Tíminn - 19.11.1949, Blaðsíða 3
256. blað
TÍMINX, Iaugardaginn 19. nóvember 1949
í slencllrLgalDættir
Dánarminning: Aðalheiður Metúsalems-
dóttir, húsfreyja á Víðilæk
í sálarþroska svanna
býr sigur kynslóðanna.
Að morgni 2. nóv. þ. á. lést
á Landspitalanum eftir þrá-
látan sjúkdóm Aðalbjörg
Metúsalemsdóttir húsfreyja
frá Víðilæk í Skriðdal.
Aðalbjörg var fædd 16.
apríl 1906, elzt tólf systkina,
barna hjónanna á Hrafnkels-
stöðum í Fljótsdal, Guðrúnar
Jónsdóttur og Metúsalems
Jónssonar Kjerúlf. Hún bar
nafn föðurmóður sinnar Aðal
bjargar Metúsalemsdóttur frá
Möðrudal, hafði hún erft svip
mót hennar og fleiri ein-
kenni.
Tuttugu og þriggja ára að
aldri, vorið 1929 giftist Aðal-
björg eftirlifandi manni sín-
um, __ Björgvini Sigfússyni
barnakennara þá og nokkur
undanfarin ár í Fljótsdal.
Reistu þau þá um vorið bú á
Þorgerðarstöðum þar í sveit
og bjuggu þar tvö árin næstu.
Þá fengu þau ábúð hjá for-
eldrum hennar á Hrafnkels-
stöðum önnur tvö ár, en fluttu
þaðan að Viðilæk í Skriðdal
vorið 1933 og bjuggu þar sið-
an.
Þótt Aðalbjörg sé nú fallin
frá á miðjum aldri, að kalla
má, hafði hún lökið miklu og
farsælu dagsverki og ævi-
starfi. Hún hafði eignast
með manni sínum 11 mann-
vænleg börn — það yngsta nú
þriggja ára — og ekkert
þeirra misst. Ber reynslan um
barnalánið fagurt og órækt
vitni heimili hennar, atgjörvi
hennar og kvenkostum, svo
að engin orð fá því betur lýst.
Húsmóður- og móðurstörfin
eru ekki hávær né láta mikið
yfir sér á veraldar vísu. Þó
eru það þau störfin, sem far-
sæld og framtíð komandi
tíma byggjast að miklu leyti
á því, að það felst órækur
sannleikur í þeim orðum
skáldsins, sem höfð eru að
einkunnarorðum þessarar
minningargreinar. Engin
störf eru heldur vandlegri og
vissari til að fegra og göfga
hugarfar og tilfinníngalíf,
þótt sumar konur vinni nú
ötullega að því, að fá þeim
kastað fyrir róðu.
Aðalbjörg sáluga var prúð
kona 1 framkomu allri, ljúf,
mild og hugþekk. Fyrir rúm-
um tveimur árum kenndi
hún fyrst sjúkdóms síns.
Nokkuö á annað ár hafði hún
legið á Landspítalanum, þeg-
ar hún, snemma í ágúst í sum
ar, ákvað að hverfa heim um
stund. Henni mun þá hafa
verið orðið það ljóst, að sjúk-
dómurinn yrði ekki læknaöur.
Hún þráði þá að fara heim
til að kveðja börnin, foreldra
og systkini, eiginmaðurinn
var þá nýlega farinn heim úr
einni ferð sinni til að vitja
hennar. Úr þessari ferð var
hún komin á spítalann aftur
með fylgd eiginmanns síns
fyrir viku, þegar sjúkdómur-
inn herti tökin og bar lífs-
þróttinn ofurliði.
Nærri má fara um það,
hvað Aðalbjörg sáluga hefir
fundið sárt til þess, hvað hún
átti mikið ógjört fyrir barna-
hópinn sinn og aðra ástvini.
En svo var mikil stilling henn
ar og hugarþrek, að aldrei
mælti hún æðruorð. Um flug
ferðina heim ræddi hún sem
með fagnaðarhug. Eflaust hef
ir hún farið að heiman aftur
með daprari hug. En meðfætt
þrek, stutt af von og trausti
til annarra og fegurri tilveru
að baki, þegar ýfir lyki, mun
hafa styrkt hana til heiman
fararinnar einnig æðrulaust
og með fagnaðshug til nýrr-
ar tilveru í baksýn.
