Tíminn - 02.09.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.09.1949, Blaðsíða 4
TÍMIN'N, föstudaginn 2. september 1949 184. blað ;iálfstæðisflo n er óhæfur tii að fara með dómsmálastjórnina Reynslan af réttargæzlu Bjarna Benediktssonar Skattamál Kiljans. Nokkurt umtal hefir undan carið átt sér stað í tilefni af skattamáli Halldórs Kiljans Laxness rithöfundar. Húseign hans 1 Mosfellssveit, Gljúfra- steinn að nafni, og tveir bílar naía verið auglýstir til sölu á aauðungaruppboði vegna van goldinna skatta fyrir skatt- arið 1947. Samkvæmt fram- tali hans lagði niðurjöfnun- arnefndin í Mosfellssveit á hann kr. 1168.00, en yfirskatta tiefnd hækkaði það síðan upp :t, kr. 40.000.00 og ríkisskatta- íeínd upp í kr. 224.811.00. Astæðan til þess, að yfir- nefndirnar hækkuðu þannig skatta Kiljans mun vera sú, að hann hefir hlotið miklar tekjur af sölu bóka sinna er- lendis, en ekki talið þær fram. í t.ilefni af þessu mati nefnd- anna hefir dómsmálaráðu- neytið fyrirskipað rannsókn, þar sem lítið eða ekkert af þeim gjaldeyri, er Kiljan hef- :ir þannig aflað, mun hafa kqjnið fram. Réttarfarshugmyndir kommúnista. í tilefni af þessari ákvörðun dómsmálaráðherrans, hefir Þjóðviljinn viðhaft þung orð og stór og talið hana rétt- árafbrot hið mesta. Slíkt hljómar þó býsna einkenni- lega, þar sem Þjóðviljinn hef- ir krafist allra blaða ákveðn- ast, að rannsökuð yrðu gjald- eyrismál heildsalanna. Eftir mati ríkisskattanefndar virð- ist hér geta verið að ræða um undanstolinn gjaldeyri, er nemi nokkrum hundruðum þús. kr. Eftir að þetta mat ríkisskattanefndar lá fyrir, hefðu það verið hrein embætt isafglöp af dómsmálaráð- herra að fyrirskipa ekki rann sókn. Framkoma Þjóðviljans í þessu máli lýsir vel, hvernig dómsmálastjórnin myndi vera, ef hún kæmist í hendur kommúnista. Lögin myndu verða í fullu gildi gagnvart andstæðingunum, en flokks- mönnum þeirra hins vegar hlíft. Þess vegna er Þjóðvilj- inn nú svona stórhneykslað- ur yfir því, að rannsakað sé það athæfi Kiljans, er hann heimtar, að sé rannsakað hjá óörum, er svipað virðist ástatt um. Annars kemur þessi af- staða kommúnista ekki á ó- vart, því að svona er réttar- farið í öllum þeim löndum, sem þeir ráða. Refsiarmi lag- anna er miskunnarlaust beint gegn andstæðingunum, en samherjunum hlíft. Sekt dómsmálaráð- herrans. fiíál þetta hefir orðið til þéks að beina athygli að rétt- argæzlu núv. dómsmálaráð- herra. Fáir munu þó verða til að taka undir þá ákæru Þjóð- viijans, að ekki hafi verið rétt að fyrirskipa rannsókn- ína á hendur Kiljans. Það er rétt hjá Mbl., að það hefði veríð' embættisbrot af ráð- herranum að gera það ekki. .En eins og það hefði verið em bættisbrot af ráðherranum i að vanrækja það, eru það em- bættisbrot af honum að hafa vanrækt að fyrirskipa rann- sóknir í fjölmörgum tilfellum, þar sem ekki er ólíkt ástatt, Fyrir það er ráöherrann ekki aðeins álass veröur, heldur sýnir það, að hann er með öllu óhæfur til að gegna þessu ábyrgðarmikla embætti. Það sýnir, að réttarfarshugmynd- ir hans eru býsna keimlíkar réttarfarshugmyndum komm únista, sem ekki vilja láta lögin ná til sinna manna. Það veit hvert mannsbarn í landinu, sem eitthvað er komið til vits og ára, að stór- feldur undandráttur gjald- eyris hefir átt sér og á sér stað. Þessi undandráttur hefir ekki sízt átt sér stað og á sér i stað vegna þess, að refsivendi laganna hefir ekki verið beitt, nema rétt endrum og eins og þá aðallega gegn pólitískum andstæðingum dómsmálaráð- herrans. Rannsóknin út af rússnesku pésunum í Kron í fyrra og rannsóknin gegn Kiljan nú eru helztu stórræði ráöherrans á þessu sviði. Sá dómsmálaráðherra, sem