Tíminn - 16.07.1949, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.07.1949, Blaðsíða 6
 TIMINN, laugardaginn 16. júlí 1949 148. blaff flýja Síó LOKAÐ TIL 30. JÚLÍ LOKAB I TIL | 30. JLLl I vcgna sumarleyfa i -■111111111■111111■111■111111•111■111■(i■11•11•i■i>11111■■i■ i *i>111111 ■ VIÐ SKmAÚOTU I Suinar og ástir f t eftir samnefndri sögu eftir = I' Vicki Baum, sem komið hefir § |.út í íslenzkri þýðingu. Aðal- | l. hlutverk leikur hin fræga leik | l kona SIMONE SIMON. Dansk } ? ur texti. Bönnuð innan 12 ára jj | Sýnd kl. 5, 7 og 9. Smámyndasafn [ | 5 Sprenghlægilegar skopmynd | ffi£ — Sýnd kl. 3. — Sími 6444. f A ▼ Erlent yfirlit (Framháld af 5. slSu), í atvinnulegu og efnalegu tilliti. Segja má, að það sé höfuðat- rjðið í fjármálastefnu Trumans áð auka kaupgetuna innanlands óg örfa viðskipti út á við og skapa þannig grundvöll vaxandi framleiðslu í Bandaríkjunum. í ræðu sinni brýndi Truman það tnjög fyrir mönnum, hvílíka Jftjórnmálalega þýðingu það Jjefði, ef það sýndi sig, að fjár ínálakerfi Bandaríkjanna væri ♦raust og öruggt. Við höfum nú ^ækifæri til að sýna, sagði Tru- man, að frelsi og velmegun hald- ást í hendur og geta ekki án þvors annars verið. Vonir sam- feerja okkar um víðá veröld eru byggðar á því, að okkur takist að leysa þetta verkefni vel af hendi. Fyrstu dómarnir um ræðu rrumans eru yfirleitt góðir. Hitt er eftir að sjá, hvernig honum 4-ekst að. framfylgja stefnu sinni, en það getur orðið afdrifa- ríkt fyrir gang heimsmálanna. Kreppa í Bandaríkjunum myndi ípjög veikja aðstöðu þeirra út Ú við. Hins vegar mun það s'tyrkja þau stórlega, ef kreppu- spádómarnir reynast markleysa óg Bandaríkin halda áfram að vera það land, þar sem almenn velmegun er mest. lllllllllllllllllllllllll■l•lllllllll■Illlll■lll«llll■l■ll■llllll■llll• Fasteignasöiu- miðstöðin ILækjargötu ÍOB. Síml 6530. Annast sölu fastelgna, aklpa, biírelða o. 11. Enn- íremur alls konar trygglng- ar. svo sem brunatrygglngar, nnbús-, líftrygglngar o. fl. 1 umboði Jóns Flnnbogasonar ájá Sj óvátryggingarfélagi ís- ilands h.f. Viðtalstlml alla virka daga kl. 10—5. aðra úlma eftlr samkomulagl. ■ iiiiiiiiiir. Sœjarbíc ............ 1 HAFNARFIRÐI | Smyglarar í Suðurliöfimi 1 Ákaflega spennandi ame- I | rísk kvikmynd um vopna- i i smyglara. Myndin er tekin í f | litum. Danskur texti. | Aðalhlutverk: i VVilliam Gargan, i I June Lang, | Gilbert Roland. | Sýnd kl. 7 og 9. | Sími 9184. 1 liiiimiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir. Skaftfellskur bómll (Framhald af 4. síðu). framkomu allri. Vegna þess hve fátalaiður htínn var, töldu ýmsir misvitrir heldur hann ófróðan. Meðal annars átti það að vera dæmi um fá- vizku hans, að einhver ná- ungi spurði hann, hvaða skoð un hann hefði á einhverju stjórnmálaatriði, sem þeir voru að hnoða í milli sín fyrir kosningar. Þá svaraði Sigurður bóndi: „Ég veit það ekki, ég er ekkert inni í svo- leiðis“. Og var þá búið tal- ið. Bættur mundi þó skaðinn, ef sumir menn, sem þykjast hafa vit á stjórnmálum, og þykjast hafa vit á öllu, segðu satt og hreinlega, að þeir hefðu ekkert vit á þesshátt- ar. Og ekki væri skaði skeð- ui’, þótt einhverjir þeirra drægju sig í hlé og heltust ur lestinni, þó hún yrði þá styttri. Það er sagt, að arð- vænlegra sé að hafa fáar kýr, ef það eru góðar kýr, held- ur en að hafa margar, ef þær eru lélegar. En Sigurður bóndi var nú ekki aldeilis fávís í