Tíminn - 16.09.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.09.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, föstudaginn 16. september 1949 196. blað Getur það enn gleymst? Með eiðum og undirskrift- um á Þingvelli var það ráðið, sem hvert mannsbarn veit eða þyrfti að vita, að íslend- ingar urðu ófrjálsir í sex aldir. Á miðsumri 1262 létu oddvitar þessarar þjóðar niður falla merki Ingólfs og Skallagríms, hmna.djörfu, norrænu bænda níundu aldar, sem hér lögðu grundvöU óháös ríkis í ár- daga.: Sú staðreynd er glögg. Um tildrög þessa viðburðar er margt hulið oss nútímamönn- um. JEn allir viðburðir eiga sér orsakir, og enginn þekkir við- burð til hlítar né skilur, nema hann hafi gert sér grein fyrir orsökum hans og aðdraganda. Það vitum við þó með vissu, að meginorsök þessa hörmu- lega atburðar var gleymsJca. Gamli sáttmáli var afleiðing þess, að íbúar landsins höfðu gleymt því, sem þeir máttu ekki gleyma. Einhverntíma, og sennilega oft, hafði sú ó- gæfa hent hér í landi, að af- komendur norskra herra og óðalsbænda gleymdu hvers vegna þeir voru hingað komn- ir. Enginn veit, hvenær þeir þyrjuðu að gleyma, en gleymska þeirra var mikil. Þeir gleymdu Haraldi hár- fagra og Hafursfjarðarorustu, þótt skráö hefði verið á skinn af fróðum mönnum, þeir gleymdu sárum skilnaðar- stundum í hinu forna föður- landi, hættuferðum og mann- fórnum á úthafinu, óteljandi örðugum landtökum við strönd hins fyrirheitna ey- lands og því sem þar fór á eftir, og til hvers allt þetta var á sig lagt. Þeir gleymdu nauðsyn þess að tryggja sjálf- ir frelsi sitt, eins og forfeður þeirra höfðu gert. Þeir gleymdu að halda við þeim skipastól, er forðum fluttu landnámsmennina og fjöl- skyldur þeirra hingað út. Þeir gleymdu að afla sér viðskipta- vina utan Noregs. Þeir gleymdu, að það gat verið hættulegt, að ganga í hirð hj á Haraldsniðjum og láta ís- lenzkt líf falt fyrir erlent gull. Þeir gleymdu, að halda áfram að tryggja frið og lög í landi eins og gert hafði ver- ið með stofnun Alþingis. Þeir gleymdu, að þeim bar að vaka yfir framtíð óborinna í þessu landi. Þeir gleymdu og héldu áfram að gleyma, þangað til þeir urðu þess varir á ör- lagastundu, að ekki varð aft- ]rr snúið — og buðust til þess — um seinan, að leysa hinn tignasta mann með fébótum i'éitt skipti fyrir öll frá gefn- úm heitum við Noregskonung. Það er ekki gott að segja, íiver gleymskan var verst. En við, Sem nú lifum, höfum oft Sþurt sjálfa okkur: Hvernig gát’ 'allt þetta gleymst? Hvern Tg “gat það gleymst að gera ráðstafanir til að varðveita þáð frelsi, sem svo mikið hafði verið lagt í sölurnar fyrir — þa/ð frelsi, sem í öndverðu skóp þessa þjóð og geymdi hinn dýra norræna arí. Og einu gleymdu þeir enn — sem fremur má til vork- urinar virða. Þeir gleymdu að varast ágengni hins nýja siðar. Þeir gleymdu því, sem Sverrir hafði séð í Noregi, að hin katólska Róm þeirra tíma ógnaði frelsi smáþjóðanna, að kirkja Péturs postula, sem boðaði heiðingjunum eilífa sælu í stað Valhallar, og pre- látar hennar og meinlæta- menn, gátu verið hættulegir óvinir frelsisins á þessari jörð. Með fljótfærni vanhyggj- unnar grípum við stundum til þess að skella skuldinni á einn mann eða fáa, þann sem sáttmálann gerði og þá sem eiðana unnu að lok- um. Það má ef til vill til sanns vegar færa, að sök þeirra hafi verið stór, að gleymska þeirra hafi verið með ódæmum. En það voru ekki þeir einir, sem gleymdu. Margir hafa gleymt á undan þeim. Að minnsta kosti nokkr ar kynslóðir hinna fornu goðaætta hafa vissulega verið of gleymnar, og sennilega margir fleiri, sem vel hefðu mátt muna hvað í húfi var. Eftir sex alda ófrelsi höfum við íslendingar nú varið nál. einni öld til að ónýta Gamla sáttmála. Við teljum, að því verki hafi verið að fullu lokið fyrir fimm árum með stofn- un hins nýja lýðveldis á ís- landi. Hin mikla raun sex alda varð þjóðinni ekki ofraun. Svo seigur var sá kynstofn, er að lokum sá ljós 19. aldar, að hann hafði ekki aðeins þrek til að