Tíminn - 01.04.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.04.1949, Blaðsíða 1
w, Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgejandi: Framsóknarflokkurinn S í-- Skrifstofur i Edduhúsinu Fréttasímar: 81302 og 81304 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda ' 33. árg. Reykjavík, föstudaginn 1. apríl 1949 70. blað fivenju harður oggjafafrek- ur vetur á Hólsfjöilum Tveir strætlsvagiial®ílsíjói,,ar úr Reykja- vík flaittu norSiir á ISólsf jöll í fyrra ©g liófu jiar búskap Baldur Öxdal bóndi á Sigtúnum í Öxnafirði er staddur liér í bænum og spurði tíðindamaður Tímans liann frétta að norðan. Veturinn hefir verið óvenjulega harður á Hóls- | fjöllum og nær jarðlaust þar um langt skeið í vetur. Er | þetta óvenjulegt, því að þar er oftast góð vetrarbeit og gjaf- létt. Gott að fá erlent fólk til landbúnaðarstarfa. —■ Er ekki mikil fólksfæð í þinni sveit eins og víðast ann ars staðar? — Jú, hún er mikil og alvar leg, svo að víða horfir til mik- illa vandræða. Ég held þvi, að það sé gott að fá hingað er- lent fólk til landbúnaöar- starfa, ef vel tekst um val á því og aðra framkvæmd þess máls. Þurfa skógarplöntur sem þoia særok. — Er mikill áhugi um skóg rækt hjá ykkur? - — Það er búið að stofna skógræktarfélög í nokkrum hreppum Norður-Þingeyjar- sýslu og ráðgert að stofna þau í þeim öllum. í innsveit- um sýslunnar hagar víða svo til, ag skógur eða kjarr er á i löndum jarðar. Ætlunin er að koma upp bæjarskógum sem víðast með svipuðu sniði og hafizt hefir verið handa um sums staðar annarsstað- ar. En á þeim bæum, sem standa við sjó, hagar víða svo til, að sgerok gengur þar yfir, og verða skógarplöntur þær, sem þar yrðu gróðursettar, að þola það, ef þær eiga að ná þroska. Hefir skógrækt ríkis- 1 ins haft góð orð um að reyna 1 að útvega slíkar trjáplötnur. Garnaveikin ekki vestan Ilafralónsár. — Breiðist garnaveikin vest ur á bóginn til ykkar? — Nei, hennar hefir ekki oröið vart vestan Hafralónsár en það er stærsta áin í Þistil firði. í vor er ráðgert aö girða meðfram neðsta hluta árinn- ar til hindrunar því að veikin komist vestur yfir hana. Ef sauðfjárpestir ná tökum á fjárst. á þessum slóðum má segja, að allar bjargir séu bannaðar, því að þessar sveit ir hafa tæplega skilyrði til annars atvinnuvegar að svo komnu. Vantar veg til Húsavíkur. Eins og kunnugt er komst á vegasamb.í sumar úr Mývatns sveit austur á Fjöll um nýju brúna á Jökulsá, og lögðust þá Austurlandsferðir að mestu leyti niður um Reykja heiði. Skemmtifólk og einka- bifreiðar fóru þó flestar hring inn og um Reykjaheiði aðra leiðina. Reykjaheiði er hins vegar ófær vegna snjóþyngsla mikinn hluta árs og þess vegna er það áhugamál okk- ar að fá sæmilegan veg kring um Tjörnes til* Húsavíkur. Sem stendur leggjum við þó áherzlu á að fá veg frá Jökulsárbrúnni nýju út i Öx- arfjörð, því að þá leið — um Mývatnssveit — verður fyrr fært á vorin en um Reykja- heiði. Á s. 1. sumri var hafizt handa um þá vegagerð og byrjað hjá Hólseli á Fjöllum. Var lagður um fjögurra km. vegarkafli um ógreiðfærasta hlutann, en þar norðan við eru sléttir sandar á kafla. Liggur þessi vegur skammt frá Dettifossi. Ætlað er að halda þessari vegagerð áfram í sumar. Þistilf jarðarvegur. Þá er fyrir höndum aö gera veg úr Þistilfirði til Raufar- hafnar og þaðan til Kópa- skers. Er sá vegur nú kom- inn aö Kollavík. Harðindi á Hóls- fjöllum. Óvenjumikil harðindi hafa verið á Hólsfjöllum í vetur. Setti niður mikla snjóa fram an af vetri og hleypti öllu í gadd í blotum eftir hátíðarn ar. Hefir verið innistaða þar um langan tíma, en það er ó- venjulegt, því að oftast er gjaflétt á Hólsfjóllum. Má búast við að heybirgðir bænda gangi nú mjög til þurrðar, þótt þeir hafi safnað nokkrum fyrningum á þeim góðu vetrum, sem næstliðnir eru. Ef þeir fá svo annan harð indavetur næst, er viðbúiö að hart sverfi að þeim, þótt þeir bjargist vonandi i vetur. Tveir strætisvagnabíl- stjórar úr Reykjavík liefja búskap á Hóls- fjöllum. Annars þykir okkur það töluverð tíðindi og góð, að tveir strætisvagnabílst j órar úr Reykjavík tóku sig upp i fyrra, fluttu norður á Hóls- fjöll og hófu þar búskap að Grundarhóli. Vonum viö að þeim farnist vel, og byrjunar orðugleikarnir við aö hefja bú skapinn verði þeim ekki of- viða, svo aö þeir neyðist til að hverfa aftur til strætis- vagnanna. Þeir virðast lika hafa fullan hug á að ílendast