Tíminn - 30.04.1949, Síða 3

Tíminn - 30.04.1949, Síða 3
86. blað TÍMINN, latigardagint'i 30. apríl 1948. 3 S slendingafaættir ttttttt**tt****t* 75 ára: Sigríður S. Kristiánsdóttir frá Eiði á Seítjarnarnesi Frú Sigríöur S. Kristjáns- öóttír. sem lengst bjó að Eiði á Seltjarnarnesi, er 75 ára í dag. Hún er af vestfirzkum ættum, fædd og uppalin í A!- viðru, Dýrafirði. Er frændlið hennar íjölrnennt bæði í Dýrafirði og Önundarfirði.. Ung að aldri giftist hún Bald- vin J. Sigurðssyni, sem var Árnesingur að ætt, uppalinn í Þingvallasveit: Þau byrjuðu búskap í Alviðru, en fluttu síöan að Gerðhömrum í sömu sveit og. bjuggu .þar til vors 1914. Þá fluttu þau að Eiði á. Seltjarnarnesi og bjuggu þar síðan. Baidviii andaðist 20. júlí 1921. Síðan bjó hún mörg ár á Eiði eftir lát manns síns, en síðustu árin hefir hún ver ið búsett hér í bæ og á nú heima á Snorrabraut75. Þau hjón eignuðust 5 börn, eitt dó ungt, en þessi eru á lífi: Viggó, húsgagnasmíðameist- ari, Dýri, rennismiður, Kris.t- jana, húsfrú og Hjörleifur, prentari. Auk þess ólust upp. hjá þeim 2 börn Baldvins, I Bergþóra og Baldvin; einnig 2 fósturbörn, Ágústa og Har- aldur, sem dó 17 ára. Öll þessi börn eru nú gift og bú- sett hér í bæ og þykja hinir nýtustu menn. Þessi er hinn ytri rammi í ævi þessarar heiðurskonu, en á bak við er hin raunveru- lega ævisaga, með starfi sínu og stríði, sorgum og gleði. Sú saga verður ekki sögð í stuttri blaðagrein, aðeins minnzt nokkurra atriða, sem sízt mega gleymast, þegar merkra manna er minnzt. Ég tel frú Sigríöi meðal sérstæö- ustu kvenna, sem ég hefi kynnzt um dagana. Skapgerð hen.nar er óvenjulega heil- steypt og traust. Kjarkur hennar og dugnaöur óbilandi. Skapmikil nokkuð mun hún teljast — svo sem fleiri í ætt okkar —, en hún stiliir vel í hóf, þótt djarfmælt sé og hreinskilin. Ekkert er fjær skapi hennar en undirferli. Sterkustu þættir í skapgerð hennar eru trúmennskan, skylöuræknin og umhyggjan fyrir þeim, sem henni hefir verið trúað fyrir að elska og annast. Börnum sínum og fósturbörnum hefir hún reynzt hin ágætastá móöir, manni sínurn trúfastur og kærleiksríkur förunautur, ná grönnum sínum og heimilis- mönnum tryggur ráðgjafi og vinur. Heimili hennar hefir ætíð staðið opið þeim, sem hjálpar hafa þurft og til hennar hafa náð. Þau voru samhent hjóniri um hjálp- semi og greiðvikni. Ég var í vinnu hjá þeim einn vetur fyrir mörgum árum og lærði þá aö meta þessa kosti þeirra. Ég minnist þess þá líka, hvað samlíf þeirra var gott og hvað Baldvin bar mikla virðingu fyrir konu sinni og dáðist að dugnaði hennar og þreki. Hún þurfti hka á því hvorutveggja að halda, þegar hans missti við og hún stóð ein uppi með barnahópinn við lítil efni, en nokkrar skuldir. Þá voru erf- ið ár, ekki síður en nú. En Sigríði kom ekki til hugar að gefast upp, eða velta sínum byrðum á