Tíminn - 14.06.1949, Side 2
w
I :
n í; i : i m k
( (1« J S f
2 ,
TÍMINN, þriðjudaginn 14. júní 1949.
124. blað
'Jrá hafi til ketöa
1 dag:
Só'.in kom upp ki. 2.59.
Sólarlóg kl. 23.57.
; ÁrdeglSflæði kl. 8.45.
' Síðdégísflæði kl. 21.07.
I nótt;
■ Næturlæknir er í læknavarðstof-
unnt í Austurbæjarskólanum, sími
5030. Næturvörður er í Laugavegs
Apóteki, simi 1618. Næturakstur
annast B. S. R., sími 1720.
ÚtvarpÍð
í kvöld:
9.30 Morgunútvarp. 12.10 Hádeg-
isútváfp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25
Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar:
Þjóðlög frá ýmsum Kjndum (plöt-
ur). 20.00 Fréttir. 20.20 Tónleikar:
André Kostelanetz og hljómsveit
hans léika lög úr óperettum (plöt-
ur). 20.45 Erindi: Skuld Dana við
ísland (Gísli Guðmundsson fyrr-
um aiþm.). 21.10 Tónleikar: Söng-
lög eftir Áskel Snorrason (nýjar
piötur frá Akureyri). 21.45 Upplest-
ur: Frumort ljóð (Hannes Sigfús-
son), 22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.05 Vinsæl lög (plötur).
Hvar eru. skipin?
Sambandið.
Hvassafell er í Finnlandi.
Einarsson & Zoéga:
Foldin fór til Akraness í gær.
Lingestroom er í Amsterdam.
Ríkisskip:
ESja er í Reykjavik og fer vænt-
anlega í kvöld austur um land til
SigJufjarðar. Hekla kom til Rvík-
ur í gær og fer aftur á föstudags-
kvöld til Glasgow. Herðubreið var
væntanleg til Reykjavíkur í dag
írá Austfjörðum. Skjaldbreið var
á Húnaflóa í gær á norðurleið.
Þyrill kom til Reykjavíkur í nótt.
Oddur fór frá Reykjavík í gær-
kv.öldi til Skagastrandar, Blöndu-
óss. og Siglufjarðar.
F/ug/erðír
Jóhannsdóttir eftir J. S. L. Um
barnaheimili og fleira, eftir Þór-
unni Magnúsdóttur. Lovísa, smá-
saga eftir Somerset Maugham, sem
Steingrímur Sigurðsson íslenzkaði.
í sumarferðalagi, eftir Margréti
Jóhannsdóttur. Til stjúpsonar
míns, kvæði eftir Kristínu Sigfús-
dóttur, o. m. fl., svo sem tízku-
fréttir, kviðlingar og fregnir frá
kveníélögum.
Úr ýmsiim áttum
Gestir í bænum.
Halldór Finnsson, útibússtjóri,
Grafarnesi, Árni Sæmundsson,
hreppstjóri St.-Mörk, Sigurþór
Ólafsson, oddviti, Kollabæ, Sigurð-
m- Elíasson, tilraunastj.. Reykhól-
um.
Úrslitaleikur
í Reykjavíkurmóti II. flokks í
knattspyrnu fer fram í dag kl. 7
e. h. á vellinuin fyrir neðan Há-
skólann. Til úrslita keppa K. R. og
Víkingur og nægir K. R. jáfntefli
til að vinna mótið.
Sérleyfisakstur frá Akranesi.
Bifreiðastöðin Þ. Þ. Þ. á Akra-
nesi byrjar á morgun áætlunarferð
ir, á hverjum degi, frá Akranesi um
Borgarfjaröarhérað upp að Hreða-
vatni.
Alþingishússffarðurinn
' var opnaður almenningi s.l. sunnu-
dag og er opinn daglega frá 12—7.
Fátt manna kom í garðinn fyrsta
! daginn, enda flestir uppteknir við
j Sjómannadagshátíðahöldin. Mikil
kyrrð og friður ríkti í garðinum
og flugur flugu milli trjánna, til
ánægju þeim, sem í garðinum voru.
Garðurinn er mjög vel hirtur og
bekkir tandurhreinir, og er fólk,
sem í garðinn kemur, vinsamlega
beðið að ganga sem snyrtilegast
i um, svo að ekki þurfi að loka garð-
. inum aftur.
Einstefnuakstur um
Klapparstíg.
Það hefir verið ákveðið, að ein-
sléfnuákstur verði um Klappar-
stíg, milli Hverfisgötu og Grettis-
1 göuu, írá norðri til suðurs.
