Tíminn - 01.10.1949, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, laugardaginn 1. október 1949
211. blað
Draumurinn mikli
Hversvegna Sósíalistaflokkurinn veit að hann get-
ur ekki treyst á sig í kosningunum
Sameiningarflokkur alþýðu
— Sósíalistaflokkurinn varð
til fyrir rúmlega 10 árum
með þeim hætti, að Komm-
únistaflokkur íslands inn-
byrti hluta af Alþýðuflokkn-
um og hið langa og nýja
nafn var tekið upp.
Ðraumur Sigfúsar.
Einn af þeim mönnum, sem
þá gekk til fylgilags við
kómmúnista, var Sigfús Sig-
urhjártarson. Hann hafði
verið baráttumaður í Alþýðu
flokknum, en þótti seint
sækjast leiðin til fyrirheitna
landsins, eins og titt er um
hugsjónamenn, sem mikið
býr í skapi. Hann dreymdi
um þjóðfylkingu móti íhald-
inu, enda voru ljúfustu minn
ingar hans úr stjórnmála-
baráttunni sennilega bundn-
ar við það, er breiðfylking-
unni var hrundið. Þá ætlaði
íhaldið að fá hreinan meiri-
hluta á þingi eins og oftar
og kallaði sig „breiðfylkingu
allra íslendinga", en undir
forustu Pramsóknarflokks-
ins var því tilræði eytt með
drengilegu fulltingi Alþ.fl.
Það var draumur Sigfúsar
um öflugan og fjölmennan
verkalýðsflokk, sem kom hon
úm til að taka höndum sam-
án við kommúnista. Hann
var þá eins og enn „lýöræð-
islegur sósíalisti“, ef honum
var sjálfrátt og hélt eflaust
að hann væri að flýta fyrir
umbótum og jöfnuði í þjóð-
lífi sínu.
Uppdrátturinn í Alþ.fl.
Alþ.fl. hefir orðið margt
mótdrægt síðan Sigfús yfir-
gaf hann- Þó hafa alltaf leit-
að til hans ýmsir ungir
menn, sem ekki fella sig við
annað, en til sé íslenzkur
verkalýðsflokkur á lýðræðis-
legum grundvelli. Þeir hafa
þó fáu fengið að ráða og
lengstum verið hraktir úr
flokknum eða gerðir óvirkir.
Ef Alþ.fl. hefði notið við ein-
lægra alþýðusinna, sem létu
flekast af friðmælum komm-
únista, hefðu forlög hans orð
ið öll önnur. Það er til dæm-
is ekki víst, að hann hefði
svikið samvinnuhreyfinguna,
ef Sigfús og þeir, sem honum
fylgdu, hefðu aldrei yfirgefið
hann. En hefði Alþfl. viljað
vinna með Framsóknar-
flokknum en móti íhaldsöfl-
unum síðastliðið kjörtímabil,
hefði margt farið öðruvísi og
betur en raun er á orðin.
Þuiigt fyrir brjósti.
Oft mun Sigfúsi Sigurhjart
arsyni hafa fundizt þröngt
um hinn lýðræðislega sósíal-
isma í nýju vistinni. Einar
Olgeirsson sagði strax og
flokkurinn varð til, að án
bandalags við Rússa væri
sjálfstæði og velferð íslend-
inga óhugsandi. Brynjólfur
sagði hins vegar, að afstaðan
til stjórnarinnar 'í Moskvu
skæri úr um gildi flokks-
maftfia. Mun Sigfúsi því oft
hafa fundizt þröngt um and-
ardráttinn og þungt fyrir
brjósti, þegar foringinn lagði
mat sitt á hann, og jafnvel
skilið það, að gildi sitt á mæli
kvarða flokksins væri tíma-
bundið. Hann heyrði aðeins
til því skeiði, er flokkurinn
verður að hæna að sér kjós-
endur í nafni hins „lýðræð-
islega sósíalisma“ án tillits
til Moskvu. Með öðrum orð-
um væri mat flokksins á hon
um það, að hann væri góður
í hákarlabeitu, en einskis
maklegur eftir að aflinn væri
fenginn.
Meinleg örlög.
