Tíminn - 16.10.1949, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.10.1949, Blaðsíða 5
222 blaö TÍMINN, sunnudaginn 16- október 1949 n Sunnusl. 16. okt. Flokkarnir, sem allsstaðar eru að tapa Um fátt er nú meira rætt í Mbl. en úrslit þingkosning- anna í Noregi. Mbl. hvetur kjósendur réttilega til þess að reka fulltrúa rússnesku einræðis- og landvinninga- stefnunnar af höndum sér, eins og Norðmenn hafa nú svo rækilega gert. Sannarlega væri það hollt íslenzkum stjórnmálum, ef íslendingar fylgdu í þessum efnum fordæmi Norðmanna. En jafnframt er það líka ann að engu þýðingarminna, er íslendingar geta af Norð- mönnum lært. íhaldsflokkurinn norski, hægri flokkurinn, hafði búizt við mikilli fylgisaukningu og það þótti heldur líklegt, að þær vonir myndu rætast, því að flokknum tókst að gera sig mjög áberandi í kosninga baráttunni. Úrslitin urðu hinsvegar á annan veg. Eini flokkurinn, annar en kommúnistaflokk- urinn, sem tapaði þingsæt- um, var hægri flokkurinn norski. Hann missti 2—3 þingsæti til miðflokkanna, er einnig unnu þingsæti af kommúnistum, þótt fyrst og fremst væri það verkamanna flokkurinn, er hreppti fyrra fylgi þeirra. Miðað við það, sem und- anfarið hefir gerzt í öðrum lýðræðislöndum, kom þessi ó- sigur hægra flokksins hins- vegar ekki á óvart- í Dan- mörku varð íhaldsflokkurinn þar fyrir stórfelldu tapi í kosningunum 1947 og í Sví- þjóð beið íhaldsflokkurinn þar enn meiri ósigur í kosn- ingunum í fyrra. Eft'irminni- legastur og stærstur varð þó ósigur íhaldsflokksins í Bandaríkjunum í fyrra. Því hafði verið almennt spáð, að hann myndi vinna forseta- kosningarnar, en úrslitin urðu á allt aðra leið. Það hefir þannig einkennt nær allar þingkosningar í lýðfrjálsum löndum seinustu árin, að kommúnistar og ihaldsmenn hafa tapað, en jafnaðarmenn og frjálslynd- ir miðflokkar unnið mikið á. Stjórnmálaþróunin í lýðræð- islöndunum beinist þannig jöfnum höndum gegn íhaldi og kommúnisma, en miðar að eflingu frjálslyndra um- bótastefna. Fyrir íslenzka kjósendur er vissulega öll ástæða til að gefa þessari þróun fullan gaum áður en þeir ganga að kjörborðinu. Að vísu eru að- stæður í einstökum löndum talsvert mismunandi og því má ekki fara eftir því í neinni blindni, er gerast kann í öðrum löndum. Þess ber t. d. vel að minnast, að hér er ekki til neinn jafnað- armannaflokkur, nema að nafninu tll, miðað við það, sem annarsstaðar er.. Alls- staðar annarsstaðar eru jafn aðarmannaflokkarnir í harðri andstöðu við afturhaldið, en hér hafa foringjar hans Sannleikurinn um stjórn Reykjavíkur Skrifstofukostnaður babjarins hefur tólf- faldazt og útsvörin þrettánfatdazt siðan 1938 Hér í blaðinu var það rakið fyrir nokkru, hvernig Sjálf- stæðisflokkurinn hfeir stjórn að fjármálum ríkisins sein- ustu 10 árin. Niðurstaða þeirra athugana var sú, að rekstrarútgjöld ríkisins voru fjórtánfalt meiri á seinasta ári en 1938, tollar og skatt- ar vorvi fjórtán sinnum hærri og skuldir ríkisins höfðu fjórfaldast á þessum tíma. Mbl. hefir ekki getað hrund ið þessum staðhæfingum, og i því kosið að þegja við þeim. í stað þess hamrar það á j þVi, að fjármálastjórn Sjálf- stæðisflokksins sé bezt að marka á stjórn Reykjavíkur- bæjar, því að þar hafi Sjálf- stæðisflokkurinn farið einn með völdin og hafi ekki þurft neitt undir aðra að sækja. í tilefni af þessu þykir rétt I að rifja upp nokkrar stað- reyndir, sem sýna það, hvort ! stjórn Reykjavíkurbæjar er ; Sjálfstæðisflokknum til slíks sóma sem Mbl. vill vera láta. Það má taka það sem dæmi um stjórnarhæfileikana, hvernig skrifstofuhaldi bæj- arins