Bók um Biskups-
tungur og Bisk-
upstungnamenn
Nýlega er komin út bók
sem gefin er út af félagi Bisk
upstungnamanna í Reykjavík.
Heitir bókin Inn til fjalla og
er þar safnað saman ýmsum
þjóðlegum fróðleik viðkom-
andi sögu og náttúru þessa
byggðarlags. Er ætlun upp-
hafsmanna þessarar útgáfu
að halda áfram og gefa út
fleiri slíkar bækur í áfram-
lialdi af þessari verði henni
vel fagnað af almenningi.
í bókirmi eru margar fróð-
legar greinar og ritgerðir. Er
þar sagt frá merkum og sér-
kennilegum mönnum. Sagt er
frá tveimur hinum merku
menntasetrum í Biskupstung
um Skálholti og Haukadal og
einnig er þar að finna í þessu
riti lýsingar á tveimur þeim
stöðum sem borið hafa hróð,-
ur. íslands einna víðast um
lönd, en það er Gullfoss' og
íGeysir. Bókin er vönduð að
i öllum frágangi og prentuð á
I góðan pappír. Hún kostar 28
1 krónur óbundin, 40 í rexin-
bandi og 55 í skinnbandi.
e\
ciaá
(4
Armenningar!
Námskeið í frjálsum íþróttum er
þessa dagana.
þriðjud. kl. 8—9 stúlkur
kl. 9—10 piltar
fmmtud. kl. 8— 9 stúlkur
kl. 8—10 piltar
laugard. kl. 4—5% stúlkur
kl. 5%—7 piltar
Allir beztu frjálsíþróttamenn Ár-
manns aðstoða viö kennsluna. —
Félagar fjölmennið og takið nýja
félaga með. F. í. Á.
SUMARFRÍIN
eru að hefjast. Ómissandi ferða-
félagi er ánægjuleg bók. Varla
getur skemmtilegri sögubók en
bók Sumarútgáfunnar „Á VÁX.DI
ÖRLAGANNA".
Fæst hjá Eymundsen.
Hreinsum gólfteppi, einnig
bólstruð húsgögn.
Gólfteppa-
hreinssmiii
Barónsstíg—Skúlagöto.
Sími 7360.
í
Leikfélag Reykjavíkur sýnir
H AM LET
eftir William Shakespeare
í kvöld kl. 8.
Leikstjóri: Edvin Tiemroth
Næst síðasta sýning
Miðasala í dag kl. 4—7, síðasta síning verður ann-
að kvöld. Sími 3191.
Loftleiðir.
' í gær var flogið til ísafjarðar
méð víðkomu á Flateyri og Reykja
néái: Fárnar voru 5 ferðir til Vest-
manndeyja og tvær til Hellissands.
í dag verða farnar áætlunarferð-
ir til Vestmannaeyja, Akureyrar,
ísafjarðar og Patreksfjarðar.
Heícla fór í morgun kl. 8 til Kaup
mannahafnar. Væntanleg til Rvík-
ur'á riíorgun kl. 5 e. h.
’ G'éýsir er á leiðinni til New York
frá Oakland í Kaliforníu. Væntan-
legur heim á morgun. Geysir fer
héðan til New York n.k. laugardag,.
13. • þ. m., fuliskipaður farþegum.
Flugfélag Islands.
í dag verður flogið til Neskaup-
staðar, Reyðarfjarðar, Fáskrúðs-
fjarðar. Keflavíkur, Vestmanna-
eyja og Akureyrar.
;íý'gær var flogið til Akureyrar,
Kpflavikur og Vestmannaeyja.
Gullfaxi fer í dag til Prestvíkur
og Lonrion með 40 farþega, vænt-
anlegur til baka á morgun.
Z Árnað heitla
Hjónabönd.
5.1. laugardag voru gefin saman
í hjónaband ungfrú Elísabet Jóns-
dóttir, Breiðabólstað í Dölum og
Guðm. Magnússon, verzlunarm.
5.1, sunnudag voru gefin saman
í hjónaband af síra Árna Sig-
urðssyni, Lilja Kristjánsdóttir frá
Dalsmynni og Halldór Þórmunds-
son frá Bæ í Borgarfiröi. 'Heimili
ungu hjónanna verður í Bæ.
* . .;f, S ’
“ 8/öð og tímarit
Nýtt kvennablað,
4.—5. tbl. 10. árg. er nýlega kom-
ið út. Efni er m. a. þetta: Ólafía
JORÐ
Lítil jörð óskast til kaups
nú þegar. Tilboð með nauð-
synlegum upplýsingum send-
ist blaðinu fyrir 20. þ. m.
merkt „Gras“.
