Alþýðublaðið - 28.06.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.06.1927, Blaðsíða 2
ALl? YÐDBLAÐÍÐ Ialþýðublaðib kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla i Alpýðuhusinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9Va—10 Va árd. og kl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðsian) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ; hver mm. eindálka. } Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan 5 (í sama húsi, sömu símar). Lýstr Vestmannaeyja íhaldtð vantrausti á Jóhanni Jósefssyni á þingmálaf undi ? Á föstudaginn var haldinn ping- málafundur í Vestmannaeyjum, og hefir „Morg'unbla'ðið" sleikt ákaft út um, eftir að pað fékk hann upp í sig, vegna þeirrar hrakfarar, sem því þykir frambjóðandi AI þýðuffokksins hafa þar farið. Mun að því vikið annars staðar, hvað það var, sem hrakför fór, þó að „Morgunblaðið" nefni það ekki. Fyrstur tók til máls Björn Bl. Jónsson, frambjóðandi Alþýðu- flokksins. Lýsti hann afstöðu flokkanna á síðasta þingi, þar sem íhaldsflokkurinn hafði ver- ið í minni hluta og stuðst við smá-flokksbrot, sem í raun réttri var honum andstætt. Vék hann síðan að rikislögreglunni, sem stjórnin og íhaldið höfðu lagt svo mikla rækt og áhuga við, og sýndi fram á, að hún hefði verið ætluð til að kúga verkalýðinn. Þegar ihaldið hefði gugnað á því frv., hefði það undið sér að litlu ríkis lögreglunni, varðskipunum, og ætlað að gera skipshafnirnar á þeim að ríkislögreglu, svo að lítið bærj á, og dubba venjulega stýri menn með borðakaskeitum og buxnaleggingum upp í „generála“ og „aðmírála". Síðan leiddi hann athygli að því, hve kjósendum væri nauðsynlegt að athuga, hvaða flokkur það væri, sem berðist fyrir bættum kjörum al- þýðunnar. Hann mintist á frumv, Héðins um atvinnuleysisskýrslur og á stjórnarskrárfrv. hans, og þótti það benda á litinn sparnað- arhug íhaldsins, að það hefði ekki sint tillögu hans um fækkun þing- manna í 25, auk þess, sem þær hefðu viljað koma á almennum kosningarétti. Ha.hn mintist á færslu kjördagsins og hvernig í- haldið hefði gugnað á henni, en fært hann samt með brellum. Enn fremur drap hann á Alþýðuflokks- frv. um bann gegn næturvinnu, frv .um tryggingu fatnaðar sjó- manna, svo og frv. um skiftingu Gullbringu- og Kjösar-sýslu í tvö kjördæmi, og sýndi um leið fram á, hve kjördæmaskipun landsins er ódæma ranglát. Svo mintist hann á frv. um 8 tíma hvíld á togurum og á fátækralagafrv. og afstöðu íhaldsins til þeirra, á frv. um greiðslu verkakaups, sem nú er orðið að lögum og Héðinn bar fram, og ömiur nytsöm frv. af hendi Alþýðuflokksþingmanna. Jóhann Jósefsson svaraði og var með hinar venjulegu gyllingar á íhaldsflokknum og sagði ýmis fárámleg ósannindi um frammi- stöðu hans á þingi, öll honum til frægðar. En það hefir hann aldrei sparað. T. d. hélt hann því fram á leiðarþingi í vor, að fyrir at- beina íhaldsins hefði á þingi verið samþykt, að styrkur þeginn vegna atvinnuleysis, ómegðar og sjúk- leika hefði ekki í íör með sér rétt- indamissi. Hlustuðu íhaldsmenn þá guðhræddir og frá sér numdir á þá missögn. Kr. Linnet bæjarfógeti kvað í- haldið vera mjög hlynt allri ment- un, en vilja þó að eins hafa ment- aða ihaldsmenn. Auk þeirra töluðu Gunnar Ól- afsson, Jón frá Hliði o. fl., og var ekkert eftirtakanlegt í máli neins þeirra nema Sig. lyfsala og fálkariddara Sigurðssonar. Hann gerði „Óðins“-málið svo nefnt að umræðuefni, en Björn Bl. Jónsson rak ofan í hann vitleysumar. Þrátt fyrir það dirfðist hann að bera fram tiilögu um að skora á Björn að taka aftur framboð sitt, af því að hann hefði sýnt „Vest- mannaeyingum vansæmd" með með því. Auk ósvífninnar í till var skrítið að sjá þennan hégóma gjarna mann hegða sér eins og íhaldsdurgarnir í Eyjum væðu að staðaldri sæmdina upp í mjóa leggi oghærra. Auðvitað samþyktu íhaldsmenn tillöguna. Nú bar Jón Hinriksson kaup- félagsstjóri fram tillögu um, „að fundurinn er þess fullviss, að sögusögn Héðins um strandgæzl- una er ósannindi". Hér var það heimskan, sem var á ferðinni, rétt eins og sannleikann mætti finna með atkvæðagreiðslu. Það má fá niðurstöðu með atkvæða- greiðslu, en hvort hún er rétt, er annað mál. Þessa vitleysu sam- þyktu íbaldsmenn líka. Lauk svo þessu fundarendemi, sém varla á sinn líka, og mun það verða tekið til alvarlegrar yf- irvegunar áður en margar sólir