Tíminn - 16.10.1949, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, sunnudaginn 16 október 1949
222. blað
Er þetta „lýðræði" Sjálf-
stæðisflokksins?
i.
Ýmsir hafa með nokkyrri
undrun lesið greinar þær um
verðlagningu landbúnaðaraf-
urða og hið svonefnda „bún-
'aðarráð“, er Jón Pálmason
alþm. hefir birt nú nýlega í
aðalblöðum Sjálfstæðisflokks
ins, Morgunblaðinu, ísafold
og Verði.
Hið svonefnda „búnaðar-
ráð“ var eins og margir muna
skipað samkvæmt bráða-
birgðalögum, er gefin voru út
af þáverandi ríkisstjórn
haustið 1945, og síðar stað-
fest á Alþingi, en afnumin,
er ný ríkisstjórn kom til
valda á öndverðu ári 1947.
Ætla má, að óhætt sé að
fullyrða, að innan bænda-
stéttarinnar sé sú skoðun al-
menn, að fyrrnefnd búnað-
arráðslög hafi verið, vægast
sagt, mjög óheppileg, og ekki
er enn kunnugt um nokkurn
bónda, er borið hafi fram
þá ósk, að það fyrirkomulag,
ráða. Hún ákvað með bráða-
birgðalögum, að samkoma sú,
er í lögum nefndist búnaðar-
ráð, skyldi fara með þau hags
munamál bænda, er þeir
höfðu sjálfir falið stéttarsam
bandi sínu, og skipaði sjálf
alla fulltrúana í búnaðarráð,
25 að tölu. Stéttarsambandi
bænda var ekki einu sinni
veitt heimild til að gera til-
lögur um fulltrúa í búnaðar-
ráðið, en hinsvegar var það
gert að borgaralegri skyldu
fyrir bændur og aðra, er að
landbúnaðarmálum störfuðu,
að taka sæti í ráðinu. Talar
það ákvæði út af fyrir sig
skýru máli um álit stjórn-
arinnar sjálfrar um vinsæld-
ir laganna meðal bænda.
Jón Pálmason skýrir rétti-
lega frá því, að ákveðið hafi
verið, að allir búnaðarráðs-
mena skyldu vera bændur
eða menn, sem að landbún-
aðarmálum vinna og að ráð-
ið hafi verið skipað með
sem þessi lög gerðu ráð fyrir,
verði tekið upp á ný. Því und
arlegra er, að Jón Pálmason
skuli gerast til þess að rifja
upp þetta mál nú og mæla því
bót.
Þau rök, sem Jón Pálma-
son færir fram fyrir því, að
löggjöf þessi ha.fi verið heppi
leg fyrir bændur, eru líka á
ýmsan hátt mjög einkenni-
leg. Meðal annars telur hann
lögunum það til gildis, að
allir fulltrúar neytenda á
Alþingi hafi verið þeim fylgj
andi.
Flestir bændur munu líta
svo á, að svo eindregið fylgi
neytendafulltrúanna við bún
aðarráðslogin hljóti, ef nokk
uð er, að vera sönnun þess,
að þau hafi verið neytendum
í hag, en bændum í óhag.
Það mun og vera rétt
minni, að Jón Pálmason hafi
verið eini bóndinn á Alþingi,
sem á sínum tíma greiddi lög
um þessum atkvæði. Jafnvel
samflokksmenn hans úr
bændastétt, Pétur Ottesen
og Jón Sigurðsson á Reyni-
stað voru þeim mjög mót-
fallnir.
Varla mun það fegra eftir-
mæli þessara laga í augum
bænda, þótt rétt, kunni að
vera, sem J. P- skýrir frá, að
hann sjálfur, Sigurður Krist-
jánsson og Jónas Jónsson
hafi að lokum staðið einir
uppi á Alþingi löggjöf þess-
ari til varnar, er dagar henn
ar voru taldir — að þessum
þremur mönnum ólöstuðum.
II.
En greinar Jóns Pálmason
ar nú gefa tilefni til, að rifj-
að sé upp, hvernig á stóð,
er búnaðarráðslögin voru sett
og hvað raunverulega fólst í
setningu þessara laga.
Svo stóð á sumarið 1945,
að bændur um land allt
höfðu stofnað stéttarsam-
band og kosið fulltrúa til að
fara með sameiginleg hags-
munamál stéttarinnar í um-
boði hennar, þar á meðal
verðlagningu landbúnaðar-
vara.
En í stað þess að viður-
kenna hina kjörnu fulltrúa
bændastéttarinnar og hefja
samninga vjð Þá, tók þáver-
andi ríkisstjórn til sinna
þeim hætti. Hitt virðist hann
ekki gera sér ljóst, að ein-
mitt með þessu ákvæði var
verið að leggja áherzlu á það,
að á búnaðarráðsmennina
bæri að líta sem fulltrúa og
umboðsmenn bændastéttar-
arinnar. Þetta ákvæði hlaut
aö vera sett til þess eins að
styrkja aðstöðu búnaðarráðs
ins gagnvart öðrum stéttum.
