Tíminn - 01.04.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.04.1949, Blaðsíða 4
TÍMINN, föstudaginn 1. april 1949 70. blaff 4 . 9 Sameinuðu þjóðirnar — hugsjón og raunveruleiki Góðir íslendingar! Ég hefi látið tilleiðast að tala hér nokkur orð um sam- einuðu þjóðirnar og kalla ég þetta stutta erindi: „Sam- einuðu þjóðirnar, hugsjón og raunveruleiki“. Slík erindi eru haldin víða um lönd og í ríkara mæli en hér tíðkast, til þess að kynna hin roiklu alheimssamtök. Nafnið sameinuðu þjóðirn- ar er glæsilegt — og það er mikil birta og bjartsýni yfir því. Þetta nafn var fyrst not- að 1. jan. 1942 af Franklin Roosevelt Bandaríkjaforseta í yfirlýsingu 26 þjóða, er tjáðu sameiginlegan vilja sinn í því að berjast gegn möndulveldunum. Fyrsta grein í stjórnarskrá S. Þ. hljóðar þannig: ,Við hinar sameinuðu þjóðir höfum ákveðið að frelsa komandi kynslóðir fyrir svipu styrjaldarinnar, sem tvívegis á okkar ævi hefir valdið mannkyninu ósegjanlegum þjáningum“. Þessa hugsjón meðal ann- ars átti að gera að raunveru- leika með samstarfi þjóð- anna — sameinuðu þjóðun- um. Bjartsýnin 1945, þegar fulltrúar 50 þjóða komu sam- an til fundar í San Francis- co til að stofna S. Þ., var svo mikil, að allt starf hinna sameinuðu þjóða átti að byggjast á samkomulagi. Þess vegna hafði hvert stórveldi neitunarvald í ör- yggisráði S. Þ., og ekki voru heldur teknar neinar ákvarð- anir um hervald, sem ör- yggisráð S. Þ. hefði til að þvinga fram ákvarðanir stofnunarinnar með valdi. — Stórveldin hefðu heldur ekki gengið . inn á sáttmála án neitunarvalds. Þau mundu ekki hafa samþykkt að láta her framkvæma samþykktir öryggisráðsins. Tortryggnin vakti bak við bjartsýnina. Flestum er nú kunnugt, hvernig starf S. Þ. hefir þró- ast og hvar því er komið. Menn eru fljótir að fella um þetta þá dóma, að fjarstæða hafi verið að taka þátt í S. Þ. Sú tilraun sé að engu orðin og það hafi verið fyrirsjáan- Zegt, að svona myndi fara. Þegar þessi dómur er felld- ur gæta menn þess ekki, að á vegum S. Þ. beint og óbeint starfa margar stofnanir, sem hafa unnið ómetanlegt verk fyrir alþjóða samvinnu og rartnsóknir, — og munu halda áfram að gera það. Starfið, sem hefir óneitan- lega mistekist, er hið póli- tíska samstarf þjóðanna. En einmitt um þessi mistök ætla ég að ræða. — Stórvirki hinna ýmsu stofnana mun ég hins vegar ekki tala um, þótt ær- ið umræðuefni sé. En það er næsta einkenni- legt að athuga þróun S. Þ. þessi fjögur þing, 1945, 1946, 1947 og 1948. Á þinginu 1946 var það all áberandi, hvernig Bretar og ýmsar Evrópuþj óöir reyndu að mynda miðfylkingu milli Rússa og Bandaríkjamanna í afstöðu til ýmsra mála og afgreiðslu. Það var þá mjög rætt um það í ýmsum merk- ÚtvarpseriiMli eftir um blöðum, að þetta mundi takast. Þannig mundi verða til miðblokk, sem miðlaði málum og kæmi í veg fyrir að^ tvær andstæðar fylking- ar .stæðu hvor gagnvart ann- arri með gjörandstæð og ó- sættanleg sjónarmið. Það virtist sumum á þingi S. Þ. 1946, sem þetta mundi takast. Vonirnar dóu þó hjá flestum á þinginu 1947 og hjá öllum 1948. Þá var heimur- inn svo greinilega ’ skiptur í tvær fylkingar, að menn gátu flestir sagt það fyrir- fram, hvernig fulltrúi hverr- ar þjóðar mundi greiða at- kvæði í hverju máli. Enn hefir þessi þróun hald ið áfram. Þing S. Þ. er ekki aðeins orðið að áróðursstofn- un tveggj a f j andsamlegra þjóðafylkinga, heldur draga nú stórþjóðirnar hinar smærri þjóöir í tvær herfylk- ingar — gráar fyrir járnum. Austan járntjalds hefir ver- ið stofnað hernaðarsamband og nú Atlantshafsbandalag vestan þess. Ég hefi oft um það hugs- að, hvað þessi þróun er ein- kennilega hliðstæð framvind unni í okkar eigin þjóðfélagi til forna. Það hefir verið bjartur hugsjónaljómi yfir þeirri stund, ekki síður en yfir stofnun S. Þ. í San Francisco 1945, er íslenzka lýðveldið var stofnað á Þingvöllum 930. Það gerðu frjálshuga menn, þreyttir á