aðra. Henni óx þrek í hverri raun. Eftir lát manns síns vann hún tvöfalt verk. Fjárreiður allar tók hún í sínar hendur, og fórst það svo vel, að ekki liöu mörg ár þar til hún var laus við allar skuldir. Jafnframt því gat hún meö hjálp guðs og góðra manna veitt börnum sínum þá menntun, sem þau þráðu hvert um sig. Þau dvöldu öll á heimili hennar þar til þau stofnuðu sjálfstæð heimili. Af þessu er ljóst, að þar sem frú Sigríður fer, er enginn meðalmaður á ferð. Ég veit líka, að henni finnst þetta ekki umtalsvert. Hún segist ekki hafa gert annað en skyldu sína, guð hafi hjálp- að sér til þess. En ég gæti nefnt mörg dæmi, er sýna, hvernig hún snýst við’ eríiö- leikum, sem buga aðra. Að- eins eitt nefni ég hér um þrek hennar og dug. Haraldur, fóstursonur þeirra hjóna, andaðist hinn 1. júlí 1922, 17 ára gamall. Hann var gáfaður og góður piltur,- sem þau unnu hugástum sem eigin barni. Hann hafði leg- ið nokkra daga þungt hald- inn og þau hjónin stundað hann dag og nótt og voru ör- þreytt orðin. Baldvin auk þess sárlasinn. Þegar andlát drengsins bar að, voru þau hjónin ein heima og urðu því að ganga frá líkinu. Þau fóru að leita að efni í líkbörur og fundu það, en flekann þurfti að negla saman. Þegar að því kom yfirbugaðist Baldvin af sorg og þreytu, því að hann var ör i lund og tilfinninga- maður mikill. Þá tók Sigríð- ur hamarinn og rak saman fjalirnar meðan maöur henn ar var að jafna sig. En tæp- um þrem vikum síðar lagði hún lik hans á sömu fjalirn- ar. Þannig var hún svipt manni sínum og fóstursyni i sama mánuðinum. En trú hennar og þrek þoldu þá raun, svo sem fyrr er greint. Hún virtist vaxa við hverja raun. Nú lítur hún yfir liðinn dag rósöm og glöð. Andlegu þreki heldur hún enn, en líkams- þrekið er tekið að bila, enda hefir hún jafnan unnið mikiö og aldrei kunnað að hlifá sér. Og starfsgleðina á hún enn í ríkum mæli. Enn heldur hún sjálfstætt heimili, kann bezt við það, þótt hún sé velkom- (Framhald á 6. siðuj. Ufan úr heimi Sex vikur í Ioftinu. Síðastliöinn mánudag lentu tvær amerískír flugmenn flug- vé! sinni eftír að hafa flogið henni 1 samfleytt án Icndingar í 1008 : klukkustundir og 1 mínútu eða í 6 vikur. Flugmenn þessir heita BiII Barris og Dick Biedel. Skipti á börnum. Nýlega er sá dómur fallinn í Svíþjóð, að tvennir foreldrar skuli skipta á sex ára gömlum börnum þar sem sannað megi telja að víxiast hafi börn þeirra á fæð- ingarstofnun einni. Þetta er sorg- arsaga, en hvorir tveggja foreldr arnir viljn ciga sama drenginn, en ka:ra sig hvorugir um hinn, en sjálfur vill drcngurinn ekki skipta. Er hásgt að ráða kyn- ferði kálfa? Per Erik Lindh.nl prófessor í dýralífeðlisfræði við háskólann í Uppsölum hefir gert víðtækar rannsóknir í sambandi við sæð- ingu kúa. Hann heldur því fram að vel megi búast við því, að inn- an skamms verði hægt að af- greiða