Tíminn - 09.07.1949, Side 3

Tíminn - 09.07.1949, Side 3
143. blað. TÍMINN laugardaginn 9. júli 1949 3 ÍÞRÓTT Valur vann Ajax 1:0 Halldór Halldórsson skoraði Valur vann Ajax með einu marki gegn engu s. 1. fimmtu- dagskvöld, eftir spennandi og skemmtilegan leik. Veður var óhagstætt til keppni, all hvasst og háði það mikið að liðin gætu sýnt sinn bezta leik. Hollendingarnir léku nú ekki eins vel og á móti K.R., aftpr á móti lék Valur mun befur en K.R. gerði. Mark Vals skoraði Halldór Halldórsson, eftir mjög nákvæma sendingu frá Ellert Sölvasyni. Fyrri hálfleikur 1:0 Valur lék undan vindi í fyrri hálfleik og hófu strax nokkra sókn í byrjun leiks. Ajax tók vel á móti og varð leikurinn nokkuð þófkennd- ur og náðu liðin ekki að leika vel saman. Framl. Vals var þó alltaf mjög hættuleg og Sveinn Helgason átti mörg góð skot á markið. Á 20. mín. spyrnti Sveinn föstum knetti á markið, en Leentvaar sló knöttinn frá og náði Sveinn hohum og skaut strax aftur, en knötturinn lenti í stöng- inni og hrökk til Ellerts, sem þegar spyrnti mjög nákvæmri spyrnu til Halldórs og náði hann að skalla í markið. Við markið færðist fjör í Hollend ingana og hugðust þeir jafna leikinn, en vörn Vals var mjög traust og brást hvergi. Seinni hálfleikur 0:0 Margir bjuggust við að Ajax myndi takast að skora, er þeir léku undan vindi. En þeim tókst sjaldan að skapa sér góð tgekifæri, þeir léku mjög vel á miðju vallarins, en þegar að markinu kom brást allt. Vörn Vals var líka mjög heilsteypt, sérstaklega Sig- urður og Hermann, og strand aði öll sókn Hollendinga yfir- leitt á þeim. Valur náði af og til upphlaupum, sem virt- ust mun hættulegri en upp- hlaup Ajax. Á siðustu mín. komst Jóhann Eyjólfsson frír heim að marki Ajax, en |spyrnti yfir markið. I seinni hluta hálfleiksins færðist mikil harka í leikinn, þar | sem hvorugt liðið vildi láta hlut sinn, en dómaranum Hauki Óskarssyni tókst að J halda leikmönnum alveg niðri. I Liöin Lið Vals var mjög heil- steypt í þessum leik og má segja að hvergi hafi verið gat á liðinu. Tveir lánsmenn léku með, Dagbjartur Hannesson frá Akranesi, og Óli B. Jóns- son (K.R.), og áttu þeir báð- iir ágætan leik. Hermann Her ' mannsson varði mjög vel og er tvímælalaiyt bezti markmaður íslendinga, einnig voru útspörk hans á- gæt. Sigurður Ólafsson, lék miðframvörð, og er óhætt að fullyrða að hann hafi verið bezti maðuririn á véllirium. Guðbrandur Jakobsson lék Imjög kröftugt og hélt hinum hættulega útherja Ajax alveg ' niðri. Framlína Vals náði oft ágætum leik. Sveinn Helga- ^son var beztur og Halldór og Ellert áttu báðir mjög góðan leik. Áberandi var hve skot- 'menn Vals áttu mikið fleirri og hættulegri skot á markið en skotmenn Ajax. Hjá Ajax voru beztir mark- maðurinn Leentvaar og Stoffelen, vinstri framvörður. Dómari var Haukur Óskars son. Áhorfendur skiptu þús- undum. H. S. Efnilegur námsmaður Utan úr heimi Daglegt líf Stalins. Stalin er orðinn sjötugur, og hárið, sem áður var hrafnsvart,: er nú orðið grátt. Orðrómur hefir gengið um það nýlega, að hann hafi þjáðst af hjartveiki, en ekkert er vitað um það með vissu. Hitt er víst, að hann er farinn að fylgja nákvæmum heilbrigðisreglum nú í elli sinni. George W. Herold heitir amer ískur blaðamaður, sem um margra ára skeið hefir unnið í Moskvu. Hann segir, að ein- valdurinn í Kreml hafi nú mjög stytt vinnudag sinn frá því, sem áður var. Nú er hann ekki nema 5 daga vikunnar i Kreml. Alla sunnudaga og þriðjudaga er hann með fjölskyldu sína á sveitasetri sínu um það bil 50 km. frá Moskvu. Hina vikudagana fimm fylgir hann nákvæmlega fyrirsögn læknis síns. Hann fer snemma á fætur, fær sér kalt steypibað, og síðan gönguferð, hversu sem viðrar. Morgunverður hans er fimm brauðsneiðar