Tíminn - 25.06.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.06.1949, Blaðsíða 3
133. blað TÍMINN, laugardaginn 25. júní 1949. 3 ÍÞRÓTTIR Afmælismót Ármanns: Jóel Sigurðsson setur nýtt íslands- raet í spjótkasti, 66,99 ra. Afmælimót Ármanns í frjálsum íþróttum hófst s. 1. fimmtudagskvöld, með því að þáttt. gengu fylktu liði, tíu mínútum of seint, inn á völlinn. Síðan kynnti Jens Guð- björnsson, finnsku íþróttamennina og þjóðsöngvar landanna voru leiknir af rammfölskum, gatslitnum grammifónplöt- um. Ekki var laust við að áhorfendur roðnuðu. Undir níu liófst keppnin og náðist í flestum greinum frábær árangur. Keppnin var allt of langdregin og var ekki lokið fyrr en kl. 11. 200 m. hlaup. 1. Finnbj. Þorvaldss. f. R. 22,0 sek., 2. Guðm. Láruss. Á 22,1 sek., 3. Hörður Haraldss. Á. 22,7 sek., 4. Ásm. Bjarnas. K.R. 22,8 sek. Tímarnir eru mjög góðir, því mótvindur var seinni hl. hlaupsins. Haukur Clausen, mætti ekki til leiks. í hag- stæðu veðri má búast við að Finnbj. og Guðm. geti hlaup- ið á 21,4—21,6 sek. Stangarstökk 1. Torfi Bryngeirss. K. R. 3,80 m., 2. O. Pitkánen Finnl. 3,60 m., 3. B. Linnet Á 3,40 m. Litlu munaði að Torfa tæk- ist að stökkva 4 m. Pitkánen olli áhorfendum miklum von- brigðum, því hann hefur stokkið 4,01 m. bezt. Spjótkast 1. Jóel Sigurðss. í. R. 66,99 m., 2. P. Wjfcterinen Finnl. 64,10 m., 3. Halld. Sigurgeirss. Á 54,86 m. Jóel setti nýtt met, gamla metið var 65,47. Einnig setti hann nýtt met í spjótkasti beggja handa, 99.02 m. Að því er blaöið bezt veit mun þetta vera annar bezti spjót- kastsárangur á Norðurlönd- um í ár. (Finninn Hyytiánen er með 69,70). Vesterinen er mjög þekktur spjótkastari varð m. a. 4. á Olympíuleik- unum. Bezti árangur hans í spjótkasti er 69,57. Jóel átti tvö köst lengri en bezta kast Vesterinens. 800 m. hlaup. 1. Óskar Jónss. í. R. 1:57,5 mín., 2. R. Haikkola, Finnl. 1:58,9 mín., 3. Pétur Einars- son í. R. 2:01,1 mín. Óskar vann örugglega og er tíminn mjög góður. Langstökk 1. Torfi Bryngeirss. K. R. 7. 01 m., 2. Örn Clausen í. R. 6,64 m., 3. Stefán Sörenson í. R. 6,60 m. Torfi er orðinn nokkuð viss með 7 m. Örn meiddist í öðru stökki og varð að hætta. Kúluvarp 1. G. Huseby K. R. 15,44 m„ 2. Sigf. Sigurðss. Self. 14,30 m 3. Friðrik Guðmundss. K. R. 14,23 m. Það er aðeins tímaspurs- mál hvenær Huseby tekst að slá metið, sem er 15,69 m. 1500 m. hlaup 1. N. p«*3ti Finnl. 4:06.0 mín 2. Þórður Þorgeis. K. R. 4:17,4 mín. 3. Stef. Gunnarss. Á 4:27,0 mín. Þetta var eina greinin, sem Finnarnir unnu. Óskar Jónss. gat ekki tekið þátt i þessari grein, þar eð hann var nýbú- inn að hlaupa 800 m„ en mjög líklegt er að hann hefði unn- ið Posti. 