Tíminn - 24.09.1949, Page 4
4
TÍMINN, laugardaginn, 24. sept. 1949
203. blað
Langavitleysa Sjálfstæöismanna
Langavitleysa íhaldsins.
Ef heyra mætti á víxl á-
róður tveggja Sjálfstæðis-
manna, annars í sveit en hins
í Reykjavík, eða jafnvel ef
lesið væri saman úr vissum
blaðagreinum Sjálfstæðis-
flokksins, yrðu fortölur og
kehningar flokksins eitthvað
á 'þessa leið:
Það er frágangsök að
kjósa Framsóknarflokkinn í
Reykjavík af því að hann er
bændaflokkur.
í sveit getur enginn kosið
hann, af því að hann er bæj-
arradikal en gleymir málum
bændanna.
Hann notar aðstöðu sína til
að keyra verðlag landbúnað-
arvara upp úr öllu hófi og
svíkst um að gæta hagsmuna
bænda við verðlagningu af-
urða þeirra.
Hann gerir bændum
skömm og skaða með því, að
skipa verðlagsmálum þeirra
með gerðardómi, en svo mikil
er frekja hans fyrir bænd-
anna hönd, að hann heimtar
sjálfdæmi þeim til handa.
Alveg hefir nú Framsóknar
flokkurinn svikizt um að
tryggja innflutning nýrra
tækja, véla og byggingarefnis
fyrir blessað sveitafólkið, en
vesalings Reykvíkingar fá
ekki að byggja yfir sig, af þvi
að Framsóknarflokkurinn
svælir svo óhóflega mikið af
gjaldeyri og fjárfestingarvör
um út um land.
Þannig byrjar langavit-
leysa íhaldsins og svona er
haldið áfram með mótsagn-
irnar.
Gamli Toggi og kálfs-
skrokkurinn.
Gamli Toggi seldi tveimur
sama kálfinn og át hann þó
sjálfur. Þannig ætlar íhaldið
lika að fara að. Það þykist
vilja nota gjaldeyrinn til að
útvega fólkinu í sveitum og
þorpum landsins byggingar-
efni, jafnframt því sem þáð
segir alþýðu Reykjavikur, að
þetta fé eigi að nota til að
bæta úr húsnæðisþörf í borg-
inni. Fyrir þessi loforð vill
Sjálfstæðisflokkurinn fá at-
kvæði bæði út um land og í
Reykjavík. Tveir eiga að
borga sama kálfsskrokkinn.
En þegar greiðslan hefir farið
fram, íhaldinu hafa verið
greidd atkvæðin og það hefir
verið sett til valda, étur það
sjálft sinn kálfsskrokk. Þá er
gj aldeyririnn notaður í iburð
armiklar óhófsbyggingar fyr-
ir auðmenn Reykjavíkur og
alþýðufólki ef til vill selt eða
leigt með okurverði eitthvert
athvarf í kjallara og risi.
Svo er haldið áfram að aug
lýsa kálfskcokkinn, selja
hann tveimur í senn og mat-
búa nýja steik heima fyrir.
Óskalisti og
auglýsing.
Á síðasta Alþingi þótti mik
ið við liggja, að auglýsinga-
starfseamin væri vel rekin. Þá
var hálfur þingflokkur Sjálf-
stæðismanna látinn flytja til
lögur um aukinn innflutning
jeppa, dráttarvéla og hvers
konar nýrra tækja fyrir bænd
ur. Þetta átti að tryggja Sig-
urði Bjarnasyni, Ingólfi á
Hellu, og fleiru þess háttar
fólki þingsæti. Siguröur Krist
jánsson var á móti þessari
auglýsingu, enda er hann ekki
boðinn fram aftur.
Sjálfstæðismenn vissu hvað
þeir máttu. Þeim var óhætt
Látalæti o« fals Sjálfstæðisinaima í land-
biinaðarmálum yfirvegað.
að auglýsa. Þeir voru búnir
að velja sér í fjárhagsráð og
ríkisstjórn menn, sem ekki
tóku auglýsingar og nasablást
ur Sigurðar Bjarnasonar of
hátíðlega. Það sýndi sig líka,
að ráðherrar flokksins höfðu
þessa ályktun að engu og
greiddu atkvæði gegn henni.
