Tíminn - 18.08.1949, Síða 4

Tíminn - 18.08.1949, Síða 4
TÍMINN, fimmtudaginn 18. ágúst 1949 173. blað, Fögur skal borgin vera Landnáma telur, að Karli, :sem fann öndvegissúlur Ing- ólt's reknar við Arnahvál, hafi ládð svo um mælt: „Til ills fóru vér um góð héruð, er "ré r skulum byggja útnes þet,ta.“ Og svo þótti Karla fráleitt að Ingólfur byggði á þessum stað, að hann hljóp a brott með ambátt einni og setti bú, þar sem honum þótti (and fegra og frjósamara. „Utnes“- þetta dró öndvegis- 'súlurnar að sér. Aðdráttarafl þess hefir aldrei þorrið, held- ar margfaldast svo, að nú 'heíir það dregið að sér meira en þriðjung allra lands- manna. Þurfti minna til en svo að á útnesinu risi höfuð- staður landsins. — Land- namssaga þessa „útness“ er dulmögnuð, athygli og marg- yrða verð og fylgir enn nokk- ur átrúnaður, sem landsmönn um hefir jafnan verið gjarn. — Staðurinn er þeim öllum mætur. VeiL ég engan, er eigi vilji hans vegsemd mikla, þó mörg vandamál rísi, samfara örum vexti hans, og skipti skoðunum, sem flest önnur. — En útnes þetta var hrjóst- ugt og er það að nokkru enn, og allir eru á einu máli um það, að enn þurfi að bæta skipulag, auka ræktun og þrifnað og hverskonar fegurð höfuðborgarinnar. Éfe hefi oft átt tal við góða borgára á undanförnum ár- uirf um nauðsyn sam- starfs fólksins til fegrunar bænum. Ég fagnaði því er orð bafsi af undirbúningi stofn- unar „fegrunarfélagsins.“ Við stofnun þess gerðist ég fé- iagi ásamt öllu mínu heim- ílisfólki, og muáiu slíks mörg dæ,ipi. Áleit ég að enginn bæjarbúi mætti láta sér fátt um finnast þessa félagsstofn un. Hins vegar munaði mihnstu að þetta góða mál- efni spilltist til óbóta, vegna þess, hver háttur var á hafð- ur vjð félagsstofnunina. Naut þess við, að innsti kjarni málsins var, og er, ódrepandi hugðarefni alls þorra bæjar- búa. — Læt ég þetta atriði kyrrt liggja, en úr því að mælst hefir verið til þess að ég ritaði nokkur orð á af- mgejisdegi höfuðborgarinnar um fegrunarmálið, geri ég það með ánægju, þó rúms vegna verði ýmsu að sleppa. Húgmynd mín um stofnun félags til að beitast fyrir og vinna að fegrun bæjarins, var, að mér virtist, frábrugð- in forgöngumanna „Fegrun- arfélagsins", í því að ég hafði ætíð. hugsað mér þegnskap- artilfinninguna, sem grund- völl óeigingjarns starfs með eigin höndum, fyrst og fremst, frístunda vinnu, án endurgjalds, með stuðningi bæjarvalda og á ýmsan hátt, er síðar verður að vikið. Þegar um fegrun borgar eða almannafæris er að ræða, tekur málið til 2ja aðila sér- staklega, þ. e. almennings og hins vegar þeirra, sem hafa hina opinberu stjórn með höhdum. Hvorugir eiga að heimta allt af hinum- Hér í höfuðborginni virðist (og vill víst víða viðbrenna) að stund ufn sé heimtað of mikið af bæjárvöldunum, enda þótt flestir telji sig gjalda ríflega j bæjarsjóðinn, og þyki ekki sem bezt á fé og framkvæmd um haldið. En hér þarf að at- Eftir Slgairlg Baldvinsson |í«síiaieistara huga: Þýðingarlítið er að heimta að bæjarvöld geri borg hreina og fagra, ef íbú- arnir, almenningur, gerir