Tíminn - 05.11.1949, Side 7

Tíminn - 05.11.1949, Side 7
238, blað TÍMINN, laugardaginn 5. nóvember 1949 7 í þessari ævisögu kennir margra grasa, því höfundurinn hefir frá mörgu að segja, og kann manna bezt að klæða frásögnina lit og lífi. Margar þær myndir, sem hann dregur upp af mönnum og viðburðum, eur svo glöggar, að seint liiður úr minni. Kaflarnir í bókinni heita: Bernskuárin, I Arney, Fyrstu sjóferðir, A þil- skipi, Háseti á Fram, Stýrimaður á „Portlandí', Friðrik, Stýrimannaskólinn, Skipstjóri hjá Thorsteinsson, í Sellóni, Skipstjóri á Álftinni, Ég flyt frá Sel- lóni, Á „Gunnari“, Þrír útgerðarmenn, Tveir Jónar, Búskapur í Arney, í Arnarbæli, Erfið ár, Stykkishólmsferðir, Menn og málefni, Ég flyt frá Arn- arbæli, Keflavíkurþáttur, Ég gerist Reykvíkingur. — í viðbæti er sagt frá kofnafari við Breiðafjörð og nokkrar sagnir, sem hann kallar: Margt býr í sjónum. Jón Kr. Lárusson var farinn að líkamskröftum síðustu árin og löngum rúmfastur. En hann var mjög vel hress andlega, minnið trútt og með öllu óbilað. Á síðastliðnum vetri hóf hann að rita endurminningar sínar, þótt að- staða væri með fádæmum erfið. Hann lá á sjúkrabeði — oft sárþjáður — gat engra hjálpargagna notið við ritstörfin, og varð hvað eftir annað að leggja frá sér blað og penna, þegar þrautirnar voru sem mestar. En honum miðaði ótrúlega vel áfram. Hann vissi, að vist sinni hérna megin grafar væri þá og þegar lokið. Og réttum fjórum mánuðum eftir að hann hóf starfið, hafði hann lokið við að rita bóltina. I»aö reyndist og rétt, að ekki væri langur tími til stefnu, því að 16. september síðastliðinn, um það leyti sem verið var að ljúka við prentun bókarinnar, andaðist Jón Kr. Lárusson. Þetta er að mörgu leyti merkileg bók, sannorð og berorð lýsing á ævi og kjörum alþýðumanns. Upplag bókarinnar er lítið og ættu bókamenn að hafa það í huga. BÓKAÚTSALA BÓKSALAFÉLAGS ISLANDS á Laugaveg 47. — Hátt á þriðja hundrað bækur af öllu tagi, flestar með mjög lágu verði. — Eitthvað fyrir alla — Láugaveg 47 Sannar lýsingar á ævi og starfsað- ferðum mesta glæpamanns heims- sögunnar. Bókin er í stóru broti ög fæst í flestum bókabúðum og blað- sölustöðum. Bók til skemmtilesturs: CAPONE Maðurinn, sem drýgði f jölda glæpa — en aldrei var neití hægt að sanna á. Bókin kostar aðeins 10 krónur. Útgefandi Mývatnssveit. Uinferðarljósin. (Framhald af 1. síðu) Framhald af 8. síðu. þess að hefjast handa um sameiginlega túnrækt í all- stórum stíl. Keyptu þeir land til ræktunar af jörðunum Helluvaði og Gáutlöndum- Landið hefir verið mælt, en framkvæmdir hafa strandað á því, að ekki hefir enn feng- izt skurðgrafa til þess að ræsa fram landið. Eru veikar von- ir um, að hún fáist kannske að vori. En þessi ræktun er raunar mjög brýn, því að margar jarðir í sveitinni hafa takmarkað ræktunarland. um, en þá lógar ekki lengur en 30 sekúntv? á hverju ljósi i einu. Umferð inn á hliðargötu. Auk þessa er svo hægt að stilla ljósin með það fyrir aug um að þau slökkvi og kveiki á vissu miliibiii, án tillit til hraða umferðarinnar, en þannig eru umferðarljós í mörgum borgum erlendis. i Um þau farartæki, sem þurfa að fara inn á hliðar- i götur, þar sem umferð er stöðvuð, er það að segja að heimilt er að aka þannig inn á götu, en þó verða stjórn- endur þeirra farartækja að hafa samvinnu við gangandi vegfarendur, sem einnig verða að gæta sín fyrir slikri hliðar umferð. Annars gildir það með öku- tæki að þau verða undantekn ingarlaust að fara stranglega eftir umferðarljósunum og víkja þar hvergi út af, enda liggur við því stórkostleg slysahætta. Umferð gangandi fólks. Um gangandi fólk gegnir aftur á móti nokkuð öðru máli. Þegar v/nferð ökutækja er mikil, er að sjálfsögðv ekki heimilt að fara yfir götuna, nema eftir ljósmerki. En þeg- ar lítil, eða engin ökutækja- umferð er, gæti gangandi fólk þurft lengi að bíða eftir réttu ljósi og þá er því leyfi- legt að fara yfir götuna, þó með því að gæta fyllstu var- úðar og gera það á sína eig- in ábyrgð. Fyrstu dagana meðan fólk er aö venjast umferðarljósun um verður að sjálfsögðu hafð ur öflugur lögregluvörður, fólki til leiðbeiningar og gæzlu Plötur á grafreiti Útvegum áletraðar plötur á grafreiti. með stuttum fyrir | vara. — Upplýsingar á Rauð- 'arárstíg 26 (kjallara). Sími 6126. en áríðandi er að almenning- ur leggi sig þegar í upphafi áherzlu á að fara í hvívetna eftir umferðarljósunum, sem 1 þá verða til ómetanlegs gagns og öryggis í umferðinni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.