Tíminn - 16.09.1949, Page 1

Tíminn - 16.09.1949, Page 1
Ritstjórl: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Hélgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur i Edduhúsinu Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasimi 81300 Prentsmiðjan Edda 33. árg. Reykj&vík, föstudaginn 16. sptember 1949 196. blað Raftækjaverksmiðjan í Hafnar- firði byrjuð smíði kæliskápa Framleiðsla stranmbreyta handa sveita- býlum Isefst á uæsta ári. Raftækjaverksmiðjan í Hafnarfirði er nú byrjuð á fram- leiðslu kæliskápa og hefir í smíðum hús, þar sem á næsta ári verður byrjað að smíða straumbreyta til notkunar í sveitum landsins. Raftækjaverksmiðjan er eitt af myndar- Iegustu iðnfyrirtækjum landsins, og hefir á annan áratug framleitt vörur, sem fyllilega standast samanburð við er- lendan varning, bæði hvað verð og gæði snerta. — Fram- kvæmdastjóri verksmiðjunnar er Axel Kristjánsson. Rafha-kæliskápurinn. Verksmiðjan er þegar búin að smíða milli tuttugu og þrjátíu kæliskápa,. en gert er ráð fyrir, að smíði um eitt hundrað skápa verði lokið fyr ir áramót. Alls á verksmiðjan efni i 450 skápa. Af gjaldeyrisástæðum er þó engin vissa fyrir framhaldi þessarar framleiðslu, en und- irbúningi að kæliskápasmíð- inni hefir verið svo hagað, að unnt er að framleiða um fimm hundruð skápa á ári, ef efni fæst. Verð kæliskápanna veröur 1800 krónur. Efni í hvern skáp kostar fimm hundruð krónum í erlendum gjaldeyri, og þyrfti verksmiðjan því að fá 250 þúsund króna gjald- eyrisleyfi til slíkra efniskaupa á ári hverju, ef hún á að geta framleitt þá fimm hundruð skápa, sem áætiað er. Sala kæliskápanna hefst upp úr næstu mánaðamótum. Rafha-kæliskápurinn er framleiddur í náinni sam- vinnu við A/B. Elektrulux, í Svíþjóð. Kælitækið er keypt frá Elektrulux en skápurinn allur smíðaður hér og settur saman. Kælitækið er af svo- kallaðri Absorbiton-gerö, kuldi er framleiddur með hita en enginn mótor er notaður. Geymslupláss skápsins er 85 lítrar eða um 3 kúbífet. Þessi stærð er mest hotuð i Svíþjóð, og er talin henta vel öllum almenningi. Fyrst um sinn verða skáparnir af frí- standandi gerð en seinna er ætlunin að einnig verði fram leiddir innbyggðir skápar. Straumbreytar handa sveiíabýlum. Eins og áður er sagt, hef ir verksmiðjan í smíðum hús, þar sem smiða á straumbreyta handa sveita býlum. Á iínum þeim, sem rafmagn er leitt með frá hinum stærri orkustöðvum um sveitir landsins, er 10— 11 þúsund volta straumur, og verður að lækka hann niður í 220 voít á hverju sveitabýli, sem not fær af rafmagninu. Til þess þarf straumbreyta þá, sem raf- tækjaverksmiðjan hyggst _nú að hefja framleiðslu á. Þessi íramleiðsla á að byrja á næsta ári, og hefir verksmiðjan fengið leyfi fyrir efni í eitt hundrað straum- breyta, en ekki hefir henni enn verið leyft að borga það. Framleiðsla raftækja- verksmiðjunnar. Raftækjaverksmiðjan hefir' hingað til framleitt eldavél- ' ar, borðhellur, þilofna og þvottapotta, og hafa allar vörur hennar líkað mjög vel. Mest stund hefir verið lögð á smíði eldavéla, enda brýn þörf fyrir þær. Um næstu ára mót mun . verksmiðjan hafa lokið smíði um 13600 eldavéla. Verður þetta ár mesta fram- leiðsluárið — væntanlega með 2600 eldavélar. Framleiðsla eldavélanna hófst* 1937, og komst upp í 1400 eldavélar 1938. Á stríðs- árunum dró úr íramleiðsl- unni sökum efnisskorts, en hún færðist aftur í aukana með árinu 1945. Mikil þörf fyrir raf- magnstæki. Sökum sívaxandi raf- magnsnotkunar er mikil þörf fyrir rafmagnstæki hér á landi. Við rannsókn, sem gerð var upp úr síð- ustu áramótum, kom í ljós, aö hér á landi voru í notk- un um 13700 rafmagns- eldavélar. En þá var þörf fyrir 17 þúsund rafmagns (Framhaid á 7. siðut Slys við Múlaá * 1 Nú í sumar hefir verið í smiðum brú yfir Múlaá í Skriðdal, skammt frá Þing- múla. Síðastliðinn föstudag varð þar það slys, að átján ára piltur frá Seyðisfirði, Ágúst Sverrisson, varð undir fall- hamri með hægri höndina, og tók af alla fingur, nerna litla fingur og hálfan baugfingur. Farið var með manninn niður að Egilsstöðum, en þangaö er þriggja stunda akstur ofan úr Skriðdal. Gerði læknir þar að sárum hans, en síðan var hann fluttur til SeyÖisfjarðar, Heyskaðar við Gilsfjörð í stórviðri því, sem gekk yfir Vesturland, um síðustu helgi, urðu talsverðir hey- skaðar við Gilsfjörð. Veðrið var mest á sunnu- dagskvöldið, og fauk þá víða nokkuð af heyi, einkum í Saurbænum. í Stórholti í Saurbæ hafði til dæmis verið nýbúið að sæta allmikið af heyi, er veðrið skall á, og hurfu að kalla gersamlega tuttugu galtar af tuttugu og fjórum, sem úti voru. — Víð- ar urðu talsverðir heyskaðar af völdum veðursins. Undir Tjaldanesfjalli hafa vegavinnumenn verið að störfum. Fuku tjöld þeirra í veðrinu, og munir ýmsir, er vegagerðarmennirnir áttu. Þriðja nmferð Tafl- mótsins Þriðja umferð haustmóts Taflfélags Reykjavíkur var tefld s. 1. miðvikudagskvöld og fóru leikar þannig í meistara- flokki, að Friðrik Ólafsson vann Þóri Ólafsson, Ingvar Ásmundsson vann Guðjón M. Sigurösson, Árni Stefánsson vann Þórð Jörundsson, Stein- grímur Guðmundsson vann Jón Ágústsson, en biðskák varð hjá Sveini Kristinssyni og Hjálmari Theódórssyni, og er hún talin unnin fyrir Hjálmar. Leikar standa nú | þannig í meistaraflolcki, eft- ir þrjár umferöir, að Árni Stefánsson er efstur með vinning, en næstur er Friðrik Ólafsson með 2 vinninga. í fyrsta flokki fóru leikar iþannig, að Jón Guðjónsson j vann Björn Jóhannesson. i Kári Sólmundarson vann Ingimund Guðmundsson, | Haukur Sveinsson vann Ant- | on Sig.urðsson, Eiríkur Mar- elsson vann Magnús Vil- hjálmsson en Ásgeir Þór Ás- geirsson og Theódór Guð- mundsson eiga biðskák. I Biðskákir frá 2. umferð í meistaraflokki fói’u þannig, að Þórir vann Óla Valdimars- son, Sveinn vann Steingrím og Þórður vann Ingvar. Framboð Framsókn- armaima í Norður- ísafjarðarsýslu ráðið -pe | / Fiskiojuverio a Ólafsfirði starfrækt í sumar En vantasr vélai* og dósir. Frá fréttaritara Timans i Ólafsfirði. Fiskiðjuverið hér sauð í sumar niður síld í um eitt þúsund kassa, og er það í fyrsta skipti, að þaö er starf- rækt að ráði. Skortur var þó á hráefni. Enn sem komið er vantar iðjuverið bæði vélar og dósir til-þess að sjóða niður aðrar fisktegundir. Er það mjög bagalegt, að ekki skuli vera unnt að reka það á breiðari grundvelli en enn er orðið. Þórður Hjaltason, símstjóri og fyrrum