Tíminn - 15.09.1949, Page 5
195. blað
TÍMINN, fimmtudaginn 15. september 1949
5
Flntiitlud. 15. sept.
Jaínréttismál hér-
aðanna bg flokk-
arnir
Eitt af því, sem miklu hlýt-
ur aö ráða um afstöðu manna
í kosningunum, er viðhorf
flokkanna til þess, hvernig
þeir vilja tryggja jafnvægi
byggðarinnar í landinu.
Það er svo augljóst, að ekki
þarf um það að ræða, að mjög
hefir sigið á ógæfuhlið í þeim
málum seinustu áratugina.
Fólksstraumui'inn til höfuð-
staðarins hefir verið alltof
ör. Það hefir leitt af sér mikil
vandkvæði, bæði fyrir höfuð-
staðarbúa og fólkið í dreifbýl-
inu. Þó eiga þesSi vandræði
beggja eftir að verða miklu
meiri, ef þessu heldur áfram.
Hér þarf því að verða breyt-
ing á. Kjósendur þurfa því að
glöggva sig vel á því, hver
flokkurinn muni liklegastur
til að hrinda þessar-i breyt-
ingu fram.
í því sambandi er bezt að
dæma flokkana eftir reynsl-
unni á liðnum árum.
Stefna Sjálfstæðisflokksins
i þessum málum hefir speglast
vel í fjárlagafrv. þeim, sem
fjármálaráðherra hans hefir
lagt fyrir seinustu þing. Þar
hefir jafnan veríð lagt til að
skera niður hvers konar verk-
legar framkvæmdir í dreifbýl
inu, eins og hafnargerðir,
vegabætur, símalagningar o.
s. frv. Fyrir atbeina- Fram-
sóknarflokksins hafa þessi
framlög verið hækkuð í þing-
inu.
Jafnmikill samdráttur verk-
legra framkvæmda í dreifbý!-
inu og f j ármálaráðherra Sjálf
stæðisflokksins hefir lagt til,
myndi tvímælala-ust hafa auk
ið fólksflóttann úr héruðun-
um enn meira en raun hefir
þó á oröið.
Gott dæmi um þessa stefnu
Sjálfstæðisflokksins er það,1
að fjármálaráðherrann lagði
til á seinasta-þingi að verja 3
millj. kr. til nýrra vega á þessu
ári, en Sjálfstæðismenn í
bæjarstjórn Reykjavíkur
höfðu þá nýlega samþykkt að
verja 5 millj. kr. til gatnagerð
ar í bænum á sama tíma. Fyr-
ir harðvítuga baráttu Fram-
sóknarflokksins fékkst fram-
lagið til nýrra vega hækkað
upp í 7 millj. kr.
Annað, sem ekki sýnir síður
stefnu Sjálfstæðisflokksins, er
afstaða fulltrúa flokksins í
Fjárhagsráði, en þar er nú á-
kveðið, hvar í landinu verk-
legar framkvæmdir skuli gerð
ar aðrar en opinberar fram-
kvæmdir. Varaformaðurinn
þar, Birgir JKjaran, hefir ný-
lega lýst því yfir í Mbl., að
fulltrúar Sj álfstæðisflokksins
hafi jafnan reynt að hafa hlut
Reykjavíkur í fjárfestingunni
sem ríflegastan. Þaö þýðir
vitanlega, að þeir hafa leitast
við að minnka fjárfestinguna
og framkvæmdirnar annars
staðar að sama skapi.
Seinast, en ekki sízt, ber
svo að nefna verzlunina, en
hún hefir meiri.áhrif á jafn-
vægi byggðarinnar en nokk-
uð annað. Það þarf ekki að
lýsa fyrir fólki úti um land,
hve mjög hlutur þess hefir
E R.LE NT YFIRLIT:
Theodor Heuss
Hann hefir versð kjörinn fyrsti forseíi
vesínr-Jtýzka lýðveldisins
Síðastl. mánudag fór fram
kosning rikisforseta fyrir Vest-
ur-Þýzkland á sambandsþinginu
í Bonn. Úrslit urðu þau, að dr.
Theodor Heuss náði kosningu.
Hann hlaut 416 atkvæði, en dr.
Schumacher, foringi jafnaðar-
manna, hlaut 312 atkvæði. For-
seti er kjörinn af báðum þing-
deildum sameinuðum.
Dr. Theodor Heuss verður
þannig fjórði forseti Þjóðverja.
Fyrstur var Ebert, þá Hinden-
burg og loks Hitler. Hitler bar
þó aldrei forsetanafn, heldur
kallaði sig foringja og kanslara
Þýzkalands.
