Tíminn - 01.11.1949, Qupperneq 2
TÍMINN, þriðjudaginn 1. nóvembcr 1949
234. blað
Hvar eru skipin?
jEiniskip:
Brúarfoss kom til Reykjavíkur
29. okt. frá Leith. Dettifoss kom
til Reykjavíkur 30. okt. frá Hull.
Pjallfoss er í Reykjavík. Goðafoss
íorn til Rotterdam 30. okt., fer
þaðan 31. okt. til Leith og Reykja-
vikur. Lagarfoss kom til Hull 27.
okt., fór þaðan 31. okt. til London.
Selfoss kom til Lysekil 29. okt. frá
Siglufirði. Tröllafoss kom til Rvík-
ur 30. okt. frá New York. Vatna-
jökuil fór frá Eskifirði 26. okt. til
Hamborgar.
Kíkisskip:
Hekla var á Akureyri i gær. Esja
ír í Reykjavík. Herðubreið er á leið
rá Tustfjörðum til Reykjavíkur.
Skjaidbreið er í Vestmannaeyjum.
>yrill er í Reykjavík.
Árnað heilla
Atlræð.
Áttatíu ára cr i dag frú Ketil-
::íður Einarsdóttir frá Tannstaða-
bakka, nú til heimilis að Blöndu-
jilið 25 í Reykjavík.
Úr ýmsum áttum
jtíaílgrímskirkja í Saurbæ.
Ejarni M. Brekkmann hefir í
jraust safnað af miklum dugnaði
jjöfum til Hallgrímsklrkju í Saur-
'iæ á Hvalfjarðarströnd. Hefir
nann þegar afhent biskupsskrif-
ítofunni gjafafé, sem nemur mörg
jm þúsundum króna. Af þessu fé
?ru yfir 900 krónur frá Akranesi,
ím 1200 krónur úr Reykjavík, yfir
1000 krónur úr Hafnarfirði, um
1000 krónur af Suðurnesjum, um
L00 krónur úr Hvalfirði, nær 500
krónur úr Borgarnesi og um 2300
rrónur af Snæfeilsnesi.
Bjarni heldur enn áfram þessari
öfnun.
I
j.
)
í
j
)
)
)
‘
)
)
)
j
j
j
)
)
)
)
)
')
‘)
í
)
4
ÚTSÖLUSTAÐIR
REYKJAVÍK
Vesturbær:
Vesturgötu 53
West-End.
Fjólu, Vesturgötu
Miðbær:
Bókastöð Eimreiðar-
lnnar
Tóbaksbúðin Kolasundi
Söluturninn við Lækj-
artorg
Austurbær:
Veitingastoían Gosl.
Bókabúð KRON
Laugaveg 45
Vöggur Laugaveg
Veitingastofan Florida,
Veitingastofan Óðins-
götu 5.
Sælgætisbúðin Stjarna,
Laugaveg 98.
Söluturn Austurbæjar
Verzlunin Ás.
Verziunin Langholts-
veg 74
Verzlunin Hlöðufell,
Langholtsveg.
Verzlunin Mávahlíð 25.
ha$ til heiía ^
Vetrarklúbburinn hefur starf
■ semi sina í Tivolí
Um 150 moðlimii* listfa $>on»ið i klúbbiim.
Um þessar mundir er skemmtifélag, sem kallar sig Vetrar-
klúbburinn að hefja starfsemi sína. Hefir það veitngahúsið
í Tívolí til starfsemi sinnar. Um 150 manns hafa gengið í
þetta skemmtifélag. Og eru um 20 erlendir menn þar á meðal.
Forstöðumenn þessa klúbbs buðu fréttamönnum að líta á
húsakynni og kynnast fyrirhugaðri starfsemi í gær.
Að því er forstöðumennirn-
ir tjáðu fréttamönnum verður
reynt að hafa þarna á boð-
stólum ódýrar og góðar veit-
ingar. Greiða meðlimir klúbbs
ins ákveðið gjald fyrir vet-
urinn og síðan mega þeir
taka með sér gesti. Á degi
hverjum verður klúbburinn
opinn frá kl. 7,30 til kl. 1
eftir miðnætti. Klukkan 4 til
7 síðdegis verður og reynt að
hafa á boöstólum veitingar.
Þá verður einnig sú nýbreytni
tekin upp að ungum lista-
mönnum verður gefinn kost-
ur á a'ð hafa til sýnis mál-
verk eftír sig og verða þau
hengd upp í bar veitinga-
hússins. Veitingahúsið er
mjög smekklega skreytt blóm-
um og hið vistlegasta. Er ekki
að efa að það verður vinsælt
af þeim, sem vilja drekka
kaffi í góðu tómi með kunn-
ingum sínum.
Fundur um efna-
hagsmál
Framkvæmdanefnd efna-
hagssamvinnustofnunar S. Þ.
kemur saman til fundar
París á morgun. Fundarefni
mun verða skipti framlags-
ins til Evrópulanda og leira
þar að lútandi.
Hrelnsum gólfteppl, elnnlg
bólstruð húsgögn.
Gólfteppa-
hreinsanl]i
Barónsstíg—Skúlagötn.
Siml 7360.