♦♦
I Skrifstofunum verður lokað
1 eftir hádegi , da8 vegna iardarfarar fhhaiáear PriS-
!:
||
|! rikssonar, yfirumsjónarmanns.
I Raforknmálaskrifstofan
♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦f♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦'
•♦♦♦♦♦♦ ♦♦<
Rafsuðumenn
Vana rafsuðumenn vantar oss nú þegar.
Vélsmiðjan Jötunn
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■*♦♦♦♦♦♦♦<
Hvað heiti
■ Með hverju árinu sem líður auk-
ast íerðalögin um landið, einkum
nú, síðan almenn sumarleyfi í bæj
unum gengu í gildi. Sumarleyfis-
ferðirnar aukast alltaf, og menn
segjast ferðast um landið til þess
að kynnast því — það sé ekki sæm
andi að þekkja ekki sitt eigiö land
eins og kostur er á. Þó bregður svo
kynlega við, að fólkið sækir und-
arlega lítinn fróðleik í þessar ferð-
ir. Það þýtur um landið í bifreið-
um og hefir varla sinnu á að fræð-
ast um nöfn dala, fjalla eða bæja.
Og margur kemur litlu fróðari
heim.
Þó eru heiðarlegar undantekning
ar frá þessu. Sumir fara í ferðalög
í þeim raunverulega tilgangi að
j skoða landið og kynnast því. Þeir
sitja með landabréfið á hnjánum
og athuga örnefni og verða margs
visari í landafræðinni. Sumir geta
lika varla farið fram hjá bæ án
þess að spyrja, hvað hann heiti.
Nafnið er hluti hvers bæjar og
maður sér hann í nýju ljós, þegar
nafnið er fengið. Mörg íslenzk
bæjarnöfn eru líka sérkennileg og
fögur og segja stundum í einu orði
langa sögu.
En þessum fróðleiksfúsu ferða-
löngum, sem vilja í raun og veru
kynnast landi sínu, er ekki hjálp- J
að í þeirri viðleitni. Aðeins örfáir ^
bæir sýna nafn sitt. Þessu hefir
oft verið hreyft og jafnvel hafa1
sýslunefndir gert samþykktir, þar
sem heitið er á bændur að setja
upp smekklegt nafnspjald við heim
reið bæja sinna. Ennþá virðast slík
ar áskoranir lítinn árangur hafa
borið.
Nú er vorið loks komið eftir lang
an og harðan vetur. Það er góður
búmannssiður að snyrta og fegra
sem bezt og lagfæra það, sem vet-
urinn hefir fært úr lagi. Og það .
fer líka góður siður að bæta alltaf j
við einhverju nýju á hverju vori .
til fegurðar á bæ sínum. Bændur
ættu að láta eitt af því nýja, sem
þeir bæta við til fegurðarauka á
þéssu vori, vera snyrtilegt nafn-
j spjald við bæ sinn, svo að ferða-
I fólk geti séð nafn hans, þegar fram
hjá er farið. .. A. K.
♦♦♦♦♦»*-♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦<»♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•»♦♦♦♦♦••♦♦♦♦♦>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦ ♦•»♦«♦♦*♦
♦ ♦
♦♦
♦ ♦
Árður tii hluthafa 1
♦♦
♦♦
Á aðalfundi H.f. Eimskipafélags íslands 4. júní !!
var samþyltkt að greiða 4% — fjóra af hundraði — í !!
arð til hluthafa fyrir árið 1948. !!
Arðmiðar verða innleystir í aðalskrifstofu félags-
ins í Reykjavík, og hjá afgreiðslumönnum félagsins
um allt land.
Athygli skal vakin á því, að samkvæmt 5. gr. sam-
þykkta félagsins er arðmiði ógildur, hafi ekki verið
krafizt greiðslu á honum áöur en 4 ár eru liðin frá
gjalddaga hans. Skal hluthöfum því bent á, að draga
ekki að innleysa arðmiða af hlutabréfum sínum, svo
lengi að hætta sé á, að þeir verði ógildir. Nú eru í
gildi arðmiðar fyrir árin 1944—48 að báðum árum
meðtöldum, en eldri arðmiðar eru ógildir.
Þá skal ennfremur vakin athygli á því, að enn eiga
allmargir hluthafar eftir að sækja nýjar arðmiðaarkir,
sem afhentar eru gegn stofni þeim, sem festur er við
hlutabréfin. Eru þeir hluthafar, sem enn eiga eftir að
skipta á stofninum og nýrri arðmiðaörk, beðnir að
gerða það sem fyrst. Afgreiðslumenn félagsins um land
allt, svo og aðalskrifstofan í Reykjavík, veita stofn-
unum viðtöku.
H.f. Eimskipafélag íslands
::