þola það, sem á hann var lagt, heldur einnig að brjóta sér nýjar brautir og hefja það merki, sem fyrr- um var látið niður falla. Kynslóðir 19. og 20. aldar hafa gert ísland frjálst á ný. Með óbilandi atorku og fram- sóknarhug hafa þær unniö af- rek, sem að ýmsu leyti má jafna til afreka hinna fornu landnámsmanna. Þær hafa ekki aðeins fengið afkomend- um sínum frelsið í hendur, heldur einnig komizt vel á veg með að skapa þau skil- yrði, sem til þess þarf að þjóðin geti áfram verið frjáls í landi sínu. Því verki er þó eigi lokið. Sliku verki verður aldrei lokið. Og nú — á hinum síðustu tímum — sjást þess jafnvel ýms merki, að hin nýfrjálsa þjóð og oddvitar hennar sum- ir, séu þess — að minnsta kosti um stundarsakir — eigi svo minnugir sem skyldi, að enginn getur veriö frjáls til lengdar, nema hann eigi það skilið, vinni sjálfur nokkuð sér til frelsis á hverjum tíma, leggi á sig það, sem til þess þarf að vera ekki ófrjáls. Þá mætti nú spyrja: Getur það enn gleymst hér á ís- landi, sem einu sinni áður hefir gleymst, að frjáls þjóð getur orðið ófrjáls aftur, ef hún vanrækir að greiða frels- isgjaldið á hverjum tíma? Getur það enn gleymst? Og getur það líka gleymst hvað hin fyrri gleymska kost- aði? íslenzk alþýðuspeki segir: Það þarf stei’k bein til að þola góða daga. í sex ár, á meðan flestar þjóðir veraldar börðust fyrir lífi sínu, átti mikill hluti íslendinga góða daga, miðað við íbúa annara landa. Þjóðin eignaðist meira en hún hafði nokkru sinni áður haft handa á milli í reiðu fé. Á fjórum eða fimm misserum eyddi hún öllu þessu fé. Miklu varði hún til að gera umbætur á búi sínu og tryggja framtíð sína. En jafnframt hefir hún að því er virðist, og ef tekið er meðaltal, lifað við mikla rausn — sumir segja ofrausn. Hún hefir ekki aðeins eytt sjóðum sínum öllum. Hún er líka farin að safria skuldum við aðrar þjóðir. En ef rík þjóð þarf að safna skuldum — hvernig myndi þá fara, þegar hún er orðin fátæk á ný? Það getur verið réttmætt að stofna til skuldar af nauð- syn, og hættulaust, ef skuldu- nauturinn er viss um að geta greitt skuld sína á réttum tíma. Sé svo, stendur skuldu- nauturinn lánardrottninum jafnfætis og getur borið höf- uðið hátt — annars ekki. Vonandi hefir það ekki gleymst enn, að skuldir voru öldum saman gleggsta og mest auðmýkjandi tákn ís- lenzks ósjálfstæðis. Að skuld- ir hafa kynslóð fram af kyn- slóð legið eins og mara á þús- undum íslenzl^rá heimila, raskað svefnfriði manna og sálarfriði og gert bljúga biðj- endur úr þeim sem vegna at- gerfis ag atorku áttu skilið að vera hvers manns jafn- ingjar. Og eins og þetta átti við um hina mörgu einstakl- inga átti það éngu síður við um þjóðina í héild, þjóðina, sem viljandi var haldið í skuldum, og trú á hinn ósigr- andi mátt skuldanna, bein- línis ’í því skyni að lítillækka hana og vekja trú hennar á sjálfa sig. Mætti; það aldrei gleymast að fjárhagslega ósjálfstæð þjóð getur aldrei'verið jafn- ingi annara þjóða, að stjórn- arfarslegt sjálfstæði verður slíkri þjóð lítils virði. Mætti það aldrei gleymast, að sú þjóð sem af óvarkárni og af nauðsýnjalitlu stofnar til meiri skulda en hún getur með góðu móti greitt, hefir gerzt brotleg gagnvart frelsi sínu og sjálfstæði, gagnvart afkomendum sínum. Slík þjóð er að veðsetja arf komandi kynslóða — hinn dýrasta arf. Slík þjóð er að selja landið. En minnumst þess, að á- byrgðin á sliku, ef gert er, hvílir á margra herðum. Ekki aðeins þeirra, sem um lán sernja að lókum og skrifa undir skuldábréf. Jafnframt og stundum miklu fremur á herðum þeirra, sem þannig fara að ráði'sínu og þann skerf leggja til mála, hver á sínu sviði, að afleiðingar hljóti að verða þær, sem hér er um rætt.’ Þó að einkennilegt megi virðast, verður ekki betur séð en að ýmsir séu enn þeirrar trúar og vilji láta aðra vera það, að íslendingar séu enn stríðsgróðaþjóð, þótt stríðinu sé, sem betur fer, lokið fyrir fjórum árum, og flestar fram- leiðsluvörur þjóðarinnar hafi verið og séu nú ört fallandi í verði á erleridum mörkuðum. Ýmsir, sem nefnt hafa sig „nýsköpunarmenn“ hér á landi, þykjast riú sjá leiö til að framlengj a stríðsgróða- tímabilið með því að setja hér „kóngsmenn" til virðinga og gera þá að sölumönnum íslenzkra framleiðsluvara. í stað skulda þeirra, er skráðar eru með tölustöfum, bjóðast þeir til að stofna til þakkarskulda — og sumir gjalda íslenzkt lof um þá stjórnarhætti ýmsa, sem ís- (Framhald d 7. slSu) <s ÞAÐ ER ANNARS FRÓÐLEGT að lesa auglýsingar blaðanna. Það er sök sér, þegar kona, sem líka má nota fyrir jeppakerru, er til sölu, eða þegar neðrihlutinn af prjónakona í Dölum fæst leigð ur til stangarveiði. Þetta er til að hlæja að, en auglýsingar al- mennt eru fróðlegar. SVO MÁ SEGJA, að daglega séu nú auglýst nokkur gólfteppi og oftastnær eru það útlend og ónotuð gólfteppi að talið er. Ekki kann ég neitt að segja um það hvaðan þessi teppi eru komin eða hvers vegna svoná mikið fram- boð er af þeim, en yfirleitt munu þau ekki vera seld hjá fólki, sem sjálft er að spara við sig svo að það hefir sín gólf teþpalaus eftir. Þetta er einá þátturinn í hinni svokölluðu svartamarkaðsverzlun og ýmsir halda að þetta sé loka- þáttur í framkvæmd eignakönnun arinnar. UM ÞETTA LEYTI ber óvenju- lega mikið á húsnæðisauglýsingum og það er einkennandi þar, að langmest er spurt eftir einu her- bergi og eldhúsi, tveimur herbergj um og eldhúsi eða þá eldhúsað- gangi. Þetta er atriði, sem segir sína sögu. Litlar íbúðir, eins eða tveggja herbergja, eru nefnilega engar til, þó að fjöldi fólks vilji búa í slíku húsnæði. Það er miklu algengara að séu fjögur, fimm eða sex herbergi um hvert eldhús og oft eru sum þeirra stór. ÞAÐ HEFIR VERIÐ BYGGT RAUSNARLEGA í Reykjavík und- anfarið þó að skaplegra sé og meira við hóf síðan fjárhagsráð hóf störf sín. Menn hafa r’úmgóðar stórar íbúðir og það er að vissu leyti gott ef menn geta veitt sér það. Dálítill íburður í húsnæði er sá munaöur, sem hart er að neita mönnum um, ef þeir lifa annars skynsamlega. En það er fullmiklð um það, að leigjendur í kjallara og risi eigi að borga fyrir eigend- urna á hæðunum. Og alltof oft hafa húseigendur innréttað ein- stakra manna herbergi eldhúslaus í kjallara og risi. ÞETTA HEFNIR SÍN ef til vill á húseigendum á þann hátt, að erfitt verði einhverntíma að leigja dýrt öll þessi einstöku herbergi og sumir segja að svo hafi verið í sumar. En fyrst og fremst bitnar heildarástand þessara mála á fólki, sem vill lifa spart. Margt af því að minnsta kosti þarf þess líka með þó að ástand lyísnæðismálanna meini því það algjörlega. ÆTTI ÉG AÐ RÁÐLEGGJA stjórnmálamönnunum nokkuð hverju þeir skyldu lofa, myndi ég benda þeim á að byggja svo sem hundrað íbúðir með litlu eldhúsi og einu eða tveimur herbergjum, heldur tveimur litlum, þau þyrítu ekki að vera meira en 20—25 fer- metrar bæði: Svo skyldum við sjá hvort þetta leigðist ekki fljótt og vel. Þarna byggi gamalt fólk, sem hefir lítið um sig en vill vera út af fyrir sig, og þarna byggju ung hjón sem eru að safna sér fyrir stærri íbúð síðar, þegar efnin leyfðu og þörfin yxi. __________ ÉG HELD AÐ SVONA ÍBÚÐIR myndu mælast mjög vel fyrir, því að það sýna auglýsingar blaðanna, að það er fyrst og fremst svona húsnæði, sem fólkið vantar nú. En hitt er sátt, að ef nægilegt framboð vær af því ódýra og litla, en þægilegu og vönduðu þó, þá kynnu ýmsir stórir og fínir að missa spón úr aski. Og það er ef til vill nóg til að eyða málinu. Starkaður gamli. BL om oLiótmunir X auffcu/efy 12 Opnum í dag nýja blóma- og listmunaverzlun á Laugaveg 12. — fjölbreytt úrval af pottablómum og nýjum afskornum blómum, margar tegundir. SUtn ÍMfhunit h.f Laugaveg 12. — Sími 6340 „Góða frú Sigríður, nú get ég sagt þér góðar fréttir. Eftir 10 ára fjærveru er nú Lillu-lyftiduft aftur komiö í verzlanir. Ég get því boðið þér góðar kökur með kaffinu“. „Þakka þér fyrir fréttirnar, Ólöf min, • - vissulega muna Lillu mey frá Efnagerð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.