4x100 m. boðhlaup 1. Landsveit 43,0 sek. 2. K. R. 44,2 sek. í landsv. voru Hörður Har„ Finnbj., Örn og Guðmundur. í dag kl. 4 heldur mótið áf.ram og verður þá keppt í 100 m. hlaupi, hástökki, stang arstökki, spjótkasti, kringlu- kasti, 3000 m. hlaupi, tug- þraut, 4x100 m. boðhlaupi og hástökki fyrir konur. H. S. i | Maður óskast í til eftirlitsstarfa við veiðiár í Árnessýslu um 4 mánaða j tíma. Þeir sem áhuga hafa fyrir starfinu sendi nöfn Í sín og heililisfang ásamt upplýsingum um fyrri störf ! og menntun til skrifstofu Veiðimálastjóra, Tjarnar- ! götu 10, Reykjavík fyrir þann 28. þ.m. iuiuiaiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Jarðnæði Vesturjörðin Arnarhóll í Vestur-Landeyjum, ful- | i yrkt, er laus til ábúðar eöa sölu nú þegar. Heyskapur 1 | um 500 hestar. Þrjár kýr, fjögur hross og 20—25 ær \ I geta fylgt. Hlutaðeigendur snúi sér til eigandans Jó- i | hans Tómassonar Arnarhóli. Guðbrandur Magnús- i | son, Reykjavíkursími 2391, getur einnig veitt upplýs- \ | ingar. • . ' . ! stuiiiiiiiimiiiimmmiiiimiiiimmimmimiiiiiiiiiiifmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiimimmmmimmiirvffimma Utan úr heimi Er Skorzeny í Argentínu? Lögreglan í Austurríki telur sig hafa komizt aö raun um, að Otto Skorzeny sé í Argentínu. Skorzeny varð frægur fyrir það á sínum tima, að hann frelsaði Mussolini úr haldi hjá Bandamönnum. Síð- ar var hann foringi stormsveitar- manna, er gerðu árásir á ýmsar iiiiiiiiiimiiimiimmiiitiiiiiiiiitiiiiiiiimiiimimiiiiiiiiiiimiiimiimmiiiimmiiimimmiiiimmiiimmmimiiin / slenclingalDættir iiiiiiimmimmmmmimmmiimmt IHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Dánarminning: Guðbjörg Eyjólfsdóttir, Hömrum, Grímsnesi bækistöðvar Bandamanna á bak við víglínu þeirra í Ardennafjöll- um, er Þjóðverjar hófu þar sókn sína veturinn 1945. Pyrst eftir stríðið fór hann huldu höfði, en Bandaríkjamönnum tókst að lok- um að hafa hendur í hári hans, en þó aðeins um skamma stund. Fyrir ári síðan strauk hann úr fangabúðum þeirra og hefir ekk- ert spurzt til hans síðan. Skorzery er rúmlega þriggja álna hár og þrekinn að sama skapi. Hann er talinn sameina það hvort tveggja að vera heljarmenni að burðum og greindur vel. Athyglisverð tillaga. Bandarískur þingmaður, Walter Norblad frá Oregon, hefir borið fram þá tillögu, að amerískum kommúnistum, sem vildu fara til Sovétríkjanna og setjast þar að, yrði séð fyrir ókeypis fari þang- að. Við eigum að greiða fyrir því, segir Norblad, að kommúnistar geti komist til þessa fyrirheitna lands síns og séð og reynt, hvern- ig hugsjónir þeirra reynast í verki. Góð eftirlaun. Furstinn í Bhopal i Indlandi hef ir tilkynnt, að hann hafi lagt nið- ur völd og land sitt muni samein- ast Hinrustan. Furstinn var tal- inn annar ríkasti maðurinn i Ind- landi, næst á eftir furstanum af Hyderabad. Hann missir nú mest af eignum sínum og allar fursta- tekjurnar. Hinsvegar fær hann greidd eftirlaun og nema þau rúm- um tveimur rnillj. kr. á ári. Verð- ur ekki annað sagt en að þau séu hin furstalegustu. Síamiskir tvíburar. Um seinustu mánaðamót átti svertingjakona í Los Angeles síam- iska tvíbura. Höfuðin eru samvax- in, en að öðru leyti virðist allt eðli- legt. Læknar hafa enn ekki talið