Bókasafn fslendingafélagsins
í Kaupmannahöfn
Gísli Kiistjánsson, rltstjóri
Freys, hefir beðið mig fyrir þetta
bréf:
„Um undanfarin ár hefir íslend-
ingaféiagið í Kaupmannahöfn
haldið uppi fjölþættri ctarfsemi til
þess að viðhalda þjóðerniskennd,
þjóðlegum háttum og tengslum við
það sem íslenzkt er. Fyrir þá, sem
eru komandi og farandi, eins og
t. d. námsmenn, sem fara heim
árlega eða annað hvert ár, þýðir
þessi starfsemi ekki eins mikið og
fyrir hina, sem ekki sjá ættland
sitt árum raman — stundum ára-
tugum saman — eins og dæmi eru
um þá. sem Þorfinnur Kristjáns-
son hefir gengist fyrir, að fengju
tækifæri til að líta landið sitt eft-
ir langa útlvist. Fyrir þá, sem
dvelja fjarri ættlandinu um langt
skeið, sjá ekki það sem hér gerist
og heyra um fátt af því, sem hér
heima er skrafað og skráð, vex
fjarlægðin eftir því sem árin líða.
Eitt af því, sem íslendingar i
Danmörku fara mjög á mis, eru
íslenzkar bækur. Þær eru svo dýr-
ar, miðað við kaupgjald og verð-
lag þar, að einstaklingum er ó-
kleift að kaupa þær og efnahagur
félagsskaparins er auðvitað í hlut-
faili við fjárhagsgetu einstakling-
anna.
Það er því ekki að ástæðulausu,
að íslendingafélagið, sem nú hyggst
að efna til íslenzks bókasafns i
Kaupmannahöfn, leitar aðstoðar
hjá okkur hér heima á „Fróni“.
í þeim efnum snýr það sér til
bókaútgefenda og annarra, sem að-
stoð gætu veitt, með ósk um stuðn-
ing máli þessu til framdráttar.
Nú þegar hafa nokkrir bókaút-
gefendur lofað stuðningi og sumir
sýnt sanna rausn, svo sem Bóka-
verzlun ísafoldar, sem mun hafa
gefið milli 10 og 20 bækur, og Bóka
útgáfan Norðri, sem gaf yfir 20
bækur, þar á meðal verðmæt verk
eins og „Ódáðahraun" i 3 bindum,
„Horfnir gcðhestar" í tveim bind-
um, „Á hreindýraslóðum“, „Faxi“
og fleiri góðar bækur.
Þeir bókaútgefendur og aðrir,
sem vilja leggja máli þessu iið og
styrkja þjóðarbrotið íslenzka í Dan
mörku til þess að viðhalda tengsl-
um við ísland og íslendinga, geta
snúið sér til Inqólls Kristjánssonar,
blaðamanns hjá Alþýðublaðinu. eða
Gisla Kristjánssonar ritstjóra, Bún-
aðarfélagi íslands“.
LEIKFELAG REYKJAVIKUR
eftir Somerset Maugham sýning í kvöld kl. 8. Miða
sala i dag kl. 4—7. Sími 3191.
Vörubílstjórafélagið Þróttur.
FUNDUR
verður haldinn í húsi félagsins miðvikudaginn 2. nóv.
kl. 8,30 e. h.
Fundarefni:
1. Lagabreytingar (Fyrri umræða).
2. Bifreiðastjóraráðstefnan.
3. Önnur mál.
STJÓRNIN.
TILKYNNING
frá Þvottamiðstöðinni
Allt, sem afhent var okkur til litunar 17. þ. m. eða
fyrr, er tilbúið. — Gjörið svo vel og sækið fötin sem
fyrst, vegna þrengsla í afgreiðslum okkar.
Ath. Litun tekur nú aðeins 8—10 daga.
Þvottamiðstöðin
Þvottahús, litun, kemisk fatahreinsun.
Afgreiðslur: Borgartúni 3, Grettisgötu 31, Laugavegi
20 B og Austurgötu 28, Hafnarfirði.
Wáttúrulœkhinyafalac) ý^taH^
heldur fundi í húsi Guðspekifélagsins, Ingólfsstræti
22, miðvikudaginn 2. nóvember kl. 20,30.
Fundarefni:
1. Kosning fulltrúa á stofnþing Bandalags nátt-
úrulækningafélaga.
2. Lagt fram frumvarp að bandalagslögum.
3. Ferðasaga: Græni krossinn í Sviss. (Jónas
Kristjánsson læknir).
Stjórn N.L.F.Í.
Iltllltllllllllllllll|lllll|||lt||||t|||||||||||||||||||||||||||||||||l||||||||||||||||||l|l|||||l||||||||||,||„|,|,||||„|||||||||||g|||,||gjf
s
| Hjartans þakklæti til allra, sem sýndu mér vináttu og |
I sæmd á sextugs afmæli mínu 26. okt., með heimsókn, I
I dýrmætum gjöfum og öðrum vináttumerkjum. — Sér- |
| staklega þakka ég Kvenfélagskonum Skeiðahrepps |
| fyrir höfðinglega gjöf og hlýtt ávarp.
Guðbjörg Kolbeinsdóttir,
Votumýri. |
itiiiiiiimiiiiiiitiiiiitifi 1111111111111111 i„,i,
HUGHEILAR þakkir fyrir vináttu og velgerðir í minn
garð á sjötugsafmœlinu.
Guð blessi ykkur öll. GUÐNI GÍSLASON,
Krossi í Landeyjum.
Köld borð og
heitnr vefzlnmatnr
sendur út um allan bæ.
SlLD & FISKUR
Gerist áskrifendur að
^simanum
Áskriftasímar 81300 og 2323