Lík Aðalbjargar verður
flutt heim til ættstöðvanna
og mun verða jarðsett að Val-
þjófsstað. Minningin lifir
þótt maðurinn hnígi til fold
ar. Hún má verða eftirlátn-
um ástvinum huggun og hug-
léttir i söknuði þeirra.
H. St.
Ura kvikrayndun Fjalla-Eyvindar
Ég harma það, að hr. Jón
Leifs, sem að eigin áliti og
ýmsra annarra er grandvar
maður, skuli halla réttu máli
í tilkynningu Landsútgáfunn
ar h. f. til dagblaðannu i
Reykjavík.
Það sanna er, að Landsút-
gáían h. f. hefir í tilboði dags.
31. maí 1949, samþykktu í
júni sama ár selt hr. Magn-
úsi Thorlacius hrl. fyrir hönd
franskra kvikmyndatökuíél-
aga, filmréttinn að Fjalla-
Eyvindi til 8 ára, gegn 5 þús-
und króna gjaldi, sem greitt
var ísl. sendiráðinu í París
eftir ósk hr. Jóns Leifs. Er
því algerlega útilokað að
Landsútgáfan h. f. eða hr.
Jón Leifs, eigi nokkurn ráð-
stöfunarrétt á upptöku kvik-
myndarinnar í næstu 8 ár.
Franska félagið, sem hr.
Jón Leifs telur að hvorki hafi
viljað eða getað tekið tilboði
um kvikmyndunarréttinn, né
heldur uppfyllt „þær listrænu
forsendur“ — er sama félagið
sem hann (Jón Leifs) telur
sig hafa gert samningsdrög
við og báðir aðilar hafi kom-
ið sér saman um. En það
sanna er, að félagið taldi hin-
ar óheyrilegu viðbótarkröfur
Jóns Leifs algerlega óaðgengi
legar. Kröfurnar (hinar list-
rænu forsendur“?) voru eins
og fyrr er sagt, 1 milljón
franka viðbótargreiðsla og
30% af sýningartekjum á
Norðurlöndum í tvö ár og
síðan 50% að þeim liðnum,
auk margra annarra.skilyrða.
Eru frönsku félögin því neydd
til að fresta frekari fram-
kvæmdum í þessu máli fyrst
um sinn og er það illa farið.
Pétur Þ. J. Gunnarsson,
formaður Eddu-film h. f.
Ég tel ofangreinda yfirlýs-
ingu herra Péturs Þ. J. Gunn-
arssonar rétta í öllum atrið-
um.
Reykjavík, 17. nóv. 1949,
(sign.) Magnús Thorlacius.
N Y B O K
Ævisaga Breiðfirðings
Ævisaga Breiðfirðings.
Endurminningar Jóns Kr.
Lárussonar frá Arnarbæli. I
Stærð 253 bls. 14x21 cm.'
Verð: kr. 45,00 ób., 60,00
innb. ísafoldarprentsmiðja. |
Skyldi nokkur þjóð eiga'
jafnmiklar frásögur og við ís
lendingar af lífi alþýðu-
manna? Það er næsta al-
gengt, að menn. sem eru |
fæddir af alþýðufólki og allt
af lifa við alþýðleg lífskjör,
rita endurminningar sínar
eða ævisögu. Og þessar bæk- j
ur þykja oft hinn bezti feng-
ur, skemmtilegar og fróðleg- J
ar í senn.
Það er vel, að þessu er svo
farið. Við fáum með þessu
ómetanlegar heimildir um |
líf og menningu íslenzkrar,
alþýðu, eins og þær geta bezt
ar orðið.
Jón Kr. Lárusson var fædd
ur 6. nóv. 1878 í Rifgirðingum
á Breiðafirði. Hann er nýlega1
dáinn og skrifaði þessar end-
urminningar sínar i bana-
legunni fyrri hluta þessa árs-
Jón ólst upp við Breiða-
fjörð, varð sjómaður að öðr-
um þræði, stýrimaður og síð-
an skipstjóri á skútum og bjó
jafnframt í sveit vestra unz
hann fluttist liðlega fimmtug
ur til Keflavíkur og síðan til
Reykjavíkur.
Nú veit ég ekki hversu ná-
kvæmur Jón er í frásögnum,
og má vel vera ef að vanda
lætur, að einhverjum þyki
ekki koma fram rétt mynd
af sínum afa í þessari bók.