með smjöri. Aðrar máltíðir hans eru mjög hófsamlegar. Eftir hádegisverð fer hann aðra gönguferð og er ! svo við vinnu þangað til klukk- j an 8 eða 9 að kvöldi. Venjulega borðar hann einn sér og alltaf er hann háttaður fyrir mið- nætti. Sagt er að Stalin sé hættur að drekka Vodka og hafi vanið sig af aö reykja sígarettur. Það eina sem hann lætur eftir sér af slíku tagi er tóbakspípa af og til. Herold segir, að Stalin fari nú svona gætilega vegna þess, að hann hafi gengið fram af sér á stríðsárunum og fengið astma og of háan blóðþrýsting. Það var því nauðsynlegt fyrir hann að taka upp nýja hætti, enda er hann nú orðið helming ársins suður við Svartahaf. Þó að Stalin sé nú bilaður að heilsu á efri árum, þarf það ekki að þýða að hann sé kom- inn á grafarbakkann. Til dæmis segir fyrrverandi læknir hans, Antonio Giordano, sem hafði æðsta eftirlit með heilsu hans 1931 til 1944: — Heilsufar Stalins er í raun- inni gott. Hann er hraustur og stæltur og jafnvel á striðsár- unum hélt hann hreysti og þrótti svo aö aldrei bar út af með heilsu hans. NYJAR BÆKUR Einar I. Siggeirsson, sonur þeirra Siggeirs Bjarnasonar og konu hans Guðrúnar Guð jónsdóttur í Reykjavík, er í fyrravor útskrifaðist með „Bachelor of Science“ mennta stigi frá Landbúnaðarháskól anum (State College of Agriculture) í Fargo, Norður- Dakota, lauk þann 6. júní s. 1. meistaraprófi (Master of Science) í landbúnaðarvísind um á sama háskóla, með á- gætiseinkunn í öllum náms- greinum. AÖalnámsgrein hans var í náttúrufræði, en sérgrein í grasafræöi. Fjallaði meist- araprófsritgerð hans um tæknilegar og stærðfræðileg- ar mælingar á fóðuruppskeru beiti- og afréttarlanda. Verð- ur hún birt í kunnum ame- rískum timaritum í þeim fræðum, fyrri hlutinn í „Journal of Agronomy", en seinni hlutinn í „Journal of Range Management". Einar hefir nýlega verið kjörinn félagsmaður í félag- inu Phi Kappa Phi, eh þann heiður hljóta þeir einir, sem skarað hafa fram úr í námi sínu. Ennfremur hefir hann verið gerður félagsmaður í „The American Society of Agronomy" og „The American Society of Range Manage- og er þar einnig um mikla viðurkenningu að ræða. Hinum glæsilega námsferli hef ég að öðru leyti lýst nán ar í grein minni um hann í Vestur-íslenzku blöðunum og „Tímanum“, er hann lauk námi í fyrra, og verður það eigi frekar rakið að þessu sinni. Eigi ætlar hann þó að láta staðar numið á námsbraut- inni, heldur hefir þann þeg- ar innritast til framhalds- náms í Landbúnaðarháskóla New York ríkis í Ithaca, New York, sem er deild af hinum kunna háskóla, Cornell Uni- versity, þar í borg. Er það takmark Einars að ljúka'þar doktorsprófi í landbúnaðar- fræðum, og bendir allt til, að honum takist það á tilsett- um tíma, jafn ótrauður og hann hefur reynzt á náms- brautinni. Þegar hann nær þvi loka- takmarki sínu, verður hann einnig ágætlega undir það búinn að vinna þjóð sinni á sviði landbúnaðarins, og er þess að vænta, að honum veit ist tækifæri til að notfæra sér í hennar þágu ávexti víð- tækrar skólagöngu sinnar og margháttaðrar hagnýtrar reynslu. Richard Beck Fasteignasölu- miðstöðin Lækjargötu 10B. Sfmi 6530. Annast sölu íastelgna, sklpa, bifreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, lnnbús-, líftryggingar o. fl. 1 umboði Jóns Finnbogasonar hjá Sj óvátrygglngarfélagi ís- lands h.f. Viðtalstlmi alla virka daga kl. 10—5„ aðra tima eftlr samkomulagl. Eiríkur Sigurðsson: Alf- ur í útilegu. Barnasaga.1 Stærð: 114 bls. 18x12 sm. Verð kr. 16.00 innb. Bóka- útgáfa Pálma H. Jónssonar. | Það er efni þessarar sögu, að Álfur litli fylgir pabba sínum inn mí>ð firði og fram 1 í dal með féð um vorið, og þar eru þeir yfir því viku- tíma til að spekja það, með- ' an gróðri fer fram. Það