Tíminn - 26.11.1949, Side 4
4
TIMIXN, laugardaginn 26. nóvember 1949
253. blað
Launamál opinberra starfsmanna
Ræða Rannveigar I'orstoinsdóKur I sanioinuðu þing'i 24. þ. m.
víð fvrri umræðu um bráðabira'ðalaunauppbot til opinberra
Herra forseti.
Þingsályktunartillaga sú,
sem hér liggur fyrir, er um
heimild til handa ríkisstjórn
inni til þess að halda áfram
að greiða til bráðabirgða
sömu uppbót á mánaðarlaun
starfsmanna ríkisins og
greidd hefir verið frá 1. júlí
s.l. á grundvelli ályktunar Al-
þingis frá 18. maí sl.. þar til
afgreiðslu fjárlaga fyrir árið
1950 er lokið.
Um leið og ég lýsi fullum
stuðningi mínum við þessa
tillögu, vil ég með nokkrum
orðum undirstrika nauðsyn
þess, að hraðað sé heildarað-
gerðum í launamálum opin-
berra starfsmanna, sem sé
setningu nýrra launalaga.
Það, sem liggur til grund-
vallar kröfum opinberra
starfsmanna urii ný launa-
lög og um bráðabirgða
launauppbætur, er það, að
þegar aðrar stéttir þjóðfé-
lagsins, þær sem hafa
frjálsan samningsrétt, hafa
fengið launahækkanir, hafa
laun opinberra starfs-
manna staðið í stað. Jafn-
framt hefir dýrtíðin aukizt
og kjör opinberra starfs-
manna versnað fyrir ann-
arra hluta sakir.
Fyrsta frumkvæðið.
Af þessu var það, að félag
það innan Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja, sem ég
er formaður í, gerði hinn 20.
október 1948 fundarsam-
þykkt, þar sem m. a. er vak-
in athygli ríkisstjórnar og
Aiþingis á því:
1) að kaup þeirra launþega,
sem teknir voru til sam-
anburðar við samningu
launalaganna 1944, hafi
frá þeim tíma hækkað
um 8 til 45%.
2) að þeir ríkisstarfsmenn,
sem í lægstu launaflokk-
unum eru, geti ekki með
núverandi verðlagi á lífs-
nauðsynjum lifað af laun-
um sinum.
Þessar till. Starfsmannafé-
lags ríkisstofnana var fyrsta
áskorunin, sem kom inn til
bandalagsstjórnarinnar um
endurskoðun launalaganna,
og var málið eftir þetta tek-
ið upp af bandalaginu. Svo
á síðasta vetri lét starfs-
mannafélagið gera saman-
burð á launum ýmissa stétta
og línurit og er byggt á þeim
útreikningum í greinargerð
þál. þeirrar, sem hér liggur
fyrir. Hefi ég gert ráðst^fan-
ir til þess, að gögnum þessum
verði útbýtt hér meðal hv.
þingmanna-
Ég er ekki í nokkrum
vafa um það, að allir þeir,
sem fylgjast með launa-
málum yfirleitt, muni við-
urkenna, að opinberir
starfsmenn hafi borið
skarðan hlut frá borði í
hlutfalli við aðrar stéttir
og er ætlunin að endur-
skoðuð launalög bæti úr
því misrétti. En þrátt fvrir
það, að málinu var hreyft
fyrir rúmu ári síðan af fé-
lagi mínu og þrátt fyrir
það, að ríkisskipuð milli-
þinganefnd hefir nú um
mánaðarskeið unnið að
starfsmanna.
undirbúningi málsins, er
það ennþá á algerðu byrj-
unarstigi og getur liðið
langur tími þangað til ný
launalög koma til fram-
kvæmda.
Bráðabirgðauppbótin.
En þangað til það verður,
er nauðsynlegt, samkvæmt
því, sem áður er sagt, að op-
inberir starfsmenn fái upp-
bætur á laun *sín, og er sú
úrlausn, sem þeim er ætluð
hér, hvergi nærri fullnægj-
andi til samræmis við aðrar
stéttir, en þó nokkur hjálp.
í þessu sambandi vil ég vekja
athygli á því, að launaupp-
bætur eru aðeins greiddar
fyrir nóvembermánuð, og þol
ir málið enga bið, ef fólkið
á að fá þessar uppbætur
greiddar með desemberlaun-
um sínum og i öðru lagi, að
á fjárlögum ársins 1950 verð-
ur að ætla fé til greiðslu
launauppbóta fyrir opinbera
starfsmenn, ef launalögin
verða þá ekki komin til
framkvæmda.
