Tíminn - 04.01.1950, Side 1
Ritstjóri:
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
i —------—-----------—----->
-------------—------.—
Skrifstofur i Edduhúsinu
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusimi 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
■ »----------------------------
34. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 4. janúar 1950.
2. blað
Ráðgert að gera
18 báta út frá
Akranesi
Enginn byrjar fyrr
cn í’ÍIíissi júnihi liof-
ir opinbcrað nr-
ræðin
Ráðgert er að gera út 18
báta frá Akranesi til línu-
veiða á vetrarvertíðinni. Er
unnið að undirbúningi vertið
arinnar en enginn bátur mun
byrja róðra fyrr en ákveðið
hefir verið af stjórnarvöldum
landsins hvað gert verður í
dýrtíðarmálunum. Fyrr verð-
ur ekki byrjað á samningum
milli sjómanna og útvegs-
manna og er almennt ekki
búizt við að róðrar geti hafizt
fyrr en 10.—12. janúar þó að
stjórn Ólafs Thoi's standi við
fyrirheit sln um skjóta úr-
lausn dýrtíðarmálsins eftir
að Alþingi er aftur komið
saman.
Einn bátur sem byrjaður
var róðri, hætti um nýárið og
byrjar ekki aftur fyrr en
samningar hafa verið gerðir.
Afli var þó ágætur og fiskuð-
ust 8 smál. á 26 bjóð í síðasta
róðri bátsins.
Alþingi kemur
saman
Alþingi kemur aftur sam-
an t-il fundar í dag. Eiga fund
ir að hefjast í sameinuðu
þingi klukkan hálf-tvö.
/
•stiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiniini
1 Næsta Framsókn-)
| arvist 13. janúar j
| Undanfarið hafa margari
| fyrirspurnir verið um þaðjj
I hvenær næsta Framsókn-|
1 arvist yrði. Og hafa ýmsiri
| óskað eftir að ,.vistin“|
| yrði meðal jólaskemmtan-i
| anna. Þessu fólki er núi
| hægt að segja það aði
i næsta Framsóknarvisti
I verður í Listamannaskál-|
| anum annað föstudags-i
i kvöld hér frá eða þ. e. 13.1
| Síðasta Framsóknarvistini
i var rétt fyrir jólin. Vari
| hún f jölsótt og fór hiði
| bezta fram. En einn var þóf
| galli við þá samkomu, aði
i karlmenn voru þar í 'tals-j
i vert miklum meiri hlutai
| og urðu því allmargiri
= þeirra að spila sem „gervi-i
| dömur“ En nú virðist berai
j mun meira á fyrirspurn-j
| um frá kvenþjóðinni umi
j það hvenær næsta Fram-j
| sóknarvist verði.
Þetta er ítalskur maður, De Cornarrihola, og fjölskylda hans á bæn. Maður þessi varð
frægur á Ítalíu fyrir skömmu vegna þess að hann hafði ráðgert að myrða páfann, en að
frásögn ítalsks blaðs hætti hann við þá ákvörðun og sagði páfanum frá öllu saman og
bað hann fyrirgefningar, sem hann fékk. Hann færði páfanum að gjöf biblíu og rýting.
Hann hefir einnig skýrt frá því, að María guðsmóðir hafi birzt sér í skúta einum, sem
hann leitaði hælis í undan óveðri, og síðan hafi skeð ýmis kraftaverk í skúta þessum.
Hugmyndina um að myrða páfann fékk maður þessi er hann barðist í styrjöldmni á Spáni
•IIMIIIIMIIIIIIIIIIimimilllMIIIIIMIIimniilMIIIIMIIIHMMIi
| Þeir eru ekki í j
| þeim húsum hæfir |
I 28. nóvember síðastlið- \
I inn veitti f járhagsráð f jár j
j festingarleyfi vegna eitt I
I hundrað íbúða í tuttugu og j
j fimm húsum handa 1
§ Reykjavíkurbæ, til viðbót- j
j ar þeim leyfum, sem áður I
j höfðu verið veitt. Tillaga |
j var borin fram um það, að j
j leyfið yrði bundið því skil- |
\ yrði, að þessar ibúðir yrðu j
j „fyrst og fremst notaðar til |
i þess að útrýma heilsuspill |
| andi íbúðum“ eftir mati I
I borgarlæknis og heilbrigðis |
i nefndar.
| Báðir fulltrúar Sjálf- 1
j stæðisflokksins i f járhags- |
j ráði greiddu atkvæði gegn j
j þessari tillögu, og var þetta j
j ákvæði samþykkt gegn j
j þeirra vilja.
| Skyldi forsprökkum Sálf j
j stæðisflokksins finnast j
I fólkið í bröggunum ekki í |
j húsum hæft? Aftur á móti j
j virðist mörgum borgurum i
| þessa bæjar sem forustulið j
I Sjálfstæðisflokksins sé ekki j
j hæft í þeim húsum, þar f
j sem málefnum Reykjavík- |
I ur er stjórnað.