styrjöldum ákváðu þeir, að „með lögum skal land byggja“. En þeir höfðu, eins og S. Þ., ekkert framkvæmdarvald fyrir sitt þjóðfélag. Ekkert lögreglu- vald til að halda lögum í heiðri og fullnægja dómum. En hvað var það, sem bjarg- aði þessu íslenzka þjóðfélagi um aldir? Það var, að í þjóð- félaginu myndaðist einatt, er mikinn vanda bar að hönd- um, miðfylking, sem var nægi lega sterk til þess aö sætta og miðla málum með rökum og lægni, eða ef þurfti með valdi eða hótun um valdbeit- ingu. — Það er oft rætt um það sem sérstakt fyrirbæri, er kristni var lögtekin á ís- landi árið 1000. —r Þetta er misskilningur. Sú málamiðl- un, er gerð var árið 10,00, var þá þjóðfélagsregla í ísl: þjóð- félagi, en ekki undantelfn- ing. Við höfum mýmörg dæmi þessa úr sögum, og mörg þeirra minnisstæð, svo sem er Jón Loftsson þving- aði Hvamms-Sturlu til sátta og tók Snorra son hans í fóst ur til aö bera smyrsl á sárin. Við þekkjum líka úr sögun- um fjölda manna, er ein^tt unnu þessi sáttastörf. Þessi miðfylking var hið raunveru- lega framkvæmdarvald, vald sem skapaöi jafnvægi, vald sem kom í veg fyrir myndun tveggja andstæðna, er bár- ust á banaspjót og eyddu lýðveldinu. — Þessi miðfylk- ing í S. Þ. varð aldrei til þar — varð aldrei annað en von- in ein stutta stund. En samtímis og miðfylking in í ísl. þjóðfélagi varð of veik til þess að geta unnið Hermaiin Jénasson það verk, er Jón Loftsson og aðrir slíkir unnu um langt skeið, verður enginn til þess nægilega sterkur að varna því, að hinar fjandsamlegu fylkingar tvær verði allsráð- andi — eins og nú í S. Þ,- Við sjáum þær þá standa þög ular sitt hvoru megin við kirkjudyr. Fránum augum foringjanna er rennt yfir fylkingarnar: Fjöldi, mann- val og vopn virðist svipað í báðum. Hvorugur þorir því á hinn að ráðast. Um skeið gat þaff varðveitt friðinn. Það er þetta sama, sem nú er að gerast í veröldinni, eft- ir að S. Þ. hafa skipt sér nið- ur í tvo hópa — eins og ísl. höfðingjarnir forðum. Fylk:- ingarnar standa að vísu ekki sitt hvoru megin við kirkju- dyr, en sitt hvoru megin við járntjald, og meðan verið er að draga menn í þessar fylk- ingar, er skyldleikinn í vinnu aðferðum næsta líkur. Þegar Þórður kakali safn- aði liði um Vestfirði, kom hann til Ásgríms Bergþórs- sonar í Kaldrananesi á Ströndum. Þórður kvað hon- um „sízt munu sæma annað en vera í ferð með sér“. Ás- grímur fór undan og segist Sturlungu svo frá: „Þá segir hann (þ. e. Ás- grímur) sem satt var, að hann sat í nærra lagi þeim Norðlendingum, þegar hann væri í nokkurri fjandsemi við þá“. Er þetta ekki eitthvað líkt afstöðu Svíþjóðar í dag? Tel- ur hún sig ekki sitja „í nærra lagi“ við eitt stórveldi til þess að geta verið í Atlantshafs- bandalagi? — En sum þeirra ríkja, sem í dag vilja vera hlutlaus, eiga ekki upp á pall borðið frekar en bændurn- ir, sem Sturlunga skýrir okk- ur frá, hverri meðferð sættu vegna þess, að þeir vildu hvorugan dilkinn láta draga sig í. Með þessu legg ég engan dóm á það, hvort unnt hafi verið að koma í veg fyrir þessa þróun. Ýmsir halda því fram, að um styrjöld og frið gildi svipuð lögmál og um storma og stillur. Ef há- þrýstisvæði myndast og lægð ir, streymir loftið frá há- þrýstisvæðunum og myndar storm. Ef eitt veldi er mikið vopnað, en aðrar þjóðir illa búnar, sé styrj aldarhættan mest — sbr. Þýzkaland og Japan — og nábúaríki þeirra beggja fyrir síðustu styrjöld. Þýzkaland og Japan voru há- þrýstisvæðin, en nábúalöndin lægðirnar. Til þess að skapa frið, þ.e. vopnaðan frið, þurfi að vera jafnvægi í vopnabúnaði og styrkleika þjóðanna, því þá sé áhættan að gera árás og hefja styrjöld svo stór, að síð- ur sé styrjaldar að vænta, — líkt og þá er fylkingarnar stæðu viðlíka sterkar sitt hvoru megin við kirkjudyr á Þingvöllum. En þessi vopnaði friður, sm nú er verið að koma á og styrkja, verður því miður, ef að venju lætur, ekki mjög (Framhald á 7. slBu). Miövikudagurinn 