eru af lofti. Það eitt verður þó á- lýktað af þyngdarpunkti fundar- ins, till. Sigurðar, að ekki er traust íhaldsmanna mikið á fylgi Jó- hanns, er þeir þykjast þurfa að biðja andstæöinginn að draga sig í hlé. Lifrar-afli togaranna í ár. Nafn: Veiðitimi: Afli: „Skallagnmur" frá 14/s til [ 7« 1062 tn. „Snorri Goði“ - V* - 7« 898 „Egill Skallagrímsson“ - 1S/2 - 76 866'A - „Arinbjörn hersir“ - S5/2 - 7« 74172 - „Þórólfur“ - V* - 10/« 9437* - „Sindri" - S4/2 - s% 438 - „Gulltoppur“ - - 14/« 849 - „Gyllir“ - U/S - 12/« 726 - „Karlsefni" - */« - 16/« 709 - „Otur“ - 1J/2 - 12/6 7867® - „Hilmir“ - 9/s - 15/« 7027* - „Baldur" - SS/2 - 476 908 - „Ari“ - S4/2 - W/6 743 - „Draupnir" - 3®/a - 15/6 815 - „Mai“ - 25/2 - 17/6 825 - „Skúli fógeti" - 14/s - 17/6 ■ 6817* - „ÓIafur“ - 6/s - S1/6 10917* - „Hannes ráðherra“ - 22/2 - 17/6 12327* _ „Tryggvi gamli" - -!'/i - 16/6 7747* _ „Geir“ - ,9/2 - ■7« 789 _ „Njörður“ - 26/2 - 2% 6857* _ „Gylfi“ - 4/s - 17/« 799 - „Belgaum" - lfl/2 - 17/6 1036 - „Apríl" - */» - 1S/6 713 - ;,Jón forseti" - 7« - 16/« 6137* _ „Kári Sölmundarson" - 25/2 - 2% 859 „Hávarður ísfirðingur" - 8/s - 319 „Hafstein" - */« - 2S/4 379 _ „Menja“ frá 2!,/i2 1926 til 2?/e 1927 1090 _ „Austri“ frá 27s ti! 09 / 7« 889 - uð af Carlsbergsjóði og sáttmála- sjóði. Hafnarfjarðar« fundurinn. Rannsóknarför dr. Niels Nielsens og Pálma Hannessonar. (Tilkynning frá sendherra I>ana.) Blöðin hafa átt langt viðtal við dr. NieJs Nielsen, sem fer á þriðjudaginn með „Brúarfossi“ til þess ásamt Pálma Hannessyni náttúrufræðingi og Sturlu Jóns- syni bónda að leggja upp í vís- indaleiðangur til héraðanna vest- ur af Vatnajökli. Ferðin er kost- Loksins kom hljóð úr „Mgbl.“ u'm þingmálafundinn í Hafnar- firði. í þrjá daga hefir skriffinn- ur þessi verið að semja þessa vitleysu sína, og loks þegar hún kemur, líkist hún mest holtaþoku- væli. Hafnfirðingar bjuggust við, að „Mgbl.“ myndi eitthvað minnast á fundinn, en fáir þerrra bafa víst búist við annari eins vitleysu og þessari, er það nú flutti. Sennilegt mun það vera, að hér sé sami fuglinn á ferð og sá, er sendi Jeiðréttinguna í „Vörð“ hér um árið. Er þá skiljanlegt, að hann sé illur út í Alþýðublaðið fyrir það, að það skuli segja satt og rétt frá, þar sem bann gat ekki unt sínu eigin blaði að fara með rétt mál. En ætla mætti, að höf. grein- arinnar hafi verið úti á þekju, er hann reit hana, og sennilega utan gátta, er fundurinn fór fram. „Hafnfirðingurinn" heldur þvi fram, að Alþýðublaðið segi ósatt frá fundinum. Það mætti nú sanna það með ótal mörgu, að Alþýðu- blaðið hallar hvergi réttu máli, en það er óþarft. Þeir, sem fundinn sátu, geto bezt skoriö úr því. Það væri ekld úr vegi að benda „Hafnf." á ýniislegt, sem berlega sýnir hina „hraklegu útreið" í- haldsins á fundinum. Þegar Ólafur Thors var að bera lof á stjórnina fyrir þasn mikla dugnað', ,sem hún hefði sýnt með þvi að borga af skuldum lands- ins, þá kvaddi sér hljóðs einn af fundarmönnum og spurði ÓI- af, hvort hér væri um að ræða gull- eða seðla-krónur. Ég hefi verið á mörgum þing- málafundum, en aldrei séð manni ‘bregða eins og Ólafi Thors í það sinn. ölafur varð mecf' þessu al- gerlega rökþrota, en fundarmenn sáu og skildu, hvað Ólafur ætl- aði sér með þessum vef sínum. Telur „Hafnf.“ þetta ekki hrak- farir? Guðm. Helgason talaði af í- haldsliði Hf. För hans mun hafa verið einhver sú allra versta, er menn þekkja til. Hann ætlaði séi' að vinna þeim Ólafi og Birni gamla fylgi, en það var auðséð, að framkoma hans varð til þess að rýra fylgi þeirra. En hvað segir „Hafnf.“ um sendiferð unglingsins ? Hyggur hann, að piltur sá hafi með frekju sinni unnið íhaldinu fylgi? Fundarmenn hafa vist hugsað hið gagnstæða, þvi að á því sást bezt, hversu íhaldið var þunn- skipað á fundinum, og hversu það var auðvirðiiegt af íhaldspostulum þessa bæjar að ota fram fyrir skjöldu sína óþroskuðum unglingi. Á þessu hefði „Hf.“ getað séð, hversu hraklega för íhaldið fór á fundinum. En hann hefir senni- lega staðið utan gátta. Hafnfirzkir kjósendur, sem á fundinum voru, vissu betur um fundinn en höf. Og ekki efa ég það, að meiri hluti þeirra hefir farið heim ánægður með fram- komu þeÍTra Péturs og Stefáns, en rnikill minni hluti fundarins sáróánægður út af hrakförum ÓI- afs og Björns gamla.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.