Tíminn - 02.09.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.09.1949, Blaðsíða 3
184. blað TÍMINN, föstudaginn 2. september 1949 / slendingaþættir t5555555555555555555{Í Sjötugur: Jón Jónsson frá Helgafelli A morgun er Jón Jónsson frá Helgafelli sjötugur. Hann er fæddur í Hraunsfirði í Helgafellssveit 3. september 1879, en foreldrar hans voru Ástríður Þorsteinsdóttir og Jónas Sigurðsson, er síðar bjuggu lengi á Helgafelli og voru lengst af við þann stað kennd. Jón ólst upp með for- eldrum sínum, unz hann flutt ist í Stykkishólm 23 ára gam- all og kvæntist Margréti And- résdóttur frá Búðanesi við Stykkishólm. Hafa þau hjón því verið búsett í Hólnlinum í 47 ár nú í haust. Tíu börn hafa þau hjón eignazt, er upp hafa komizt, og á lífi eru. Full fjörutíu ár var Jón á skút- um úr Breiðafirði og af Vest- fjörðum, og lengst með Hann- esi Andréssyni, mági sínum, og Kristmanni Jóhannssym. Fjölmörg ár var Jón vaktari í Stykkishólmi, en hefir nú fyr- ir alllöngu látið af því starfi. Þannig er á annálsvísu ævi- saga Jóns Helgfellings, en svo höfum við Hólmarar lengst af nefnt hanh. Innskotin í sögu Jóns yrðu reyndar mörg, ef ég ætti að rekja kynni mín af honum og heimili hans frá því ég man mig sem barn. Fátt er mér skýrara í minni frá bernskuárum mínum í Stykkishólmi en ærzlastundir í Möngubæ, en svo var bær þeirra hjóna jafnan nefndur, Þar eignaðist ég leiksystkin, sem mér hefir jafnan verið hlýrra til en flestra annarra og ekki hafa árin slegið fölva á tryggð þeirra. Þrengra var til veggja í Möngubæ og lægra undir loft en í híbýlum flestra annarra Hólmara og oftast varð þar af smáu að skammta. En aldrei heyrði ég þar bar- lóm, aldrei úrtölur til góðra hluta og aldrei voru þar á lofti ský hins svartsýna og vonlausa manns. Opinberun Fjallræðunnar um fugla lofts ins andaði í brjóst manns í litlum bæ neðan götu en handan höfða. Umtalsfróm- leikinn var borinn þessum náttúrubörnum alþýðunnar í merg og blóð, það var sem tárhrein lind ætti upptök í hjartastað þess, eitthvað barnslegt og einlægt verkaði á mann, en því verður aldrei lýst réttilega með orðum. AJ þessu sinni verð ég að stilla mig um að rekja minningar mínar úr Möngubæ, en hús- bóndinn þar er nú kominu í skjól barna sinna, er á drengi- legan hátt jafnar nú foreldr- um sínum upp, það sem þau misstu í, meðan þau glímdu við nepju og nauð. Jón Helgfellingur hefir stálminni, sem er að ýmsu leyti mjög sérstætt. Lundin er létt og hýrleiki i svipnum. Tryggðin hans er sem tröll- anna og á hlut vina sinna lætur hann aldrei ganga, ef hann má því við koma. Ég hygg, að Jón hafi aldrei veriö settur yfir svo smátt starf, ið hann hafi ekki sinnt því, se:n hinn trúi verkmaður. Um leið og ég árna Jóni tírs og tíma sjötugum, vil ég þakka honum og heimili hans margar heiðar minningar. L. K. Útvarps- erindi Aðstoðarritstj. Mbl. talaði um daginn og veginn 1 útvarpið í kvöld. Erindið var að ýmsu leyti merkilegt og einkum þrjú atriði, sem vert er fyrir áheyrendur, að festa sér vel í minni. Ræðumaður kvaðst hafa ferðast allmikið um sveitir landsins undanfarið og bætti við: „Hin stórfelda ræktup. og vélavinna er það merkasta, sem ég hef séð á þessu sumri.“ Þetta er vel mælt af Sjálf- stæðismanni. í fyrsta lagi vegna þess, að þetta er satt og í öðru lagi er hér ákveðið og óyggjandi grafin gröf fyr ir nýsköpunarkjaftæði Mbl., sem fyrrverandi ríkisstjórn á að hafa verið með fyrir land búnaðinn. — Nú 2y2 ári eft- ir að hún hrökklaðist frá völd um, þegar löngu er farið að gæta áhrifa núverandi stjórnar, þar sem Framsókn- arflokkurinn ræður mestu um landbúnaðarmál, kemur aðalritstjóri Mbl. út í sveit- ir landsins og sáu framfar- Á víðavangi VESALINGS ARNI. Árni Eylands er raunamað- ur. Hann hefir aflað sér góðr ar þekkingar í landbúnaðar- málum og hefði því átt að geta orðið að góðum notum á því sviði. Hann átti líka kost á því að starfa að þessum mál um bæði í þjónustu búnaðar- félagsskaparins