Tíminn - 23.04.1949, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.04.1949, Blaðsíða 8
S.ERLENT YFIRLIT“ í DAG: iFriðurumleitunmn hœtt í Kínu. :;s. árg. Reykjavík „A FÖRMJM VEGI“ í DAGi SUinfuxi otf L.M.F. Íslands. 23. apríl 1949 80. blað Rætt viB foringja franska GrænLandsleiðangursins: Fæst vitneskja um áhrif Græn- landsjökuls á veðráttu Islands og fleiri landa? lÆtlíi affi fara tvisvar yflr þveran jökulinn og kaima oðli haus áhrif á loftslag og voðráttu. Frakkar hafa um lengt skeið staðið framarlega í ýms- T'.m vísindagreir.um og hafa þeir meðal annars lagt sérstak- iega mikla rækt við rannsóknir heimskautalandanna og hafa á því sviði unnið ómetanlgt gagn. Þeir eru nú með ■ eiðangra á báðum heimsendum, við norður- og suðurheim- skaut, ef svo mætti segja, þótt ekki sé þar með nákvæm- i ega til orða tekið. Yfirmaður beggja þessara leiðangra er hinn kunni vísindamaður og heimskautafari, Paul Emil Víctor. Sjálfur stjórnar hann leiðangrinum til Grænlands, sem hófst í fyrrasumar. Hann leggur í dag á skipi sínu af .stað til Grænlands frá Keflavík, en þar voru látnar í land bhgðir og áhöld, sem flytja á loftleiðis inn á miðjan Græn- andsjökul til leiðangursmannanna. Blaðamenn áttu þess kost í gær að ræða um stund við Paul Emil Victor og sagði iiann frá mörgu markverðu í sambandi við þennan leið- angur, sem farinn er til að kynna sér eðli jökulsins og áhrif hans á loftslag og veðráttu og gróður. Hefir dvalið samtals átta ar í heimskautalöndunum. Foringi franska vísinda- ! eiðangursins er enginn við- vaningur í heimskautaferð- •um. Hann hefir dvalið sam- tals átta ár í heimskauta- ióndunum og farið einu sinni áöur yfir þveran Grænlands- jökul 1936. Fyrr á árum var hann náinn samstarfsmaður hins heimsfræga vísinda- inanns og mikilmennis, dr. Charcout, sem fórst hér við iand á leiðangursskipi sínu á- samt fjölda manns, eins og mönnum mun í fersku minni. Victor var ekki í þeirri ferð og er nú yfirmaður franskra 'neimskautaleiðangra, fremsti maður Frakka á því sviði, og þó víðar væri leitað. Hann hefir oft áður komið til ís- iands á leiðum sínum til norðursins. Sem stendur eru tveir iranskir vísindaleiðangrar á ierð sinn á hvorum heims- énda. Annars við suðurheim- skautið og hinn, sem nú er a leiðinni til Grænlands. Paul Victor er æðsti maður 'oeggja þessara leiðangra, þó að hann taki ekki þátt nema j öörum þeirra. "iJndirbúningurinn í -urrasumar. í fyrrasumar voru unnin undirbúningsstörf að þessum ieiðangri, sem nú er á leið- mm til Grænlands. Fór Vict- or þá með 25 leiðangursmenn a skipi vestur fyrir Græn- land, og tóku þeir land í Diskó-flóa og settu þar birgð ir og áhöld á land. Unnu þeir aíðan lengi sumars að því að koma þessum farangri, sem nam 90 smálestum, upp á jökulbrúnina og inn á miðj- an jckul, þar sem höfuð- stöðvar leiðangursins verða, næ'tu tvö sumur að minnsta kosu. Var þetta erfitt verk og torsótt, en vannst þó furðu vel, vegna frábærrar tækni, sem komið varð við. Höfðu leiðangursmenn meöferðis 7 snjóbíla, sem reyndust vel, og auk þeirra þrjá tengivagna, þar sem þremur fullkomnum vísindastofum var fyrir kom- ið. Er það nýjung, sem ekki hefir áður þekkzt í slíkum leiðöngrum, en er til mikilla þæginda, þar sem vísinda- mennirnir geta unnið störf sin inni í