Frásögnin er hispurslaus og
Jón vægir hvergi fyrir ef
árekstrar verða. En án þess
að gefa nokkuð vottorð um ná
kvæmni og óskeikulleik, verð
ur að leggja áherzlu á það,
að bókin er góð menningar-
saga. Sjálfsagt hefir Jón oft
verið búinn að segja frá flestu
því, sem í bók hans er, eins
og mönnum er títt. Því að-
eins hefir hann munað þessi
atvik, að hann var búinn að
festa sér þau í minni með
fastmótaðri sögu. Og hver
sá, sem ekki hefir heyrt
gamla menn segja slíkar sög
ur, og þarf ekki gamla til?
Hitt er svo flestum ljóst,
að sögurnar verða stundum
með nokkuð öðrum blæ en
veruleikinn kemur hlutlaus-
um mönnum fyrir sjónir.
Blindur er hver í sjálfs sök
og jafnan er hálfsögð sagan
þegar einn segir frá, segja
máltækin og er það mikill
sannleikur, og þarf enga
óvöndun eða viljandi blekk-
ingatilraun til. Auk þess mót
ast minningarnar í hugum
manna. Við skulum hlusta á
frásagnir annarra af atvik-
um, sem okkur eru minnis-
stæð frá því fyrir 10 eða 20
árum og vita hvað kemur í
Ijós. *
En þó að þessar endur-
minningar Jóns Kr. Lárus-
sonar væru þannig með ósjálf
ráðum litbrigðum, sem ég veit
ekkert um, er gildi bókarinn
ar ótvírætt fyrir því. Þar kem
ur fram glögg lýsing sögu-
manns. Hann vill hvergi
bregðast þar sem honum er
til trúað, en heldur hvergi
vægja ef á hlut hans er geng
ið, raungóður maður og vask
ur, en ekki fyrirlátssamur.
Þetta er karlmennskuhugsjón
aldarinnar, og hún er meira
virði en l^árfín nákvæmni
1 um einstök atvik.
,,Eg hef alla mína ævi ver-
1 ið óáleitinn við aðra, en reynt
að taka á móti af fremstu j
■ getu, þegar á mig hefir verið.
I ráðist, og ég hef verið svo J
lánsamur, að geta jafnan rétt t
hlut minn, eins og víða sést
á framanskráðum linum“,
1 segir höfundur í sögulok. j
í öðru lagi fylgir þessari
frásögn allri hjartanleg til-
finning. Hátíðleiki þess, að
koma snöggvast heim til ást
vina sinna eftir misjafna úti
vist á lítilli skútu vikum sam
an í mannraunum og lífs-
hættu, veröur ljós og glöggur,
þó að orðin séu róleg og fá.
Og svo má lengi telja.
Málfar frásagnarinnar er
gott og er mér nær að halda,
að einmitt þess vegna sé líka
fengur að bókinni.
„Enga skemmtun hef ég
fengið betri um ævina en að
stýra skipi í góðu leiði“, seg-
ir Jón, þegar hann lítur yfir
farinn veg að leiðarlokum.
En til nánari fróðleiks um
frásögn þessa manns tek ég
hér upp lítinn kafla:
„Engin „mubla“ var í litla
bænum, en klóalangur var
uppi yfir rúmi fóstru minnar,
og var mér illa við hann.
Einu sinni, er fóstru gekk illa
að kveikja upp eldinn, stakk
ég upp á því, að hún kveikti
upp með sópnum. Leit hún
þá til mín og nefndi ég það
ekki framar- Einu sinni datt
okkur í hug að loka Ingibjörgu
ráðskonu afa míns inni í fjós
inu, og létum við hana kalla
góða stund, áður en við opn-
uðum fjósdyrnar. Fyrir þá
frammistöðu fengum við sinn
snoppunginn hvor, og gerð-
um við það ekki aftur. — Litlu
síðar fundum við upp á því,
að henda snjókúlum í afa
ininn, er hann gekk örna
sinna, og gátum við falið okk
ur bak við húsin, svo að hann
sá okkur ekki. Dundu nú
kúlurnar á honum, er hann
beygði sig, og þótti okkur
þetta góð skemmtun, en
hræddir urðum við, er við
sáum hann ganga heim til
okkar. Ekki þorðum við inn,
meðan hann stóð þar við.
Þegar við komum inn, sá ég
að fóstra var reið. Hún skip-
aði okkur að leysa ofan um
okkur og tók klóa. Fengum
við nú makleg laun verka okk
ar, og^ hrekkjuðum við aft
aldrei oftar.
