Tíminn - 10.08.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.08.1949, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjöri: Jón Helgason Útgefandi: Framsöknarflokkurinn Skrifstofur i Edduhúsinu 81302 og 81303 Fréttasimar: Afgreiðsluslmi 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiöjan Edda 33. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 10. ágúst 1949 166. blaci Fyrir nokkru síöan voru samankomnir i London margir af fjár- málaráðherrum brezka heimsveldisins. Mynd þessi var tekin er fjár málaráölierra Suður-Rodesiu, til vinstri. var taö rœða tið Stafford Cripps og Noel Bakee. Snæfeltingar fylkja liði gegn íhaldinu: Mjög fjölmenn samkoma Framsóknarmanna á Snæ- fellsnesi Stofnað var Félag ung'ra Framsóknar- manna með nm 170 félögum Síðastliðinn sunnudag efndu Framsóknarmenn á Snæ- felísnesi til framúrskarandi glæsilegrar samkomu og stofn- fundar félags ungra Framsóknarmanna. Nær 170 manns gengu í félagið á stofnfundinum og um fimmhundruð manns sóttu samkomuna. Hermann Jónasson formaður Framsókn- arflokksins mætti á fundinum og skemmtuninni og flutti ræður á báðum stöðunum. Ákveðið, að sementsverksmiðjan skuli reist á Akranesi AfSsíaSfan £11 slíks verksmiðjjwrckstiírs að filestis leyti haganlegust f»ar Bjarni Ásgeirsson atvinnumálaráðherra ákvað í gær, að fengnum tillögum nefndar þeirrar, sem athuga skyldi hag- kvæmasta staðsetningu hinnar fyrirhuguðu sementsverk- smiðju, að hún skuli reist á Akranesi. Jafnframt skipaði hann þrjá mcnn í stjórn hennar. Er ásíæða til þess að fagna því, að nú hefir endanlega verið ráðið, hvar þetta þjóðþrifafyrirtæki verður staðsett. Stofnfundur félags ungra Framsóknarmanna á Snæfells nesi var haldinn s. 1. sunnu- dag að Breiðabliki í Mikla- holtshreppi, en þar er ný- foyggt myndarlegt samkomu- hús. Á fundinum flutti Her- mann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins ávarp til félagsins og einnig flutti Þráinn Valdimarsson ræðu. Á stofnfundinum gengu um 170 mann í félagið. Á fund- inum kom fram mikill áhugi meðal ungs fólks á Snæfells- nesi, á því að láta <?kki ihalds þingmann verða framar þing mann kjördæmisins, heldur fylkja sér um frambjóðanda Framsóknarflokksins, Lúðvik Kristjánsson, ritstjóra, sem er ungur og dugandi maður, sem hefir mikla þekkingu á mál- efnum fólks á Snæfellsnesi og veit hvað gera þarf. í stjórn hins nýstofnaöa félags voru þessi kjörnir: Alexander Stefánss., kaup- félagsstj. Ólafsvík, formaður, Þórður Gíslason Ölkeldu, vara form. Meðstjórnendur: Hall- dór Finnss. Grafarnesi, Krist ján Sigurðsson Hrísdal og Ein ar Hallsson Hlíð. Varastj órn skipa þessir menn: Jakob Jónsson Litla-Langa dal, Haukur Sveinbjörnsson Snorrastöðum og Erlendur Halldórsson Dal. Endurskoöendur eru Bjarni Lárusson Stykkishólmi og Ágúst Sigurjónsson Bár í Grundarfirði. ! Varaendurskoðendur eru Jón Guðmundssop Berserkja- hrauni og Ragnar Bragason Hoftúni. I Að fundinum loknum höfst almenn samkoma Framsókn- armanna á Snæfellsnesi. Hófst hún með því að Her- mann Jónasson, form. Fram- sóknarflokksins flutti snjalla ræðu og hvatti Framsóknar- menn