Þrátt fyrir þann niðurskurð
á innflutningi til sveitanna,
sem Sjálfstæðisflokkurinn
gerði þannig með eigin hendi
sinna æðstu manna, hefir
ekki heyrzt, að Sigurður
Bjarnason né nokkur þing-
maður Sjálfstæðisflokksins
annar, hafi misvirt það við
ráðherrana. Þeir fara blátt
áfram út um land til að berj-
ast fyrir áframhaldandi völd-
um þessara sömu ráðherra,
svo að þeir geti haldið áfram
að rífa niður og fótum troða
auglýsingar og ályktanir
sinna eigin flokksmanna.
Þeim er auglýsingin meira
virði en framkvæmdin. Þeir
meta loforð meira en efnd-
ina.
Bændur landsins hafa löng
um talið sig hafa lítið með
slík hjú að gera. Það gæti
sýnt sig enn þegar þeir velja
sér þjóna til þingmennsku.
En stefna Sjálfstæðis-
manna er hér eins og víðar
sú, að lofa og svíkja. Þetta er
í samræmi við það, að semja
óskalista um framkvæmdir
fjögurra næstu ára, en þegar
listinn hefir hangið á þilinu
í nokkrar vikur verður það
allt í einu kosningamál flokks
ins aö auka neyzluvöruinn-
flutninginn, tóbak, áfengi,
skrautgripi og glingur, svo að
hægt sé að hafa óskalistann
óskemmdan af framkvæmd-
um og uppfyllingum.
Sama máli á að gegna um
ályktanir og samþykktir um
innflutning fjárfestingarvöru
í sveitir, enda eru þær einn
þáttur þessa mikla óskalista.
Fótakefli Sjálfstæðis-
manna í sveitum.
Nokkur atriði úr sögu Sjálf
stæðisflokksins og framkomu
hans við bændur eru þessi.
Einn ráöherra var með
bráðabirgðalögum látinn
skipa nefnd, — Búnaðarráð,
til að ráða öllu verðlagi á
framleiðslu bænda.
Þegar Framsóknarflokkur-
inn krafðist þess við stjórnar
þátttöku, að Stéttarsamband
bænda fengi verðlagsvaldið,
var það að vísu viðurkennd-
ur aðili, en hinsvegar kröfð-
ust Sjálfstæðisflokkurinn og
Alþýðuflokkurinn þess gerðar
dóms, sem Sjálfstæðismenn
svívirða nú Fram’sóknarflokk
inn fyrir að hafa komið á.
Meðan íhaldið þorði reyndi
það að svelta Stéttarsamband
bænda í hel og neitaði því
um starfsfé, þó að það reyni
nú að sleikja sig upp við sam
bandið og eigni því óskir um
endurvakningu Búnaðarráðs
Sjálfstæðisflokkurinn not-
aði Búnaðai’ráð til að halda
verðlagi á afurðum bænda
niðri, svo að þrátt íyrir gerð
ardómsákvæðið, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn kom inn í
núgildandi lög, hefir verðlag-
ið verið bændum hagstæðara
síðan Búnaðarráð hvarf.
Innflutningur landbúnaðar
véla margfaldaðist eftir að
„nýsköpunarstjórnin" var
hrunin og Framsóknarmenn
komnir til valda.
Stjórn Ólafs Thors lofaði 50
af 300 milljónum ixj'bygging-
arsjóðs til raforkumála og
landbúnaðarmála sameigin-
lega. Þetta loforð, svo rausn-
arlegt sem það var, var stór-
kostlega svikið gagnvart sveit
unum. m
Þegar Framsóknarflokkur-
inn kom í stjórn vai’ð stefnu-
breyting í málum bænda.
Kúgunarfjötur Búnaðarráðs-
var leystur af þeim, stéttar-
samtök þeirra viðurkennd að
lögum og hlutdeild þeirra í
innflutningi fjárfestingar-
vöru stóraukin á öllum svið-
um.
Þetta var ekki gert vegna
batnandi árferðis fjárhags-
lega. Það var hið pólitíska
árferði sem batnaði við það,
að Framsóknarflokkurinn
náði tökum á þessum málum.
En svo mikið er blygðunar-
leysi og ofsi Sjálfstæðis-
manna í landbúnaðarmálum,
að enn hóta þeir sömu stefnu
og áður, Búnaöarráði, rétt-
leysi bændasamtakanna og
svo framvegis.
Svör bænda.