30. marz 1949 mun mörgum Reykvíkingi veröa minnistæður, Þann dag voru rúður brotnar hjá Alþingi íslendinga og gerðar byltingartilraunir á þann hátt, að reynt var að hleypa upp þingfundi og trufla þinglega af- greiðslu máls með grjótkasti inn í fundarsal Alþingis. Þann dag urðu þingmenn fyrir meiðslum vegna ó- spekta. Þeir, sem sáu Hermann Guðmundsson alþingismann eftir þingfundinn munu seint gleyma því, hvernig auga hans var rautt og þrútið eftir glerbrot, sem í það hafði hrokkið í grjóthríðinni. Þeir, sem horfðu á fólkorustuna á Austurvelli klukkan að ganga fjögur á miðvikudag munu seint gleyma henni. Nokkrir menn rifu upp grjót og hentu því sem óðir væru að lögreglunni, sem var að reyna að þoka mannfjöldanum, sem skemmdarmennirnir leyndust í burtu frá dyrunum. Það má vel vera, að þessir menn hafi sjálfir háar hugmyndir um það, hvernig þeir hafi verið að verja íslenzka menningu og ís- lenzkan rétt með grjótkasti sinu. Ef til vill minnast þeir þess líka, að þeir hafi þarna verið komnir í þjónustu heimsfriðarins og þeir hafi því gengið svo vasklega fram í grjótkastinu til aö sýna í verki friðarhugsjónir sínar^ og hollustu við þær. En áhorfendunum mun almennt finnast, að þeim, sem gera húsbrot og grýta menn, fari annað betur, en að kalla sig friðar- vini. Við skulum líta á það, að þetta fólk hefir lengi lesiö og heyrt, að |máir s)fcjó(rnmálamenn í öðruhi flokkum væru landráöamenn. Þrá sinnis hefir Þjóöviljinn sagt, að á þingi okkar væru menn, sem væru mestu landráðamenn sögunnar og allir þjóðfélag^glæpir liðinna tima bliknuöu og yrðu sviplaus sjón hjá þeirri viðurstyggð, sem meiri hluti Alþingis væri nú að gera. Og jafnframt hefir þetta blað ver- ið óþreytandi að verja flokksmenn sína erlendis fyrir að taka af lífi andstæðinga sína, sem það kallar ýmist landráðamenn eða skemmd- arverkamenn. Þannig hafa lesend- ur Þjóðviljans um langan tima leg- ið undir þeim áróðri, að mikill hluti Alþingismanna -okkar vséru landráðamenn og föðurlandssvikar ar, sem í flestum löndum öðrum myndu vera teknir af lífi og ættu þaö líka fyllilega skilið. Þáð þarf cngan að undra, þó að slík blaðamennska kunni að geta espaö upp 30—40 grunnhyggin ginn ingarfífl, svo að þau fari að kasta grjóti að samborgurum sínum. Æsingamennirnir sjálfir sitja í friði og njóta ef til vill lögreglu- verndar í húsum inni, meðan mest hætta stafar úti fyrir af þeim andlega ósjálfstæðu mönnum, sem þeir hafa espað upp, svo að þeir verða sér til minnkunnar. En svo láta þeir velþóknun sina á öllu saman í ljós með því, að skrifa um óspektirnar af meðhaldi og samúð. X>að er ástæða til að hugsa um þessi mál af fullri alvöru. íslenzk menning þolir ekki þá blaða- mennsku, sem leiðir til grjótkasts og götubardaga, svo að við setjumst á bekk með siðlitlum og hálfvillt- um þjóðum, sem láta ofbeldið skera úr málum. Annað hvort tekur þjóð- in upp ofbeldi, manndráp og víga- ferli, eða hún verður að fordæma þá blaöamennsku, sem leiðir til slíks. Starkaður gamli iiiiiiiiiiiiiitiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinitiiiil — á. Óllum þeim, sem heiðruffu mig á 70 ára afmæli | 11 mínu 6. marz með gjöfum, heillaskeytum, heimsókn- | 11 um og annarri vinsemd, þakka ég af alhug. Brennu, Eyrarbakka, 20. mfirz 1949. | Bergst. Sveinsson. | lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllÍllllllllllllllllllllllllllllllllllllhllllllllllllllllllllllHIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII I Tékkóslóvakía $ saumur '' galv. og ógalv. venjulegur < > pappasaumur <, þaksaumur ( skósaumur {' smástifti allskonar < ► söfflabólur allskonar skrúfur <» vírnet <) gaddavír (( bindivír o. fl. Útvegum þessar vörur meff stuttum fyrirvara gegn nauffsynlegum leyfum. Mjög hagkvæmt <) verff. — Einkaumboð fyrir !! i loi. ii R. Jóhannesson h.f. <» Lækjargötu 2. — Sími 7181.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.