Tíminn - 01.10.1949, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.10.1949, Blaðsíða 8
„ERI FVT YFÍKL1T“ Í tiAG: \rattffur fiarshaUhjfálpartnnar í;3. árg. Reykjavík 1. október 1949 211. blað Heimsókn í Reykjalund: „Viö eigum hauk í horni - og haö er islenzka þjóðin“ S. í. B. S. hefir leyfi lil Jípss að reka vörahappdrætti í tíu ár Blaðamönnum var í gær boðið að Reykjalundi, vinnubeim- li Sambands ísl. berklasjúklinga, og skýrði íramkvæmda- i-tjóri þess, Þórður Benediktsson, þar frá stofnun vöruhapp- ilrættis sambandsins. Ágóðanum af því á að verja til þess ,tó byggja verksmiðjuhús mikið, sem mun verða um fimmtán >usund teningsmetrar. Svo stórhuga er sambandið. En verk in sýna. að því er óhætt að vera stórhuga. „Og við eigum goðan hauk í horni, og það er íslenzka þjóðin,“ sagði Þórður. v’öruhappdrættið. Hið nýja vöruhappdrætti S. 1. B. S. er framtíðarfyrirtæki, ,sem það hefir fengið leyfi otjörnarvaldanna til að starf *ækja í tiu ár. Það er ílokka- uappdrætti, eins og happ- drætti háskólans en einung- is verða seldir heilmiðar. í ár •erður dregið tvisvar sinnum, (jg kosta miðarnir tuttugu xrónur, en framvegis sex sinn jm á ári, og kosta miðarnir þá sextíu krónur. Vinningar munu nema 40% af andvirði útgefinna happ- irættismiða, og eru alls 5000. :í ár verða alls gefnir út 30000 miðar, en framvegis 50000 á ári. „Við lifum í þeirri von, að vinningarnir verði skatt- rjálsir,“ sagði Þórður Bene- ziktsson. Það, sem dregið 'erður um. Stærstu vinningarnir verða aúsgögn og heimilisvélar, og ?rú sumir 10—20 þúsund króna virði, Margt af smærri nnningunum er aftur á móti eins konar vöruávisanir, er 'ólk getur fengið fyrir þann táanlegan varnig, er það girn ist. Fær það gegn vinningi sínum ávisun á ákveðin verð mætti, en S.Í.B.S. hefir samið við ýmsar verzlanir og kaup- xélög um afgreiðslu gegn þess um ávísunum. 'Sölufyrirkomulagið. Þessir happdrættismiðar verða ekki seldir á götum úti, því að hver miði verður skráð ir á nafn, eins og hjá happ- drætti háskólans, og er síðan ætlazt til endurnýjunar eins og hjá því. Verður því komið upp .úmboðum hér og þar, en aðalsalan fer fram í skrif- stcfu S. í. B. S., Austurstræti 9 í Reykjavík. Áíiðarnir kosta jafnmikið míkið hvenær árs sem þeir eru keyptir, og er því hag- (ejþiast að kaupa miðana stj-ax. v* ■* Ungverjar fara aö y‘ dæmi Rússa Stjórn Ungverjalands hefir nú farið að dæmi Rússa og sagt upp vináttusamningi sín um við Júgóslava. Var til- kynnin® um þetta gefin út í Búdapest í gær. Vináttusamn ingur þessi gekk í gildi 8. okt. 1947. Um 4000 fjár slátrað á Akranesi Sauðfjárslátrun hjá Slátur félagi Suðurlands hófst á Akranesi hinn 20. þ. m. Er gert ráð fyrir að slátrað verði um fjögur þúsund fjár á Akranesi að þessu sinni eða svipað og undanfarin ár. Væn leiki dilka i Borgarfjarðar- sýslu utan Skarðsheiðar er talin vera í meðallagi. Sauðfjársjúkdómar valda bændum á þessu svæði stöð- ugt meiri og meiri áhyggjum og er nú svo komið að bændur á góðum sauðfjárjörðum inn til dala sjá sér ekki fært ann- að en farga öllu fé sínu nú í haust, i von um það að til fjárskipta komi í Borgarfirði, áður en lansrt um líður. Iþróttanámskeiði lokið að Laugar- vatni Mánudaginn 29 ágúst s. 1. höfst að Laugarvatni, á veg- um íþróttakennaraskóla ís- lands, námsskeiö í skólaíþrótt um. — Námsskeiðið stóð í 10 daga og var sótt af 19 þátt- takendum, en nemendur Hús- mæðrakennarskóla íslands tóku