sér fært að rannsaka, hvort þeir hafa einn eða tvo heila. Fyrr en þeirri rannsókn er lokið, verður ekki tekin ákvöröun um, hvort tvíburarnir verða aðskildir eða ekki. „Deutschland, Deutschland úbes alles“. Þýzki þjóðsöngurinn „Deutsch- land ubes alles‘: var í fyrsta sinn eftir styrjöldina sunginn opin- berlega í Þýzkalandi á sunnu- daginn var. Það var gert á úti- fundi, sem haldinn var í Gött- ingen og Hubertus prins af Löv- enstein hafði boðað til. Prinsinn hélt þar ræðu um nauðsyn þess, að Þýzkaland yrði sameinað. Fasteignasölu- miöstööin Lækjargötu 10B. Sími 6530. Annast sölu fastelgna, skipa, bifreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygglng- ar, svo sem brunatryggingar, lnnbús-, líftryggingar o. fl. I umboðl Jóns Finnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h.f. Viðtalstíml alla virka daga ki. 10—5, aðra tima eftir samkomulagi. Á nokkurra mánaða, já, fárra vikna fresti kveðja gamlir og góðir Grímsnesing- ar jarðlíf sitt. Þessir Gríms- nesingar voru nágrannar bernskuheimilis míns, og það svo góðir, að ég efast um, að betra nágrenni geti átt sér stað. Með því að bernsku- og æskuminningar mínar eru og verða alltaf nátengdar þessu fólki, setur mig hljóðan, þeg- ar mér berast andlátsfregnir þess. Meðal þessa elskulega fólks er konan Guðbjörg Eyjólfsdóttir, Hömrum, Gríms nesi, sem andaðist á síðasta afmælisdegi lýðveldis vors. Guðbjörg var fædd að Efra Apavatni 24. september 1886. Foreldrar hennar voru hjón- in Helga Guðmundsdóttir og Eyjólfur Árnason. Guðbjörg ólst upp hjá góðum foreldr- um í stórum systkinahópi. Þar lærði hún bænir sínar, þar lærði hún ung að vinna. Þar vakti hún sem telpa yf- ir túni föður síns, sat yfir kvíaám hans, lagði Lyngdals- heiði undir fót í smala- mennskum, lærði að raka heyi í flekk, eða hún var í búri hjá móður sinni, lærði ,þar að strokka smér, gera gott skyr og önnur þau inn- anbæjarstörf, sem húsfreyju- efni þeirra tíma gátu numið á góðum heimilum. Haustið 1896 giftist Guð- björg Guðmundi Bjarnasyni frá Höfða í Biskupstungum. Það var ekki augnabliks- hrifning eða ímynduð ást, sem leiddi þau saman, þau voru svo hamingjusöm, að samfylgd þeirra var fyrir- myndar hjónaband í full 52 ár. Þau hjónin áttu barna- láni að fagna, eignuðust þrjú efnileg og góð börn, sem öll eru á lífi. Börn þeirra eru: Eyjólfur, æskuvinur minn og leikbróðir, sem nú býr að Hömrum, giftur ágætri konu, Ingu Ágústsdóttur, Helga, gift Ingólfi Þorsteinssyni lög- regluvarðstjóra og Bjarni, ó- kvæntur, stundar bú með bróður sínum. Mann sinn missti Guðbjörg 9. janúar s.l. í minningar- grein, sem ég skrifaði og birt ist í þessu blaði um þann látna vin minn og merkis- mann, drap ég á það, sem ég vissi sannast um búskap þeirra og endurtek það ekki hér. Ég minntist þar á hið óvenjulega góða tvíbýli að Seli, en þar bjuggu þau lengst í austurbænum, eða nærfellt 34 ár. Það eru barin 3 högg á austurbæjardyrnar. Það gild- ir einu, hvort