Tíminn - 14.07.1949, Síða 4
TÍMINN, fimmtudaginn 14. júlí 1949
146. blaffi
SANDRYK í FLATEY
„Harin gerði allt, sem
hundur kann,
hefði hann aðeins rófu.“
i
Þessar ljóðlínur Þorsteins
Erlingssonar komu mér í hug,!
er ég las greinina: „Vordagar ;
i Flatey.“ Grein sú er prent- |
uð í Morgunblaðinu 20. júní s. I
i.« og undirskriftin er: Eyja- '
maður. Gísli Jónsson er sleikt- !
ur heldur ógeðslega í grein
pessari. — Og svo lokaorð
nefndrar greinar: „Sérhver
hugsandi maður hreppsins ber
þvi þá von í brjósti, að Gísli
Jónsson verði fulltrúi þeirra
á Alþingi meðan hreppsfé-
iagið berst fyrir viðreisn
sinni.“ i
Já, mikið er nú sagt. En'
þegar litið er til þeirra lof-
orða, sem Gísli hefir gefið
kjósendum þessa hrepps, og
þeirra steiguryrða, sem eftir
honum eru höfð, væri rökrétt- 1
ara að hugsa og álykta hið
gagnstæða. Gísli Jónsson get-
ar ekki- vænzt fylgis annarra
1 Flateyjarhreppi en þeirra,
sem hugsunarlaust láta ginn-
ast af fagurgala, þótt þeir
verði flekaðir æ ofan í æ. Ég
mun víkja' að þessu síðar, en
staldra um stund við laugar-
daginn fyrir hvitasunnu.
Þungamiðjan í grein Eyja-
manns: „Vordagar í Flatey“,
liggur ekki í frásögninni af
því, sem fram fór í Flatey
þennan dag, — og er rétt frá
sagt í öllum meginatriðum,
— heldur í hinu, að koma
þingmannsins, Gísla Jónsson-
ar, og fylgjunauta hans, verði
honum til stjórnmálalegs
framdráttar. Þessi skollaleik-
ur, þetta sandryk, sem enn á
ný er þyrlað upp, til að blinda
augu kjósenda, er orsök þess
að ég skrifa þessar línur.
Þessi dagur, laugardagur-
mn fyrir hvítasunnu, er
minnisverður í Flatey, því
auk þess, að þá bauðst óvenju-
leg skemmtun, var hann fyrsti
vorboðinn á þessu kalda vori,
og lék sitt gieðilag, svo ekk-
ert misræmi yrði. Að morgni
þessa dags lagðist varðskipið
Ægir við hina nýbyggðu haf-
skipabryggju í Flatey. Erindi
þess var að flytja Lúðrasveit
Reykjavíkur, sem ætlaði að
skemmta eyjarbúum þá um
daginn. Með lúðrasveitinni
kom einnig þingm. kjördæmis
ins, Gísli Jónss., sem þrátt
fyrir allt, verður að teljast
.frumkvöðull bryggjunnar,
þó ekki yrði hún byggð fyrir
hans fé að lokum. — Fleiri
gestir komu með skipinu.
Oddviti hreppsins bauð gesti
velkomna. Þar næst ávarpaði
þingmaðurinn eyjarbúa, og
skýrði frá því, hver væri or-
sök þessarar farar,- Hana
kvað hann þá, að formaður
Júðrasveitarinnar hefði kom-
íð til sín, formanns fjárveit-
incjanejndar Alþingis, og boð-
íð sér að fara þessa för. Væri
þetta því nokkurs konar
umbun eða viðurkenning frá
‘hálfu lúðrasveitarinnar, fyrir
þann fjárstyrk, sem henni
hefði hlotnazt af ríkisfé (og
ið, sennilega persónuleg við-
þá, þar sem honum var boð-
urkenning til formanns fjár-
veitinganefndar Alþingis, fyr-
ír hlutdeild hans í þeirri
veizlu). Ég ætla að trúa þessu
— jaínvel þó sannur kunni að
reynast orðasveimurinn, að
kosningar til Alþingis standi
fyrir dyrum, — því drengilega
ieizt mér á formann lúðra-
IBréf írá Eyjjamanni
sveitarinnar, sem og aðra
sveitarlimi. Vel skemmti
lúðrasveitin okkur um dag-
inn. Hafi hún þökk íyrir það
og komuna hingað.