húsi uppi á sjálf- um jöklinum, á hvaða stað sem er, rétt eins og þeir væru í rannsóknarstofum sínum einhvers staðar suður á Signubökkum. Það þurfti að vísu að vinna dálitla vegavinnu til að koma bílunum upp á jökul- röndina, en' það var erfiðasti áfanginn. Auk þess var not- aður kláfur til að selflytja vörur upp klettabeltin neðan við jökulinn. Tók það þá fé- laga tvo mánuði að koma far- i angrinum öllum 15 kílómetra leið upp á jökulbrúnina, en |þá leið fóru þeir með allan I farangurinn á einum degi, eftir að upp var komið. Ferðih er ekki farin til skemmtunar. En til hvers eru menn að leggja á sig allt þetta erfiði til að komast upp á regin jökla og hafast þar við í marga mánuði við erfið skil- yrði? Þannig kunna einhverj ' ir að spyrja. En þessi ferð er | ekki farin til skemmtunar, né heldur til einskis, og ef til vill eiga íslendingar vegna hennar eftir að verða margs vísari um veðráttu og gróð- ur hér heima. Leiðangur þessi er farinn til að rannsaka svo vel sem kostur er á með nýjustu tækj um eöli og áhrif hins mikla Grænlandsjökuls. Leiðangur- I inn er að mestu kostaður af franska rikinu, en er að nokkru leyti á einkavegum vísindafélaga. Það sem rann- saka á ef meðal annars þykkt jökulsins og hvernig hann er gerður, landslagið undir honum og loks áhrif þau, sem jökullinn kann að hafa á loftið yfir honum og i veðráttuna, en slík áhrif hljóta að vera geysilega mik- il, þó að ekki séu líkur til, að menn komist til botns í þeirri fróðleiksleit að þessu sinni. En fáisf einhver örugg vitneskja, er það strax mikill sigur. Fengum við sumarkveöju frá Grænlandsjökli? Þó að menn viti, að áhrif Grænlandsjökuls séu mikil á veðráttuna, veit enginn, hvernig þeim áhrifum er varið, né hversu víðtæk þau eru. Ef til vill er að leita uppi á Grænlandsjökli að orsök- uniim til kuldakastsins hér nú, og ef til vill geta frönsku leiðangursmennirnir sagt okkur það í haust, að kalda sumarkveðjan okk ar á sunj- ardaginn fyrsta hafi verið frá kuldakonungnum þeim og honum að kenna. Paul Victor segir, að þær tilgátur séu uppi, að Græn- landsjökull hafi áhrif á veðr- áttu suður um alla Evrópu, og er þá ekki ólíklegt, að við, sem erum rétt í handarkrika hans, verðum fyrir miklum ^ Veðuráhrifum þaðan. I Til að fyrirbyggja ' misskilning . .. . I -— Þið megið ómögulega | láta ykkur til hugar koma, | sagði Paul Victor í gær, að við séum að þessu flakki af tómum fíflalátum eða ein- skærri ævintýramennsku. Við erum ekki að reyna að „slá- neina út“ eða setja nein met, heldur aðeins að afla okkur haldgóðrar vísindaþekkingar, sem síðar gæti orðið okkar þjóð og öðrum til góðs. Við sækjumst einmitt ekki eftir því að fara um slóðir, þar sem við getum sagt, að við einir höfum kannað, heldur kjósum við þá staði, sem áður hafa verið dvalar- staðir könnunarleiðangra og hagnýtum við okkur reynslu þeirra. Skilur hér á milli sportmannsins og vísinda- mannsins. Til þess að komast að þykkt jökulsins og landslagi undir honum notum við nýtt áhald, sem er eins konar bergmálsdýptarmælir, en hann kannast íslenzkir fiski- menn við. Auk þess höfum við borunartæki til að bora ofan í ísinn, með svipuðum aðferðum og borað er eítir heitu vatni. En það er erfið- ara að bora ofan í ísinn en jörðina, þó að einkennilegt megi