Tíminn - 30.04.1949, Qupperneq 6

Tíminn - 30.04.1949, Qupperneq 6
TWJFj'SI TÍMINN, Iaugardaginn 30. apríl 1948. 86. blaö íia Bíó iiiiiiimu Foxæítin £rá | ♦ Harrow. | | (The Foxes of Harrow). I | Tilkomumikil amerísk stórmynd 1 | byggð á samnefndri skáldsögu I l .éftir Frank Yerby, sem komiö | | heíir út í ísl. þýðingu. | Aðalhlutverk: Rex Harrison Maureen O’Hara Victor McLaglen Sýnd kl. 3, 6 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. = i iV ■aMiiitiimiiimiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimju VIÐ StimGOTU Ráðskonan á Grund (Under falsk Flag) § Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Sími 6444 I i ■MiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiimmiimittiiiiiii I Hafinat'föatðarbíó t Balettskólinn | Hrífandi fögur dansmúsikmynd 1 i í eðlilegum litum. | Aðalhlutverk: | | Margraete O’Briem | | Sib = og dansmeyjarnar f Cyd Carrese og Karen Booth I Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9249. ? ' I aiiiiimmiiiiiiiimimiiiimmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Samstarffd viffl Sjálf- stæðisflokkinn (Framhald af 5. sílfu), heilli og ótraustari í samn- ingum og samstarfi foringj- ar Sjálfstæðisflokksins eða forustumenn Framsóknar- flokksins. Þrátt fyrir þá ömurlegu reýnslu af heilindum og trú- vérðugleik Sjálfstæðisflokks- ins, er hér var fengin, Iétu Framsóknarmenn það ekki standa í vegi þcss að mynda stjórn með honum veturinn 1947, ef vera mætti, að hægt væri að bjarga einhverju eft- ir óstjórn og uppgjöf fyrrv. ríkisstjórnar. Framsóknar- menn sýndu með því, að þeir hika ekki við að eiga mikið í hættu, ef hagsmunir þjóðfé- lagsins eru annarsvegar, en vitanlega fylgir því jafnan híetta að hafa samstarf við svikula menn. Vegna stjórn- arþátttöku Framsóknar- manna hefir verulegt áunn- ist a ýmsum sviðum og þvi f járhagshruni, sem hefði orð- iff strax á árinu 1947, ef stjórnarstefnu Ólafs Thors og kommúnista hefði verið 1111111111111 | Vegh' ástarimtar | (The Macomber Affair) §____________Sýnd kl. 9,____________| l Ævintýri I hetjunnar | (The Adventures of Don Coyote) \ \ Sérstaklega spennandi ame- 1 i rísk kúrekamynd tekin í litum. | Aðalhlutverk: H Richar.d Martin, I Frances Rafferty. | Bönnuð börnum innan 12 ára. = Sýnd kl. 3, 5 og 7. = Sala hefst kl. 11 f. h. - iiiiiiiiiiimiu/iKiiiiiiiiiiiiiuiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.iiiiin 1111111111111 yjamatkíó iiiiiiiiiin í Við mumim hittast I 1 (Till we meet again). \ | Spennandi amerísk mynd | | Aðalhlutverk: I | Ray Milland = | Barbara Britton. \ | __ Sýnd kl. 3, 5 og 7. Bönnuð innin 12 ára. 1 Stórmyndin Rauðu skórnir (The Red Shoes) I Sýnd kl. 9. i ll*lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillli||IIIIIIIIIUIIIMIIII Cjatnla Bíó iiiiiiiiiiii Ungar hetjur | (De Pokkers Unger). I Dönsk úrvalskvikmynd, sem far ; i ið hefir sigurför um Norðurlönd ; I að undanförnu. i Aöalhlutverk: 1 Tove Maés 1 Henry Nielsen Preben Neergaard Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. | Sala hefst kl. 11 f. h. Jllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll lllllllllllll 7ripcii-kíé iiiuiiimii IIIIIIIIIIIK 1111111111111 Bœjarkíó I HAFNARFIRÐI !j | Ævi tónskáidsins Rerlioz |! | (La Symphonie Fantastique) | j | Hrífandi frönsk störmynd, er i ! \ lýsir á áhrifamikinn hátt ævi i I i franska tónskáldsins = HECTOR BERLIOZ | , i Sýnd 7 og 9. i I Síðasta sinn i! | Við krókódíla- | fljót jj | Spennandi amerísk mynd. i ■ Sýnd kl. 5 og 7. | > 1 Sími 