búnað- arframkvæmdunum. Hann tók læk, sem um ómunatíð var búinn að renna ónotað- ur, og lét hann framleiða rafmagn til allra heimilis- nota. Og lét hann um leið gera stóra óræktarmýri að grasgefnu véltæku engi. Hann byggði steinsteypt í- búðarhús, sléttaði allt túnið og stækkaði og keypti heyr vinnu- og ræktunarvélar strax er þær fóru að fást. Hann var einhver mesti, ef ekki mestur sauöfjárbóndi á Suðurlandi í sinni tíð. Synir hans eru fimm og dætur tvær. Öll eru þau hin mannvænlegustu. Sigurður var fæddur að Þykkvabæ í Landbroti 1879, og lézt 1946. Helgi Guðmundsson. (jatnla Síó iiiiiiiiim Líkami og sál (Body and Soul). Spennandi og snildarlega f leikin amerísk kvikmynd um | hnefaleikaíþróttina í Ame- | I ríku. | John Garfield, Lilli Palmer, Hazel Brooks. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Börn innan 14 ára fá ekki 1 aðgang. Sala hefst kl. 11 f. h. i Ifillilliiillililllllllllllllliiiiillliiiliiilillllllllllllllltlllllll (Jdernhcird jjordh: rXaró í Wjarzhfíí 62. DAGUR IIIIIIIIIIIU Iripcli-tií LOKAB TIL 30. JÚLÍ Hllllllllllllllli:illlllllllllllll!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIl ..... IjatMfkíc..................... | Hin stórglæsilega litmynd | Mowgli I (Dýrheimar). | Myndin er byggð á hinni | § heimsfrægu sögu Rudyard | | Kipplings Dýiheimar og hefir í | hún nýlega komið út á ís- | | lenzku. Aðalhlutverk: | Sabu, Joseph Calleia, Patricia O’Rourke. [ Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. i Sala hefst kl. 1 e. h. IIIMIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIItlllMIIIIIMIIIIIMIIIIIIIIIMI Vegstflim yfir Svínaskarð (Framhald af 3. síðu). þess, eins og áður segir, að ekkert hefir verið gert til lag- færingar veginum nú í nokkur ár. Er því full þörf á að eitt- hvað verði gert þarna til um- bóta og ætti það að vera auð- velt og fljótgert með þeim tækjum, sem nú eru tiltæk til slíkra verka. Að sunnanveröu myndi t. d. nægja að fara með jarðýtu eftir veginum fram og til baka, en að norð- anverðu þyrfti umfram að láta nokkur bílhlöss á ein- staka stað. Við þessa auðunnu aðgerð mjmdi vegurinn verða svo greiðfær, að hann yrði ekki lengur sá farartálmi sem nú hann er. Og því myndu allir fagna, sem vildu fara þessa leið, en er nú sama sem lok- uð. — í þessu sambandi er vert að geta þess, að útsýnin af Svínaskaröi suður yfir er ein hin fallegasta hér nær- lendis. — Og sumum mönnum þykir slíkt nokkurs virði. G. Þ. menn að skilja, hversu frumbýlingurinn við Marzvatnið komst svo vel af á stað, þar sem enginn hafði þorað að reisa nýbýli. Þetta var mikið söguefni. Sumuir rifjuðu upp gamla atburði og felldu þá inn í frásagnir sínar. Höfðu menn veitt því athygli, hvernig Lars hagaði sér í Fattmómakk, þegar hann var til altaris? Þaö var eins og hann þyrði ekki upp að altarinu. Svitinn hafði lekið af honum, er hann kraup við gráturnar, og hann hafði varla ná andanum, þeg- ar presturinn stakk oblátunni upp í hann. Var þetta ekki auðskilið — það var djöfullinn, sem kvaldi hann! Og hver vissi nema þessir þurrkar væri hegning guðs fyrir það, að djöflinum hafði verið hleypt inn í hið heilaga hús. í miöjum ágústmánuði kom regn. Þá skall á ógurlegt þrumuveður, svo að fjöllin bókstaflega skulfu og nötruðu. Vatnið streymdi úr loftinu — slíkt syndaflóð hafði ekki komið í mannaminnum. Allir lækjarfarvegir fylltust bakka á milli á örskammri stundu. Alls staðar ultu kolniórauðir