Svo meinlega þurfti lika að
takast til, að vel hefir komið
í ljós, að æðsta stjórn flokks-
ins hans Sigfúsar er austur
í Moskvu. Það er nóg að
nefna stríðsáróðurinn í því
sambandi. Það sem var kall-
að landráðas.tarf kvöldið áð-
ur en Þjóðverjar réðust á
Rússa, var nefnt landvarn-
arvinna að morgni-
Það sem var kallað svívirð-
ing og/ viðbjóður í augum
allra heiðarlegra íslendinga
að kvöldi, hét helgasta skylda
við þjóð sína og mannkynið
að morgni.
Svo gjörsamlega var var
flokki Sigfúsar Sigurhjartar-
sonar framandi allt, sem
tengja mátti við íslenzk sjón
armið og íslenzkan hag.
Það var og er einn fastur
og óslítandi þáttur í stefnu
flokksins. Það var afstaðan
til Moskvu.
Þetta er reynslan búin að
staðfesta.
Ó, skammvinna gulltíð!
Ævintýramenn í Sjálfstæð-
isflokknum bundu stjórnar-
samstarf við kommúnista.
Meðan Brynjólfur skipaði
flokksmenn sína í kennara-
stöður og skólanefndir og
Áki safnaði að sér ódýru
áfengi, bjuggu gróðamenn
landsins sem bezt um sinn
hag með lögum og ólögum og
þóttust aldrei hafa lifað
sælli stundir. f kosningun-
um 1946 höfðu þessir herr-
ar samspil með sér og flokk-
ur Sigfúsar jók enn nokkru
við atkvæðamagn sitt. En svo
kölluðu Rússar á Brynjólf en
Ameríkumenn á Thorsarana,
og þá hlutu leiðir að skilja.
Sigfús, er alltaf hafði
þótzt vera á móti íhaldinu og
samvinnu við það, dansaði
hér með og virtist hinn á-
nægðasti. Hann var orðinn
vanur því að vinna gegn skoð
unum sínum.
Hvers vegna á aff fara
að kjósa?
Nú er svo komið, að and-
stöðuflokkar kommúnista
hafa farið með stjórn um
hríð. Alla þá stund hefir ver-
ið opinber ágreiningur um
stjórnarstefnu. Alþ.fl., sem
Sigfús yfirgaf, hefir verið
íhaldinu fylgispakur í flest-
um greinum, — hann kvað
teymast svo vel með hægri
hliðinni — og það lét því ó-
spart kenna á valdi sínu.
Enda þótt Framsóknar-
menn hefðu knúið fram ýms
ar leiðréttingar í stjórnar-
samstarfinu, svo sem í land-
búnaðarmálum almennt, fjár
festingarmálum og jafnvel á
vissum sviðum verzlunarmál
anna, var þeim þó gert svo
margt á móti vilja, að þeir
kröfðust þess, að ágreinings-
málunum yrði vísað til þjóð-
arinnar. Lengi höfðu sam-
starfsmennirnir fengið tíma
til að hugsa sig um hvernig
þeir ættu að framkvæma lof-
orðin, sem gefin voru við
stjórnarmyndunina, en þeg-
ar þeim hugkvæmdist aldrei
neitt annað en að vera á
móti viðleitni Framsóknar-
manna, var loks krafizt kosn-
inga.
Þess vegna á nú þjóðin að
fara að dæma í málum sín-
um og velja sér fulltrúa.
Myrkar mæðustundir.
Nú var erfitt fyrir lýðræð-
islegan sósíalista að vera í
flokki kommúnista. Flokkur-
inn hafði engin lífræn um-
bótamál að sýna sér til fram
dráttar- Að vísu hafði hann
stundum tekið upp góðar
hugmyndir og tillögur frá
Framsóknarmönnum, svo
sem í verzlunarmálum og
landbúnaðarmálum, en aldrei
gætu það talizt neinir yfir-
burðir. Fortíðin var afleit.
Annars vegar seta í rikis-
stjórn á mestu blómatímum
heildsalavaldsins. Hins vegar
augljós staðfesting á því, að
í öllum utanríkismálum
stjórnaði velþóknun Rússa
flokknum, svo að það var til-
viljun ein, hvort hann ynni
með eða móti íslenzkum hags
munum, svo sem jafnan hlýt
ur að vera, þegar mönnum er
ekki sjálfrátt.
Það var því augljóst mál,
að í þessum kosningum þýddi
Sósíalistaflokknum ekki neitt
að treysta á sjalfan sig.