Gagnvart ríkisstjórninni
áttu allar aðrar stéttir full-
trúa, sem þær höfðu sjálfar
kosið og sögðu fyrir verkum.
En bændastéttinni var sagt,
að 25 menn, sem skipaðir
voru af ríkisvaldinu, skyldu
vera hennar fulltrúar, og að
þeir skyldu halda áfram að
vera það, hvort sem henni
líkaði betur eða verr.
Það er ekki ætlunin að
deila hér á þá mætu menn,
er sæti tóku í búnaðarráði,
samkvæmt ákvæðum laganna
um borgaralega skyldu í því
efni. Undarlegt þótti það að
vísu, þótt skiljanlegt væri, að
þeir voru svo að segja allir
(t.m.k. fyrrverandi) pólitísk-
ir stuðningsmenn stjórnar-
innar, og að enginn bóndi
úr þeim flokki, sem flestir
bændur fylgja að málum,
átti þar sæti (sem aðalmað-
ur)- En formaður búnaðar-
ráðsins var embættismaður
og ákveðinn flokksmaður
stjórnarmegin. Raunverulega
varð verkefni ráðsins ekki
annað en að kjósa 5 manna
nefnd til að ákveða verð
landbúnaðarvaranna. Til að
tryggja kosningu þessarar
nefndar nægði 13 manna
fylgi í búnaðarráði.
f sambandi við þetta næg-
ir að spyrja:
Er nokkur sú stétt til eða
stjórnmálaflokkur í þessu
landi, sem þyrði að eiga und-
ir því, að leyfa andstæðing-
itm að velja 13 menn úr sín-
um hópi til að ráða hags-
munamálum sínum til lykta?
Er nokkur sú stétt eða stjórn
málaflokkur til, sem myndi
telja 13 menn, þannig kjörna,
sína fulltrúa og bera til
þeirra fullt traust?
Svarið getur ekki orðið
nema á einn veg. Enda hefir
slíkum aðferðum aldrei ver-
ið beitt, fyrr né síðar hér á
landi og aldrei við neinn,
nema bændastétt landsins í
þetta sinn.
En aðferðin var þó ekki
ný, þó að hún væri ný hér
á landi. Ýmsir renna grun
í, hvar hugmyndin um að
skipa bændastéttinni full-
trúa, hafi verið upprunnin
árið 1945.
III.
Jón Pálmason var á árinu
1945 ákveðinn fylgismaður
búnaðarráðslaganna, eins og
hann var ákveðinn fylgis-
maður ríkisstjórnar þeirrar,
er þá sat við völd, — eini
bóndinn á Alþingi, er þá af-
stöðu hafði.
Látum svo vera. Látum svo
vera, að pclitískur ákafi hafi
þá villt honum sýn um stund
arsakir eins og stundum vill,
verða, jafnvel um mæta
menn og reynda.
En síðan hefir margt bor-
ið til tíðinda í heimi stjórn-
málanna. Þau viðfangsefni,
sem þá var lítill gaumur gef-
inn, hafa nú dregið að sér
athygli manna meir en áður
var. Ýmsir mætir menn, m.a.
í flokki Jóns Pálmasonar,
hafa látið sér sæma að end-
urskoða afstöðu sína í veiga-
miklum efnum, og talið sig
eigi menn að minni.
Nú er mikið rætt og ritað
um lýðræði hér á landi, og
þykir mönnum sem lýðræðið
eisfi 1 vök að verjast fyrir að-
sókn þeirra, ey völdin dýrka
á kostnað frelsis og mann-
réttinda.
Þess gengur enginn dulinn
nú, hvaðan sá siður er kom-
inn, að ríkisstj órnir eða flokk
ar skipi þjóðum eða stéttum
fulltrúa, og víki þeim frá að
eigin vild. Af frelsisunnandi
mönnum er þessi aðferð skoð
uð sem ein hættulegasta að-
för, sem nokkru sinni hefir
verið gerð að lýðræði og
mannréttindum-
Þjóðir einræðislandanna
hafa hver af annarri verið
að eignast sín „búnaöarráð“
á undanförnum árum. En hér
á landi hefir ráðstjórnum
þessum verið tekið með nokk
urri varúð, eigi sízt af flokks
mönnum Jóns Pálmasonar.
En þótt undarlegt megi
virðast, er ekki útlit fyrir, að
Jðn Pálmason hafi lært neitt
af þessum viðburðum, úr því
að hann ótilkvaddur gerist
nú til þess að taka upp vörn
fyrir fljótræðisákvarðanir í
sömu átt, er teknar voru hér
á landi, á meðan ráðstjórnar
fyrirkomulagið átti meiri
hylli að fagna í landsstjórn
en nú gerist. Látum svo vera.
En hver er þá afstaða
Sjálfstæðisflokksins nú í
þessu máli.
