Tíminn - 02.09.1949, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, föstudaginn 2. september 1949
184. blað
'Jrá hafi til heiia
Sólin kom upp kl. 6.12.
Sólarlag kl. 20.40.
Árdegisflóð kl. 2.15.
Síðdegisflóð kl. 14.40.
f nótt-: -
Næturlæknir er í læknavarð-
stofunni í Austurbæjarskólan-
um, sími 5030.
N^jturvörður er í lyfjabúðinni
Iðunn, sími 7911.
Næturakstur annast bifreiða-
stöðin Hreyfill, sími 6633.
ÚtvarpLÓ
lítyarpið í dag:
Fastir liðir eins og venjulega.
Kl, 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarps-
sagan: „Hefnd vinnupiltsins" |
eftir Victor Cherbuliez; VIII. |
lestur (Helgi Hjörvar). 21.00
Strokkvartettinn „Fjarkinn“:
Kaflar úr kvartett op. 18 nr. 1
eftir Beethoven. 21.15 Frá út-
löndum (Axel Thorsteinsson).
21.30 Tónleikar: Sydney Torch
og ’hljómsveit hans leika létt lög
.(nýjar plötur). 22.00 Fréttir og
veðurfregnir. 22.05 Vinsæl lög
(plötur). 22.30 Dagskrárlok.
Hvar eru skipin?
Sambandsskip:
Hvassafell er í Hangö í Finn-
landi.
Eimskip:
Brúarfosskom til Leith 31. ág.
frá Gautaborg. Dettifoss er í
Kaupm.höfn. Fjallfoss fór frá
London 31. ág. til Kaupm.hafn
London 31. ág. til Reykjavíkur.
G'oliáfoss fór frá Reykjavík 29.
ág. til Antwerpen og Rotter-
dam’. Lagarfoss kom til Rvíkur í
gær frá Hull. Selfoss er á Akur-
eyri, fór þaðan í gær til Siglu-
fjarðar. Tröllafoss kom til New
York 27. ág„ fer þaðan 7. þ. m
til Reykjavíkur. Vatnajökuli fór
frá Reykjavík 25. ág. til Vestur-
og Norðurlandsins, lestar fros-
inn fisk.
Ríkisskip:
Hekla er í Glasgow. Esja var
á Vestfjörðum í gær á norður-
leið. Herðubreið er á Austfjörð -
um á norðurleið. Skjaldbreið fer
frá Reykjavík í kvöld til Húna-
flóa, Skagafjarðar og Eyjafjarð-
arhafna. Þyrill var á Vestfjörð-
um í gær á norðurleið.
Einarsson, Zoéga & Co. h. f.:
Foldin er í Reykjavík. Linge-
stroom er í Færeyjum.
víkur, Reyðarfjarðar, Fáskrúðs-
fjarðar, Neskaupstaðar og Seyð-
isfj arðar.
Á morgun verður flogið til Ak-
ureyrar (2 ferðir), Vestm.eyja,
Keflavíkur, Blönduóss, Isafjarð-
ar og Siglufjaröar.
f gær flugu flugvélar frá Flug-
félagi íslands til Akureyrar (2
ferðir), Vestm.eyja (2 ferðir) og
Blönduóss.
Millilandaflug: Gullfaxi fer á-
ætlunarferð til Kaupmanna-
hafnar kl. 8.30 í fyrramálið.
Áraað heitla
Sextug.
Frú Steinunn Jóhannesdóttir
Hofsvallagötu 18, verður 60 ára
í dag.
Hjónaefni.
S. 1. laugardag opinberuðu
trúlofun sína ungfrú Grétá Jón-
asdóttií, Boðaslóð 5, Vestm.eyj-
um og Kristinn Sigfússon, Norð-
urkoti, Kjalarnesi.
Hjónaband.
Nýlega hafa vérið gefin sam-
an í hjónaband af séra Gárðari
Þorsteinssyni, ungfrú Þóra
Jónsdóttir frá Laxamýri og Páll
Flygering, Hafnarfirði.
