Tíminn - 03.01.1950, Síða 1

Tíminn - 03.01.1950, Síða 1
< Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: 1 Framsóknarflokkurinn ---------— --------------------j Skrifstofur í Edduhúsinu ] Fréttasímar: 81302 og 81303 ] Afgreiðslusimi 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 1 ---------------- 34. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 3. janúar 1950. 1. blað Friðsamt gamlaárskvöld í Reykjavík Lílið um óspeklir, mikil ölvun o«' mar»ar iirennur haldnar Gamlárskvöld var með friðsamara móti í Reykjavík að þessu sinni. Undanfarin mörg ár hefir kveðið* all mikið að allskonar ólátum og ærslum í miðbænum þetta kvöld. Hefir þetta stundum keirt svo úr öllu liófi að legið hefir við slys- um og skemmdum á mannvirkjum. Hefir lögreglan jafnvel orðið að beita táragasi til að dreifa mannfjöldanum þegar illa hefir horft. Eru það aðallega unglingar sem staðið hafa fyrir þessum ólátum frekar af óvitaskap en ætlunin hafi verið að gera neinum tjón. Muna ekki jafn frið- samt gamlárskvöld. Að þessu sinni var yfirleitt rólegt á gamlárskvöld í mið- bænum. Segja lögregluþjón- ar sem lengi eru búnir að vera í starfinu að þeir muni ekki svo friðsamt gamlárs- kvöld sem þetta því alltaf hefir verið mikið um að vera þetta kvöld í miðbænum og bæjarbúar safnast all mikið þangað um miðnættið. Fyrir miðnættið safnaðist þó saman mikill mannfjöldi í Austurstræti og Pósthús- stræti. Voru það aðallega ung lingar og sumt börn. Mikið var sprent að kínverjum og ljósum en fáeinar stórar og krarftmiklar sprengjur sprungu í miðbænum en gerðu ekki tjón og var það tilviljun ein að svo vel fór. Sumar þessar sprengjur voru stórhættulegar. Unglingar reyndu að gera starf lögreglunnar erfiðara og hefta hana í því að hafa upp á óróaseggjunum, sem voru fáir, en aldrei þurfti að miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiMii I Happdrætti Hús-1 I byggingarsjóðs | I Framsóknar- | ( manna I Eins og áður hefir verið = I tilkynnt hér í blaðinu verð | | ur umsjónarmaður happ- | i drættis húsbyggingarsjóðs I I Framsóknarflokksins fram i 1 vegis til viðtals í skrifstofu 1 | flokksins Lindargötu 9A á f 1 þriðjudögum milli 5 og 6 | f síðd. í dag verður hann við i i á þessum tíma, og eru | 1 menn beðnir að snúa sér I | til hans ef þeir vilja gera | i skil fyrir selda happ- I | drættismiða eða taka miða | | til sölu. Framsóknarmenn, | i herðið nú sóknina fyrir | | sölu happdrættismiða og | | styðjið með því þetta | i mikla nauðsynjamál flokks | = ins. 4 ; iriiiaiiiiimiin 11111111111111111111111111111 iii iii n ■iiiiiiiiiiiiiiii grípa til neinna rótækra að- gerða allt kvöldið. Viðbúnaður í lagi. Samkomuhúsin við Austur- völl, Hótel Borg og Sjálfstæð- ishúsið höfðu haft nokkurn viðbúnað til að mæta óspekt- unum, enda var ástæða til að búast til jafn miklum ólát um þetta kvöld og önnur gamlárskvöld, ekki sízt vegna þess að vitnast hafði um kraftmiklar sprengjur, sem búnar höfðu verið til í bæn- um og sumar voru sprengdar í miðbænum og úthverfum. Voru settir voldugir hlerar fyrir glugga samkomuhús- anna. Fólk hafði gaman að brennunum. Sú nýbreitni var tekin upp þetta gamlárskvöld að leyft var að hafa brennur á nokkr um stöðum í úthverfum bæj- arins. Gafst þessi nýjung vel og voru haldnar brennur, sem drógu að sér mikla athygli og urðu til skemtunar þeim, sem nærri þeim bjuggu. Mun þetta leyfi til að halda brenn ur áreiðanlega hafa dregið úr mannaferð um miðbæinn um miðnætti. Ölvun var hins vegar með mesta móti þetta gamlárs- kvöld en óspektir voru litl- ar hafðar í frammi. Mest bar á ölvuninni, þegar líða tók á nóttina er fólk fór að halda heimleiðis úr veizlum og skemmtistööum Mátti þá sjá valta menn og kon- ur á gangi víðsvegar um götur bæjarins, því leigu- bílar voru fáir á ferð um nóttina. Listi Framsóknar- manna á Siglufirði Framsóknarmenn á Siglu- firði hafa lagt fram lista sinn við bæjarstjórnarkosningarn ar á Siglufirði 29. jan. Efstu menn listans eru þessir: Ragn ar Jóhannessoh, forstjóri, Bjarni