til öflugra átaka í stjórnmálum héraðsins. Einn ig flutti ræður Þráinn Valdi- marsson, erindreki og Lúð- vík Kristj ánsson, ritstj óri, frambjóðandi Framsóknar- flokksins á Snæfellsnesi við næstu kosningar. I Að loknum ræðuhöldum var einsöngur. Söng Sigurður Ól- afsson nokkur lög með undir- leik Árna Björnssonar, píanó- leikara. Urðu þeir að koma þrisvar fram á skemmtuninni. — En að lokum var dansað fram eftir kvöldi. i Skemmtun þessi fór fram í hinu nýbyggða samkomu- húsi að Breiðabliki. Var hún í alla staði hin ánægjuleg- asta og fór vel fram. Sóttu hana um fimm hunöruð manns. I stuttu viðtali, sem tíð- indamaður frá Tímanum átti í gærkvöldi við at- vinnumálaráðherra, lét hann svo ummælt, að það hefði einkum verið fernt, er réði úrslitum um það, að hann ákvað, að verk- smiðjan skyldi reist á Akranesi. í fyrsta lagi væri Akranes eini staðurinn, þar sem um yrði að ræða næga afgangs-raforku handa verksmiðjunni, í náinni framtíð. í öðru lagi kvaðst ráðherra líta svo á, að það væri þjóðfélagsleg nauðsyn, að hinum meiri háttar atvinnufyrirtækj- um væri dreift nokkuð, en ekki öll reist á einum stað — í Reykjavík. í þriðja lagi væri Akranes ♦ sá staður, er í senn lægi öðrum betur við öflun hrá efnis og brottflutningi vör unnar fullunnar. í fjórða lagi eru hafnarskilyrði á Akranesi álitleg....... í fréttatilkynningu frá at- vinnumálaraðuneytinu segir á þessa leið: Tilkynning atvinnumála- ráðuneytisins. Með lögum nr. 35, 1. apríl 1948, var ríkisstjórninni heim ilað að láta reisa verksmiðju með fullkomnum vélum og öðrum nauösynlegum útbún nefnd 5. þ. m. til þess að gera tillögur um staðsetningu se- mentsverksmiðjunnar. — í þeirri nefnd áttu sæti, Jón E. Vestdal, formaöur, Einar Erlendsson, arkitekt, Helgi Þorsteinsson framkvæmdar- stjóri og Sigurður Símonar- son múrarameistari, Akra- nesi. Að athuguðu máli lagði nefndin til að fyrirhugaðri verksmiðju yrði valinn stað- ur á Akranesi. Áður hafði bæjarstjórn Akraness boðist til að leggja verksmiðjunni til lóð viö athafnasvæði hafn arinnar og veita ívilnun um hafnargjöld af framleiðslu verksmiðjunnar. Með hliðsjón af þessu hef- ir ráðuneytið ákveðið að se- mentsverksmiðjan skuli reist á Akranesi. í stjórn sementsverksmiðj unnar hafa verið skipaðir til- næstu fjögurra ára dr. Jón E. Vestdal, Helgi Þorsteins- son, framkvæmdarstjóri og Sigurður Símonarson, múr- arameistari, Akranesi. Hentugra verksmiðjustæ'ði á Akranesi en í Reykjavík. Álit nefndar þeirrar, sem athugaði haganlegasta stað- setningu verksmiðjunnar, er í meginatriðum á þessa leið: Verksmiðjustæði það á Akranesi, sem sementsverk- smiðjunefndin gerir ráð fyr izt í framkvæmdir, en vi<>’ gerum ráð fyrir, að sements verksmiðjan þyrfti ekki ao’ bera kostnað af þeim fram kvæmdum. Vatnsleiðslan ti. Örfiriseyjar er ekki nægilegt, víð til að fullnægja þörfun sementsverksmiðju, þótt húi. mætti nota mestallt vatniö úr leiðslunni, svo að leggja þyrfti nýja leiðslu fyrir vati.. til eyjarinnar. Við gerum rác>‘ fyrir, að sementsverksmiðjan þyrfti ekki aö standa undir kostnaði af þeim framkvæmc1. rn'ramhald á 