Bændur eiga að svara til
slíkra hótana um Ieið og þeir
svara fyrir allan viðurgjörn-
ing Sjálfstæðisflokksins í
verki og leggja mat á fyrir-
litlegar auglýsingar og mark-
lausar ályktanir hans.
Það mun ekki vanta þetta
haustið heldur en fyrr, að
frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins úti um land segi
sem svo. Við erum bændavin-
ir. Við erum samvinnumenn.
Við viíjum auka rétt héraðs-
ins og hlutdeild þess í fjár-
festingu.
Reynslan hefir sýnt það nú
þegar, að slík loforð eru lítils
virði. Það er ekkert hald í
ályktunum Sigurðar Bjarna-
sonar, Ingólfs á Hellu, Jóns
Pálmasonar og hvað sem þeir
heita nú allir saman þessir al
þingismenn, sem sett hafa
séra Magnús og Odd í fjár-
hagsráö og Bjarna og Jóhann
í ríkisstjórn til að líta eftir
því, að ekkert mark yrði í
framkvæmdinni tekið á þvi,
sem þeir eru að álykta. Þetta
að gera hávaðasamar auglýs-
ingar og rétta svo sínum eig-
inum mönnum hnífinn til að
skera sjálfra sin tillögur, er
stundum kallað að fá leyfi
til að gelta húsbændunum að
meinlausu, en þjóna þeim
annars af mikill dyggð.
í slíkum flokki er bændum
lítið traust að einskismetn-
um mönnum, þó að sveita-
sinnar séu eins og Jón á
Reynistað og Pétur Ottesen,
svo að ekki sé nú minnst á
hálflita mann i Dölum, því að
það eru heildsalarnir sem
ráða flokknum eins og hverju
öðru fyrirtæki sínu.
Bændastéttin íslenzka ætti
sannarlega að lofa íhaldinu
að spila sína lönguvitlausu
fyrir sjálft sig en og reka af
höndum sér í haust gæðinga
heildsalanna, sem leita nú
fóðurgöngu hjá þeim. Þeim
mun hafa fjölgað stórum síð-
ustu árin, sem sj á nú við kosn
ingafalsi íhaldsins, þegar
það reynir að sundra þeim,
sem saman eiga að standa.
..VIÐSVEGAR AÐ BERAST nú
fréttir um lítinn heyfeng og slæm-
an. Árferði hefir verið illt í sveit-
um. Sums staðar er spretta lítil
og annars staðar hafa verið vand-
ræði með nýtinguna og ýmsir hafa
orðið að mæta þessu hvoru tveggja.
SKRIFSTOFUMENN, sem vinna
verk sín undir þaki innan fjög-
urra veggja, bera sig stundum ilia
undan leiðinlegri veðráttu. Þó er
það hégómi í þeirra lífi, hvernig
viðrar. Þá má einu gilda að því
leyti, aö hitinn er svipaður við
skrifborðið og kaupið jafnt.
BÆNDUR OG SJÓMENN eiga
afkomu sína bundna við veðrátt-
una.Svo stopult og óstöðugt sem
góðviörið er á íslandi er það ein-
hver mesta nauðsyn þjóðarinnar,
að hún sigrist á óþuri’kunum við
heyskapinn. Ef við gerum ráð fyr-
ir að meðalbóndinn tapaði tveimur
kýrfóðrum og þau væru virt á þrjú
þúsund krónur hvort, hefir þjóðar-
búið þar með tapað 15 milijónum
króna. Þó er það lítið tap á fóð-
urgildi, sem liér er reiknað með,
miðað við hið algenga. Ég grip
bara á þessu til að sýna, að það
þarf ekki mikið út af að bera til
þess, að tjónið megi reikna í tug-
um milljóna.
ÞESSAR TÖLUR NEFNI ÐG til
þess eins að mönnum verði ljóst
hvílík geysileg verðmæti það eru.
sem íslenzkir bændur hafa jafnan
undir höndum. Það finnst eflaust
mörgum, svona hið innra með sér,
að það fjái’magn, sem lagt er í
endurbætur og framkvæmdir við
landbúnaðinn ávaxti sig illa fyrir
þjóðina. Fulltrúar neytenda við
verðlagningu landbúnaðarfram-
leiðslu hafa líka haldið því fram,
að bændur eigi enga rentu að fá
af því fjármagni, sem i búrekstr-
inum iiggur. En sannleikurinn er
sá, og það ætti hver og einn að
geta séð sjálfur, að fátt er þaö
fé, sem ávaxtar sig betur fyrir
þjóðarbúið en einmitt það, sem
tryggir landbúnaðinn. Það er nefni
lega ósamboðið menningarþjóð að
hafa þúsundir fólks ár eftir ár við
það að reyna að þurrka við sól
og vind verömætj, sem nema mörg-
um tugum milljóna og vita fullvel
fyrirfram að alltaf öðru hvoru hlýt
ur þetta að verða vonlaust verk,
enda nóg úrræði önnur til þess að
bjarga þessum eignum.