9184. iKlllllilllllllillllIKillliiiiiiniikii■ii|iiviaiiii1iiiii>Baliiiiitiil | fylgt áfram, hefir veriff af- stýrt til þessa dags. Mun meira hefði þó getað áunnizt, ef forkólfar Sjálfstæðis- flokksins hefðu ekki þvælst fyrir og staffið í vegi þess, aff sum veigamestu atriði stjórn arsamningsins fengjust fram kvæmd. Með þeim vanefnd- um eru forsprakkar Sjálf- stæðisflokksins á góðum vegi með aö eyðileggja núverandi stjórnarsamvinnu, eins og hiff fyrra samstarf borgara- legu flokkanna. Einnig það sýnir, hversu treysta má á heilindi þeirra og heiðarleika í samstarfi. Hér skal ekki um það spáð, hvað framtíðin kann að bera í skauti sínu. Á þeim tímum, sem nú fara í hönd, veltur mikiff á því, að hægt sé aff sameina sem stærstan hluta þjóðarinnar um lausn þeirra erfiðu viðfangsefna, er ó- stjórn fyrrv. stjórnar hefir skapað. Framsóknarmenn munu ekki skerast þar úr leik, ef réttlátlega verður þar unn ið. Hvort slíkt samstarf hins vegar tekst, fer þó sennilega mest eftir því, að þjóðin sýni forkólfum Sjálfstæðisflokks ins með nægu fylgistapi | Lífsglcði njóttu I | („Vœrsgö her er Lykken") í 1 Frönsk gamanmynd með dösnk | = texta, leikin af úrvals leikur- i | um. Myndin lýsir sniðugum ná- | | unga, sem gerir fólk gæfusamt i = án peninga. i Aðalhlutverk: Michel Simon i | Ramon Novarro \ Micheline Presle Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. 1 Sími 1182. I iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiMiiiiiiinimiif flokks þeirra í næstu kosn- ingum, að hún vill ekki þau óheilindi, sem þeir hafa tam- iff sér, né að hagsmunir brask aranna séu settir ofar hags- munum almennings og það látiff standa í vegi heilbrigffr- ar umbótasamvinnu borgara lcgu flokkanna, sem ein er líkleg til að rétta við fjár- hag landsins og stuðla að fylgishruni og áhrifaleysi kommúnista. X+Y. 75 ára: SigríSur S. Kristjánsdóttir (Framhald af 3. siðu). in á heimili barna sinna. Hún nýtur ástar þeirra og virðing- ar. Barnabörnunum er hún ástrík amma og er oft gest- kvæmt á heimili hennar. Þeir verða margir, sem hugsa til Sigríðar á þessum afmælisdegi, þakka liðna daga og óska friðsæls ævi- kvölds. Með línum þessum vil ég þakka henni ævilanga tryggð og vináttu við mig og mitt fólk, þakka einnig for- dæmi það er hún hefir gefið samferðamönnum sínum í fórnfýsþ kærleika og skyldu- rækni. Ég óska henni bless- unar guðs á ófarinni ævileið. Ingimar Jóhannesson. Fasteignasölu- Lækjargötu 10B. Sími 6530. Annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, innbús-, líftryggingar o. fl. í umboði Jóns Finnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h.f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, aðra tíma eftir samkomulagi. tBernhcu'A 'J forcd : Jfars C WarzUií 9. DAGUR langt fram á morgun, og hann varð að dragast undir eins af stað, ef hann átti að gera sér vonir um að komast niður að Kolturvatni þennan daginn. Hann skreið fram og aftur, tíndi saman muni sína og lét þá inn í skýlið. Hann sat um hríð með byssuna á hnjánum, eins og hann gæti ekki feng- ið sig til þess að skilja hana við sig. En hún var alltof erfiö í meðförum fyrir hinn særða mann. Hann afréð að fara ekki með annað en hreindýrsfeldinn og matinn, sem eftir var. Það gat verið gott að breiöa skinnið undir sig. Honum lék illur grunur á því, aö skammt yrði milli þess, að hann neyddist til þess að hvíla sig. Hann vafði því feldinn saman og batt hann á bak sér og hóf síðan hið þjáningarfulla ferðalag. Hann hökti áfram á öðrum fæti og studdi sig við