bóndi í Ytri-Búð- um í Bolungarvík, verður frambjóðandi Framsóknar- flokksins í Norður-ísafjarðar- j sýslu við kosningarnar i ’ haust, eftir tilmælum margra forvigismanna flokksins í héraðinu. Þórður er Norður-ísfirð- ingur að ættt og uppruiia, fæddur á Markeyri í Ögur- hreppi 5. janúar 1904. Hann stundaði ungur búfræðinám á Hvanneyri og síðan frarn- haldsnám í Noregi og Dan- mörku. Gerðist bóndi að Ytri- Búðum í Bolungarvík 1935 og bjó þar og síðar í Meirihlíð, þar til hann fyrir fáum árum varð símstjóri í Bolungarvík. Þórður hefir gegnt margvís- legum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hérað, átt lengi sæti í hreppsnefnd Hóls- hrepps, verið formaður bún- aðarfélags þar síðan 1937, á sæti í stjórn Kaupfélags ís- firðinga og verið fulltrúi Norður-ísfirðinga á fundum Stéttarsambands bænda. Ýms um öðrum trúnaðarstörfum hefir Þórður gegnt, sem sýna traust það, er hann nýtur, enda er hann gerhugull og dugandi að hverju sem hann gengur. Þar eiga því bændur og aðrir frjálslyndir menn í Norður-ísafjarðarsýslu völ á ákjósanlegum fulltrúa, sem : þekkir vel málefni þeirra og lífsbaráttu. Laxveiðum hætt í gær var síðasti dagur árs- ins, er heimilt var að stunda lax- og silungsveiðar, sam- kvæmt gildandi löggjöf. Lélegur heyfengur við norðanverðan Breiðafjörð Heyskapartíð hefir, svo sem víðar, verið mjög erfið við norðanverðan Breiða- fjörð. Um fimm vikna skeið hafa verið sífelldir óþurrkar, að undanskilinni tveggja daga flæsu í síðastliðinni vilcu. Voru þá mikil hey úti, en þá náðu margir miklu upp. Yfirleitt má gera ráð fyrir, að heyfengur verði í rýrasta lagi um þessar slóðir. Aðalfundur Leik- félags Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn í fyrrakvöld. Nokkur óvissa er nú um framtíð og starf Leikfélags- ins eftir að þjóðleikhúsið tek- ur til starfa og var samþykkt tillaga um að fresta stjórnar- kosningu og fleiri aðalfundar störfum þar til séð verður hverjir verða fastráðir leikar ar við þjóðleikhúsið. Tveir menn voru kosnir til að vinna með núverandi stjórn félagsins að því að gera tillögur um framtíð félagsins. Þessir menn eru Lárus Sigur- björnsson og Þorsteinn Ö. Stephensen. Fjárhagur Leikfélagsins er nú sæmilegur. Litils háttar halli varð á rekstri þess síð- asta léikár, en félagið á þó fyrir skuldum. Góður árangur í 400 m. hlaupi Á innanfélagsmóti hjá K.R. s. 1. miðvikudag náði Magnús Jónsson ágætum árangri í 400 m. hlaupi, hljóp á 49.6 sek. og er það annar bezti árangur íslendings í þeirri grein. ís- landsmet Guömundar Lárus- sonar er 48.9 sek., sett í Stokk- hólmi s. 1. laugardag. Fram- farir hafa orðið ótrúlega miklar í 400 m. í sumar. Met Hauks Clausen var 50.4 í vor, en síðan hafa þrír menn náð betri árangri og metinu verið þríhnekkt.Auk Guðmundar og Magnúsar hefir Ásmundúr Bjarnason einnig hlaupið innan við 50 sek., og varð hann fyrstur til þess, er hann náði 49.7 á meistaramótinu. Landssveit íslands í 4 x 400 m. er mjög sterk og ein sú bezta í Evrópu og ætti að geta náð með góðum skiptingum um 3:15.0 mín, en það myndi nægja til að ná í stig fyrir ísland á næsta Evrópu-móti, sem fer fram næsta sumar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.