hefir verið háttað. Það dæmi lítur þannig út: Árið 1938 var kostnaður- inn við skrifstofu borgar- stjóra og bæjarverkfræð- ings (skrifstofur bæjar- stofnana ekki meðtaldar) kr. 366 þús. kr. í fjárhags- áætlun þcssa árs er þessi sami kostnaður áætlaður 4.350 þús. kr. Ilann hefir hvorki meira né minna en tólffaldast á þessum tíma. Svipuð er niðurstáðan á öðrum liðum rekstrarút- gjaldanna. Þegar þess er gætt, að rík- isstarfsemin hefir þanist enn meira út en bæjarstarfsemin seinustu árin, lýsir það enn meira óhófi og óstjórn hjá Reykjavíkurbæ að hafa tólf- faldað rekstrarútgjöldin en hjá ríkinu að hafa fjórtán- faldað sín útgjöld. 1 Sé litið á álögurnar, sem Reykjavíkurbær leggur á bæjarbúa, verður þessi sam- 1 anburður stjórnendum enn 1 siður í vil. I Árið 1938 nam niðurjöfn- un útsvara í Reykjavík 4.2 millj. kr. í ár hefir niður- jöfnun útsvara í Reykjavík numið 527 millj. kr., sam- kvæmt frásögn Mbl. í gær. Útsvörin hafa m.ö.o. nær þrettánfaldast á þessum tíma. Það sýnir bezt, hver ó- stjórnin hefir verið og er í þessum efnum, ef bornar eru saman útsvarsgreiðslur hér á Akureyri. Sá samanburður lítur nú þannig út: Á Akureyyri er jafnað nið ur í ár um 5.5 millj. kr. í Reykjavík eru nú átta sinn um fleiri íbúar en á Akur- eyri og ætti þá heildarupp- hæð útsvaranna hér að vera átta sinnum hærri en þar, ef útsvarsbyrðarnar væru sambærilegar, eða um 44 millj. í stað þess eru útsvarsbyrðarnar hér 52.7 millj. kr. eða um 9 millj. kr. hærri. Þess ber ennfremur að gæta, að rekstrarútgjöld Ak- ureyrarbæjar ættu að vera tiltölulega hærri en rekstrar- útgjöld Reykjavikur, því að rekstrarkostnaðurinn á að réttu lagi að vera hlutfalls- lega minni, því stærra sem fyrirtækið er. Þetta gerir samanburðinn enn óhagstæð ari fyrir stjórnendur Reykja víkur- Þau dæmi, sem hér hafa verið nefnd, sýna það og sanna, að fjármálum Reykja víkur hefir verið illa stjórn- að og sízt betur en ríkisins- Niðurstaðan er hin sama á báðum stöðunum, að þótt forsprakkar Sjálfstæðisflokks ins séu duglegir að græða (Framnald á 6. siSu) gengið því á hönd. Þetta ber t. d. vel að taka með í reikn- inginn, en jafnframt ber að gæta þess, að Framsóknar- flokkurinn er að ýmsu leyti meiri félagshyggjuflokkur en miðflokkarnir annarsstaðar vegna áhrifanna,er hann hef ir orðið fyrir af samvinnu- stefnunni. Þessvegna getur hann að verulegu leyti fyllt það rúm, sem jafnaðarmenn og frjálslyndir gera annars- staðar, eins og t. d. demó- krataflokkurinn gerði undir forustu Roosevelts- Það er áreiðanlega ekki af neinni tilviljun, að íhalds- flokkarnir og kommúnistar tapa fylgi í lýðræðislöndun- um. Þar sem fólkið fær að hugsa og ráða gerðum sínum, getur það krufið þessar stefn ur til mergjar. Slík athugun frjálsra manna hlýtur eðii- lega að leiða til þess, að menn hafna jafn afdráttarlaust sérréttindastefnu auðmann- anna og kúgunarstefnu kommúnista. íhald og komm únismi geta ekki þrifist, nema þar sem fólkið er ó- frjálst, eins og á Spáni og í Sovétríkjunum. Bæði Sjálfstæðismenn og kommúnistar gera sér nú vonir um, að íslenzkir kjós- endur muni sýna minni stjórnmálaþroska en kjósend ur annarra lýðfrjálsra þjóða. Þeir gera sér nú miklar sig- urvonir. En þær eiga eftir að reynast jafnmikil vindbóla og sigurvonir Dewey og Wall- ace í fyrra. Úrslit kosning- anna 23. október munu sýna það sama og annarsstaðar, að íslendingar hafna í vax- andi mæli bæði íhaldi og kommúnisma. Þeir munu fylkja sér um merki umbóta- stefnunnar og gera henni mögulegt að skapa hér þjóð- félag, þar sem verður minnk andi jarðvegur fyrir aftur- hald