og samvinnu- félagsskaparins, en hélzt á hvorugum staðnum í vistinni. Að lokum stók Sjálfstæðis- flokkurinn hann upp á arma sína og bjó til handa honum nýtt embætti í stjórnarráð- inu, þar sem raunar var þó ekki annað verkefni fyrir hann en að taka launin. Raunasaga Árna í stjórn- málum er þó enn meiri. Við þrennar undanfarnar kosn- ingar hefir hann reynt að koma sér i framboð og þá fyrir Framsóknarflokkinn. Kjósendur í umræddum kjör- dæmum hafa hins vegar ekki viljað þýðast hann. Loks nú er Árni kominn í framboð eftir að hafa gengið milli kjördæma og flokka. Heild- irnar og nýjar kraftmiklar (salarnir hafa tekið hann að vélar vera að koma. Hann sér til þeirrar flugumennsku samgleðst bændunum og fyll að reyna að fella kaupfélags- ist hrifningu og getur ekki stjóra þeirra Norðmýlinga orða bundist, en verður að tjá landsmönnum ánægju sína- Annað atriðið í máli ræðu- manns, sem ekki má gleym- ast, var skýlaus yfirlýsing hans um ástæðuna til flótta fólksins úr sveitinni. Hann sagði að þar kæmi fyrst til greina: „ósamræmið í lífs- kjörum fólksins í kaupstöð- um og sveitum“. Og tvímæla- frá þingmennsku, svo að létt- ara væri að brjóta samvinnu- hreyfinguna og búnaðarfé- Iagsskapinn á bak aftur og féfletta héruð landsins og sjúga merg þeirra og blóð í sældarmaga reykvískra brask ara. Þetta var hlutverkið, sem þessi fyrrverandi starfsmaður búnaðarfélagsskaparins og samvinnufélaganna hlaut, Stutt vitleysa Mbl. gerir nýlega bæjar- stjórn Reykjavíkur og göml- um heiðursmanni einum, þann vafasama greiða, að birta eftir hann einskonar stuttuvitleysu um Krísuvík- urveg- Greinarhöfundur er hneykslaður yfir smá grein eftir mig, þar sem komist er svo að orði, að Sjálfstæðis- menn í Rvík hefðu fram á sumar orðið að nota mjólk handa börnum sínum og heimilum, sem alls ekki hefði komist til bæjarins nema eftir veginum, þ. e. Krísu- víkurvegi. Mbl. höf. er að reyna að mótmæla þessu. Honum er velkomið að reyna það. En það er vita tilgangslaus kleppsvinna. Þetta er orðið brot úr sögu samgangnanna milli Suðurl.undirlendisins og Rvíkur veturinn 1948— 1949 og fram á vor. Þetta er söguleg staðreynd sem ekki verður hróflað við, þótt þessi Mbl. höf hafi uppi á- deilur á vegamálastjórnina um að hún hafi haft ofmörg vélknúin tæki á Krísuvíkur- leiö, en ekki hirt um að halda styttri leiðunum opnum. Þannig rök breyta engu. Málið er einfalt og ljóst. Ef ekki hefði tekist að fullgera Krísuvíkurveg á öndverðum vetri, hefði orðið stórkost- leg vandræði með mjólk í Rvík um lengri tíma, og e. t. v. enn meiri örðugleikar, að koma fóðurbæti og nauð- synjum austur til bænda. Fyrir þann stjórnmála- flokk og þá menn, sem eng- an þátt vildu taka í lausn þessa máls fyrir ári síðan, hæfir best „þögnin og auð- mýktin“- Þetta virðast flest- ir höf. Sjálfstæðismanna hafa skilið fyrir löngu. B. Allt til að auka ánægjuna Kaupum allar tegundir af flöskum og glösum og tusk- um nema stormtau og striga. Verzl. Ingþórs Selfossi — Sími 27 laust þyrfti að „skapa aukið þegar hann loksins fékk að samræmi um tekjur og lífs- þægindi milli sveita og kaup- staða“. Þetta gæti sem bezt verið endurtekning á grein úr Tím anum. Kveður nú allmjög við annan tón, en þegar Mbl. vill kenna Framsóknar mönnunum um flótta fólks- ins úr sveitinni, þeim flokkn- um, sem ákveðnast hefir barizt fyrir hagsmunamálum sveitanna, allt frá því er Tryggvi Þórhallsson kveikti eldinn í hugum bænda og búaliða. Dag eftir dag er Mbl., blað ræðumanns, að telja lesend vera í framboði. Vesalings Árna! Væntanlega fellur hann og hefir þá að sjálfsögðu leið- indi nokkur og hugraun af tilrauninni, en endist þó væntanlega skapstilling og sálarþrek til að bera það, enda orðinn skólaður í mót- lætinu. En með því að fella hann frelsa Norðmýlingar hann frá því, sem verra er, — og gera því ferð hans svo góða, sem kostur er á, — þar sem hann sleppur þá við þingmennsku fyrir Ekkert Krisatjánsson og Co. ★ FLÓTTI. Mbl. leitar nú