þátt i þjóðdönsum. Kennarar á námsskeiðinu voru frú Sigriður Þ. Valgeirs dóttir og Stefán P. Krist- jánsson. Aðalnámsgreinar voru: fim leikar stúikna og pilta, frjáls ar íþróttir, vikivakar og þjóð dansar, körfuknattleikur og blak. Þeir kennarar sem annast kennslu bæði stúlkna og pilta tóku þátt í öllum námsgrejn- um. í sambandi við námsskeiðið var haldinn fundur, þar sem rætt var um einkunnagjöf og prófverkefni i fimleikum. íþróttakennararnir voru á- nægðir með námsskeiðið og óskuðu eftir því að slík náms skeið yrðu haldin árlega, en tilgangur slíkra námsskeiða er að rifja upp með kennur- um námsefni og kynna þeim nýjungar. | Nú skal öfugu | (klónum snúið við ( Sjálfstæðisflokkurinn i = hefir nú birt kosninga- | I ávarp sitt til þjóðarinnar i I undir kjörorðunum styrkja | i laus atvinnurekstur — af- i i nám hafta og aukið at- i i vinnufrelsi, m. ö. o. lofað i | að bæta fyrir sín eigin af- i i glöp á undanförnum stjórn i Í arárum. Ávarpið hefst á i i þessum orðum: Í „Síðasta áratuginn hefir I Í Sjálfstæðisflokkurinn i í lengst af tekið þátt í stjórn i Í landsins. Þegar litið er yf- i j ir farinn veg, er augljóst,; Í að fvrir áhrif og forystu i Í Sjálfstæðisflokksins hafa i Í mörg og stór framfaraspor i Í verið 'stigin á þessu tírna- ! | bili í löggjöf og fram- j Í kvæmdum." Í Svo kemur hér ofurlitil \ | lýsing á afrekunum, tekin i I upp úr ávarpinu: Í „Fyrir því telur flokkur- j j inn óumflýjanlega nauð- \ I syn að snúið verið af i i braut ríkjandi ofstjórnar, i I losað um höft á verzlun i I og athafnalífi og fækkað i j opinberum nefndum og \ i ráðurn". Í „Hallann á rekstri þeirra \ \ (þ. e. atvinnuveganna) hef i Í ir orðið að bæta upp með i Í ríkisstyrkjum, sem ekki \ i hefir verið hægt að greiða i i nema með nýjum skött- 1 i um“. i Þannig hljóðar vottorð i Í Sjálfstæöisflokksins um af [ j rek hans á tíu ára valda- \ \ tímabili. Sjálfstæðismenn \ Í eiga sjálfir formenn í öll- \ Í um hinum helztu nefndum \ 1 og ráðum, svo sem f járhags j 1 ráði og viðskiptanefnd, og \ i beita meirihluta sínum \ i þar, með aðstoð Alþýðu- | i flokksfulltrúanna, til þess i Í að draga gróða i sjóð út- i I valinna braskara og gróða i Í manna í Sjálfstæðisflokkn | Í um. — Verðlagsstjóri og \ Í skommtunarstjóri eru líka \ i úr herbúðum íhaldsins. Í Nú er lofað iðrun og aft \ | urhvarfi. En hver trúir, því j 1 að Sjálfstæðisflokkurinn i Í viíji nú eða geti snúið við i Í þeim öfugu klóm, sem | Í spunnið hafa landslýðnum \ i ófarnað undanfarinn ára- i j tug, þótt hann lofi því há- i Í stöfum fyrir kosningar? f .IMIIIIItlMIIIIIIIIMIIIIMIIIIIIHIIIIIItllllllllllMlllinillllllll Athugasemd í tilefni af frásögn blað- anna af opnun kviímynda- hússins Stjörnubíó h. f., Reykjavík, óska ég að taka það fram, að frumkvæðið og verulegan þátt undirbúnings ins að stofnun þessa kvik- myndahúss átti Georg Magn- ússon, stud. med., sem nú er látinn. Þyki mér rétt, að þetta komi fram af því að ekki hef ir verið á það minnst í frá- sögn blaðanna. Karl M. Magnússon IS .listinn er listi Framsóknarflokksins í Reykjavík og tvímenningskjör- dæmunum. Korn náði ekki þroska á Reykhólum í sumar ilóínaiippskeran varð ekki nema |iriðjj- ung'nr meðaluppskeru Biaðið átti í gær tal við Sigurð Eliasson, forstöðumann tilraunarstöðvarinnar að Reykhólum. Aðallega voru þar rækt aðar rófur, kál og korn í sumar, og hefir uppskeran orðið mjög léleg. Miklar rigningar hafa gengið þar