höndin, sem höggin ber, er hönd barns eða fullorðins, stórbónda eða fá- tæks vinnumanns, hefðar- konu eða umkomulítillar vinnukonu, embættismanns eða umrennings, til dyra kem ur Guðbjörg húsfreyja, fín- gerð kona og prúð, heilsar hverjum gesti og býður hon- um í bæ sinn með gleði og ástúð í svip, án alls mann- greinarálits. Guðbjörg hefir ekki hræri- vél við kökugerð sina, hún getur ekki geymt nýmeti í ísskáp, hún hefir ekki raf- magnseldavél, hún hefir ekki fengið að læra matargerð eða heimilishald á húsmæðra- skóla, en það sem hún ber á borð, hvort heldur er mat- ur eða drykkur, er svo full- komið og. gott og snyrtilega framreitt, að það stenzt all- an samanburð við það bezta, sem nútíma, skólagengin hús móðir ber fyrir gesti sína. Það er til margskonar gestrisni og það örlar stundum á yfirborðs gestrisni, en gestrisni Guð- bjargar kom beint frá hjarta hennar. Ég veit, að þeir eru margir, sem eru mér sam- mála, þegar ég leyfi mér að segja, með allri virðingu fyrir gestrisnum konum, að ég hefi aldrei þekkt og mun aldrei kynnast gestrisnari konu en Guðbjörgu á Seli. Guðbjörg var í orðsins sönn ustu merkingu góð kona. Hún trúði á guð og treysti honum í öllu lífi sínu. Sem elskuleg eiginkona, sem dásamleg móðir, sem nærgætin dóttir og tengdadóttir, sem húsmóð- ir, sem nágrannakona, sem íslenzk sveitakona, og síðast sem amma, gekk hún á — guðs vegum. Hún sleit öllum skóm sínum í Grímsnesinu, elskaði það og veitti börnum þess, sem sóttu þau hjónin heim, af óvenjulegri rausn. Guðbjörg lá þungt haldin, þegar líkkistu bezta vinar hennar var rennt út um bað- stofugluggann að Hömrum, þá var sem ég gæti lesið í fölu andliti hennar síðustu óskina, — að líkkista hennar mætti sem fyrst fara sömu leið. Þá lamaðist það, sem eftir var lífsþróttar hennar, hún drakk af bikar mikilla þjáninga síðustu mánuði ævi sinnar, en það hefir hjálpað henni yfir erfiðasta áfang- ann að hliði dauðans, að hún var umvafin fórnandi um- önnun elskulegra sona og á- gætrar tengdadóttur; hún vissi og, að hugur fjarlægrar dóttur dvaldi jafnan við sæng hennar. í dag er líkkistu hinnar á- gætu konu rennt út um bað- stofuglugga að Hömrum og ég samgleðst henni á ferð hennar upp í Mosfellskirkju, þar sem hún verður kvödd, — þar sem ég sá hana í blóma lífsins meðal tíðustu og trygg ustu kirkjugesta föður míns. Börn hennar, sem öll voru fermd í þeirri litlu, vinalegu kirkju, fylgja í dag sinni góðu móður með hjörtun full af þakklæti og vökva grængres- ið umhverfis gröf hennar með saknaðartárum. Tengdabörn- in fylgja henni og þakka líf- inu fyrir elskulega tengda- móður. Barnabörn eru í hópn um, sem þrátt fyrir gleði æsku sinnar sakna ástríkrar ömmu. Svo eru margir, sem ásamt mér votta Guðbjörgu síðasta þakklætið fyrir marg- ar ljúfar stundir á heimili hennar með því að geta ekki varist að fella tár. Grímsnes- ið harmar eina sína trygg- (Framhald á 6. siBu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.