7. síöu) aði til vinnslu sements. Hinn ir í skýrslu sinni, virðist vera 19. janúar 1949 skipaði at-jhentugt, og viljum við einn- vinnumálaráðherra, Bjar'ni ig gera ráð fyrir því. Við er- Ásgeirsson þriggja manna um sammála sementsverk- nefnd til þess að Ijúka rann- | smiðjunefndinni í því, að sóknum og undirbúningi að, Geldinganes við Reykjavík byggingu sementsverksmiðju!sé að ýmsu leyti óhentugt. ! hér á landi, i samráði við at- | En rétt mun það vera hjá | vinnumálaráðuneytið. — í , nefndinni, að ekki muni auð- nefndinni áttu sæti dr. Jón! gert að fá hentugri lóð í E. Vestdal, formaður og verk; Reykjavík eða nágrenni. fræðingarnir Jóhannes Hentugust myndi Örfirisey Bjarnason og Haraldur As- geirsson. Eitt fyrsta verk nefndar- innar var að leita að not- hæfum skeljasandi við Faxa- flóa og fannst góður skelja- sandur á svonefndu Sviði undan Akranesi, en við fund þessa sands gj örbrey ttust allar aðstæður til sements- vinnslu hér á landi til hins betra, þar sem nægileg hrá- efni til sementsvinnslu eru nú fundin alveg við aðal- markaðssvæðin á Suður- og Suð-vesturlandi. Er hér var komið máli skipaði ráðuneytið aðra vera, ef hún fengist til þess ara nota. Viljum við því taka hana til samanburðar við Akranes og gera ráð fyrir, að í Örfirisey fengist lóð fyrir verksmiðjuna með sömu kjör um og á Akranesi, að á báð- um stöðunum væru hafnar- gjöld hin sömu, verð á vatni og rafmagni hið sama, opin- ber gjöld hin sömu o. s. frv. Nægí vatn og betri hafn- arskilyrði. í Örfirisey eru nauðsynleg hafnarmannvirki ekki fyrir hendi, svo að byggja þyrfti stóra bryggju, ef þar yrði ráð Gjaldeyriseign bank anna í júlímánuði 1949 í lok júlímánaðar nam inn eign bankanna erlendis, á- samt erlendum verðbréfum o. fl., 24,3 millj. kr., að frá ■ dregnu því fé sem bundið er fyrir ógreiddum eftirstöðv- um af kaupverði eldri ríkis - stjórnartogaranna. — Ábyrgo arskuldbindingar bankanna, námu á sama tima 23,2 millj. kr. inneign erlendis í lok síö asta mánaðar. Við lok júnímánaðar nam inneign bankanna erlendis 3.3 millj. kr., og hefir húrr þannig lækkað um 2,2, mill kr. í júlhnánuði. Framlög Efnahagssam- vinnustofnunarinnar í Wasto. ington eru ekki innifalin i þessum tölum. Er hér um aö ræða 3,5 millj. dollara fram ■ lag, sem látið var í té gegn því að íslendingar legöu fram jafnvirði þeirrar upp- hæðar í freðfiski til Þýzr.a ■ lands, og ennfremur 2,5 millj dollara framlag án endur- gjalds. í lok júlimánaðar vav búið að nota til vörukaupa, sem svarar 29,7 millj. kr. af þeim 39,0 millj. kr., sem héi.‘ er um að ræða, og voru þvi eftirstövar framlaganna þá 9.3 millj. kr. • (Fréttatilkynning frá Landsbankanum). Túnaslætti að ljúka í Austur-Húna- vatnssýslu Samkvæmt símtali, sem tíðindamaður frá Tímanuir.. átti í gær við séra Gunnar Árnason á Æsustöðum Langadal, er túnaslætti nt. svo til að ljúka viðast í Aust ur-Húnavatnssýslu. Þótt seint voraði hefir spretta verið í meðallagi þai’ í héraðinu og von til þess, að heyfengur verði sæmilegur. Mjög hefir verið kalt í veðri þar nyrðra siðustu daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.