í hléi, sem varð á leik lúðra-
sveitarinnar, talaði þingmað-
urinn fyrir minni Flateyjar
eða byggðarlagsins. Margt
sagði hann þar rétt og fall-
ega, en kjassmáll var hann
nokkuð, virtist gæta viðleitni
að tala þannig, sem líklegt
væri að eyrun klæjaði, en ó-
höndulega fórst það á köfl-
um, og ótrúlegrar fáfræði
kenndi víða. Meðal annars
fræddi hann áheyrendur sína
á því, að Jón T’noroddsen
skáld, sem búið hefði hér í
Flatey og siðar í Haga, mundi
hafa staðið þar hátt í fjalli
og litið yfir sólglitrandi og
geislamerlaðan Breiðafjörð,
þegar honum komu í hug orð-
in: ,,Ó, fögur er vor fóstur-
jörð“, og þá hafi hann séð,
hvar hjörð lék sér í Haga á
Barðaströnd. — Samkvæmt
þessu ber að athuga, að næst
þegar kvæði þetta verður
prentað, ber að rita: „og leik-
ur hjörð í Haga“. Gísli getur
þá glaðst og miklast af upp-
götvun sinni, því ekki þarf
hann að bera kinnroða henn-
ar vegna, fremur en annarra
gerða sinna í Barðastrandar-
sýslu. í öðru hléi, sem varð á
leik lúðrasveitarinnar, hélt
þingmaðurinn leiðarþing. —
Skýrði frá gerðum síðasta
þings og afstöðu sinni til
þeirra mála, sem þar var
fjallað um.
Þótt þingfréttir séu sagðar,
allýtarlega, meðan á þingi
stendur, er ýmsu hægt við að
.bæta. Bros sást leika á vör
einstalcra manna, þá er þing-
maðurinn skýrði frá, með
íjálgum orðum, að ávalt, þá
er toguðust á hagsmunir
Barðastrandarsýslu og Sjálf-
stæðisflokksins, hefði hann
— samvizku sinnar vegna —
jafnan mikið meira hag*sýslu-
búa en flokksbræðra sinna
eða flokksins í heild, í huga.
Er þetta nú sennilegt?
Alllöngu máli varði hann til
þess að lýsa viðleitni sinni
og örðugleikum sem formanns
fjárveitinganefndar Alþingis
að hamla á móti og koma í
veg fyrir sukk og fjárbruðlun
í þinginu, og sannleikans
vegna yrði hann að taka það
fram, að með öllu væri það ó-
satt. mál, sem lesa mætti í
Tímanum, að Framsóknar-
flokknum væri að þakka það,
sem áunnizt hefði í sparnað-
aráttina. Helzt mátti skilja
þingmanninn svo, að sá heið-
ur bæri honum. Reyndar
hefðu Framsóknarmenn greitt
atkvæði með öllum sparnað-
arráðstöfunum, en stundum
hefði hann, sem formaður
fjárveitinganefndar Alþingis,
orðið að lúta svo lágt að leita
liðs hjá kommúnistum til þess
að fá þeim framgengt. Ekki
hefir Sjálfstæðisflokkurinn
verið leiðitamur við formann
fjárveitinganefndar Alþingis,
þegar koma átti í veg fyrir
sukk og fjárbruðl á löggjafar-
þingi þjóðarinnar. — Ég læt
nú útrætt um þennan dag og
komu þingmannsins til Flat-
eyjar, en sný að því, sem fyr-
irsögn þessarar greinar boðar.
Saga Flateyjar á síðari ár-
um er raunasaga. Til hennar
mætti heimfæra vísuna, sem
kveðin var um Eimreiðina
forðum.
Fyrrurn var Eimreiðin elskuö
og virt,
sem ásynja sælleg og föguv.
En — nú er hún hornkerling
fríðleika í'yrrt,
svo fádæma skórpin og mög-
ur.
