Tíminn - 27.11.1949, Síða 1

Tíminn - 27.11.1949, Síða 1
-------------------r r r r Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn — -----------—— Skrifstofur í Edduhúsinu Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasimi 81300 Prentsmiðjan Edda 33. árg. Reykjavík, sunnudaginn 27. nóvember 1949 254. blað Lítil síldveiði í fyrrinótt í gær var lítill afli hjá rek- netabátunum, sem stunda síld veíðar í Faxaflóa. Flestir bát- anna lögðu netin í Miðnessjó og yirtist svo sem um mikla sild væri þar viða að ræða. Sáu sjómenn torfur síldar víðs vegar á nokkuð stóru svæði á þessum slóðum. Þegar bátarnir voru nýbún ir að leggja í fyrrakvöld spillt ist veður, svo að draga varð fyrr en ætlazt hafði verið til. Afli varð því yfirleitt ákaf- lega litill. Sumir bátanna fengu engan afla að heitið geti, aðrir fengu nokkra tugi tunna. Akranesbátarnir tíu, fengu til dæmis til samans ekki nema 200 tunnur og var sá þeirra, sem aflaði bezt með 40 tunnur. Kaffiskömmtun ekki tekin upp Út af blaðaskrifum og um tali um kaffiskömmtun, óska skömmtunaryíirvöldin að taka fram, að kaffiskömmtun verður ekki tekin upp nú. Hef ir sú ákvörðun verið tekin í trausti þess að almenningur geri engar tilraunir til að kaupa kaffi fram yíir venju- legar þarfir. Nokkrar kaffibirgðir oru nú rétt ókomnar, og töluvert magn af kaffi er á leiðinni, svo að ástæðulaust er að ótt- ast kaffiskort í landinu, ef dreifing getur farið fram rríeð eðlilegum hætti. Verði hins- vegar misbrestur i þessum efnum, verður að sjálfsögðu ekki komist hjá hjá því að taka upp skömmtun á kaffi. Ræður Sigurðar skólameistara meÖ áritun Ræður Sigurðar Guðmunds sonar skólameistara sem gefn ar voru út í bókarformi og nefndust Á sal er nú hægt að fá með eieinhandaráritun hans og tölusett hjá Svein- birni Finnssyni í Tjarnargö u 10 eða Kristjáni Eldjárn þjóð minjaverði í Þjóðminjasáfn- inu. Þorkell Teitsson símstjóri Iátiun Þorkell Teitsson, simstjóri og póstafgreiðslumaður í Borg arnesi, andaðist í gær hér í 4jjúkrahúsi Hvitabandsins. 'Þorkell var landskunnur maður og vel látinn. Mun hans verða nánar minnst hér í blaðinu seinna. BÍSLAG VESALMENNSKUNNAR - AFREK HÁLFRAR ALDAR Farsóttahúsið var byggt fyrir 65 árum og þá þegar dæmt óhæft sem sjúkrahús af útlendum landlækni, Schierbeck. Félag, stofnað af áhugafólki, sem hraus hugur við skeytingarleysi bæjaryfirvaldanna um líf og heilsu manna, keypti íbúðarhús við Skólavörðu- stíg og kom þar upp litlu sjúkrahúsi. Fyrir fáum ár- um var bærinn neyddur — bókstaflega neyddur — til þess að taka við rekstri þess. Þetta er ailur sjúkrahúskostnaður Reykjavíkur- bæjar. Á þessari öld hafa bæjaryfirvöldin ekki lagt stein í vegg í því skyni að lina nauð sjúkra manna. Aðeins einni framkvæmd getur íhaldið í Reykjavík hælt sér af. Það er bíslag, sem nýlega hefir verið gert sunnan við Farsóttahúsið, á að gizka þriggja metra langt, klætt bárujárni, og eftir því að allri reisn. Þetta bíslag er framlag íhaldsins til sjúkrahús- mála Reykjavíkur, það sem af er þessari öld. Af þessu bíslagi vesa lmennskunnar getur íhaldið státað, en engu öðru. Miðjarðarhafsferð fiekln ferst fyrir FjArliajíwáft sá sér okkl íaert að vefta $íjalcle.yri til honnar Ráðagerðir hafa verið uppi um það, að Skipaútgerð Ríkis ins sendi Heklu á næsta ári austur í Miðjarðarhaf með fólk, sem kysi að sjá sig um í heiminum, þótt eigi hefði mikil gjaldeyrisráð. En nú er víst, að af þessari Hekluferð verður ekki í vetur. Við það hafði verið miðað, að lagt yrði af stað héðan um miðjan marz og komið aftur fyrri hluta í maí. Átti að fara auslur til Spánar, Ítalíu og Túnis 03 jafnvel til Egipta lands. Skipaútgerðin hefir leitað til fjárhagsráðs um samþykki fyrir gjaldeyri, sem til skips- ins þurfti í þessa Miðjarðar- haisferð. Niðursiaðan varð þó sú, að fjárhagsráð sá sár ekki fært að verða við þessu, eins 05 nú er komið gjaldeyrishag landsmanna. Mun þess vegna okki koma til Miðjarðarhafs- feröar Heklu á næsta vori. Tvær barnabækur Nýlcga hcfir bókaútgáfan Björk sent frá sér tvær snoir ar barnabækur. Nefnist önn- ur Börnin hnns Bamba og er framhald