að undan- förnu og tafið lok heyskapar. Rófurnar þriðjungur meðaluppskeru Rófnaræktin, sem er mikil að Reykhólum gekk illa í sum ar. Mun uppskera rófna ekki verða meiri en þriðjungur meðaluppskeru. Klaki var í jörð langt fram eftir sumri, og veðrátta ekki sem hag- stæðust í sumar. Hvítkálið er í löku meðallagi og annað kál eftir því. Kornið þroskast ekki í sumar Á Reykhólum er einnig nokkur kornrækt, en í sumar mun hvorki bygg ná hafrar ná þroska þar. Kemur þar bæði til stutt sumar og óhag- stæð veðrátta. Miklar rign- ingar hafa gengið þar að und anförnu. Grasspretta scin, en hey- fengur nálgast þó meðallag. Grasspretta var mjög sein á þessum slóðum sem víðar annars staðar, og urðu tún og engjar tæplega í meðal- lagi. Heyskapur hófst seint- Þaö sem slegið var fyrst hirt ist vel, en síðar varð hirðing misfellasöm. Fjárleitin var frestað um eina viku í haust til að lengja heyskapartím- ann, og hafa bændur verið að heyja fram til þessa. Tíðin hefir þó verið votviðrasöm að undanförnu, og er enn dálítið af heyi úti. Fyrstu göngum er nú að ljúka og slátrun að hefjast. Þrátt fyr- ir þetta mun heyfengur bænda nálgast meðallag. ÖIIIIIIIIIMIIIipilllJtlllllllllMIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIMIIMIfMin | Kosið í nýja | | Arnarhváli 1 Framvegis fer utankjör- i \ funda-atkvæðagreiðsla í I | Reykjavík fram í húsnæði | i borgarfógetans í Arnar- i I hváli nýja, gengið inn frá § i Lindargötu. Hægt er að | | greiöa atkvæði á sama 1 j tíma og áður hefir verið | \ auglýstur. klukkan 10—12, i | 2—6 og 8—10. Brezka stjórnin fékk trausts- yfirlýsingu Umræðunum um gengisfell ingu pundsins lauk i brezka þinginu í fyrrakvöld. Síðast- ur tók til máls áf hálfu stjórn arandstæðinga Anthony Eden en af hálfu stjórnarinnar Attlee forsætisráðherra. Að umræðunum loknum var þingsályktunartillaga stjórn- arinnar, sem jafnframt fól í sér traústsyfirlýsingu henni til handa borin undir atkvæði cg samþykkt með 342 atkv. íhaldsmenn og frjálslyndir sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una. Er þettá meira fylgi en búizt var við, og er talið að stjórnin muni ekki telja á- stæðu tif áð efna til kosninga í haust. Hafnarbakkavörurnar og loforð Sjálfstæðisflokksins Morgunblaðið birtir langa gre n um það loforð Sjálf- stæðisflokksins að ráða bót á svarta markaðinum með auknum neyzluvöruinnflutn- ingi. Eftir að hafa rætt þetta lof orð á marga vegu segir Mbl., að vegna gjaldeyrisskortsins dragi bankarnir nú „greiðslu á öllu því, sem með nokkru móti má draga“ og „hafi þetta m. a. komið niður á vefnaðarvörusendingum, sem sumar munu ekki fást af- greiddar, þótt hingað séu komnar af því að gjaldeyris- yfirfærsla fæst ekki.“ Það má bezt marka á þess- ari frásögn Mbl., hversu lík- legur Sjálfstæðisflokkurinn er til að efna umrætt loforð sitt, þar sem nú er ekki einu sinni til gjaldeyri til að full- .... .jSSj nægja útgefnum innflutnings íeyfum! Það er hreinn uppspuni í sömu MbL-grein, að Frarni- sóknarmenn í Fjárhagsráði hafi lagt til að auka vefnað- arvöruskammtjnn, en greitt atkvæði gegn tilsvarandi vefn aðarvöruinnflutningi. Fram- sóknarmenn í Fjárhagsráði hafa jafnan lagt áherslu á að skammturinn yrði ákveð- inn í samræmi við innflutn- ingsleyfin. Framsóknarmenn í Reykjavik. -Hafið samband við kosninga- skrifstofu Framsóknarflokksins, Lindargötu 9 A. Simar 5564 og 81303. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.