lit- ið af sinni hálfu til þess að svo megi verða. — Það er sem sé býsna margt sem almenn- ingi ber lagaleg, þegnleg og siðferðisleg skylda til að gera j sjálfur, til fegrunar og marg , víslegs þrifnaðar af sinni. hálfu. Á hvern hátt starfinu j að fegrun borgarinnar væri skipt milli almennings og bæjarvaldanna, þarf að semja um, fyrst í aðalatrið- um, en síðan hafa lifandi samvinnu um einstök atriði jafnframt aiðgerðum. Skýr- ingar yrðu of langt mál að þessu sinni, en eins og hér hagar til nú, virðist beint liggja við, að Fegrunarfélag- ið sé annar aðilinn og bæjar- völdin hinn, er haldi sig sem mest utan einkasviðs félags- ins. Hins vegar verður að ríkja góður samstarfsvilji milli aðila og til samvinnu að koma beinlínis í ýmsum efn- um. Fegrunarfélagið ætti að hafa mjög uppi á prjónun- um fegrunarframkvæmdir, er séu unnar af almenningi, án fjárframlaga úr bæjar- sjóði, nema þá til undirbún- ings frjálsrar þegnskapar- vinnu almennings. — Til þess að gera ljósara hvað hér er átt við, skulu tilfærð dæmi: 1) Félag ungs fólks í smá- kaupstað (ekki formlegt ung mennafélag) fékk afmarkaða landsspildu til umráða end- urgjaldslaust til skógræktar. Piltarnir tóku af sér flibb- ana og klæddust vinnufötum. Ungu stúlkurnar lögðu frá sér glæsikápur og silkikjóla. Svo var viöað að rekum og ristuspöðum, handbörum, hjólbörum, o. fl. tækjum. — Skurðir grafnir og holræsi, I og grjótið af svæðinu notað í j þau, svæðið þurrkað, pælt og! búið undir gróðursetningu og allt unnið með handafli, því! vélar voru ekki til. Öll vinna j á svæðinu var framkvæmd í frístundum, á kvöldum og1 helgidögum. Þegar gróðursett hafði verið og árangur orð- ' inn sýnilegur, fengust styrk ir til viðhalds og framhalds framkvæmda. Þegnskapar- starf unga fólksins var metið og viðurkennt. 2) í sama kaupstað varð grashólmi í á fyrir spjöllum af ágangi vatns og sjávar.1 Hann þótti prýði og hans' hans hefði orðið saknað ef eyðilegging hefði fullgerst. Unga fólkið hófst handa. Vissi að bæjarvöldin yrðu sein til svifa, bæru við að fé væri ekki fyrir hendi né áætlað til verndar hólmanum o. s. frv. — Margir urðu til að leggja hönd að verki við að rífa upp grjót úr frosinni jörð um hávetur. Ökumenn komu með kerrur og sleða ög óku grjótinu að hólmanum. Honum var bjargað, öllum til gleði, bæjarfélaginu að kostn ■aðarlausu. 3) í all stórri borg eins ná- granna lands var stofnað fé- lag til þess að gera borginni mikinn og fagran skrúðgarð. Bæjarvöldin létu landssvæði í té en verkið var unniö á þegnskapar grundvelli, án opinbers fjárstyrks. Ungir og i. gamlir tóku til höndum og unnu frístunda vinnu í garð- inum sér til heilsubótar og gleði. Garðurinn varð mestur og fegurstur í þeirri borg, og loks er svo var komið, reisti félagið dánu stórmenni lands síns veglegan minnisvarða (líkneski) á fegursta stað í garðinum og afhenti síðan bæjarfélagi sínu garðinn til baka tii ævarandi eignar og umráða, og afnota fyrir al- menning. (Nánari upplýsinga mætti afla og skýra frekar frá þessari fyrirmynd síðar). Mörg dæmi mætti nefna