bókarinnar Bambi, sem kom út hjá sömu útgáfu fyrir nokkrum árum með myndum eftir Walt Disney. Þessi bók er með myndum eftir Robert Kuhn. Þetta er falleg bók við hæfi yngrl j barna. Hin bókin heitir Nú er I gaman og hefir að geyma nokkrar barnaSögur með myndum. Vilbergur Júlíusson : kennari safnaði og endur- Isagði. Ný skáldsaga Ný skáldsaga eftir Þórunni Magnúsdóttur er komin út. Hún heitir í biðsal hjóna- bandsins. Þetta er lítil bók enda ekki nema fyrri hluti sögunnar. Þessi bók kemur út hjá nýju forla'gi, Bókaúagáfu Sambands íslenzkra berkla- sjúklinga og er fyrsta bók þess. Frágangur bókarinnar er allur hinn snoturlegasti og eru meðal annars smekklegar skreytingar yfir lesmáli við upphaf kapitula. Minningarlundur Jóns bisk- ups Arasonar að Grýtu í Eyjafirði Fjársöfnun Iiafin og undirÍHÍningur vel á vp»' kominn Hafinn er undirbúningur að ræktun skógarlundar við fæðingarbæ Jóns biskups Arasonar, Grýtu í Eyjafirði, til minningar um hann. Hefir þegar safnazt nokkurt fé í þessu skyni og verið kosin framkvæmdanefnd. Aðalhvatamaður að þessu er Guðmundur Jónsson, garðyrkjumaður á Akur- eyri. Tíðindamaður Tímans hitti hann að máli í gær. — Hver voru tildrög þess, að hafizt var handa í þessu máli? — Ég hafði um nokkurt skeið haft í huga, sagði Guð- mundur, hvernig Eyfirðingar gætu heiðraö minningu Jóns biskups. Svo var það snemma í hausc, að ég kvaddi mér hljóðs eftir messu á Mxinka- þverá og bar fram þá hug- mynd, að rækta skógarlund í : landi Grýtu, sem er næsti bær viö Munkaþverá og fæð- ingaibær Jóns. Var þessu I máli þegar vel tekið af safn- jaðarfólki og kosin nefnd til j að hinda málinu fram. 'Er ég formaður hennar, en auk mín voru kosnir séra Benja- mín Kristjánsson sóknarprest ur, sem er ritari nefndarinn- ar, Garðar Halldórson odd- viti, sem er gjaldkeri, Guð- mundur Sigurgeirsson, bóndi í Klauf, formaður ungmenna j félagsins í sveitinni og frú I Gunnfríður Benediktsdóttir, Björk, formaður kvenfélags- ins. , Staðurinn valinn. Þegar nefndin var komin á laggir, var þegar hafizt handa 03 rætt við eigendur Grýtu, sem er frú Rósa Jónasdóttir og börn hennar. Verð ég að segja það, að ég hef aldrei fengið aðra eins undirtektir við nokkurt mál sem hjá henni, þegar við komum að biðja um landið. Var ekki ein ungis að það væri frjálst held ur máttum við velja hvaða blett úr landareigninni, sem við vildum, og þótt við hefð- um tekið af túninu, mundi það hafa verið talið sjálfsagt. Völdum við fagran blett í ná- munda bæjarins, þar sem læk ur rennur gegnum svæðið mitt og myndar foss í gili með fallegum hvammi fyrir neðan. Þaðan er víðsýni og (Framhald á 8. síðu). Fyrsti skeramti- fundur F.U.F. F.U.F. í Reykjavík heldur fyrsta skemmtifund vetrar- ins í V.R. föstudaginn 2. des. Til skemmtunar verða eftir- talin atriði: Tvisöngur, ræða, upplestur og dans. Ungir Framsóknarmenn, fjölmennið á þessa fyrstu vetrarsamkomu. iniiMiiiiiimiiiiiiiiiiiHMiiimMiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiMiiMniiiiiiiiiniiiiiiMiimiiMiiiiiiiiiiiHi | Qlafur Thors tekur að sér [ j myndun minnihlutastjórnar I Um það leyti er blaðið var að fara í prentun í | | i gærkvöldi, barst þvl svohljóðandi fregn frá forseta- 1 r ritara: „Formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, fyrr I 1 verandi forsætisráðherra, hefir í dag, laugardaginn | | 26. nóv., tjáð Forseta íslands, að hann, í samræmi við | | vilja flokksins taki að sér að mynda stjórn, svo sem | 1 Forseti hefir farið fram á við hann. Mun hann leggja ráðherralista sinn fyrir Forseta, 1 | til skipunar ráðuneytis, fyrri hluta næstu viku“. Á þessu stigi er ekki vitað um að Ólafur hafi tryggt I 1 sér, annan stuðning en Sjálfstæðisflokksins eins. Vera I í má þó að kosningar, sem væntanlega fara fram i þing- | 1 inu á mánudaginn, gefi bendingu um það, að hann 1 I liafi tryggt sér víðtækari stuðning, en nú er kunn- § i ugt um. t r IIIIIIIMMIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIMJIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIItlllllMIIIIIIIIIIIIMIil 1111111

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.