Hingað til hafa margir lit-
ið svo á, að Sjálfstæðisflokk-
urinn sem heild væri ákveð-
inn lýðræðisflokkur, og að
hann vildi ekki lið sitt til þess
ljá á nokkurn hátt, að hrófl-
að væri við þeirri undirstöðu,
sem frjálst þjóðfélag bygg-
ist á. Að ef honum hefði ein-
hverntíma orðið eitthvað á í
þessu efni, ef til vill af til-
látssemi við aðra, þá myndi
hann nú telja sér ljúft og
skylt að bæta úr þeim mis-
tökum, og forðast að efla
(Framhald á 6. slOuJ
í dag er sunnudagur hinn síðasti
fyrir kosningar, — siðasti sunnu-
dagur í sumri. Það færi vel á því,
að hafa nú einhverjar hugleiðing-
ar í baðstofunni okkar í tilefni af
þetsum tímamótum. Og mér kem-
ur það hér í hug, að Mbl. hefir
undanfarið verið með guðsnafn á
vörum og meðal annars sakað
kommúnista um guðleysi og að
þeir vildu eyða allri guðstrú. Vel
eru trúmálin þess verð, að þau
séu rædd, en eins og málum er
háttað tel ég þau lítið erindi eiga
inn í kosningabaráttuna.
. Mbl. segir, að Stalin sé Guð
kommúnista. Eg hélt hann væri
fremur páfi í trúarfélagi þeirra.
En kunningi minn sagði, að guðir
íhaldsins væru víst helzt Mammon
og Bakkus. í nafni Mammons og
með hans fulltingi safnar Heim-
dallur skólabörnunum undir merki
sitt með afslætti á aðgöngumiðum
að skemmtunum og dansi og það
er Bakkus sem hjálpar honum til
þeirra efna, að hann getur þetta.
Annars minnti ég kunningja minn
á, að Merkúríus væri hinn gamli
og rétti guð þjófa og kaupsýslu-
manna.
Menn geta haft sínar skoðanir
um þjóðfélagsmál, hvað sem trú-
arhugmyndum þeirra Zíður. Við
getum haldið því fram, að sú fé-
lagsmálaskipun, sem þeir að-
hyllast, sé í ósamræmi við trúna,
sem þeir játa, en vel má vera, að
þeim finnist okkar stjórnmálaaf-
staða jafn fráleit frá sjónarmiöi
trúarinnar. Þetta má allt ræða
fram og aftur. Og þó að við
reynum að halda okkur við grund
vallaratriði kristinnar trúar, sem
reyndar eru teygjanleg að margra
dómi, þá verðum við þó að leggja
mat á þjóðmálastefnurnar út frá
því og það er alltaf undir álitum
komið. Og þó að við lesum guð-
spjöllin aftur og áftur, finnum við
þar ekki neinar fastar kennisetn-
ingar um samvinnustefnu, ríkis-
rekstur eða genglsskráningu.
Við sláum því föstu, að þjóðfé-
lágsskipunin eigi að miðast við
það, að styðja þroska allra og
hjálpa. öllum til að njóta þess
réttar síns að lifa lífinu heill og
frjáls, en öðrum til hjálpar. Svo
höfum við mismunandi skoðanir
um leiðirnar til þessa. Einn trúir
því, að framtið og hamingja
mannkynsins sé bundin við áhrif
rússneska stórveldisins. Annar
heldur, að réttlæjti og velferð sé
bundin við það, að menn hafi
frjálsræði, tómstund og fjárráð til
að fara á fyllirí um hverja helgi.
Þriðji hetdur, að hamingja mann
fólksins sé bundin við auðsöfnun
einstakiinga og tækifæri þeirra til
að græða fé. Svona má iengi teija
og halda áfram.
Við skulum varast alla fordóma
og það engu síður þó að kosning-
ar fari í hönd. Mönnum getur
fundist að þeir séu trúir og hollir
sinni trú, þó að þeir séu andstæð-
ingar okkar. Hræsninni ætla ég
ekki að mæla bót, en þess eölis
finnst mér sé, þegar Mbl. fer að
deila sérstaklega á menn í öðrum
flokkum fyrir gróðahyggju og
skattsvik, eða þegar kommúnistar
deila á andstæðinga sína fyrir
vöntun þjóðernislegra sjónarmiða.
Og þó hefir samvizka margra und
arlegan teygjanleika til að laga
sig eftir og fella sig að því, sem þá
langar til að mætti vera rétt.
Eg veit að dómgreind margra er
sljó og ýmsir hafa óbeit á því að
hugsa um stjórnmál. Eg hefi ekki
neitt á móti deilum um þau efni
og það þó að harðar séu, en menn
ættu að geta varið sín sjónarmið
með kappi og áhuga án þess að
hafa persón'alega fordóma á and-
stæðingunum eða beita beinum
fölsúnum. Og sérstaklega vil ég
vara ykkur við æsingahrópunum,
sem eiga að koma í veg fyrir rök-
rétta hugsun og rólega yfirvegun.
Starkaður gamli.
SpaösaStað dilkakjöt
í V tunnum
V2 tunnum og
tunnum ,
nýkomið.
FRYSTIHUSIÐ HERÐUBREIÐ
Sími 2678
TILKYNNING
|I frá Bæjarþvottahúsinu i Sundhöllinni. »
B Erum aftur byrjuð að taka á móti þvotti.
| Sími 6 2 9 9.
1 Bæjarþvottahúsið í Sundhöllinni
X B-listinn