nýrra víg- stöðva í verzlunarmálunum. Eigendur blaðsins munu nú hafa bannað ritstjórn þess að halda því lengur fram, að engir menn vildu verzla við þá, ef þeir mættu vera sjálf- ráðir um verzlun sína, en mánuðum saman hefir blað- ið haldið því fram, að vald neytandans yfir innflutn- ingnum leiddi til þess, að verzlunin færðist öll til kaup- félaganna. Nú þrætir Mbl. fyrir að það hafi nokkru sinni haldið slíku fram. ★ HVAÐ ER FRJÁLS SAMKEPPNI? Hins vegar talar Mbl. enn um svarta markaðsbrask, sem muni fylgja því, að skömmt- unarseðill verði innflutn- ingsleyfi. Sá svarti markaður yrði víst á þann hátt, að verzlunin léti neytandann fá skó, fatnað, búsáhöld og svo framvegis með lægra verði en ella. Trúi því hver sem vill, að verzlanir fær yfirleitt svo geyst í það, að þær færú sér að voða. Mbl. heldur þá víst að kaupmenn yrðu eins og kapparnir á Orminum langa, er þeir gáðu ekki hvar þeir stigu og gengu fyrir borð og förguðu sér. Almenningur mun þó ekki afar hræddur við þessi niður- boð kaupmanna. En hvað er það annars, sem Mbl. kallar frjálsa samkeppni? ★ FYRIRSPURN TIL G. BJ. Gunnar Bjarnason hefir nú fundið einkunnarorð það, sem hann hyggur að muni tryggja sér þingsæti. Lifðu fyrir sjálfan þig, er það boð- orð og lífsregla, sem hann hana opinskátt í útvarpinu. Þetta er þó alþingismaður fjytur kjósendunum í nafni sem talar. | fiokksins. En á hverju eiga Hér skal alþm. upplýstur þejr þá, að lifa, heildsalarnir um, að fjármálaráðh. Sjálf- 0g anjr stórgróðamennirnir um sínum trú um óheilindi. stæðisflokksins hr. Jóhann hinir? Hver jir eiga að lifa Endurskoðunarskrifstofa EYJÓLFS ÍSFELDS EYJÓLFSSONAR, lögg. endusk. Túngötu 8. Sími 81388 Eldurinn gerlr ekkl boð á undan sér! Þeir, sem eru hyggnir, tryggja straz hjá Samvinnutryggingum Framsóknar í garð sveitanna, ýmist að þeir vinni ekki af heilindum að framkvæmdum þar eða séu of kröfuharðir f. h. bænda. Svo kemur að- stoðarritstjóri þess og telur það mál málanna, „að skapa aukið samræmi um tekjur og lífsþægindi milli sveita og kaupstaða“. Ræðumaður á þakkir skil- ið, en hvort Mbl. og Sjálf- stæðisflokkurinn þakkar hon um, er annað mál. Um tvöfeldnina tölum við ekki. Þriðja málið, sem ræðu- maður drap á og vafalaust er vel látið, var um aukinn sykur til sultugerðar. Meðan húsmæðrunum er neitað um sykur í rabarbara og berja- sultu, er eytt sykri í tonna- tali í karamellur og annað sælgæti. „Eg játa, að ég skil ekki þessa sparnaðarráðstöf un með sykrið“ sagði ræðu- maður, og mun mörg hús- móðirin hafa verið honum þakklát og sammála. En það eru jafnvel tak- mörk fyrir grunnfærninni, a- ,m. k. hvað má auglýsa Þ. Jósefsson, heimtaði meiri fyrjr Kveldúlfana og sníkju- sykur til sælgætisgerðar, og mennina? mun krafa hans að mestu leyti hafa verið tekin til greina. Þetta gefur tekjur í ríkissjóð og það er víst ekki of mikið i þeim sjóði. Að vísu spillir sælgætið heilsu barna og unglinga. En það gerir minna til! Alþm. skal einnig upplýst- ur um, að hann styður þenn an fjrmálaráðherra dyggi- lega. Ennfremur skal þess getið, að Sjálfstæðismenn með skömmtunarstjóra sem odda mann munu mestu ráða um aukinn sykurskammt til sultugerðar. Allt þetta veit Sig. Bjarna- son, þegar hann treður upp í Útvarp og segist ekki skilja þetta ráðslag og verk sinna eigin flokksmana. Fyrir alllöngu síðan, var Mbl. að velta fyrir sér, hve litlir menn gætu orðið litlir. Nú má öllum ljóst vera, að þeir geta orðið alveg pínu- litlir. 29. ágúst 1949 Áheyrandi TENGILL H F. Sími 80 694 Heiði við Kleppsveg annast hverskonara raflagn- ir og viðgerðir svo sem: Verk smiðjulagnir, húsalagnir, skipalagnir ásamt viðgerðum og uppsetningu á mótorum, röntgentækjum og heimilis- vélum. Forðizt eldinn og eignatjón Framleiðum og seljtim flestar tegundir handslökkvi tækja. Önnumst endurhleðslu á slökkvitækjum. Leitið upp- lýsinga. Kolsýruhleðslan s.f. Simi 3381 Tryggvagötu 10 Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.