Merkur fræðimaður.
Dr. Theodor Heuss er 65 ára
gamall. Faðir hans var vegaverk
stjóri og kostaði hann son sinn
til mennta. Hann valdi sér fé-
lagsmálin að námsgrein. Fljót-
lega hóf hann afsk'pti af stjórn-
málum og gekk í lið með frjáls-
lynda flokknum, er þá hélt uppi
aðalmótspyrnu gegn keisara-
stjórninni. Hann var um skeið
all handgenginn aðalleiðtoga
frjálslynda flokksins Fried-
rich Neumann, sem var einn af
merkustu stjórnmálamönnum
Þjóðverja á sinni tíð. M. a. rit-
aði Heuss allmikið í tímarit
Neumanns „Hilfe.“ Hann hóf
jafnframt að rita bækur um fé-
lagsmál og hefir afkastað miklu
á því sviði. Eitt merkasta verk
hans er ævisaga Neumans, sem
er geysistórt ritverk. Þar er ekki
aðeins rakinn baráttusaga þessa
merka stjórnmálamanns, held-
ur er stefna frjálslynda flokks-
ins mörkuð þar mjög glöggt. —
Þetta rit er því stundum nefnt
eins konar biblía frjálslynda
flokksins. Heuss er yfirleitt
talinn merkasti núlifandi fræði-
maður Þjóðverja á sviði félags-
málanna.
Árið 1919 varð Heuss prófessor
við háskólann í Berlín og sama
ár reyndi hann að ná kosningu
til ríkisþingsins. Hann féll og
sagði þá þau orð, sem nú er oft
vitnað til: Prins getur beðið.
Síðar var hann kosinn þingmaö
ur og var hann mikilsmetinn í
flokki sínum, þótt aldrei væri
hann einn af aðalforingjunum.
Afstaðan til Hitlcrs.
Dr. Heuss var frá fyrstu tíð
harður andstæðingur nazista.
Árið 1932 gaf hann út bók, sem
nefndist: Vegur Hitlers, þar sem
hann fordæmdi nazismann
vægðarlaust. Ári síðar var hann
þó í hópi þeirra þingmanna, er
greiddu atkvæði með því að
veita Hitler alræðisvald. Dr.
Heuss beygði sig þar fyrir á-
kvörðun flokks síns, en innan
flokksins haföi hann beitt sér
fyrir því, að flokkurinn greiddi
atkvæði á móti lögunum. Nazist
ar sýndu það líka fljótlega, að
þeir töldu hann ekki af sínu
sauðahúsi. Eitt fyrsta verk
þeirra var að svipta hann pró-
fessorsstöðunni og bók hans:
„Vegur Hitlers" var ein sú
fyrsta, sem þeir báru á bál.
Fyrst eftir að dr. Heuss missti
prófessorsstöðuna vann hann
fyrir sér við blaðamennsku, en
nazistar bundu fljótt enda á
það. Meðan þeir ríktu í Þýzka-
landi gat hann því ekkert haft
fyrir stafni, og varð kona hans
að vinna fyrir heimilinu sem
auglýsingateiknari.
Dr. Heuss hefir nú í smíðum
mikið ritverk, þar sem hann ætl
ar að rekja sögu nazismans og
j skilgreina hann.
Foringi frjálslyndra.
| Þegar styrjöldinni lauk kom
dr. Heuss aftur fram á sjónar-
sviðið og hóf meðal annars út-
gáfu blaðs í Heidelberg, er hann
hefir gefið út síðan. Nokkru síð-
ar varð hann menntamálaráð-
herra í Wúrttemberg-Baden.
Hann vann að stofnun frjáls-
lynda flokksins og hefir manna
mest unnið að því að móta
stefnu hans og túlka hana fræði
lega. Á síðastl. ári var hann kos-
inn formaður flokksins. Sigur
flokksins í kosningunum nú er
ekki sízt þakkaður forustu hans.
Sjálfur náði hann þó ekki kosn-
ingu í kjördæmi sínu, en komst
að sem uppbótamaður.
Höfundur Bonnstjórnar-
skrárinnar.