um hliðstæðar þegnskapar og fyrirmyndarframkvæmdir, ungmennafélaga víðsvegar hér á landi, íþróttafélaga, kvenfélaga o. fl., sem eru þó í rauninni dálítið annars eðl- is. Einnig mætti benda á marga einstaklings dáð á sama sviði. Allt til fyrirmynd ar, viðurkenningar og heið- urs vert. Oft hefi ég hugleitt ástæð- una til þess að svo fá hlið- stæð þegnskaparafrek sjást í höfuöborginni. Ekki er hún sú, að Reykvíkingum þyki ekki vænt um sína borg og vilji ekki raunverulega frama hennar og fegurö. — Hér mun aöeins hafa skort frum- kvæði og forustu, en nú er „Fegrunarfélagið“ komið til sögunnar og forustan þar með tryggð, — og nú er að hefjast handa og sýna þegn- skap, dáð og dug í verki- — En hér verður að sveigja inn á rétta braut. — Hvorugt er einhlýtt, — fjárhagsgeta „Fegrunarfélagsins" né bæj- arfélagsins. Vafalaust mundi bæjarstjórn fúslega láta í té landssvæði fyrir skrúðgarða og leikvelli (til sérstakra smá íþróttaiðkana almennings) og búa landið undir fram- kvæmdir, með stórvirkum tækjum, sem bærinn hefði ráð á. (Þurrkun, bæting jarð vegs o. s. frv.) Síðan á al- menningur að taka við og vinna endurgjaldslaust frí stundavinnu til heilsubóta og gleðiauka. Ég trúi svo mikið á þegnskapartilfinningu og ræktarhug höfuðstaðarbúa að óhætt mætti áætla, að fyrir Lorgöngu „Fegrunarfé- lagsins," yrði auðvelt að fá 1— 2000 Reykvíkinga til frjálsrar vinnu nokkrar kvöld stundir á sumrin og máske 2— 3 klst. fjóra til sex sunnu- dagamorgna yfir sumarið. — Auk þess geri ég ráð fyrir að ýmsir bifreiðaeigendur, bæöi einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir, mundu ýmist koma sjálfir í bíium sínum (eins og ökumennirnir mej> kerrurnar og sleðana í smá» bænum) eða ljá þá til nauð- synlegs aksturs við fram- kvæmdirnar. Þeir, sem vel- viljaðir væru, en vildu ekki eða gætu, unnið sjálfir, mundu senda aðra fyrir sig á sinn kostnað og miðað við allcunna ræktarsemi fjölda Reykvíkinga má víst telja að þeir létu beinlínis fé af hendi rakna, ótilknúðir, sér til á- nægju og í viðurkenningar- skyni, svo að hægt væri að kaupa nokkra vinnu (einkum sérkunnáttu) sem þörfin kall aði á, auk þegnskaparvinn- unnar. Ekki er ósennilegt að (Framhald á 6. siðu) Pulla ræðir í nýkomnum Degi um matarræöiö og minnist sér- staklega á öröugleika húsmæðra við aö hagnýta sér ber og rabarbara svo sem skyldi. Það er góö vísa, sem ekki er of oft kveðin. Ég læt þessar hugleiðingar Pullu fara hér á eftir: ,,HIÐ ÁGÆTA DANSKA sam- vinnutímarit Samvirke, flutti nú nýlega greinargerð, sem samin hef ir verið að tilhlutan manneldis- fræðinga, um hvað telja beri nauð synlega fæðu fyrir fólk, sem hefir erfiðisvinnu meö höndum. Sam- kvæmt skýrslu blaðsins þurfa hjón, sem erfiöisvinnu stunda, þetta til vikunnar, ef þau eiga að geta haldið heilsu og kröftum: 1 kg. hafragrjón, % kg. bygggrjón eða önnur grjón, 6 kg. rúgbrauð, 2 kg. hveiti- eða sigtimjöl, % kg. sykur, 125 gr. kartöflumjöl, 8 lítrar nýmjólk, 2 1. súrmjólk, 10 stk. egg, % kg. ostur, 125 gr. smjör, 375 gr. smjörlíki, 250 gr. önnur fita, 1—1V2 kg. kjöt (þar með taldar pylsur, álegg o. s.