Ég vildi með orðum þessum
vekja athygli á réttmæti þess
arar tillögu, en jafnframt á
því, að hér er aðeins um að
ræða lélega bráðabirgðaúr-
lausn til handa opinberum
starfsmönnum. Þeim, sem
hlut eiga að máli, starfs-
mönnum hins opinbera, er
því mikil nauðsyn á þvi, að
um þetta mál ríki sem mest-
ur einhugur á Alþingi, bæði
nú og i framtíðinni. Sú
stefna hefir líka verið uppi
innan félagsskaparins frá þvi
fyrsta, að reyna að hafa sem
mesta samvinnu um málin,
innan samtakanna og utan.
Óeðlileg málsmeðferð-
Á bandalagsþingi fyrir
tæpum mánuði lýsti formað
ur bandalagsins því yfir, að
hann myndi leita til allra
þingflokkanna um það
mál, sem hér liggur fyrir,
og var í framhaldi af því
rætt við nokkra menn um
að gerast flutningsmenn
þessarar till., þar á meðal
mig. Ég lofaði þessu, sem
sjálfsagt var. En svo skeði
það, að einhverra hluta
vegna var tillagan komin
hér inn í þingið, án þess
að formaður bandalagsins,
Ólafur Björnsson prófessor
vissi nokkuð um, og án þess
að fullnægt væri þeirri
kröfu þings og stjórnar
Bandalags starfsmanna rík
is og bæja, að þingmenn
úr öllum flokkum þingsins,
eða a. m. k. þingmenn úr
þeim flokkum, sem eiga
fulltrúa í milliþinganefnd í
launamálum, ættu þátt í
flutningi hennar.
Mér þótti rétt að láta þetta
koma hér fram, vegna þess,
að spurt hefir verið að því,
hvers vegna ég sé ekki meðal
flutningsmanna þessarar till.,
og það hefir að vonum þótt
einkennilegt, að þegar for-
maður fjölmennasta félags
ríkisstarfsmanna á sæti á
þingi, þá skuli hann ekki vera
við málið riðinn-
' ''f#'
Nýtt viðhorf.
Gangur málsins er sem sagt
sá, að samkvæmt stefnu
sinni um að reyna að hafa
frið um hagsmunamál sín,
vildi bandalagið hafa stuðn-
ing allra flokka þingsins við
málið, að bandalagsstjórn
vann samkv. þessu, en að ein
hverntíma á því tímabili, sem
líður milli þess, að banda-
lagsstjórn gerir samþykkt
sína og þess, að málið er bor-
ið fram hér á Alþingi, er
tekin upp önnur stefna, sem
sé sú að reyna að nota mál-
ið til framdráttar einstökum
mönnum og einstökum stjórn
málaflokkum. Það er náttúr-
lega alveg nýtt viðhorf, að
launamál opinberra starfs-
manna séu svo vinsæl hér á
Alþingi og mega opinberir
starfsmenn muna annað, t.d.
frá síðasta þingi, þegar eng-
ínn tími vannst til þess að
afgreiða mál þeirra til eins
eða neins fyrr en síðustu nótt
þingsins með þeim hætti, sem
mönnum er minnisstæður.
Ef flokkar og einstakir
þingmenn vilja sérstaklega
taka mál opinberra starfs-
manna upp á arma sína, þá
vil ég benda þeim á, að nóg
er til, t. d. afgreiðsla nýrra
launalaga og lögin um rétt-
indi og skyldur opinberra
starfsmanna, sem lofað
hefir verið nú í 4 ár og hafa
í jafnlangan tíma verið í
undirbúningi hjá einum
þingmanni Sjálfstæðis-
flokksins á vegum ríkis-
stjórnarinnar.
Áhugi fyrir öðru en
launamönnum.
Samtök opinberra starfs-
manna telja sjálf vænlegast
til framgangs málum sínum,
að sem mest samvinna stjórn
málaflokkanna sé um fram-
gang þeirra á Alþingi. Ég tel
þessa stefnu rétta og mun því
aldrei heyja neitt kapphlaup
á þessum vettvangi. Mér er
hagur samtakanna of mikið
áhugamál til þess, að ég vilji
verða til þess að tefla mál-
um þeirra í nokkra tvísýnu.
En ég álít, að aðferð sú, sem
höfð hefir verið, er þál. þessi
var lögð fram, sé engan veg-
inn hættulaus fyrir málið, og
að það beri vott um hollustu
við eitthvað annað en málið
sjálft, að vilja tefla því í svo
augljósan voða. Og eitt er
víst, að opinberir starfsmenn
lifa ekki á því, þótt einstakir
þingmenn vilji láta á sér bera
í þinginu. Þeim er meira virði
að fá frið úm mál sín, nú og
í framtíðinni.
Ég vil svo enn lýsa stuðn-
ingi mínum við till- þessa og
vona, að hún nái fljótt fram
að ganga.
Frímerkjaskipti
Sendið mér 100 íslenzk frí-
merki. Ég sendi yður um hæl
200 erlend frímerki.