Dr. Heuss átti sæti á stjórn-
lagaþinginu í Bonn og telja
margir hann einn aðalhöfund
nýju stjórnarskrárinnar. Sér-
staklega beitti hann sér fyrir
því, að forsetinn yrði hafður
valdalítill. Þannig getur forset-
inn hvorki vikið kanslaranum
Theodor Ileuss.
frá eða rofið þingið, en það gat
hann samkvæmt Weimarstjórn-
arskránni. Hlutverk forsetans
verður fyrst og fremst að vera
eins konar ópólitískt sameining-
artákn þjóðarinnar, sem er haf-
ið yfir hinn pólitíska flokka-
drátt. Við megum ekki búa til
nýjan Hitler, sagði dr. Heuss við
hina stjórnlagaþingmennina.
Þá beitti dr. Heuss sér mjög
fyrir því, að fylkjakrefi yrð:
komið á og fylkin látin hafa
sem mest völd. Við getum eign-
ast nýjan Hitler, sagði hann, ef
•sambandsstjórnin hefir mikil
I völd.
Stefna Heuss.
I Stjórnmálastefna dr. Heuss er
í megindráttum hin sama og
frjáislyndu flokkarnir höfðu á
seinustu öld. Þess vegna þykir
mörgum hann of gamaldags og
bæði jafnaðarmenn og komm-
únistar telja hann afturhalds-
saman. Kjarninn í kenningu dr.
Heuss er sá, að frelsi einstakl-
ingsins beri að tryggja sem bezt
og ekki megi setja óeðlileg höft,
sem dragi úr andlegum þroska
hans eða athafnaþrá. Frjáls-
lyndu flokkarnir þurfi nú að
berjast gegn ofmiklu valdi rík-
isins eins og þeir börðust gegn
(Framhain á 6. sí&u)
verið fyrir borð borinn í þess-
um efnum. Fulltrúar frá hér-
uðunum héldu fyrv: nær
tveimur árum fund í Reykja-
og kröfðust þess, að innflutn-
ingnum væri skipt milli lands
hlutanna í samræmi við íbúa-
tölu. Framsóknarflokkurinn
einn studdi þessar kröfur. —
Sjálfstæðisflokkurinn beitti
sér eindregið á móti þeim og
stóð ekki á því, að hann nyti
þar aðstoðar Alþýðuflokksins,
eins og endranær.
Þetta sýnir, aö Sjálfstæðis-
flokkurinn beitir jafnan áhrif
um sínum til óhags fyrir fólk-
ið, sem býr utan Reykjavíkur.
Með því aö stuðla að þessum
misrétti, er hann þó raunveru
lega ekki að bæta hag henn-
ar, því aö hún tapar á því, er
til lengdar lætur, að fólkið sé
ofmargt hér, en aðrir lands-
hlutar séu vanmegna. Fyrir
Reykvíkinga er það ekki
síður hagur en dreifbýlisfólk-
ið, að hér sé tryggt jafnræði
og jafnvægi.
Um Alþýðuflokkinn þarf
ekki að tala, þar sem foringj-
ar hans eru ekkert annað
orðnir en dindlar Sjálfstæðis-
flokksins. Kommúnistar hafa
sjálfir dæmt sig svo rækilega
úr leik, að um þá þarf ekki
að tala.
Framsóknarflokkurinn einn
hefir sýnt það með stefnu
sinni og störfum, að hann vill
vinna að jafnvægi og jafn-
rétti á þessu sviði. Þess vegna
mun dreifbýlisfólkið skipa sér
undir merki hans, því að þann
ig tryggir það sér bezt full-
trúa, er halda fram réttmæt-
um jafnréttiskröfum þess.
Þess vegna munu líka miklu
fleiri Reykvíkingar en áður
fylkja sér undir merki hans
nú, því að hér fer sá skiln-
ingur ekki síður vaxandi en
annars staðar. að öfugþróun
undanfarinna ára er ekki síð-
ur hættuleg fyrir Reykjavík
en héruðin.
Raddir nábúanna
í Degi segir nýlega á þessa
leið:
„Þjóðviljinn birtir um þess
ar mundir greinaflokk, sem
hann kallar „Þættir úr sögu
gjaldeyrisþjófnaðarins.“ Fer
að sjálfsögðu vel á þvi, að
slíkir pistlar birtist í því mál-
gagni, því að fáum mönnum
mun betur um það kunnugt
cn kommúnistum, hvernig
farið var að því að svíkja fé
úr landi á árunum 1944—
1947. Þá áttu þeir tvo ráð-
herra í ríkisstjórninni og
fulltrúa í flestum hinum
valdamestu nefndum ríkis-
valdsins. Þótt allar líkur
bendi til þess að öll gögn um
þessa hlið málsins séu fyrir
hendi í innsta hring komm-
únistanna hér, bregður samt
svo undarlega við, að Þjóð-
viljinn gleymir alveg að geta
um upphaf gjaldeyrissvik-
anna — þá staðreynd, að það
var f járbruðl og hófleysi „ný-
sköpunar“-stjórnarinnar, sem
var vatn á myllu þeirra, sem
vildu svíkja fé úr landi. í
Ijósi þessarar „gleymsku“
verður önnur „sagnaritun“
þessa Kominform-málgagns
næst létt á metunum."