-fry.), 3 kg. fiskur, (þar með talið a. m. k. 1 kg. síld, ný, reykt eða söltuð), 5 kg. kartöflur, 2 kg. annar jarðarávöxtur, 2 kg. grænmeti (grænkál og annað kál, spínat púrrur, persille o. s. frv.), 2 kg. ávextir, þar með talinn rabarbari, 2 kg. marmelade. ÞESSI SKÝRSLA er um margt athyglisverð fyrir okkur. Ég rak fyrst augun í það, að af 3 kg. af fiski, sem hjónunum eru ætluð til vikunnar, er lögð áherzla á að 1 kg. þurfi aö vera síld. Mér er nær að halda, að enda þótt við íslend- ingar boröum mikið af fiski, muni flestar fjölskyldur hvergi komazt nálægt þessu danska takmarki og æði margar helzt aldrei borða síld. Ekki skortir þó á aö prédikað hafi verið, að síldin sé holl og heilnæm fæða. Um það hefir mikið verið skrifað. Samt er það svo, að alla jafna er erfitt að ná í síld í verzl- unum hér. Pæst hún helzt ekki nema niðursoðin og mikið skortir á að hér sé hægt að fá síld marg- víslega tilreidda, eins og algengt er á Norðurlöndum. ÞÁ ER ÞAÐ athyglisvert í skýrslu þessari, hver áherzla er lögð á grænmeti og ávexti. Um ávexti er tilgangslaust að tala hér. Hitt er lakara, að fyrir ráðstafanir stjórnarvaldanna, geta húsmæður ekki nýtt rabarbara og ber, en Danirnir segja að rabarbari geti að verulegu leyti komið í stað ávaxt- anna. Enda má sjá rabarbarann blómstrandi og ónýtan viö marga sveitabæi og víða í kaupstöðum. Grænmetisrækt er hér lítil, senni- lega allt of lítil. Þeir, sem kunna til garðyrkju, geta ræktað margar grænmetistegundir í bakgörðum sínum, en hinir eru fleiri, sem ekki nenna að fást við það og láta sér nægja tómat og salatblað úr búð endrum og eins, og vitaskuld verð- ur slíkt aðeins endrum og eins meðan verðlagi á þessum varningi er eins háttað og nú er hér. ÞÁ ER ÞAÐ SULTAN. Danir telja hæfilegan skammt 2 kg. af marmelade á tveggja manna fjöl- skyldu á viku. Hér er þetta víst talin lúxusvara. A. m. k. sést hún helzt aldrei í verzlunum. í ávaxta- leysinu þyrfti hæfilegt magn af góðri sultu jafnan að vera til. — Mikið af góðri sultu má búa til úr berjum og rabarbara, en því er nú ekki einu sinni að heilsa. —• Skömmtunaryfirvöldin sjá fyrir því að erlend sulta sést hér aðeins örsjaldan. Fleira mætti tína til úr þessari dönsku skýrslu, sem athygl isvert er, en hér skal staðar num- ið. En úr því ég hefi gerzt svo fjölorður um sultu og sykur, læt ég fljóta með eina uppskrift úr þessu blaði. Hún fjallar einmitt um sultu.“ Ég segi ekki annað, en að ég sé á sama máli. Héimamaöur. Þakka hjartanlega heimsóknir, gjafir og hlýjar kveðjur á 50 ára afmælinu 14. ágúst. Lifið heil. Sigurjón Jónsson' |jj Fosshólum. !• 1 I ■ ■■■■■■_■_■_■ ■_■_! I ■_■ ■ ■ ■ | .W !■■■■■■ Innilegustu þakkir til vina minna og vandamanna fyrir hlýjar kveðjur og gjafir á sextugsafmælinu. ■! Júlíus Björnsson V Garpsdal. % .v.vv.v.v.v, .V.V.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.VV.V.V.V.V Starfsstúlku i vantar á Hótel Borg. Upplýsingar á skrifstofunni. '■■-■■■.' ,V."

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.