Tíminn - 22.05.1949, Side 2

Tíminn - 22.05.1949, Side 2
2 TÍMINN, sunnudagina 22. mal 1949. 110. blaft Jrá kafi tii keiia í nótt: Næturlæknir verður í læknavarð stofunni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður verður í Keykjavíkur apóteki, sími 1760. Næturakstur annast Hreyfill, sími 6633. Hvar eru skipin? Eimskip. Brúarfoss fór frá Rotterdam 20. xnaí til Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Rotterdam 20. maí til Leith og Reykjavíkur. Fjallfoss er í Ant- werpen. Goðafoss er á Siglufirði. Lagarfoss er í Reykjavík. Reykja- foss fór frá Vestmannaeyjum 18. xnaí til Hamborgar. Selfoss fór frá Reykjavík 17. maí til Immingham og Antwerpen. Tröllafoss er í New York, fer þaðan væntanlega 25. maí til Reykjavíkur. Vatnajökull er á Vestfjörðum, lestar frosinn fisk. Flugferðir Loftleiðir. Hekla kom í gærkvöldi frá Höfn og Prestvík. Fer nú kl. 8 árd. beint til London. Væntanleg þaðan aft- lír kl. 10.30 í kvöld. í gær var flogið til Vestmanna- eyja- (4 ferðir), ísafjarðar, Patreks fjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar og Klausturs. Flugfélag íslands. Guilfaxi fór til Hafnar kl. 1 í gær. í dag flýgur hann frá Höfn til Dublin og hingað i kvöld. í gær var flogið til Akureyrar (2 ferðir), Siglufjarðar, ísafjarðar, Hólmavíkur, Djúpavíkur. Vestm,- eyja, Keflavíkur Í2 ferðir). Alessur í dag: Dómkirkjan. Kl. 11 sr. Jón Auðuns, kl. 5 safn- aðarfunduv. Fríkirkjan. Kl. 5 sr. Árni Sigurðsson. Hallg rímskirkja. Kl. 11 sr. Sigurjón, kl. 2 sr. Jakob (ferming). Nesprestakall. Kl. 11 messa í kapellunui í Foss- vogi, sr. Jón Thorarensen. Árnað heitla Hjónabönd. Nýlega voru gefin saman í hjóna band af sr. Jakob Jónssyni ung- frú Sveinlaug Sigmundsdóttir frá Norðfirði og Baldur Leví Bene- diktsson rafvirki. Heimili: Skipa- sund 49. Nýlega voru gefin saman í hjóna band af sr. Hálfdáni Helgasyni ungfrú Titia Hartimink og Ásgeir Bjarnason (Ásgeirssonar ráðherra) að Reykjum í Mosfellssveit. Btöð og t'miarit Dagrenning; 2. tölubl. 4. árg. tímaritsins Dag- renningar er nýkomið út. Flytur það þetta efni: Sameining ísraels- þjóðar. Atlantsliafsyfirlýsingin, At- lantshafssáttmálinn. Ævaforn hand rit úr Bíblíunni nýfundin, Forlaga- spá Staiins, Auðvald og einræði: 1. Hulda höndin, 2. Dýrið úr und- irdjúpunum, Sönn menntun, End- ,urskoðun dauðadómsins yfir Jesús frá Nazaret. Ritstjóri Dagrenningar, Jónas Guðmundsson, mun skrifa mest allt ritið sjálfur. Gerpir Austfirðingur er ennþá á feröinni. Þetta cr aprílheftið, eða 4. tölubl. 3 árg. . ., Byr jar hann í.. þetta sinn á kvæði: Vorið kemur, eftir Kristin Arngrímsson. Næst er grein, sem heitir Stjórnmálasamtök, eftir G. J. Um strönd og dal er um ýms efni. Halldór Stefánsson skrifar grein, er nefnist: Jafnvægi stjórn- kerfis og stjórnarfars. Þá skrifar Gísli Helgason Þátt af Guðmundi Erlendssyni á Klyppstað og Ólafi bróður hans, o. m. fl. er í ritinu, sem er að vanda talsvert læsilegt. Ur ýmsum. áttum Fjárveitinganefnd á flugi. Fjárveitinganefnd Alþingis, á- samt fulltrúum fiugráðs og for- manni fjárhagsráðs flaug síðastl. fimmtudag með Gullfaxa til Osló og svo þaðan til Hafnar. í dag