Úr ýmsum áttum
Baðvörðurinn
við Nauthólsvík hætti störf-
um í gær.
María Markan endurtekur
söngskemmtun sina.
María Markan, söngkona, hef-
ir nú ákveðið að endurtaka
söngskemmtun sína, vegna
fjölda áskorana. Mun frúin
syngja í Gamla Bíó næstkom-
andi sunnudag og hefst söng-
skemmtunin kl. 3 eftir hádegi
Fram vann 1. flokk.
Fram vann Víking s.l. mið-
vikudagskvöld með einu marki
gegn engu og varð þar með Is-
landsmeistari í 1. flokki. Fram,
Víkingur og Valur voru með
mjög jöfn lið í mótinu og varð
að leika þrjá aukaleiki, áður en
úrslit fengust. Stig félaganna í
mótinu urðu: Fram hlaut 4+4
stig, Víkingur hlaut 4+2 stig,
Valur hlaut 4 + 0 stig, en K.R.
hlaut ekkert stig í mótinu.
ísfisksalan.
Karlsefni seldi 30. ágúst 255 9
smálestir í Bremerhaven.
Tollskoðunarskýli.
Tollstjórinn í Reykjavík hefir
sótt um leyfi til bæjarráðs að
mega byggja einlyft tollskoðun-
arskýli úr timbri við Grófar-
bryggju og á stærð þess að vera
220.5 fermetrar. Bæjarráð hefir
samþykkt þetta sem bráða-
birgðabyggingu.
S. U. F.
S. U. F.
ALMENNUR DANSLEIKUR
í Tjarnarcafé í kvöld kl. 9 — Aðgöngumiðar seldir við
innganginn frá kl. 8
' »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦4•♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*•
n
♦«
Húsmæðraskóli Suðurlands I
Laugarvatni byrjar að þessu sinni 19. september. —
Nemendur mæti 18. september.
Forstöðukonan.
Kvenfélags Neskirkju
fást á eftirtöldum stöðum:
Mýrarhúsaskóla.
Verzl. Eyþórs Halldórsson-
ar, Víðimel, Pöntunarfélag-
inu, Fálkagötu, Reynivöllum
í Skerjafirði og Verzl. Ásgeirs
G. Gunnlaugssonar, Austur-
stræti.
£utnafitfrí/n
eru hafin. Omissandi íerða-
félagi er ánægjuleg bók. Varla
getur skemmtilegri sögubók
en bók Sumarútgáfunnar „Á
_ ____ VALDI ÖRLAGANNA. ‘
ANNITROL
hið nýja sænska ryðeyðingarefni. Hentugt til að ryð-
hreinsa landbúnaðarverkfæri, húsþök og annaö það,
sem ryðhreinsa þarf.
Eftir að ryðinu hefir verið eytt með Annitrol, er
það, sem ryðverja skal, málað, eða á það borið Dini-
tron, sem er efni sérstaklega framleitt %til ryðvarnar
hlutum, sem hafa verið hreinsaðir með Annitrol efninu
Allar nánari upplýsingar í skrifstofu okkar
FJALAR H.F.
Hafnarstræti 10—12. — Reykjavík
♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦•♦♦♦«♦♦«♦•••♦♦♦♦♦♦<
♦♦♦♦♦•♦♦♦*♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦*♦♦♦*•♦•♦♦♦♦♦-
•♦♦♦♦*♦•♦<.
♦♦♦♦♦♦*♦♦•
XXtilXilltZltXttttttZZXU
♦♦♦♦♦♦♦«♦«•♦♦♦♦♦♦♦••♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦•••♦♦<
SJÚKRABIFREIÐIR.
t:
Gistihús til fyrirmyndar
Ftugferðir
Loftleiðir:
í gær var flogið til Vestm.-
eyja (2 ferðir) og Akureyrar.