og kommúnista. að viðhaída verziunar- | einokun „miiijóneranna“? i Ein þýðingarmesla spurniiigin, soin kjúscndur ciga ao svara 23. oktúhor Svafar Guðmundsson, bankastjóri á Akureyri hefir | nýlega lýst því í ritlingi sem hann hefir gefið út, hvern- I ig „milljónerarnir“ í Sjálfstæðisfiokknum komu tillög- i um kauptúnafundarins fyrir kattarnef. Tillögur þessar miðuðu að réttlátri dreifingu inn- | flutningsins og hafði mcirihluti Alþingis lýst sig sam- 1 þykkan þeim. Þegar til framkvæmdanna komu, risu | hinsvegar upp „milljónerarnir“ í Sjálfstæðisflokknum, | — mennirnir, sem hafa grætt á okrinu og svarta mark- 1 aðnum. Vegna yfirráða þeirra í Sjálfstæðisflokknum og | þjónslundar Alþýðuflokksforingjanna fengu þeir til- | lögum þessum stungið undir stól. Verzlunaróstjórnin i hélt því áfram með öllum sínum fylgifiskum — svört- | um markaði, okri og vöruskorli. í kosningum þeim, sem fara fram 23. okt., eiga kjós- | endur að svara því, hvort þeir vilja láta verzlunar- I einokun „milljóneranna“ halda áfram. Ef þeir vilja 1 það kjósa þeir annaðhvort Sjálfstæðisflokkinn eða Al- | þýðuflokkinn, sem hafa skapað þessa einokun og við- i haldið henni. Vilji þeir hinsvegar afnema verzlunar- i einokun milljóneranna og spillinguna, ér fylgir henni, = skipa þeir sér um Framsóknarflokkinn, sem barist | hefir gegn henni og rauf stjórnarsamstarfið vegna þess, i að hann fékk hana ekki afnumda. Hverfu á að trúa? Tveir kennarar við Háskól ann vekja á sér eftirtekt í þessum kosningum, þeir Ólaf ur Björhsson og Gylfi Þ. Gíslason. Þeir skrifa báðir um nauðsyn aukins innflutn ings á neyzluvörum og móti mikilli fjárfestingu. Þetta mun álitið vinsælt í kosning- unum. En jafnframt þessu hamast blöð þeirra, Mbl. og Alþbl., að hæla mikilli nýsköpun og metast um, hvor flokkurinn sé áhugasamari og öruggari í baráttunni fyrir miklum húsabyggingum í Reykjavík og annarri fjárfestingu. Báð ir hafa flokkar þeirra sam- þykkt, að taka 30 til 40 millj. króna erlent lán til að verja í fjárfestingu (togarakaup- in). Báðir standa þeir saman í fjárhagsráðl og ríkisstjórn, um að knýja fram leyfi til mikilla nýrra framkvæmda. Sumt af þeirri fjárfestingu verður raunar ekkert annað en leyfin fyrst um sinn, því möguleikana vantar. Báðir stóðu þessir flokkar að byggingu toppstöðvarinn- I ar við Elliðaár, sem kostað. um 20 milljónir og hefir al reyndum Sjálfstæðismönnun verið kölluð toppvitleysa Báðir stóðu þeir að blessuði skipinu hans Jóhanns Haf- steins, Hæringi gamla. Báðir standa þeir að fjárfesting- unni miklu í Örfirisey. Báðír standa þeir að byggingu geys : lega stórrar og dýrrar olíu stöðvar inni í Laugarnesi. En á meðan þessu fer fram, skrifa háskólakennar- arnir móti fjárfestingu og: blöð flokkanna taka undir og telja lesendum trú um, ac þeirra flokkar hafi brenn- andi áhuga fyrir gagngerðun. breytingum. Er kátbroslegt að sjá og heyra þennan tvísöng og eri itt að átta sig á, hverjun.. skuli trúa. Vilja þessir flokk- ar halda áfram fjárfestingi hér i Reykjavík í stórum stíi svo sem skólahúsa-, sjúkra - húsa- og íbúðarhúsabygg- inga? Eða vilja þeir það ekki'. Kjósendur eiga heimtingu á að fá ákveðin og afdráttar- laus svör um þetta fyrir kosr ingarnar. B KJÓSIÐ B-LISTANN! r. 8 utMMmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiitiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiuiiimuiiiiiiiKiiiiiitiiuj Auglýsingasími Tímans 81300 iiiiiliiiiiiii.iiimiiiimiiiHiiMMiMMiHiMiiiiiiiiiimmiiiiimiMimiiiiiiiiiiimiiimimiiiiiMimimimimiiiMMiiiim:!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.