tekur Gullfaxi þessa ferða- félaga í Höfn og flýgur með þá til Dublin. Eftir nokkra viðdvöl þar flýgur svo Gullfaxi með þá til Reykjavíkur og eru þeir væntan- legir hingað í kvöld. Mæðradagxirinn er í dag og verða þá seld á göt- um bæjarins mæðrablómin, sem margir munu fúsir að kaupa til þess að styrkja þá góðu starfsemi, sem ágcði af sölu blómanna renn- ur til. Og svo vilja máske ýmsir bera lítið blóm í barmi sínum einn dag á ári til minningar um móð- ur sína. Úr Norð'urárdal. í gær átti starfsmaður hjá Tim- anum símtal við Dalsmynni í Norð urárdal. Hafa þar verið harðindi mikil og fé gefið fram að þessu. Fannir eru þar miklar í lautum og dældum. A daginn þiðnar tals- vert af snjónum og kemur jörðin hálfgræn undan honum. En frost | er á hverri nóttu og brátt er jörð- in orðin grá og grængresið horfið, sem undan snjónum kom, er hann leysti. I Heyleysi hefði ekki borið á enn- . þá í Norðurárdai. Steinsteyptur vegur. Oft er kvartað um holótta og slæma vegi og það ekki að ástæðu- lausu. Hérna rétt fyrir innan bæinn hefir steinsteyptur kafli verið dálít- 1 inn spöl af veginum, þar sem um- ! ferðin er allra mest. Þessi kafli hefir nú í fjölda ára borið af öll- | um öðrum vegum. Hvers vegna eru | ekki vegirnir steyptir hér umhverf- I is Reykjavík a. m. k., þar sem um- 1 ferðin er allra mest? Steypti veg- 1 urinn hér innanvert við bæinn sýn i ist sanna ágæti sitt, þótt yfirvöld- ! in vildu ekkert líta út til annarra landa. Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður lætur þess getið, að við fyrri umræðu þingsályktunartil- lögu um heimild fyrir ríkisstjórn- ina að greiða uppbætur til opin- berra starfsmanna, hafi hann við nafnakall greitt atkvæði með til- lögunni, en atkvæði á móti breyt- ingartillögum viö hana og hefir því látið skýrt í ljós skoðun sína á málinu. En eins og áður var getið, var hann fjarverandi við lokaaf- grcíörluna. Gertir í bænum: Jónss Jchannsson bóndi í öxnoy er meðal gesta í bænum. Leikfélag Rcykjavíkar sýnir HAMLET eftir William Sakespeare í kvöld kl. 8. Leikstjóri Edvin Temeroth. — Miðasala í dag kl. 2. — Simi 3191 VDRIÐ ER KDMIÐ KVÖLDSÝNING KVEÐJUÞ ANKAR Eg hefi nú um nokkurn tíma skrifað þessa þætti hér á þessum stað og ýmislegt fieira í blaðið. Hefi kunnað því vel, eins og stund- um áður, að geta „hlaupið í skörð- in“ við blöð Framsóknarmanna, vitandi þó vel um það, að ég er hvoiki neinn sérfræðingur í blaða mennsku né fjármálum. En ég hefi alltaf viljað starfa eftir því sem kraftar leyfðu fyrir þennan flokk okkar Framsóknar- manna, af því ég hefi alltaf litið á hann sem gott verkfæri til þess að koma sem flestum góðum mál- um fram fyrir þetta land og þessa þjcð, sem við erum komin af og höfum kosið okkur" að lifa með, þótt brosað hafi blíðari lönd við ýmsum okkar á æskuskeiðinu. Hins vegar er mér engin laun- ung á því, utan flokks né innan, að ég hefði kosið margt öðruvísi heldur en hefir verið og er í starfi og blaðamennsku Framsóknar- flokksins, sem stafar af fjármagns skorti og fleiru. En fundist, að annarsstaðar myndi samt lakara, því þrátt fyrir allt er þó vart hægt að deila um það, að Framsóknar- flokkurinn