JÓN AGNARS,
Frímerkjaverzlun,
P. O. Box 356, Reykjavík.
ÞÓ AÐ MATVÆLI séu skömmt-
uð í Noregi og jarðeplauppskeran
þar í landi í haust væri ekki um-
fram þarfir þjóðarinnar, hafa verið
uppi ýmsar raddir um það í Nor-
egi, að leyfa skyldi með lögum að
brugga brennivín úr jarðeplum. —
Það hefir svo sem heyrzt á íslandi
líka, að vel mætti brugga dýrar og
eftirsóttar drykkjarvörur úr
skemmdum og fúlum kartöflum. —
En það eru fá ár síðan að veruleg-
ar birgðir af brennivíni voru brugg
aðar úr jarðeplum í Noregi og
fékk áfengiseinkasala ríkisins það
til sölu.
BLAÐIÐ „VÁRT LAND“ birtir
nýlega bréfkafla frá einum lesanda
sínum, þar sem hann talar um að
Bændaflokkurinn norski hafi orðið
1 fyrir vonbrigðum með kosningaúr-
1 slitin. Bréfritarinn segir, að það
þurfi engan að undra, fyrst fiokk-
urinn hafi samúð með bruggmál-
inu. Hann segir, að þegar þannig
sé á málum haldið, séu það fleiri
en hann og kona hans, sem snúi
baki við flokknum og leiti sér full-
trúa annars staðar, þar sem verð-
ugra sé. Það sé fjarri því að vera
bjargráð að eyðileggja vörur, sem
nota megi til manneldis og skepnu
fóðurs, og því síður að nota þær
til brennivinsframleiðslu.
NÚ MUN ÉG ekki ræða meira
um þetta, en frá þessu segi ég les-
endum mínum til umhugsunar.
Auðvitað veit ég jafnlítið og þið
um það, hvað margt manna hefir
átt samstöðu með þessum bréfrit-
ara. En hitt tek ég glöggt fram og
legg áherzlu á, að bæði hér á landi
og þar er til fólk, sem gerir kröf-
ur til stjórnmálamanna og flokka
um annað og meira en persónuleg
hagsmunamál frá þrengsta sjón-
armiöi.
FJÁRMÁLARÐHERRA BRETA,
Sir Stafford Cripps, skýrði blaða-
mönnum nýlega frá þvi, að hann
sjáiíur og Ernest Bevin utanrikis-
málaráðherra væru hættir að
reykja. Ástæðan til þess er sú, að
þeir vilja taka þátt með þjóð sinni
í þeim lífskjörum, sem hún verð-
ur að búa við. Nú vantar Breta
dollara og eitt af því, sem eyðir
dollaraforða þeirra, eru tóbaks-
kaupin. Ríkisstjórnin hvetur al-
menning til að spara og þá finnst
þessum ráðherrum ekki annað
sæma en þeir lifi sjálfir samkvæmt
þeim lífsreglum.
SVO ER SAGT í útlendum blöð-
um, að þessir tveir ráðherrar hafi
verið miklir reykingamenn. Bevin
hafi lengstum verið með pípuna
uppi í sér eins og fleiri landar hans,
og Cripps hafi reykt 40 sígarettur
á dag. Og nú er sagt, að almenn-
ingur spyrji: Hvað gerir Churchill?
FRÁ ÞESSU vildi ég segja til
gamans. Ekki af því, að við sé-
um neitt tæpari gjaldeyrislega en
við höfum verið um hríð. En eig-
um við ekki að hugsa um hinn
siðferðislega greiðslujöfnuð lika?
Eða hvað segja ungir menn, sem
hér finna sig borna til mikilla
hluta, og eru að leggja út á þá
braut, sem þessir brezku ráðherr-
ar eru snúnir af?
Starkaður gamli.
Þökkum auðsýnda hluttekningu við andlát og jarð-
arför
PÁLÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR
Börn, tengdabörn og barnabörn
Bálför
GUNNLAUGS KRISTMUNDSSONAR,
frv. sandgræðslustjóra
fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 28. þ. m. kl.
2 e. h. Þess er óskað, að þeir, sem vilja minnast hins
Iátna, láti landgræðslusjóð njóta þess. — Athöfninni
verður útvarpað.
Ásgeir G. Stefánsson.
Þakka innilega auðsýnda vináttu á sjötugsafmælinu
26. október s. 1.
Jónína Jónsdóttir,
Stúfholti.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiii ii 111111111111 iii iiiii ii iiiiiuiiiiiii 1111111111111111111111111111111111111111(111
AUSTURBÆJARBÍÓ
Sunnudaginn 27. nóvember kl. 1,30 e. h.
Frumsýning á
| „VIÐ SIGLUM"
5
Nýjar kvikmyndir af utanferðum íslenzkra íþrótta-
f flokka síðastliðið sumar. — Teknar af Sigurði Norðdahl.
| Aðgöngumiðar við innganginn. Aðeins þetta eina sinn!
=
iiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiHii4iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMi
GERIST VSKHIE i:\f)( R AÐ
TÍMANUM. - ÁSKRIFTASÍMI 2323.