Jóhannsson, forstjóri, Hjörtur Hjartar, kaupfélags- stjóri frú Ólina Hjálmars- dóttir og Jón Kjartansson, bæjarstjóri. Frönsk verksmiðja í París hefir nýlega hafið framleiðslu á algerlega vatns- og vindþétt- um lilífum handa hjólreiðamönnum. Mynd þessi var tekin, þegar verksmiðjan sýndi þessar regnverjur í fyrsta sinn. Þær eru gerðar úr olíubornu lérefti. i________________________________________________________________________________ Ágætur afli á Sauðárkróki Frá fréttaritara Tímans á Sauðárkróki. Ágætur afli hefir verið hjá Sauðárkróksbátum þegar á sjó hefir gefið að undanförnu Það eru þó fáir bátar, sem sjó stunda. Fiskurinn er að- allega hraðfrystur en einnig 1 saltað lítils háttar. Hin nýja rafveita, sem tek in var í notkun og hleypt á allmikinn hluta kaupstaðar- ins fyrir jólin reynist vel. 1 Búið er að hleypa rafmagni á nokkra bæi í nærsveitun- um. Enn vantar þó spenni- stöðvar til þess að hægt sé að hleypa rafmagninu á allt kerfi kaupstaðarins. TOGARAFISKUR SALTAÐUR í gærmorgun kom togarinn Bjarni Ólafsson til Akraness með um það bil hálfermi af fiski eða um 150 smálestir. Hafði togarinn fengið aílann á Halamiðum og verið að veið um rúmlega hálfan mánuð. En afli er yfirleitt mjög treg- ur hjá togurunum. Fiskurinn er saltaður jafn óðum og annast Haraldur Böðvarsson um söltunina fyr- ir bæjarútgerðina á Akranesi. Gert er ráð fyrir að lokið verði við að salta þennan afla skipsins á morgun. Nokkur hluti aflans, eða ýsan var lát- in i niðursöðu og fiskibollu- gerð. Góð færð á akvegum Samkvæmt upplýsingum sem Tíminn hefir fengið hjá Ásgeiri Ásgeirssyni, skrif- stofustjóra Vegamálaskrif- stofunnar, eru akvegir á aðal leiðum nú vel færir og hefir verið fremur snjólétt það sem af er vetrinum. Hlákan undanfarna daga bætti mikið um færðina, sem farin var að versna víða vegna snjóa. Var til dæmis orðið ófært að kalla um tíma til Akureyrar og milli Akur- eyrar og Húsavíkur um Vaðla heiði. Nú eru þessar leiðir hins vegar ágætlega færar og snjó léttar en vegir sem lokuðust snemma í vetur eins og vegur inn til Austurlands er að sjálfsögðu ekki fær. Sunnan- lands er góð færð vestur^í Dali um Bröttubrekku og einnig vestur í Stykkishólm. Austur er fært til Víkur í Mýr dal. En framundan eru þeir mánuðir sem venjulegast eru erfiðastir í samgöngumálum landsmanna, janúar og febrú ar. Aðstaða vegagerðarinnar til að mæta erfiðleikum er svipuð og síðastliðið ár hvað það snertir að vélarnar eru til sem hægt er veita mikla hjálp með til að halda leið- upnum opnum þegar snjóar. Auk þess hefir Krisuvíkurleið ii4 mikla þýðingu og hún bjargaði í fyrra um langt skeið að samgöngur féllu ekki að meiru eða minnu leyti nið ur milli Reykjavíkur og Suð urlandsundirlendisins. Síðastliðinn vetur var mjög erfiður fyrir samgöngukerfið á landi þá höfðu miklir erfið leikar komið til sögunnar fyrir nýár þó að mestu erfið leikarnir yrðu ekki fyrr en eftir nýár. Maður ferst í snjóskriðu í Fljótum Föstudaginn 30. des. s. 1. fór ungur maður, Þórhallur Frímannsson, að Austara- Hóli í Flókadal í Fljótum að heiman frá sér til rjúpna- veiða í Austara-Hólsfjall. Var þetta árdegis en þegar leið á daginn og Þórhallur kom ekki heim, var farið að ótt- ast um hann og leit hafin- Nokkuð hafði verið gengið þarna við rjúpur í fjallinu undanfarna daga og þvi illt að átta sig á slóðum, en þó komu leitarmenn um siðir að nýföllnu snjóflóði. Að því lá ein slóð en engin frá, og var því farið að grafa í fönnina. Fundu menn Þórhall þar ör- endan fyrir miðnætti um kvöldið. Læknir taldi, að hann hefði látizt þegar flóð- ið féll á hann, og úr hans hafði stöðvazt klukkan að ganga tólf um morguninn, og er búizt við, að þá hafi flóðið fallið. * Island viðurkennir Indónesíu Ríkisstjórn íslands hefir veitt lýðveldinu Bandaríkjum Indónesíu viðurkenningu sína, og hefir forseti íslands sent dr. Soekarno forseta Bandaríkja Indónesíu, heilla óskir í tilefni af stofnun lýð- veldisins. (Frétt frá ríkisstjórninni.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.