Jafnvel ýmsir þeir, sem
höfðu verið baráttumenn
Sósíalistaflokksins, sneru við
honum baki. Sama þróunin
sem farið hefir um vestræn
lönd, var byrjuð hér.
Fylgið var tekið að hrynja
áf kommúnistum.
Hér varð að finna ný ráð
til að bjarga hinu sökkvandi
skipi.
Mannaleitin mikla.
Oft er sagt, að ýmsir góð-
ir menn séu fúsir til þing-
mennsku, ef hún býðst. Það
varð nú fangaráð kommún-
ista að reyna að 'fá menn,
sem ekki væru flokksbundn-
ir þeim, til að vera í fram-
boði fyrir þá.
Það mun einsdæmi í stjcrn
málasögu íslands, og þó að
víðar sé leitað, að flokkur
kosti kapps um aö fá menn
úr andstöðuflokkunum i fram
boð fyrir sig. Ef kommúnist-
ar vissu um vinsælan og á-
hrifamikinn prest, sem þeir
héldu að ekki væri því fast-
ari í flokki annars staðar,
báðu þeir hann að vera í
framboði fyrir sig, buðu jafn
vel annað sæti sitt í Reykja -
vík, og hétu fullu kenninga-
frelsi á Alþingi sem í þjóð-
kirkjunni, ef presturinn vildi
bara þiggja af þeim þingsæt-
ið. Þessar freistingarsögur
fara þó allar vel, enda þött
kommúnistar létu það frétt-
ast til útlanda, að þeir hefðu
vígða menn í kjöri.
En þó að kommúnistar
væru bænheitastir við presta
og lækna, leituðu þeir þó víð-
ar fyrir sér.
Þeir ætluðu sér að mynda
þjóðfylkingu.
Hákarlabeita og þjóð-
fylking.
Svo rann framboðsfrestur
út og þá kom í ljós, hvernig
smalast hafði- í sjötta sæti
listans í Reykjavík var Guð-
geir Jónsson, aldraður mað-
ur, sem lengi hafði verið tal-
inn fylgismaður kommún-
ista, þó að hann hafi sig ekki
í að ganga inn í söfnuðinn.
Og í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu var Finnbogi Rútur í
kjöri, maður, sem verið hafði
í Alþýðuflokknum að nafni
til allt til þessa, og ýmsir
bundu meiri vonir við, en að
hann flæktist nú í kommún-
iskan skipreika, enda þótt
hann hefði oft verið nærri
þeim.
Ekki þarf að leiða getum
að því, hvort flokksbundnir
menn muni ekki kjósa flokk-
inn sinn heldur en flokks-
leysingjann, sem er nýskrið-
inn úr kratahreiðrinu. Það
væru skrítnir kommúnistar,
sem færu að svipta Magnús
Kjartansson þingsæti fyrir
Finnboga Rút. En það er önn
ur saga, og skiptir raunar
litlu hver eftirtekja Finn-
boga sjálfs verður. En hvað
fær flokkurinn út á hann?
Hvernig afla kommúnist-
ar á nýju hákarlabeituna
sína?
Vakri Skjóni.
Ræður og ritgerðir komm-
únista um þjóðfylkinguna
voru svo dæmalaust hjart-
næmar, að þeir gátu ekki lát
ið vera að flytj a þær og
birta, þó að hlutur þjóðarinn
ar í fylkingunni yrði ekki
nema Guðgeir og Rútur.
Hvað gerir það til, þó að ein-
hver hlægi?
Það er draumur Sigfúsar
og annarra „lýðræðissinn-
aðra sósíalista“ í flokknum,
sem þjóðfylkingarræðurnar
eru um, þó að þær falli þá
ekki við veruleikann.
Vakri-Skjóni hann skal
heita
— þó að meri það sé brún.
Örlög draumamannsins.
Og draumamaðurinn Sig-
fús, sem ætlaði að mynda
þjóðfylkinguna miklu, er hrak
inn í fjórða sæti framboðslist
ans- Ef Brynjólfur fellur, svo
sem allar líkur eru til, á Sig-
fús að verða undir honum og
mun það fall verða nóg til að
kremja hann út úr þingsög-
unni.