lætur mönnum þannig hald- ast uppi að brjóta lögin og beitir lagasverðinu aðeins ein staka sinnum gegn pólitískum andstæðingum, er eins óhæf- ur til að fara með þessi mál og framast er hægt að hugsa sér. Óhugnanlegar afleið- ingar. Eins og fjármálaástand okk ar er nú, er það eðlilegt, að hér þrífist undandráttur á gjaldeyri og hvers konar spill- ing í sambandi við hann, nema réttargæzlan sé í allra fullkomnasta lagi. Með því að láta hana sofa, nema endrum og eins og þá helzt, þegar andstæðingar eiga í hlut, er verið að bjóða þessari spill- ingu heim báðum höndum. Hin duglausa dómsmálastjórn síðari ára á einna ríkasta þátt inn í því, hvernig ástandið er nú í þessum efnum. En það er ekki aðeins, að þessi nær algeri slappleiki og uppgjöf réttarvaldsins, gefi fjárspillingunni og gjaldeyris svikunum byr í seglin. Þetta framferði er jafnframt á góð- um vegi að grafa aðalgrund- völlinn undan réttarörygginu, virðingunni fyrir lögum og rétti. Það er komið allt að því, að almenningur líti orðið á það sem ofsókn, ef eitthvern- tíma er fyrirskipuð réttar- rannsókn út af slíkum málum, þar sem vitað er, að svo ótal- mörgum öðrum er hlíft. í stað þess að líta á Gísla Halldórs- son og Halldór Kiljan eins og sökudólga, er jafnvel engu síöur litið á þá sem píslar- votta, þar sem þeir séu áfelld ir fyrir það, sem svo margir hafa gert, án minnstu íhlut- unar ákæruvaldsins. — Svo sljótt er almenningsálitið jafnvel orðið, að menn telja jafnvel réttast aö rannsóknin gegn Gísla og Kiljan falli nið ur, þar sem svo mörgum öðr- um sé sleppt, í stað þess, sem menn ættu að krefjast að þess um rannsóknum yrði fylgt eftir af fyllstu röggsemi og jafnframt hafizt handa um að ná til annara sökudólga. Dugleysi dómsmálastjórn- arinnar og misbeiting henn- ar er þannig jöfnum hönd- um að skapa hina mestu fjár málaspillingu og að eyði- leggja virðinguna fyrir lögum og rétti. Leiðir til að upplýsa brotin. Menn munu segja, að auð- veldara sé um -þetta að tala, en við að fást. Það er alveg rétt. Fyrir leikmann er þó hægt að benda á fjölmarga möguleika til þess að hafa hendur í hári sökudólganna. Hér skal t. d. bent á ferðalög- in. Fjölda margir, sem nær engan ferðagjaldeyri hafa fengið, hafa farið utan og lif- að þar og svallað á hinn rík- mannlegasta hátt. Hvaðan hefir þessi gjaideyrir veriö runninn? Hvers vegna hefir dómsmálaráðherrann aldrei séð ástæðu- til að rannsaka það? Þá mætti bæta umboðs- laununum við. Sum fyrirtæki, eins og t. d. Sambandið gefa viðskipta- og gjaldeyrisyfir- völdunum upp umboðslaun sín og ráðstafa þeim í sam- ráði við þau. Önnur gefa ekki nein umboðslaun upp og ekki vitnast neitt um þau, nema svo kynlega vilji til, að „fakt- ura“ finnist í tunnu. Hvers- vegna er þetta ekki rann- sakað? Þá skal að lokum bent á ekki ófróðlegt rannsóknar- efni. Fyrir nokkru varð upp- víst um, að heildverzlun bað erlent fyrirtæki, sem hún skipti við, að leggja umboðs- launin í banka erlendis og .gerði hún engar ráðstafanir til þess að láta hérlend gjald- eyrisyfirvöld vita um þetta. Mál þetta var rætt í þinginu og upplýsti þá núv. fjármála- ráðherra, að þetta væri al- gengur siður. Hversvegna lét dómsmálaráðherrann ekki fjármálaráðherrann sanna þennan áburð sinn á verzlun- arstéttina almennt? Hér var þó vissulega ástæða til rann- sóknar. Nei, möguleikarnir til að fá þessi mál upplýst, eru miklir, en núv. dómsmálaráðherra hefir látið þá sér úr greipum ganga og því er ástandið eins og það er. Hlutverkið, sem íhaldið ætlar dómsmálaráð- herranum. Sú óhæfni dómsmálaráð- herrans, sem hér hefir verið lýst, stafar ekki af því, að hann skorti greind og dugnað til