gerist ekki annað í þessari ferð en það sem • við ber í lífi íslenzkra sveitabarna en sumt af því verður þeim þó að merkum viðburðum og svo verður Álfi litla.. Hann sér ýmislegt og reynir, hann dreymir ævintýradrauma og pabbi hans segir honum sög- ur. Það eru íslenzkar alþýðu- sögur, krummasögur, tófu- sögur og gömul útilegumanna saga. Það er góð regla, að segja ekkt margt um barnasögur fyrr en einhver hefir lesið þær á aldri þeirra, sem þær eru einkum ætlaðar. Eg stend svo vel að vígi að ég hef látið þessa bók Eiríks ganga undir slíkt próf og hefir hún stað- izt það með prýði. Þeim, sem lásu hana fyrir mig, þótti gaman að henni. Og þá held ég að sé óhætt að mæla með henni. Nokkrar myndir eru í bók- inni og hefir Steingrímur Þor steinsson teiknað þær. Þetta er íslenzk bók, sem meðal annars hjálpar börn- unum til.-að skilja og þekkja land sitt og náttúru þess, at- vinnusögu og menningu þjóð- ar sinnar og gerir þau þar með að betri íslendingum. Embla. Ársrit er flytur ritverk kvenna. 3. ár. Stærð: 116 bls. 24x16 sm. Verð kr. 20,00 ób. Hér eru á fe£ð ýmsir kven- rithöfundar, sem flestir eru meira og minna kunnir áð- ur. Efnið er næsta fljölbreytt kvæði og sögur að ferðasögu og ritgerðum. Allt er efni heftisins læsilegt, enda eng- ar fréttir að til séu ritfærar konur. Þarna vantár þó mjög margar konur, sem prýði myndi vera að í hópn- um. Ekki verður efni þessa heft is flokkað hér eftir neinu gæðamati, en gott er að lesa greinina um Guðlaugu í Ól- afsdal, umhugsunarefni eru sögur Ragnheiðar Jónsdótt- ur: Samt sem áður og Val- dísar Halldórsdóttur: í ófærð, og kvæði eru þarna ?>*tur og smellnar vísur. í stað þess að fara hér um fleiri orðum skal lesendum Tímans flutt af einu blaði bókarinnar til sýnis. Öðru megin er kvæðið: Ef fyndi ég — Ingibjörg Tryggvad. þýddi lauslega: Ef finndi ég búr, þar sem bros væru geymd, ég berðist með líkama og önd, unz lykillinn góði, sem gengi þar að, h'ann glitraði í minni hönd. Þá skyldi ég blessuðum brosunum strá, til bjargar um gjörvallan ■ f heim, á barnanna andlit og borgara svip, svo að birti um löndin af þeim. Og þekkti ég kistu, sem koma mætti í, öllum kulda og úlfúðar svip, sem mætist á vegum, á heimili, í hug, og hefir á lífinu grip — þá skyldi ég leggja mitt líf í það eitt, að læsa þann ólundarher í kistuna niður, svo léki hann ei laus til lánslit^ mér eða þér. Hinu megin á þessu blaði er kaþólskt ljóð eftir Halldóru B. Björnsson. Hvort dreymdi þig, eða var það veruleiki, að værirðu dálítil hrisla í skóginum þétta, og fannst svo undur, undur gaman að spretta. Og gekk ekki dökkeygur drengur um skóginn þinn, drengur, sem blikaridi hnifi stofninn þinn lagði? Þetta er efni i fallega Madonnumynd hann sagði. En var ekki kallað á dreriginn og drengurinn hljóp? Hvort dreymir þig enn„.. eða var þetta dauða- •syndin, að rót þín va^ slitin, en ófullgbrð Madonnu- myndin? Þessi skáldskapur myndi mörgum þykja samboðinn fremstu skáldum. H. Kr. S^IPAUTGCKD KIUISINS n HEKLA" fer frá Reykjavik mánudag- inn 11. júli kl. 20 til Glasgow. Farþegar þurfa að vera komn ir um borð kl. 19, og hafa þá lokið við að láta tollskoða far angur sinn. Flutningi verður veitt móttaka burtferðardag- inn fram til kl. 2 síðdegis. „BALDUR” Tekið á móti flutningi til Salthólmavikur og Króksfjarð arness árdegis i dag og ár- degis á mánudag. „HEKLA” Þeir, sem pantað háfa far með skipinu til Glasgow 23. júlí n. k. eru beönir áðuinn- leysa farseðla sina í skrifgtofu vorri fimmtudaginn 14., júlí kl. 1—4 e. h. Afgreiddir ■verða sama dag hjá Ferðaskrfistofu ríkisins farmiðar í skeíhhiti- ferðir í Skotlandi. ffa^ðsyn- legt er, að farþegar sýni <vega bréf sin. ' '

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.