BÓNDI SEM HÁÐUR ER ó-
þurrkunum getur alls ekki unnið
fyrir sér sum árin. Hann verður
að draga af launum sínum hin
árin til að fleyta sér fram yfir
j óþurrkakafiann. Þetta er að nokkru
j leyti tekið með í verðlagningu
framleiðslunnar, en þó aldrei svo,
að bóndinn megi við áföllum af
þeim sökum. Ég vona, að allir skilji
mikilvægi þessa máls þegar minnst
er á það, og jafnframt sjái ies-
endur mínir i Reykjavík, að það
er ekki neitt hégómamál fyrir þá,
— og þá eina á þrengsta h^gs-
munasviði,
hvort bændur búa
þarna við afkomuöryggi eða ekki.
Þó að látlaust sé verið að reyna
aö rægja Framsóknarflokkinn í
eyru Reylcvíkinga fyrir það, að
hann ann bændurn sanngirni og
skilur að nauðsyn þjóðfélagsins og
j allra þegna þess krefst velgengni
og framfara í sveitunum, þá vænti
I ég þess að slík iðja komi rógber-
j unum sjálfum i koll. Ég treysti því,
j að Reykvíkingar fari nú almennt
j að sjá, að ýmsir þeirra hafa látið
j hafa sig að fíflum og æsa sig upp
í heimskulegan og ósanngjarnan
óvildarhug til bændanna. Þeirri
sögu ætti sem fyrst að verða lokið.
SVO VIL ÉG BIÐJA BÆNDUR
að hugsa nú alvarlega um öryggis-
mál sín og ræða það sín á milli
í vetur um allt land, hvernig þeir
geti beitt samtakamætti sínum til
þess að sagan af hrakningunum
fari að taka enda og heyfengurinn
verði öruggur og viss, hvernig sem
rignir. Votheyshlöður yfir helming
af heyi hvers bónda á að vera
iágmarkið, (auðvitað eru turnar
líka hlöður). Og lágmarkið verður
að nást á allra næstu árum, helzt
alls staðar næsta sumar. Að
minnsta kosti mætti safna skýrsl-
um og gera áætlun í hverri sveit,
hvað mikla fjáríestingu þurfi til
að ná því marki. En enginn veit
hvar óþurrkarnir leggjast á næsta
sumar.
ÞAÐ ER GOTT AÐ VITA, að
í Reykjavík og öðrum kaupstöðum
er margt fólk, sem vill stuðla að
þessari þróun fyrir sitt leyti og
er því hlynnt að gjaldeyri og inn-
flutningsmálum verði svo stjórnað,
að ekki verði þessum málum til
tafar. Það er ekki ætlast til ann-
ars en að fólk þoli réttláta
stjórn gjaldeyrismálanna að þessu
leyti og það ætlist til að bændur
mæti fullri sanngirni þegar þeir
vilja vinna þessi nauösynjastörf,
sem varða svo mjög þjóðina í heild.
Þetta er eitt' af mörgu, sem við
tökum til athugunar, þegar við
ráðum afstöðu, okkar við alþingis-
kosningarnar.
Starkaður ganili.
ts
Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin-
áttu við andlát og útför föður okkar og tengdaföður
MAGNÚSAR BJARNARSONAR,
fyrrum prófasts að Prestsbakka
Björn Magnússon, Charlotta Jónsdóttir,
Ragnheiöur Magnúsdóttir, Hermann Hákonarson.
Við þökkuxn innilega fyrir auðsýnda samúð og vin-
áttu okkur og börnum okkar, við andlát og jarðarför
GUÐRÚNAR JÓHANNSDÓTTUR
frá Ásgarði
Jóna Sigmundsdóttir,
Andrés Magnússon,
Salbjörg Magnúsdóttir,
Jónas Bcnónýsson