að hafa hér forustu á hendi, ef hann vildi. Hún ligg ur í hinni flokkslegu afstöðu hans. Dómsmálaráðherrann er for ingi í flokki, sem er stofnað- ur og starfræktur í þeim til- gangi fyrst og fremst að vera skjaldborg um fjárbraskar- ana í landinu. Innan hans eru flestir þeir, sem eru sekastir (Framhald á 6. síðu) BARNAMAÐUR tekur hér til máls eftir aö hafa lesið Mbl. og blanda ég mér ekki í þaö mál: ,,Mbl. segir frá því, sama dag- inn og það skýrir frá framboði Ólafs Thors, að fimm ára dreng- ur hafi komið út i sveit með móð- ur sinni og spurt þar um er hann sá kvígu á túninu, hvort það væri þetta, sem kallað væri Gylfi. Mér finnst þessi kosningasaga Mbls. merkileg, því að hún sýnir bæði uppeldi og málefnabaráttu Thorsfjölskyldunnar. Þessi ungi Thors, fimm ára gamall, þekkir ekki hest frá kú, og á heimili sínu hefir hann ekki lært að nefna húsdýrin réttu nafni. ÞAÐ VAR EINU SINNI KARL, sem sagöi: „Hann fór nú fyrst að blabra í gærkv'ld hann Egill litli. Hann sagði: Skattinn dinn! Skattinn dinn“. Þetta þótti tíæmisaga um bæjar- brag og uppeldi þar og eins er þessi nýja Thorsarasaga. — Haltu áfram með uppeldissögur frá Thorsurunum, Moggi sæll! Reyndu nú að vera sem skemmtilegastur í kosningahríðinni. Við sjáum þá hvað smekklegur þú ert“. G. V. SENDIR HÉR KVÆÐI, sem er dagsett 26. ágúst. Það þarf engra skýringa. Það eru hugleið- ingar búandans í ótíðinni, rök- réttar og eðlilegar: „Starkaður gamli, ég stefni til þín stökum því regnið hrýtur. Þær eru stundastyttan mín er styrkinn óðum þrýtur. Reiðinnar býsn getur rignt og rignt það renna um túnið straumar. Á jörðinni sifellt dengt og dengt og droparnir verða flaumar. í kolpollum bullar og kraumar. „Guðsmyndin“ öll er angurvær af óhug, með hroll í skinni. Því veturinn færist nær og nær en náðartíminn æ minni, og hver veit nær lekanum linni. Samt er eitt bjargráð í svona tíð — sumum þó fjær en skyldi — Það er að heyja og heyja strið og hafa vothey í gildi, það verður mannskepnum mildi. Það angar að vetrinum eins og brauð og orkan í fullu gildi. Af skorti þarf enginn að eiga í nauð þó á brezti vetrarins mildi ef bændur það skildu sem skyldi. Það þarf ekki turna úr tré eða stein, tóftin má vera úr klumbu. En heíðu þær tvær, því aðeins ein en oflítið, mundu þá rumbu er hryðjurnar taka sér trumbu. Samt er það betra hún sé úr stein, þó sjáist ei vaða skýin. Og betri eru tvær en aðeins ein þótt eigi hún stóran gýginn, það reyndist björg fyrir býinn. Súldinni, rosanum sérðu við ef seturðu gryfju við króna, og hefur það fyrir fastan sið að fyll ’ana oft og „nóna“ ekki um sláttinn þó bjóðist bið á brennandi þurrk á hóna. ÞAÐ VIL ÉG AÐEINS taka fram að ég panta ekki beinlínis deilur um turna og aðrar votheyshlöð- ur, því að fyrsta atriðið er vot- hey og votheysverkun, þó að djúpar heystæður ofan jarðar að neðan eftir ástæðum eigi þar bezt við. En margt er svo sem rætt óþarfara en bezta gerðin þar. Starkaður gamli. Eg þakka hjartanlega gjafir, heillaskeyti og heim- sóknir á 70 ára afmæli mínu 26. ágúst. Guðmundur Stefánsson frá Lýtingsstöðum Hjartans þakkir fyrir alla vinsemd og virðingu mér veitta á aldarafmæli mínu 28. ágúst s. 1. Sesselja Guðmundsdóttir Hjartanlega þakka ég öllum þeim. sem glöddu mig á 75 ára afmælinu. Jóhannes Sigvaldason, Efra-Koti MiiiiiiiiiiitiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniimiiiiiiiiimiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii -3 duglegar stúlkur l óskasta nú þegar. Uppl. gefur ráðskonan í straustofunni Þvottamiðstöðin immmmmmmmmmmmmmimmimmiimmmimmmmmmmimmmmmmimmmmiimmimimmiio

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.