Þaö er vissulega rétt, að
kommúnistum ferst illa að
tala um sig sem syndlausa í
þessum efnum, því að fáir
hafa hjálpað heildsölunum
betur við það að koma þýfinu
undan en þeir.
Fraraboðin
Undirbúningur framboði
gcfa oft á tíðum nokkra hug-
mynd um kosningaaðsföði
flokkanna, erfiðleikana, sem
þeir eiga við að stríða í sjálfr
kosningabaráttunni.
Framboð Framsóknarfl,
munu nú öll vera ákveðin,
og er það meira en hægt e:
að segja um framboð hinna
flokkanna. Framboð Fram-
sóknarflokksins eru almennt
talin vel ráðin. Allir þing-
menn flokksins eru í kjöri
nema aldursforseti þingsins
sem lýsti yfir því fyrir löngu.
að hann myndi ekki vera i
kjöri oftar- Um aðra fram
bjóðendur, þar á meðal þá,
sem ekki hafa áður verið i
kjöri, er almennt játað, að
þar hafi valizt dugandi menn
j til baráttunnar, og að ekkv
myndu aðrir líklegri til sig-
urs. Ákveðnar sigurvonir eru
tengdar við suma þeirra. —
Framboð Karls Kristjánsson-
ar í Suður-Þingeyjarsýslu vek
ur sérstaka athygli og sýnir.
að klofningi þeim, er veric
hefir undanfarið milli flokkt
manna í héraðinu, er nú að
ljúka, enda hafa Suður-Þing-
eyingar löngum verið meni
félagslyndir og sýnt um að
jafna misklíð, er nauðsyn ber
til. Lof það, er Sjálfstæðis-
menn hafa reynt að bera a
Jónas Jónsson, t. d. það, er
Mbl. sagði í sumar, að Ófeig-
ur þyrfti að komast á sens.
flest heimili í landinu, virðisv
ekki hafa verið honum eða
fylgismönnum hans að skapi
og mun mörgum þykja gotv
til þess að vita, sem með hon-
um hafa unnið og kunna aé
meta það, sem hann hefir a
sig I'agt í langri baráttu.
Úr herbúðum andstæðinga
berast hins vegar margai
sögur um viðsjár og erfið-
leika. Sjálfstæðismenn eru
önnum kafnir við að sparka
tveim þingmönnum sínum af
listanum í Reykjavík. Borg
arstjórinn, sem gafst upp a
Snæfellsnesi, þarf að komasv
að, og Sjálfstæðismenn i
liöfuðstaðnum telja ekki o
sanngjarnt, að þeir eigi eínii
fulltrúa á þingi. Um leikslok
er enn óvíst. Sigurður Hlíðai
vék, að vísu ótilneyddur, fyr-
ir óreyndum lögfræðingi, ei.
j Sveini á Egilsstöðum vai
! þrýst til að biðjast lausnar
og taka næsta sæti neðan
við vonleysið í Norður-Múla-
sýslu, en Ólafur Thors setti
leikinn á svið austur þar oja
í Morgunblaðinu-
Alþýðuflokkurinn varð enr.
á ný að dæma forsætisráð-
herrann til að vera uppbót-
arþingmann án tilskilinna
atkvæða. í Reykjavík er værið
að reyna að fá Sigurjón Ólaís
son til að víkja með góðu tií
að fá von fyrir Harald og
Gylfa, annan þeirra á upp-
bót. Hannibal fór vestur, sa
og sigraði, gegn vilja flokks
stjórnar syðra, vegna veik-
inda Finns á ísafirði. Ingi-
mar Jónsson var innbyrtui
á síöustu stundu í Árnessýslu
ásamt nýjum manni, jafn-
vígðum, af því að annað vai
eklti hægt. En Barði Guð-
mundsson hvað vera í þanrt
veginn að falla fyrir borð á
Seyðisfirði.
Kommúnistar hafa líka átv
í ýmsum þrengingum, hvorv
sem hinum suður-slafneskv
marskálki verður um kennr
eða ekki. Vestmannaeyingar
hafa látið á sér skilja, að þeir
myndu endursenda þann, ei?
þeim var áður sendur ur
rFrnmhaldá fí sfnv)