stafinn. En við hvert spot hristist hann til. Kvalirnar voru óþolandi, og Abraham var allur í einu svitalöðri, er hann var kominn svo sem þrjátíu metra frá slysstaðnum. En það flögraði ekki einu sinni að honum að snúa við. Frá þessum stað vildi hann komast, hvað svo sem það kostaði. Fjórum klukkustundum síðar kom hann að læknum, sem daginn áður hafði verið ákveðið að skyldi vera landamerki Marzhliðar að vestan. Hann lagðist á hreindýrsfeldinn á lækjarbakka og seig í dvala. Hann varð þess ekki einu sinni var, að mýflugnasveimurinn hrúgaðist kringu.m hann, og andlitið var tekið að bólgna af mýbiti. Skyndilega bylti hann sér á grúfu og neri andlitinu við jörðina. Þegar hann brölti á fætur, voru rauöar blóðrákir á enni hans og kinnum — mýflugurnar höfðu tekið ósleiti- lega til matar síns. Vað var aðeins með mestu erfiðismunum, að hann gat dregizt áfram. Vinstri föturinn var eins og blý- klumpur, og kölduskjálfti fór um hann allan við hvert skref. Hér voru fáðir og sleipir steinar í farveginum, og lækur- inn talsvert straumharður. Daginn áður höfðu þeir allir stokkið þurrum fótum yfir þessa sprænu, en nú var hún mikil torfæra á vegi mannsins, sem varla gat haldiö sér uppréttum. Sársauki og blóðmissir höfðu svipt hanri öllum þrótti. En hann varð að komast yfir lækinn. Þaö var ekki áli-t legt að ganga niður með honum, því að farvegurinn dýpkaði, þegar neðar dró, og víða illfær dý og foröð niðri á tang- anum. Abraham þorði ekki að freista þess að stikla yfir á stein- unum, sem stóðu upp úr vatninu. Ef til vill hefði hann þó reynt það, ef hann hefði haft lengri stafi. Hann brölti því niður af bakkanum og þreifaði fyrir sér meö stöfunum. En allt í einu fipaðist honum fótstaðan, svo að hann rann nið- ur af steininum, sem hann stóð á, og í lækinn. Vatnið tók honum í kálfa. Hann gat ekki forðað því, að, vatnið næði særða fætinum, enda skipti það litlu máli — umbúðirnar höfðu rennblotnað í mýri, sem hann varð aö fara yfir. Svona stóð Abraham u mstund, meðan hann sótti í sig veðrið til þess að brölta lengra út í lækinn. Hann verkjaði sárlega í höfuðið, og hánn varð að bíta á jaxlinn til þess aö harka af sér. Vatnið sýndist honum ýmist svart eða rautt. Hann seildist fram fyrir sig með stöfunum og var nær dottinn, er annar stafurinn skrikaði á steini. Straumurinn lék um fæturna, og maðurinn megnaði ekki a ðlyfta sér up á stöfunum og hökta þannig áfram. Það var ekki nema um eitt að velja. Hálfri mínútu síðar skreiddist hann stynjandi upp á hinn lækjarbakkann. Hann hafði misst húfuna og annan staf- inn og var allur holdvotur. Skjálfandi af kulda fór hann úr vaðmálsvesti sínu og vatt það. Mýflugurnar notuðu færði. Hungraður vargurinn réðist í stórhópum á beran líkama hans, svo að hann neyddist til þess að flýta sér i vestið'. Þegar hann loks ætlaði að fara að brölta af stað, mundi hann eftir því, að hreindýraxeldurinn hafði orðið eftir á hinum bakkanum. En við því varð ekki gert. Enn liðu tveir klukkutímar. Abraham dróst yfir tangarin veikum buröum ,og þegar hann kom að flóasundunum, gat hann ekki komizt áfram uppréttur. Heilbrigði fóturinn sökk í fúna grasrótina, og stafurinn kom ekki að haldi. Hann varð„ að skríða. Hann skréiddist áfram af einni þúfunni á aðra, og jörðin dúaði undir honum. Stundum missti hann takið á þúfunum og valt niður í foraðið, þar sem hann brauzt lengi um, áður en hann komst up úr því. Stundum festist hann í jarðlægum tágum frá víðirunnunum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.