í dag verður flogið til Vestm,-
eyja (2 ferðir), ísafjarðar, Ak-
ureyrar, Þingeyrar og Flateyrar.
Á morgun er áætlað að fljúga
til Vestmannaeyja (2 ferðir),
ísafjarðar, Akureyrar, Fáskrúðs-
fjarðar, Siglufjarðar, Kirkju-
bæjarklausturs og Hellu.
Hekla fór í morgun kl. 08.00
til Prestvíkur og Kaupm.hafnar.
Væntanleg aftur á morgun.
Flugfélag islands:
Injnanlandsflug: 1 dag verða
farnar áætlunarferðir til Akur-
eyrar (2 ferðir), Vestmanna-
eyja, Kirkjubæjarklausturs,
Fagurhólsmýrar, Ilornafjarðar,
Sigíufjarðar, ísafjarðar, Hólma-
Það hafa að undanförnu
orðið talsverðar umræður um
gistihús iandsins og þá einkum
í hverju þeim sé áfátt. í gær
talaði við mig kona, sem vildi
koma á framfæri aðdáun sinni
á einu sumargistihúsi, er hún
hefir kynnzt af eigin raun. —
„Blöðin gera of lítið að því að
geta þess, sem vel er gert,“
sagði hún, og má vel vera, að
það sé satt.
Gistihús það, sem kona þessi
ræddi um, er að Búðum að Snæ-
fellsnesi. Það var byrjað að reisa
það í fyrravor, en Snæfellinga-
félagið rekur það.
Þarna fer saman snyrti-
mennska, reglusemi og fyrir-
greiðsla, sem er til liinnar mestu
fyrirmyndar, sagði þessi kona.
Húsið er hlýtt og raflýst, salir
eru rúmgóðir, svefnherbergi
björt og vistleg, riknin góð og
heitt og kalt vatn í hverju her-
bergi. Snyrtiherbergi þessa
gistihúss eru til sérstakrar
fyrirmyndar, þrifnaður hinn
mesti utan húss og innan og
framkoma starfsfólksins við
gestina mótuð af fágaðri kurt-
eisi og vinsemd. Allt er gert tii
þess að gestunum líði sem bezt
og hver minnsta ósk þeirra tek-
in til greina, svo framarlega
sem þess er nokkur kostur. —
Forstöðukona þessa fyrirmynd-
argistihúss er Kristín Jóhanns,
og það er fyrst og fremst hún,
sem hefir, með ágætri aðstoð
starfsliðs síns, skapað þann
anda, er þarna ríkir og birtist
jafnt í stóru sem smáu. Slíkt
fólk á skilið að hljóta fulla við-
urkenningu, bæði sökum þess,
að alltaf ber að viðurkenna og
þakka það, sem vel eða jafnvel
ágætlega er gert, og svo mætti
það vera öðrum lærdómur og
hvatning að frá slíku sé sagt.
Þannig sagðist. þessari konu
frá gistihúsinu að Búðum og
aöbúnaði og umönnun þar. Ég
kem frásögn hennar með mestu
ánægju á framfæri. Og því má
við bæta, að þetta er ekki eini
vitnisburðurinn, sem ég hefi
heyrt um góða- stjórn, þessa
gistihúss. , J. ;H.
Frá Morris verlcsmiðjunum á Englandi getum vér út-
vegað gegn innflutningsleyfum fullkomnustu gerð
sjúkrabifreiða. Sjúkrabifreiðar þessar eru einnig mjög
heppilegar þar sem samræma þarf sjúkraflutninga
störfum l'ígreglu.
Hér á staðnum er til sýnis næstu daga ein bifreiö af
þessari gerð og eru þeir, sem hafa hug á að kynna sér
kosti bifreiðarinnar vinsamlega beðnir að hafa sam-
band við skrifstöfu vora, sími 81 812.
AðalumboÖ:
I H.F. EGILL VILHJÁLMSSON
Reykjavík