virðast. Ef allt gengux að óskum getum við í sumar kannað dýpt íssins og lands- lag undir honum yfir þveran jökulinn, en hann er um þús- i und km. að breidd. Paul Emil Victor foringi frakkr.eska Grænlandsleiðangursins var staddur hér í bænum í gær og gafst þá btaðamönnum tækifæri til að ræða við hann í Frakkneska sendiráðinu i ' Keykjavík. Var mynd þessi tekin, meðan þær viðræður fóru fram, og er vísinda- maðurinn að sýna blaðamönnunum stað þann á kortinu sem leiðang- urinn ætlar að hafa aðalbækistöð sína á Grænlandsjökli. Hann er 71 gráðu norður og 40 gráöur vestur. (Ljósm.: G. Þórðarson) Guðmimdur Arn- laugsson skák- meistari 1949 Landsliðskeppni i skák lauk í fyrrakvöld. Úrslit urðu þau að Guðmundur Arnlaugsson varð hlutskarpastur. Vann hann Árna Snævarr í síðustu umferð. Fékk Guðmundur 6 ys vinning, Sextíu lestir af farangri fluttar í flugvélum. Leiðangursskipið, sem vænt anlega lagði af stað frá Keflavík í morgun, skipaði þar á land 60 lestum af far- angri, sem í júnímánuði verð ur fluttur í flugvél inn yfir jökulinn og varpað í fallhlíf- um niður til leiðangurs- manna við bækistöðvar þeirra, en þá eiga þeir að verða komnir þangað land- og sjóleiðina. Skipið, sem er norskt og leigt af leiðangrin- um, heitir Fjellberg. Það sigl ir með leiðangursmenn vest- ur fyrir Grænland í Diskó- flóa, þar sem gengið verður á land, og þar leggja leiðang ursmennirnir á jökulinn. Ft' til vill koma þeir að fullum firði af ís, og þá er ekki m annað að gera en bíða þ°ss. að hann fari. Þó er hægt að losa um hann með því að sprengja upp við landið. þar sem hann er fastur við. Næsta haust fer íoringi leiðangursins aftur hcim ov dvelur heima í Frakklantíi vertarlangt, en annar leið- angur færri manna hef.ir vetursetu á jöklínum við frekari ranns'knir. Næsta vor verður aftur lagt á iök- ulinn og unnið að rannsókn- um allt það sumar, næsta vetur og ef til vill fjórða sum arið líka. Eru miklar vonir bundnar við bmnan leiðangur og það vísindastarf, sem unnið verð ur þarna uppi á miðjum Grænlandsjökli. Ráðsteíca forsætis- ráðherranna hófst í gær Ráðstefna forsætisráðherra brezku samveldislandanna hófst í London í gær, en eng- ar tilkynninfar voru géfnar út um þennan fyrsta fund og er ætlunin að gefa engar til- kynningar út fyrr en að fund inum loknum. Stjórnmála- menn í Suð.ur-Afríku biða þess nú með eftirvæntingu, hvað ráðstefnan ákveði um það, hvort Hindúar fái að vera áfram’ í brezka samveld inu, þótt þeir stofni lýöveldi. Ef þeir fá það finnst Suður- Afríkumönnum litil ástæða til að téfja lýðveldisstofnun sína öllu lengur. sýr.d í Hafnarbíó Ltdkin af sænskum leíkm’isisa. Hafnarbíó við Skúlagötu byrjar i dag að sýna kvik- mynd, sem gerð er eftir hinni vinsælu skáldsögu, „Ráðskon- an á Grund“, sem birtist sem framhaldssagá í Tímanum fyrlr nokkru og hlaut af- burða gcðar viðtökur. Myndin er að sjálfsögðu sænsk og leika aðalhlutverkin í henni Marianne Löfgren, Hugo Björne og' Ernst Eklund. Myndin er sprenghlægileg og vel leikin, og er ekki að efa að hina mörgu,- sem lesið hafa þessa vinsælu sögu fýsir að sjá mynclina. Sagan hefir eins og • kunnugt er verið gefin út •_ og sérprentuð og kom'ö þannig út í tveim útgáfum og mun enn fáanleg í bókabúð- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.