til viðskiptamanna bola- kálfasæði eða kvígukálfasæði eftir vild. Próffcssorinn er búinn að sæða allmargar kýr með þessari aðferð, svo að það kemur nú bráð um í Ijós hvernig liún reynist. Ónænini fj'rir radar. Ed Gassett nefnist þingmaður einn í Bandarikjunum. Hann skýrði nýlega frá því, að fundin hefði verið upp aðferð til þess að búa flugvélar svo, að radartæki finndu þær ekki. Það er gert með því, að mála þær með sérstökum lit, sem hefir þá náttúru að rad- ar geislarnir greina hann ekki, en annars er þessari uppgötvun hald ið vandlega leyndri. íummium ra » *♦ ♦♦ ♦♦ .. «- Útvegum frá Englandi gegn gjaldeyris- og innflutn- ♦ ♦ ♦♦ ♦♦ ingsleyfum Simplex aluminium raflagningarör. ♦♦. ♦ ♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ Verði# ei" Iiajíkvaesiií H Gæðiit ern viðurkeimtl ♦♦ ♦♦ ♦♦ AfgreiösSiiIíiníim er skammur « H « « Getum einnig útvegað gegn gjaldeyris- og innflutn- jj ingsleyfum stál raflagningarör frá Þýzkalandi með |í stuttum fyrirvara. « Talíð víð oss áður em þér fesíið kaup jj jj anuars sfaðar. « I Saraband ísl. samvÍMiufélaga ♦♦ « Véladeild «♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦»«#*♦♦♦♦♦*♦• •♦-♦-♦♦♦♦♦♦*♦*♦♦•♦•♦♦•♦*♦•♦♦♦*•♦*♦♦***♦♦♦♦♦♦♦♦ >♦♦♦♦«♦•♦♦—♦ •♦*.•*♦•♦*♦♦♦« ♦*» ♦■ •♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦••♦*•♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*••* REYKJAVÍK - AKUREYRI - REYKJAVÍK daglegar ferðir frá Reykja- vík kl. 10 f. h. Frá Akur.eyri kl. 11,45 f. h. REYKJAVÍK - VESTM.EYJAR - REYKJAVÍK daglegar ferðir frá Reykjavík kl. 14. Frá Vestmannaeyjum kl. 15. Allar nánari upplýsingar í skrifstofunni. « » 1 ♦♦ ♦ * « TILKYNNING um atvinnuleysisskráningu Atvinnúleysisskránirig samkvæmt ákvörðun laga nr. 57 frá 7. maí 1928, fer fram i Ráðningarstofu Reykja- víkurbæjar, Bankastræti 7 hér í bænum, dagana 2. 3. og 4 maí þ. á. og eiga hlutaðeigendur sem óska að skrá sig Samkvæmt lögum, að gefa sig fram á af- greiðslutimanum ki. 10—12 árdegis og 1—-5 síðdegis, hina tilteknu daga. Reykjávík, 29. apríl 1949 Borgarstiórinn í Reykjavík || tttM^tuttllMtMttMtMtltMlttltttnMt jjar tékkneJkar plctut kctnnat Sími 81440 Lækjargötu 2 M. a. verk eftir Dvorák, Smetana, Slavek, Sasa Gross- mann o. fl. Einnig plötur með Zegeunehljómsveit, Lojós Kis, harmonikuplötur o. fl. Sendum gegn póstkröfu um land allt. HLJÓÐFÆRAVERZLUNIN DRANGEY Laugaveg 58. Sími 3311 og 3896 , >1 i i ol JÁ ♦•♦»♦♦•♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■ ---------—-i-----------•♦♦♦♦'- i-**-*»**i--*--*— «::::«:««::::::::«:::::h: » I S.G.T. félagsvist og dans H að Röðli í kvöld. Spilað frá kl. 8.30 til 10.30. — Dans « til kl. 2. Aðgöngumiðar á 15.00 og 20.00 frá kl. 8. jj ♦♦ ♦♦ :♦ Sunnudagsdansleikurinn (gömlu dansarnir) falla jj « niður að þessu sinni. «

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.