Það var vani okkar, þegai
bátar komu að landi, að
hlaupa niður að sjó og leika
okkur í bátunum, vinda upp
segl,,láta fyrir stýri og leggja
út árar. Stundum sigldum við
einnig fram víkina. Þetta
þótti okkur hin bezta skemmi
un, en ekki voru bátaeigend-
ur eins hrifnir af þessum
ferðum okkar; þeir vildu hafa
báta sína í friði. Það var bú-
ið að banna okkur þetta, en
við létum ekki af þessu og
reyndum að fara svo gæti-
lega, að enginn vissi um að-
farirnar. Við vorum búnir að
lofa fóstru að láta báta gest-
anna í friði, en vorum sami
talsvert breyskir.
Einu sinni sjáum við að Jó-
hann í Öxney kemur siglandi
á stóru skektunni sinni. Við
þekktum. alla báta eyja-
manna. Fórum við inn 'í fjár-
hús, sem var þar uppi á tún-
inu. og földum okkur meðar,
fólkið gekk heim, en rukum
svo að sjónum og út í bátinn
Eg vatt upp seglið, en Jór,
tók stýrið og ætlaði að láta
það fyrir. Stýrið var þungt
og fór hann á höfuðið í sjó-
inn og missti stýrið og sökk
Djúpt var við bryggjuna, enda
höfðum við gefið festina á
enda, áður en við tókum ti,
starfa. Eg hljóp aftur i bát-
inn og sá að Jóni skaut upp:
en náði ekki til hans, og sökk
hann aftur. Eg greip ár og
reri þangað, sem Jón var. Sé
ég þá í hárið á honum réti
við borðið; ég greip í hárið,
og svo náði ég í öxlina á hor:
um. Nú ætlaði ég að draga
hann inn í bátinn, en gaí
það ekki; báturinn var borð-
hár, en ég máttlaus. Hélt ég
þarna í hann við borðið og
náði honum ekki inn í bát-
inn, sem ýmist rann frá fest
ina á enda eða synti að sanó
inum við bryggjuna. Tök ég
þá það ráð, er báturinn syntt
að bryggjunni, að ég ýtti Jóni
fram með bátnum að sand-
inum og svamlaði hann til
lands, organdi og illa til reika,
og hljóp á stað heim. Eg fór
síðan að ná stýrinu og húfv
Jóns, sem flaut þarna fyrii
aftan bátinn, og lagaði til £
honum, svo að allt væri eins
og var, áður en við byrjuð-
um, enda hlakkaði ég lítið tii.
(Framnald á 6. síðui
„Vei yður, þér hræsnarar
Eins og oft áður er þessa
dagana deilt mikið um af-
stöðuna til kommúnista.
Margir telja þá „óhreinu
börnin“. Og auðvitað gildir
sama um kommúnista og aðra
sem fara villu vega, að nauð-
synlegt er fyrir þá sjálfa og
aðra, að þeir komist á rétta
leið. Villan virðist liggja mest
í því að forusta þeirra er háð
ofsatrú á erlent stórveldi og
stjórnarfar þess. Og það er
það, sem gerir þá óstarfhæfa
með umbótaflokkum, eins og
nú er.
En þá fer skörin að færast
upp í bekkinn, þegar Morg-
unblaðið og Alþýðublaðið
deila á Framsóknarmenn og
kommúnista fyrir að þeir síð
arnefndu skyldu fremur
velja Steingrím búnaðarmála
stjóra heldur en Jón Pálma-
son fyrir forseta Alþingis. Oé.
það þegar ekki var nema un
þessa tvo að velja.
Sá, er þessar linur ritát,
fagnar alltaf góðum verk-
um, hvaðan sem þau koma —
og líka þótt þau komi ‘ÍH
svartasta íhaldi . eða blóð-
rauðum bolsivikkum.
En þó tekur út yfir allt í.
þessum forsetakjörsdeilurr..
heilindi Sjálfstæðisflokkgins,
þegar Sigurður Bjarnasoi.
forseti bæjarstjórnarinnar í
ísafirði samkvæmt samnlftg.
— af náö komniúuis' a — helc.
ur á penna Mbi. í iáiskrifuv
um um PramsóL ie UoKkíni
út af umræcdn 'orsstakosn
ingu.
Hvar a öetur við en hér-
Vei yður, hór hræsnarar
Káii