Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 10
— JOLABLAÐ TÍMANS 1949 Jólabækur ísafoldarprentsmiðju 1. Sögur Isafoldar Björn heitinn Jónsson ráðherra er I hópi hinna merkustu blaðamanna, sem verið hafa á íslandi, og er því sérstaklega við- brugðið, hve hann ritaði snjallt og þrótt- mikið mál, og þýðandi var hann með af- brigðum. Sögur ísafoldar eru skemmtileg- ar, en auk þess bera þær svip máls og stíls Björns Jónssonar. 2. Bólu-Hjálmar Nú koma rit hans öll. Mörg af kvæðum hans hafa ekki komið áður og sum verið prentuð með ólæsilegu letri. Hér kemur Hjálmar til dyranna, eins og hann er klæddur. 3. Elísabet Englandsdrottning, eftir John E. Nail. í bók þessari rekur einn af yngri rithöfundum Englendinga sögu Elísabetar Englandsdrottningar. En eins og mönnum er kunnugt af sögum, var Elísabet hin merkasta kona og stórbrotinn þjóðhöfðingi. 4. Nonni og Manni og Sólskinsdagar Tvær unglingabækur eftir Jón Sveinsson (Nonna). Nonnabækurnar verða jólagjafir meðan þær endast. En á næstunni munu allar bækur Nonna koma út. 5. A sjó og Endurminningar autfirzks bónda, Ás- mundar Helgasonar frá Bjargi. 6. Á sal, eftir Sigurð Guðmundsson skólameist- ara. Sigurður Guðmundsson, skólameistari er einhver sérstæðasti og svipmesti skóla- maður, sem við íslendingar höfum átt hin síðari árin. Hann var vanur að heilsa nem- endum sínum og kveðja þá með ræðu, við upphaf og lok skólaárs. í bókinni eru nokkrar af þessum ræðum, auk hugvekju- og minningargreina. 7. Á hvalveiöistöðum, eftir Magnús Gíslason. Skemmtileg bók og fróðleg. 8. Manneldi og heilsufar í fornöld, heitir bók eftir dr. Skúla Guðjónsson. Síi bók mun vekja mikla athygli og verða þjóðinni þarfleg. 9. Eiöurinn eftir þorstein Erlingsson Hinn seiðfagri ljóðaflokkur um ástir Ragnheiðar biskupsdóttir og Daða Hall- dórssonar í nýrri útgáfu. Hugljúf og fögur bók. 10. íslenzk nútímalýrik í þessari bók er saman komið úrval af lýrískum ljóðum þeirra skálda, sem heyra til 20. öldinni. Valið hafa annast þeir Krist- inn E. Andrésson og Snorri Hjartarson bókavörður. 11. Rit Kristínar Sigfúsdóttur í þessu fyrsta bindi af ritsafni skáldkon- unnar eru bernskuminningar hennar, frá- sagnir af sérkennilegu fólki og merkum atburðum og loks ljóð hennar og þrír leik- þættir i ljóðum. Bókaverzlun ísafoldar Kaupfélag Austur-Skagfirðinga Hofsósi <7 Talsímar: 5 A Skrifstofan, 5 B Hraðfrystihúsið, 5 C Kaupfélagsstjórinn. Stofnsett 1919. Starfrœkir: HRAÐFRYSTIHÚS SLÁTURHÚS SÍLDARFRYSTINGU SKIPAAFGREIÐSLU BENZÍNSÖLU GISTIHÚS INNLÁNSDEILD S AM VINNUTR Y GGIN G AR Félagsmenn! Vinnið í einingu að vexti ykkar eigin félags og trygg- ið því öll ykkar viðskipti, með vexti þess tryggið þið bezt framtíð héraðsins. Góð ur árangur af starfi okkar skapar ykkur bjartari fram tið og betri lífsafkomu. Óskum öllum félagsmönnum og öðrum viðskiptavinum okkar gleðilegra fóla og farsœls komandi árs. Þökkum viðskiptin og samstarfið á árinu. Kaupfélag Austur-Skagfirðinga H □ FSDSI --—-------------------

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.