þarna. Mynd þessi er af aðaldyrum Alþingishússins. Var hún tekin, þegar mestu ólætin voru um garð gengin í fyrradag og sjást brotnar rúður og klessur úr moldarhnausumogeggjum í kring. Fyrir neðan á götunni og á tröppunum er rusl, sem hrotið hefir niður með veggjum hússins, þegar kastað var á það. (Ljósm. G. Þórðarson) Uraræður á Alþingi um rósturnar í fyrradag Miklar umræður urðu utan dagskrár í sameinuðu þingi í gær í tilefni af atburðunum daginn áður. Kommúnistar hófu umræð- urnar og revndu að kenna ríkisstjórninni og lögreglunni um rósturnar en þessar ásak- anir þeirra snerust fljótt í vonlausa vörn. ^ Sérstaklega vir sýnt fram á með glöggum dæmum, hvernig kommúnistar hefðu undirbúið árásina á þingið með sífeldum hótunum i blaði sínu og að seinustu með hin- um ólöglega útifundi. Grjót- hríðina á Alþingishúsið hefðu þeir líká hafið löngu áður en lögreglan lét nokkuð til sín taka. * Þá var einnig sýnt ljóslega fram á, að hinir friðsömu borgarar, sem höfðu safnazt saman eftir áskorun for- manna þingflokkanna, hefðu stórlega ruglað allar hernað- araðgerðir kommúnista og þannig komið þvi til leiðar, að rósturnar urðu minni en þær hefðu að öllum líkindum annars orðið. ■ 1111 ■ 11111 ■ i ■■ i ■ i ■ i ■ i ■ 11 ■ • 11111111111 • i > 1111 • 111 ■ 11 ■ 11111111111 ■ i • • <j1 | Framsóknarvistin | ) í kvöld I | hefst kl. 8 e. h. í samkomu- 1 | sal mjólkurstöðvarinnar. \ | Hannes Pálsson frá Undir- | í felli mun flytja stutta I | ræðu á samkomunni. Áríð- I 1 andi er að samkomugestir \ | mæti stundvíslega, svo eng f I inn tími fari til spillis. Þá | | er þess óskað að Framsókn I í armenn f jölmenni á þessa | 1 samkomu og panti miða f i sem fyrst í síma 6066 eða ; | 81300. *tl■■lll■lll■llllll■■l■■lllil■•ill■l•>•■li•••lll•■■•>H■<>••"HIIIIIII Karlakór Reykja- víkur heldur sam- söng á mánudag Karlakór Reykjavíkur mun halda samsöng í Gamlabíó á mánudaginn kemur klukkan 19.15. Söngstjóri er Sigurður Þórðarson en Fritz Weichapp el verður við hljóðfærið. Á söngskránni eru 11 lög eftir innlend og erlend tónskáld. Vöruþurrðin milcil en minni en í fyrra. Vöruþurrðin er mikil sem fyrr, einkum mikill skortur á vefnaðarvöru, en örlítið meira mun hafa borizt af þeim vör- um til okkar það, sem af er þessu ári en á sama tima í fyrra. — Á Kópaskeri er nú nýlokið að byggja læknisbú- stað. Fimm menn voru teknir fastir vegna óeirðanna Sakadómari ltefir nú mál þeirra til raim- sóknar Blaðið átti í gær tal við lög reglustjórann í Reykjavík og spurði hann nánar um óspekt irnar í fyrradag og fyrra- kvöld. Mál þeirra manna, sem teknir voru fastir þá vegna óspekta, er nú komið í hend- ur rannsóknarlögreglunnar. í fyrrakvöld urðu nokkrar ó spektir í bænum eins og sagt var frá hér í blaðinu í gær. Þá var meöal annars sprengd dynamit-sprengja við Austur völl, og heyrðist hvellurinn víða um bæinn. Með þessa sprengju var 15 ára gamall piltur og tók lögreglan af hon um aðra sprengj u ósprungna. ! Er hún mjög kraftmikil, og hefði hæglega getað valdið slysum. Biaðið átti einnig tal við sakadómara í gærkveldi. Kvað hann rannsókn í mál- um þeirra manna, sem teknir voru fastir í fyrradag, hafa hafizt þegar og væri enn skammt á veg komið. Menn þeir, sem teknir #oru fastir, voru fimm og eru á aldrinum um og innan við tvítugt. Þá átti blaðið tal við lækni á handlækningadeild Lands- spítalans í gærkveldi og spurði um líðan Ágústs Jóns- Keflvíkingur búinn að afla 1000 skippund Fi-á fréttaritara Tímans í Keflavík. Keflvíkingur er nú aflahæst ur af Keflavíkurbátum og í gær hafði hann aflað 1000 skippund í þessari vertíð. Afli hefir yfirleitt verið góður hjá Keflavíkurbátum síðustu róðra og ágætur síðustu 2—3 róðrana. Loðnu er beitt. Gæft ir hafa og verið góðar síðan um helgi. Aftur á móti hefir afli ver- ið tregur hjá netjabátum síð- ustu dagang einnig hjá drag- nótabátum. Frlðarsamningar liafnir í Peiping Samninganefnd Nanking- stjórnarinnar fór flugleiðis til Peiping í gær til viðræðna við stjórn kommúnista þar. Var gert ráð fyrir, að umræður um friðarsamningana hæfust þegar í dag. Engar fregnir hafa enn borizt um að Sun Fo hafi reynt stjórnarmyndun í Kanton. sonar rannsóknarlögreglu- þjóns, sem mest meiddist í óeirðunum. Er hann mikið veikur, en læknirinn kvað líð- an hans eftir vonum góða, og hann væri ekki talinn í beinni lífshættu sem stæði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.