoss. Til Akraness og Borgarness á morgun kl. 11 f. h. Sambandið. Hvassafell kemur í kvöld til Reykjavíkur (seinkaði vegna óveð- urs). Vigör kernur til Hólmavíkúr í kvcld. Einarsson- & Zoega. Foldin er á ísafirði. Spáarnes- striom fermdi í Amsterdam í gær í stað Lingestroom og i Antwerpen i dag. Reykjanes fór frá Port Har- bour 21. þ. m. áleiðis til íslands. kl. 8.30 í V. R.-lieimilinu við Von- arstræti. Indriði Waage. Vinsældir hins góðkunna leikara Indiiða Waage komu glöggt fram i Iðnó i fyrradag, þegar höfð var hátíðasýning á „Meðan við bíðum“ i tilefni aí 25 ára leikafmæli Ind- riða. Var Indriða fagnað ákaft og innilega. — Annað kvöld verður Indriða haldið samsæti í Sjálf- stæðishúsinu. Frá Fáskrúðsfirði. Höskuldur Stefánsson bóndi i Dölum í Féskrúðsfirði, sem er staddur í bænum leit inn, í skrif- stofu Tímans í gær. Hvað hann veturinn. hafa verið fremur göðan þar cystra. Fé var ekki tekið í hús fyrr en um nýár og alltaf beitt síðan. Garnaveiki í sauðfé væri slæmur vágestúr, en annars væri afkoma manna mjög sæmileg. Ræktun væri alltaf að aukast kvað Höskuldur, en nokkuð hefði verið erfitt að fá nýjár vélar. Búða- kauptún hefði brotið lilikið land til ræktunar innan við kauptúnið, en eftir ao búið var að koma land- inu í rækt og einstaklngar fengu sitt afmarkaða stykki af ræktar- landinu vildi brenna við að sumir væru hættir við heyskapinn og kúaeignina. Myndi þeim þykja þægi legra að fá mjólkiha keypta beint frá bændunum. Þórshafnarbátur. Togbátar, sem lagt hafa upp í Vestmannaeyjum hafa aflað mjög vel oft undanfarið. Einn af þeim bátum, sem hafa aflað allra mest og mun vera aflahæstur er And- vari frá Þórshöfn. Er afli hans nú orðinn yfir 250 smálestir á ver- tíðinni. Síðastliðinn laugardag land aði Andvari í Vestmannaeyjum 47 smálestum af þoVski og 5 smálest- um af lifur eða 52 smál. saman- lagt. En sjálfur er báturinh 52 smálestir að stærö. svo að það hefir verið vel hlaðið í bátinn. Benóný Friðrilcsson er skipst.jóri á And- vara. Afmælisgiafir og áheit til S. í. B. S. Frá íbúum Súöavíkur, safnað af . Þorvaldi Hjaltasyni, kr. 2453.00, Ingólfsprenti, Hverfisgötu 78, kr. 3000.00, Ólafi Jóhannessyni, Reykja lindi, kr. 1000.00, Rangvellingum, safniaö af R. Stolzenvyald kr. 400.00, N. N„ kr. 100.00, N. N„ kr. 15.00, Almenna byggingafélagið, kr. 3500.00, Vopnfirðingum, Vopnafirði, kr. 205.00, Böðvari Böðvarssyni, kr. 10.00, safnað af fr. Guðríði Björns- dóttur, kr.1010.00, safnað af fr. Kristveigu ,Jónsdóttur, kr. 178.00 frá Sigríði Einarsdóttur Ásv.g., kr. 85.00, Koibeini Þorleifssyni, Ljós- vallag. 16, kr. 50.00, Olgu Bernd- sen, kr. 150.00, Ólöfu Árnadóttur Hávallagötu 48, kr. 50.00, Carli Berndsen, Höfðakaupstað, kr. 100.00 Fáskrúösfirðingum, Fáskrúðsfirði, safnað af R. Sörensen, kr. 125.00, starfsfólki ríkisféhirðis, kr. 65.00, starfsfólki Sölustöðvarinnar hrað- frystihúsann, kr. 420.00, starfsfóiki Verzlunainnar Baldursbrá, kr. 100.00, starfsfólki Tóbaksverzl. Laugaveg 12, kr. 350.00, starfsfólki Björgvins Fredriksens, kr. 360.00. Sýnishorn. í einni aðalgrein stærsta og fjöl- lesnasta bláðs landsins stóð þetta m. a. í gær: „Nokkru eftir áramótin birti Tím inn — að því er virtist alveg upp úr þurru — nokkurskonar siðferð- isvottorð Mad. Framsóknar. Vott- orðið var frá Borgfirðingi (Fúsa veit). — — — Gildi þessa hrein- leikavottorðs Mad. Framsóknar verður maður að meta í ljósi þess að það er útgefið af Fúsa undan Brók, birt af „manninúm, sem lá á glugganum" og stutt af póli- tísku skírlífi Framsóknar undan- farna tvo áratugi“. Mjög er erfitt að skilja hvað hið fjöllesna blað, Morgunblaðiö, á við með þessu, en sumir gizka á að það eigi að vera svar við ein- hverri grein, sem hafi verið skrifuð í Tímann af V. G. GLATT A HJALLA KVÖLDSÝNING í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8.30. — Aðgöngumiða má panta í síma 2339 kl. 10—12. — Pantanir óskast sóttir kl. 2—4. — Dansað til kl. 1. llllllllllllltlllt 1111" IIIIIIIIIIIIII lllllllllllllll lllllll IIIIIII llllllll Mlllllllllllllll IIIII llllllllllliin iii | llllll) Vélagæzlumaöur óskast Velgæzlustarf við Gönguskarðsárvirkjunina, Sauðár- | króki, er laust til umsóknar. Skriflegar umsóknir send- 1 ist fyrir 15 apríl til Rafmagnsveitna ríkisins, Lauga- | vegi 118, Reykjavík. í umsóknunum skal tilgreina ald- | ur, menntun og fyrri störf. 