Þau ömurlegu afdrif bíða
mannsins, sem yfirgaf sjón-
armið hins lýðræðislega sós-
íalisma og sveik hugsjónir
hans í von um stóran og
valdamikinn flokk. Gröfin
bíður hans, — hin pólitíska
fallgryfja þeirra Moskvu-
i manria. Það er sú gröf, sem
| Sigfús hefir boðið Finnboga
Rút velkominn í.
Þeir fela nafnið sitt.
Það er stundum eins og
lögð séu víti við því, í flokki
kommúnista, að nefna hann,
þó að hann heiti Sameining-
arflokkur alþýðu — Sósíalista
flokkurinn. Því er talað um
kosningasjóð og kosninga-
skrifstofu stjórnarandstöð-
unnar, fylkingu en ekki
flokk, og svo er reynt að
segja, .að annaðhvort séu
menn með öllu, sem stjórnin
hafi gert, eða þeir fylgi Sós-
íalistaflokknum. Þar séu bara
tvær stefnur.
Það er eins og kommún-
istar viti það ekki, að því að-
eins fara nú kosningar í
hönd, að Framsóknarflokkur
inn krafðist þess, að ágrein-
ingsmálin yrðu lögð undir
dóm þjóðarinnar. Og það var
gert í trausti þess, að fólkið
greiddi atkvæði um þau.
Samkvæmt gamalli og
góðri alþýðutrú á íslandi þyk
ir ekki ráðlegt að eiga mikið
undir þeim persónum, sem
ekki þora að nefna nafnið
sitt og segja til sín.
Stefna fólksins.
Framsóknarflokkurinn hef
ir barizt fyrir þeirri stefnu,
sem fólkið í landinu hyllir.
Hvar sem samtök alþýðunn-
ar hafa fundi og ráðstefnur*
gera þau ályktanir, sem
mjög eru í anda Framsóknar
flokksins- Það er eins í sveit
og við sjó. Hví skyldi slíkt
'fólk fara að leggja atkvæði
sín á rússneska tækifæris-
sinna?
Ef Framsóknarflokkurinn
verður eftir kosningar nógu
sterkur til að ráða hvað sam
þyklct verður á Alþingi, hefir
þar með verið lagður grund-
völlur að myndun þeirrar
þjóðfylkingar, sem mun taka
völdin í sínar hendur, setja
íslenzk sjónarmið ofar öðru,
skipa heiðarlegu starfi í önd-
vegi, en þoka gráðugum fé-
sýslumönnum, braskarastétt
og bitlingalýð til hliðar.
Þetta er stefna fólksins og
um hana myndast þjóðfylk-
ing undir forustu Framsókn-
arflokksins.
Ónýt atkvæði eða já-
kvætt starf.
Þúsundir íslendinga hafa
kosið með kommúnistum,
vegna þess, að þeiir treystu
þeim til að berjast við íhalds-
öflin, og héldu, að þeir væru
óháðir Moskvu. Sumir halda
enn, að það megi treysta
mönnunum í innlendum mál
um, þó að þeir lúti rússnesk-
um áhrifum í alþjóðamál-
um. Þetta er þó misskilning-
ur, því að enginn veit, hve-
nær þessu fólki er frjálst að
hafa samstarf við aðra
flokka, og eins og nú standa
sakir einangrar það sig frá
áhrifum á íslenzk stjórnmál,
með því að vilja slíta þjóðina
úr öllu samstarfi við vest-
rænar þjóðir.
Þetta er nóg til þess, að
hver sá maður, sem ekki er
kommúnisti, en greiðir þeim
atkvæði, gerir það af mis-
skilningi. Með því móti eru
menn að loka sjálfa sig inni
í þrælahúsinu . . rússneska,
gera sig áhrifalausa um ís-
lenzk stjórnmál og þar með
að létta róðurinn íhaldinu,
þeim, sem fylgja fjármála-
spillingunni og þeim, sem
eru raunverulega dollara-
agentar.
Alþýða íslands og málstað-
ur hennar á svo mikið í húfi,
að íslenzkir menn með ís-
lenzka hugsun mega ekki
láta rússnesku línuna flækja
sig og gera sig óvirka og á-
hrifalausa í hinu austræna
þrælahúsi.
Þakka innilega öllum þeim, sem sýndu mér vinsemd
með skeytum og gjöfum á fimmtugsafmæli mínu 21.
september.
Ólafsvík, 30. sept. 1949.
Jónas Þorvaldsson.
t \