Ofullnægjandi eftirlit með
atkvæðagreiðslum við
almennar kosningar
t
Sjálfsöjift krafa, að botra eftirliti verlii
k(»mið á við ba»jarstj«»rnarkosniiig'ariiar
Við kosningar þær, sem fram eiga að fara til bæjarstjórnar
í vetur, er full ástæða til þess, að betra eftirlit sé með því'
liaft en verið hefir við kosningar að undanförnu, að fólk [
það, sem kemur á kjörstað til þess að greiða atkvæði, sé í
raun og veru það, sem það segist vera.
Sá háttur hefir verið á
fram að þessu, að fólk geng-
ur inn í stofu, þar sem kjör-
stjórnin situr, og segir til
nafns síns, en einhver úr
kjörstjórninni spyr um fæð-
ingardag og fæðingarár. Ann
að eftirlit er ekki haft með
því, að sá, sem greiða vill at-
kvæði, sé í rauninni sá, sem
hann segist vera.
Það segir sig sjálft, að slíkt
fyrirkomulag tryggir alls
ekki, að engin svik eigi sér
stað í sambandi við atkvæða-
greiðsluna, og sízt af öllu í
svo stórum bæ sem Reykja-
vík er nú orðin. Kjörskrár
eru í höndum fjölda manna
á kosningadaginn, og þar er
skráður aldur og fæðingardag
ur allra, sem á kjörskrá eru.
Full vitneskja liggur og fyrir
um margt fólk, sem ekki get-
ur ýmissa ástæðna vegna
greitt atkvæði, og skrár eru
gerðar um það, hverjir eru
búnir að greiða atkvæði. Það
segir sig sjálft, hvort fólk á
svipuðum aldri getur ekki far
ið á kjörstað, ef vilji er til
þess að beita brcgðum, og
nefnt sig nafni hins fjar-
stadda eða tálmaða kjósanda
og tilgreint fæðingardag
hans.
Það má og benda á, að hér
í Reykjavík er það orðin fast
ur siður, að verið sé að greiða
atkvæði fram eftir öllum nótt
um, þegar fólk er yfirleitt
gengið til náða eða að
minnsta kosti búið að loka
húsum sínum. Hvernig á þeim
atkvæðagreiðslum stendur í
svo stórum stíl sem þær eiga
sér stað, er hrein ráðgáta, og
skal engum getum að því
leitt.
En full ástæða er hins,
að krafizt verði við þessar
kosningar, að kjósendur
sýni sönnunargögn um
það, að þeir séu þeir, sem
þeir segja sig vera. Og næt
(Framhald á 2 síðu.)
Eiga 20 ára starfs-
afmæli í lögreglunni
í fyrradag áttu 12 lögreglu
menn 20 ára starfsafmæli.
Þeir vinna nú ýmist hjá saka
dómara eða lögreglustjóra.
Minntust þeir afmælis síns
með sameiginlegu borðhaldi í
Tjarnarkaffi. Menn þessir
eru: Ágúst Jónsson, Ingólf-
ur Þorsteinsson, Jakob Björns
son, Magnús Eggertsson,
Magnús Hjaltested, Matthías
Guðmundsson, Matthías
Sveinbjcrnsson, Pálmi Jóns-
son, Sigurður Ingvarsson,
Skúli Sveinsson, Stefán Thor
arensen og Sveinn Sæmunds-
son.
Frönsku fiárlögi
samþykkt
í fyrrakvöld samþykkti
franska þingið fjárlögin og
hinar síðustu skattatillögur
stjórnarinnar en þó með litl-
um meirihluta. Höfðu þá far-
ið fram tvær atkvæðagreiðsl-
ur um helztu skattatillögurn
ar og var það um leið trausts
yfirlýsing til handa stjórn-
inni. Umræður um frönsku
fjárlögin hafa þá staðið ná-
lega fimm vikur og stundum
nótt með degi og verið mjög
harðar. Hefir stjórnin þar
með unnið traust til setu
eitthvað framvegis þótt
naumt sé, og fengið sam-
þykkt nær tekjuhallalaus
fjárlög eins og hún gerði
krcfu til.
Bóndi á Langanesi finnst
örendur á víðavangi
Sæmundur Lárusson, bóndi á Heiði á Langanesi, fór
að heiman síðastliðinn föstudag til þess að hyggja að hesti,
en kom ekki aftur.
Tveir menn fóru að leita
Sæmundar, er heimkoma
hans þótti dragast óeðlilega
á langinn, en fundu hann
ekki. Er hann var enn ófund-
inn á gamlársdag, var mönn
um frá Þórshöfn safnað sam
an til leitar. Heyrðu leitar-
menn hundgá, en hundur
hafði fylgt Sæmundi, er hann
fór að heiman. Gengu leitar-
menn á hljóðið og fundu þeir
Sæmund örendan í svo-
nefndum Þverárdal. Hafði
rakkinn setið þar yfir lík hús
bóirda síns.
Sæmundur var maður um
fertugt, og lifir hann kona
háns og aldurhnignir foreldr
ar.