1 Rafmagnsveitur ríkisins i.................. ♦ ! 11111111111111111111111111111111111 n iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimi ii iiiiii iii iii n n n 111111111111111111111» Aisglýsing'asími T1MA3VS er 81300. I Flugferðir Geysir fór í gænnorgun til Prest- víkur og Kaupmannahafnar með 46 farþega og er væntanlegur aftur i dag kl. 5—7 e. h. Hekla og Gull- faxi eru í Reykjavík. Flogið var í gær til Akureyrar írá Flugfélagi íslands. Úr ýmsLun áttum Gestir í bænum. Höskuldur Stefánsson bóndi Döl- um í Fáskrúösfirði. Júlíus Bjarna- son b.óndi Leirá. Biöru Lárusson bóndi á Ósi. Einar Gestsson bóndi Hæli'. Gunnar Jónsson Breiðabóls- stað, Reykholtsdal. Aage Hansen Hvítanesi. Guðmundur Óláfsson, kennari, Laugarvatni. Mikill afli. Aflahæsti mótorbáturinn hér við Faxaflóa á þessari vertíð mun vera Keflvíkingur. Hefir hann nú fiskað 850 skippund. Skipstjóri á Keílvíking er Guð- leifur ísleifsson. Allur aflinn er fenginn á línu og hefir hann allur farið í frystihús. Keflvíkingur er 70 smálestir að stærð og hefir jafnan reynst happaskip. Kvennaskólinn. Nemendasamband Kvennaskól- ans hefir aðalfund sinn í kvöld ENN UM JEPPA Eg fékk í gær svolátandi upp- lýsingar um afstöðu valdamanna og stjórnmálaflokka til innflutn- ings á jeppum í þágu landbún- aðarins: Það er aikunna, að fjárhagsráð og viðskiptanefnd ráða því til lylcta, hvernig gjaldevri þjóðarinnar er | varið og innflutningi hagað. Fram- J sóknarmenn í fjárhagsráði börð- | ust 'fyrir þv:, að gert yrði ráð íyrir innflutningi 750 landbúnaðarjeppa í innflutningsáætlun þessa árs. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárhagsráði beittu sér eindregið fegn því, þrátt fyrir þingsálykt- , unartillögur, sem þingmenn úr þeirn sama flokki hafa borið frarn, svo að Framsóknarmenn voru born j ir atkváeþum í fjárhagsráði. Ekki i fékkst samþykkt að taka upp í i f jái hagsáætlunina neiha rúmlega , helming þeirrar jeppatölu, sem I Framsóknarmenn kröfðust. Sama máli gegndi um aðrar landbúnaðar ' vélar. Þar voru Framsóknarmenn einnig bornir atkvæðum i fjár- hagsráði, og gert ráð fyrir minni innf lutninf i landbúnaðarvéla en þéir töldu brýnustu nauðsyn bera til. Fjárhagsráð er sá vettvangur. þar sem gert er út um þessi mál, en ekki alþingi. Meðan fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þar, og þeir, sem Ijá þeim lið, fella þannig niður úr öllu valdi innflutning þeirra vinnutækja og verkvéla, sem bændum landsins er brýnust nauð- syn að fá, verða það að dæmast, sýndartillögur, þótt þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum beri eitthvað fram i þihgsölunum, að .minnsta kosti svo fremi sem þeir láta sér lynda slíka afstöðu sinna eigin fulltrúa, þár sem máiin eru raun- veiulega útkljáð. Allar vífilengjur og málaflækjur eru því óþarfar. Þetta liggur ljóst ■ og skýrt fyrir. Á alþingi eru born- ar fram tiliögur um, að bændur fái jeppa. í fjárhagsráði, sem fer 1 með meginvaldið í innflutnings- málunum, ganga fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins fram fyrir skjöldu I og setja sig í kraftgír til þess að koma í veg fyrir, að fullnægt sé brýnustu þörfum bænda. hvað jeppa* og fleiri landbúnaðartæki snertir. J. H. B ifreLðaverkstæði og verzlanir: Getum afgreitt beint frá Englandi gegn innflutnings- leyfum eftirtalda varahluti fyrir flestar tegundir af bifreÍLum: Ventla, ventiigorma og stýringar. Stimpla, stimpilhringi og slífar Bremsuborða Háspennukefli Platinur Kveikjuhámra Stiaumþéttá Viðgerðaráhöld og lykla Boita, skrúfui og rær Leitið uppíýsinga strax. Öllum fyrirspurnum svar- a£ um hæl. X Garðar Gíslason h.f, Sími 1500 — Reykjavik G G G G 1 ( (C G íslenzkt smjör fyrirliggjandi. :: H H :: § Xx ♦♦ n I FRYSTIHUSIÐ HERÐUBREIÐ 1 Sími 2G78. I 1 *• t* ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦^ ♦♦♦♦■♦•♦♦<♦»♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦ •♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦'♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦, v / AUGLÝSHVGAStma TÍMAMS ER 8130« :: ♦♦ « * * H

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.