Rás viðburðanna hefir hag
að því svo, að athafnamenn
eyj arinnar gerigu til moldar j
en ekki komu aðrir í þeirra1
stað. Flatey hefir því dregizt
aftur úr, en önnur héruö
teygt tána framhjá. Mörgum,!
sem muna fífil hennar fegri,1
svíður þetta sárt. Auðna ræð
ur, hvort hægt verður, að |
flytja hana aftur fram á veg!
athafnalifsins, og gjöra hana j
að lyftistöng nærliggj andi;
héraða, eins og hún var áður..
En fáir munu þeir vera nú,
sem trúa því að Gísli Jónsson
hafi þá giftu. Það var mann-
legt, og í alla staði eðlilegt,
þó margir, sem ekki þekktu
Gísla Jónsson létu ginnast af
gyllingum hans, og loforðum
um framkvæmdir, sem hann
í byrjun, kvaðst mundu gjöra
fyrir eigið fé. Sú saga gekk,
að hann væri fésterkur at-
hafnamaður, sem hefði opin
augu fyrir því hvar fengs væri
von. Þetta gladdi því marga,
og þeir andstæðingar voru til,
sem trú höfðu á möguleikum
eyjarinnar og hafa enn, sem
óskuöu honum þarna góös
gengis í upphafi. En jafn fár
ánlegt er það nú, eftir það,
sem undan er gengið, að Flat
eyingar fylli flokki þeirra,
sem vilja fleyta honum inn á
þing.
íbúar Flateyj arhrepps
muna vel Vísis greinina —
nú er orðin fræg að endem-
um — muna hvern fögnuð hún
vakti og að þá var hafin vinna
sem hét svo að það væri
til undirbúnings þess að haf-
skipabryggja yrði reist. Sá
fögnuður var skammær,
vinnan stóð stutta stund.
Margir höfðu látið glepjast,
af loforðum Gísla, gengið til
liðs við hann, svo hann náði
kosningu. Það er fljótsögð
saga. Hvert sinn er líklegt
þótti, eða fullvíst að kosning-
ar yrðu var hlaupið til — og
unnið að þessum undirbún-
ingi um stund. Hreppsbúum
er líka fullkunnugt um, allt
það sleifarlag, sem var á
vinnubrögðum öllum, sem
laut að þessum undirbúningi.
Loks var svo komið að efni
til bryggjunnar var komið,
smiðir voru komnir á stað-
inn, með pramma og fallham
ar, til þess að framkvæma
verkið. En þá kom það upp
úr kafinu að botnrannsóknir
voru gallaðar. Klöpp reyndist
að vera undir, þar sem reka
skyldi niður staurana. Breyta
þurfti um legu bryggjunnar,
og bæta við staurum. Verk-
inu var frestað. Þessir straur
ar komu siðar, en ekki var
hafist handa um smíðina.
Enn var allt dregið á langinn.
— Ekkert efni fæst, svo allt
mátti flytja burt, ef það
þætti hagkvæmara, virtist
mönnum. — En nú fóru marg
ir að sjá í gegnum þetta sand
ryk, sem stráð hafði verið
í augu þeirra. Hreppsbúar á-
kváðu nú, að leita eftir kaup-
(Framhald á 7. síðu)
Haraldur blátönn nefnist sá, '
sem sendir hér bréf í dálitlum
umvöndunartón. Ég hugsa, aö ,
sumum þyki hann geðvondur,
en þá er bara aö sVara honum
aftur og reka ofan í hann vit- !
leysuna ef úrskeiðis þykir ganga. !
Við skulum bara tala hispurs- !
laust saman:
i
„Ég sá að þið voruð eitthvað (
að tala um hugsjónir þarna í
boðstofunni, — hugsjónir unga
fólksins, — minnir mig. O, jæja!
Hverjar skyldu þær nú vera,
hugsjónirnar á þessum tímum?
Svíkjast gegnum lífið með sem
léttustum hætti, — hafa sem
minnst fyrir því að skemmta sér '
og þurfa sem allra minnst að
vinna.
Ég þekki pilt og stúlku, sem 1
eru liðlega tvítug. Þau eru bæði1
í sæmilegri atvinnu og hafa því!
svo sem nóg auraráð. Þau vinna !
sinn ákveðna tíma á hverjum j
virkum degi, svona 9—10 og J
fram á fimmta tíma fimm daga
vikunnar og til hádegis á laug- !
ardögum, — auðvitað með lög-
legum frádrætti matarstunda.'