er mesti samvinnu- mannaflokkurinn, og hefir verið frá fyrstu tíð og er cnn íslenzk- asti flokkurinn á íslandi. Ég á við það, að í honum hafi verð frá upp haíi mest af liíandi þjóðernis- kennd. Mun það vera að einhverju leyti arfur frá fyrri árum Ung- mennafélaganna. En í þeim félög- urn fékk fjöldí fullorönari Fram- sóknarmanna aðalfræðslu sína, vakningu og félagsþroska. Þegar ég nefni sem dýrmæta eign þjóðerniskenndina, á ég við að mönnum sé kært landið sitt og þjóðin, málið, bókmenntirnar, sið- •irnir, sagan og yfirleitt allt, sem íslenzkt er, sérkennilegt og gott. í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30 Aðgöngumiðar seldlr frá kl. 2. Sími 2339 Dansað til kl. 1 •>’,—*—(’^"'(,^—»—,—»^»'l»—1*('«—(»^»-(»^—»^(>^»-|»«—l'1^‘»—’i,—(»—»—»»»**»■<»«*»>«» ] LEIKFÉLAG HAFNARFJARÐAR sýnir revýuna GULLNA LEIÐIN | annað kvöld (mánudag) kl. 8,30. — Miðasalan opin | kl. 2 í dag (sunnudag) — Sími 9184 I S.K.T, Nýju og gömlu dansarnir í G. T,- húsinu sunnudagskvöld kl. 9 — Húsinu lokað kl. 10.30. Aðgöngumiöar seldir frá kl. 6.30. 4m***»«H***< En auðvitað ekki það, sem er lág- kúrulegt og lélegt, þótt það sé ís- lenzkt. ’ Aldrei hefir mér þótt eir>s vænt , um að vera íslendingur eins og þegar ég hefi verið staddur með- al erlendra þjóða — og allra mest þó þegar þær hafa verið stórar og | fjærskyldar. Þó að heimurinn sé nokkuð stór, „ættjörð samt er innst í honum endurminning krýnd og vonum“. | Én á aéttjörðinni he.'ir mér jafn- an fundist Framsókrfarflokkurinn vera innsti kjarninn í þjóðmála- starfreminni. i Samt eru í öllum flokkum góð- ir menn og nýtir, sem ánægjulegt væri að liafa samstarf við. Er það mikil óhamingja að geta ekki sameinað alla þá krafta um þjóðar okkar. Ef það tækist, er framför og velferð þessarar litlu varla efamál, að nógir kraftar eru , til þess að búa farsællega og hafa fyrirmyndar þjóðfélag hér á þessu einkennilega landi í norðurhöfun- um. En „menn eru að þræta og ýtast á unz þeir falla í valinn". Þótt ég búist ekki við að vera að flytja til himnaríkis né í aðrar heimsálfur strax, þá vil ég þakka ágæta samvinnu við starfsmenn Tímans og prentara í Eddu nú þeg- ar ég liverf úr því „skarði" Tím- ans, sem ég hefi „hlaupið í“ um skeið. I S. G. T. GÖMLU DANSARNIR ♦♦ ♦♦ ♦♦ H að Röðli í kvöld kl. 9. — Sími 5327. í| 1 1 | ^JJanntyrJasýninc^ j ( nemenda Júlíönu M. Jónsdóttur, Sólvallagötu 59, verð- ? | ur opin til mánudagskvölds kl. 10. WcJracL Slctnabútirnar ClCjll nnn Hvað sem öllurn flokkum líður með kostum þeirra og göllum þá eicum við allir eitt sameiginlegt, sem þennan hólma byggjum, og það cr, að við erum allir íslend- ingar. En þá ættum við líka að muna það í verki, að vera ekki um of háðir hvorki flokkum né .1 erlendum þjóðum. V. G. eru opnar í dag frá kl 10—3. Ágóðinn rennur til Mæðra styrksnefndar. FÉLAG BLÓMAVERZLANNA í REYKJAVÍK Jörb í Mýrasýstu er til sölu, laus til ábúðar. Jörðinni fylgir stórt vél- tækt tún, veiðiréttindi mikið skóglendi og ágætt fjár- landi. Upplýsingar ekki gefnar i síma EGILI, SIGURGEIRSSON hæstaréttarlögmaður, Austurstræti 3

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.