lækir fram með flaumi og fossaföllum. Mýrarnar fóru í kaf, og víðirunnarnir voru eins og hólmar í stöðuvötnum. Smám saman dró þó úr úrfellinu, en samt hélt áfram að rigna. Það var úðaregn dag eftir dag — grár suddinn umlukti allt, og aldrei sást svo mikið sem grilla í fjallahlíðarnar. Þótt snöggvast stytti upp, svifaði þokunni aldrei frá. Fyrir Hlíðarfólkið varð vatnagangurinn miklu geigvæn- legri en þurrkarnir. Lars átti hér um bil allt hey sitt á víð og dreyf um mýrarsund og flóa. Sumu af þessu heyi hafði verið búið að hlaða í stakka, er rigningin kom. Þessir stakkar stóðu nú í vatni, og ekkert varð að gert. Mest af heyinu haföi þó veriö á hesjum, og það neðsta af því lá undir vatni. Þetta voru ömurlegir dagar, og einn morguninn tók Lars orf sitt og ljá og hélt til fjalls. Hann hafði veitt þvi athygli, að ofan við skógarmörkin voru víða góðar slægjur, og hann vonaði, að þar uppi hefði runnið betur af. Hann ætlaði að láta lögskrá eitthvað af þessum slægjublettum. Raunar voru þeir hálfa mílu frá bænum, en það átti þó að vera vinn andi vegur að draga heyið heim á sleða að vetrinum. Lars fann álitlega bletti uppi á hálsinum milli Suttungs og Kakkankasa. Grasið var að vísu ekki hávaxið, en það var þétt og kjarngott. Hér hóf hann nú heyskap að nýju. Það var tekiö að rofna til, og yrði haustið gott, gat heyfengurinn orðið dágóður, þrátt fyrir skaðann, sem hann hafði orðið fyrir. En hér var enginn skógur í grennd. Einn morguninn bar Lars með sér þunga byrði af staurum og renglum í hesjur. Brátt risu þarna upp raður af hesjum. Öðru hverju varð honum þó litið í vesturátt, en hann huggaöi sig við það, að hreindýrahjarðirnar myndu ekki fara þarna um, fyrr en snjór væri kominn, og hann ætlaði að flytja heyið i heim jafnskjótt og sleðafæri gæfist. Lars var einn við heyskapinn þarna uppi á hálsinum. Það var orðið þurrt um, og Birgitta og drengirnir höfðu nóg að stai-fa við að bjarga því, sem bjargað varð af heyinu niðri á engjateigunum. Það af heyinu, sem lengst hafði legið í vatni, var orðið ónýtt — rotið og fúlt. Allt var það meira og minna skemmt. En þaö var samt skárra en ekki neitt, svo að mæðginin reyndu samt að þurrka það. Það gat þó i aldrei orðið verra en ruddinn, sem þau höfðu haft handa skepnum sínum síðasta veturinn í Tröllafelli. Suma daga fór Dóni með húsbónda sínum upp á fjallið, og þar bar margt merkilegt fyrir hinn unga úlf. Af viðkynn ingu sinni við mennina hafði hann lært, að þeir voru ekki hættulegir, og eftir viðureignina við Eirík á Saxanesi skild- ist honum, að hann myndi hafa í fullu tré við þessa tví- fættu náunga, þegar hann mátti beita sér. Hann komst alltaf í vígahug, ef hann sá eithvað, sem hann þekkti ekki áður. Sjálfstraustið brást honum ekki. Læmingjar á fjallinum guldu mikið afhroð þessa daga, því að Dóni lærði fljótlega að veiða þá. Heyrði hann skrjáfa í grasinu, staðnæmdist hann undir eins, en tók svo undir sig stökk. Vesalings læmingjarnir áttu sér ekki undankomu auðið. Oftast reir úlfurinn þá í sig, en væri leikur í honum, átti hann það til að taka þá milli framlappanna, kasta þeim upp í loftið og grípa þá svo aftur, áður en þeir snertu jörðina. ; Það heyrðist aldrei neitt í Dóna, þggar hann var í veiði- ferðum sínum. jffann læddist þegjgndi um, því aö hann : vissi, að hávaði var ekki liklegur til þess að glæða veiðina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.