Þau eru bæði í einhverskonar
menningarfélögum og hug-
sjónaflokkum. Brennandi í and-
anum í pólitik og ætla sér að
lifa til að frelsa landið. En þau
ætla sér víst að gera það, með
því einu að greiða atkvæði á
sinn rétta hátt við almennar
kosningar og hvetja aðra til
þess.
Svo mikið er víst, að ekki ætla
þau að safna fé með sjálfsaf-
neitun til að frelsa þjóðina. Þau
hafa verið aö venja sig á tóbak
síðustu mánuðina. Reyndar hafa
þau sagt, að þau færu ósköp
vægt í sakirnar, hefðu fullkom-
ið vald á nautninni og gætu
látið þetta vera. Nú hafa þau
þó séð, að það er búið að vera.
Nú reykja þau sinn pakkann
hvort á dag og það mun gera
með núgildandi verðlagi hér um
bil 2 þúsund krónur á ári hjá
hvorú þeirra. Ef þau skyldu nú
verða hjón eftir að hafa reykt
í 10 ár, er það því 40 þúsund
króna höfuðstóll, sem þau eru
búin að brenna. Tíu árum seinna
væri það 80 þúsund króna sjóð-
ur og hamingjan má vita hvað
það væri orðið með 4% vöxt-
um, en með þeim vaxtafæti tvö-
faldast höfuðstóll á 18 árum, svo
að eftir 20 ára reykingar eru
svona hjón raunverulega búin
að brenna íbúð ofan af sér og
börnum sínum. Það eru nú hug-
sjónirnar þeirra á því sviði.
Svo skulum við líta á þetta
frá sjónarmiði heilbrigði og
menningar. Ég er hræddur um
að það verði eitthvað svipað
uppi á teningnum þar. Útkom-
an yrði neikvæð, þrátt fyrir
þann gorgeir og yfirlæti. sem
oft má heyra. — Og svona fólk
er verið að skjalla og segja, að
æskan sé á framtíðarvegi og
stefna hennar sé stefna lífsins.
Þessi líka glæsilega æska! —
Nei. Ætli aldurinn sé ekki held-
ur lítil rök fyrir réttdæmi og
drengskap? Og ég held. að það
beri meira á öðru en hugsjónum
hjá mörgu unga fólkinu. Þið
ættuð að líta á skemmtistaðina
suma, eða sjá gleðskap fólks í
heimahúsum."
Ekki lái ég bréfritara, þó að
honum sé þungt í skapi og heitt
í hamsi yfir því, sem honum
þykir miður fara, og vandalaust
er að' finna margt athugavert
við fólk á æskuskeiði. Svo hefir
löngum verið og margur séð að
sér með aldri og reynslu, þegar
æskuárin voru horfin, þó að
það hafi aldrei orðið hlutskipti
allra. Vitanlega var blátönn
ekki að gera neinn samanburð á
nútío og fortíð og breytir það
því engu í málflutningi hans,
hvernig fortíðin var. En hitt
verðum við að sjá og játa, að
það er til margt af ungu og góðu
fólki, sem á sér hugsjónir og
lifir í samræmi við það. Og það
er einmitt þetta fólk, sem gefur
okkur trú á lífið og mennina,
svo að við lítum björtum aug-
um fram á veginn, þrátt fyrir
allt scm að er.
Starlcaður gamli.
Innilegustu hjartans þakkir færi ég öllum sem
minntust mín með gjöfum og skeytum eða á annan
hátt af tilefni 80 ára afmælis míns 12. júlí s. 1. Bið
guð að blessa ykkur allar stundir.
Þórður Jónsson, Finnbogahúsi
Bifreiðastjórar,
Bifreiðaeigendur
, *
Höfum ávallt fyrirliggjandi demparagúmmí stærr
og minni gerðir.
GÚMMÍBARÐINN II. F.
Sjávarborg við Skúlagötu — Sími 7984.
Frestið ekki lengur, að gerasi
áskrifendur TÍMANS
JIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIinillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHllllllllllllllllllllltBIICf