Tíminn - 04.01.1950, Qupperneq 5

Tíminn - 04.01.1950, Qupperneq 5
2- blað TÍMINN, tniðvikudaginn 4. janúar 1950 3 Miövihutl. 4. jttn. Frjálst val neytenda eða valdboð opin- berra nefnda Barátta Sjálfstæðismanna í verzlunarmálunum er orðin undarlegur feluleikur. Öll ber sú starfsemi merki þess, að mennirnir þora ekki að kann ast við það, hvaða málstað þeir fylgja og hver sé hinn raunverulegi tiígangur þeirra. Það hefir líka sýnt sig, að Sjálfstæðismenn hafa engar tillögur fram að bera í þess- um málum. Þeir tala almennt um frelsi og jafnrétti, en svo vilja þeir binda alla verzlun við ákvarðanir valdboðinna nefnda og ráða, en ekki unna neytendunum sjálfum neins frjálsræðis. Framsóknarmenn fara ekki dult með það, að þeir vilja láta almenning hafa frelsi til að bindast verzlunarsam- tökum og afnema milliliða- gróðann- Um það stendur baráttan raunverulega, hvort landsfólkið eigi að vera skuld bundið til að skipta við kaup- menn, hvort það vill eða vill ekki, eða hvort ‘það eigi að vera frjálst að því að mynda eigin verzlanir og skipta við þær. Sjálfstæðismenn geta ekki bent á eina einustu tillögu, sem þeir hafi flutt til þess að auka frjálsræði manna til að velja milli verzlana. Þeir hafa þar reynt að halda dauðahaldi í viðjar ríkis- valdsins og hina valdboðnu skipun. Samvinnuverzlun getur vit anlega verið illa rekin og það er fyllilega heilbrigt, að hún hafi sér við hlið.kaupmanna- verzlun í frjálsri samkeppni til samanburðár. En það a ekki að ákveða ofan frá úr stjórnarskrifstofunum hvað mikinn hluta hverrar vöru- tegundar þjóðin skuli um ald ur og ævi fá hjá hverri verzl- un. Slík binding og ófrelsi er stefna Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn berst fyrir því, að fólkið fái sjálft að ráða verzlun sinni. Auðvitað er margt sem mælir með verzlun kaupfé- laga umfram kaupmanna. Verzlunargróðinn er almenn- ingseign, að því leyti sem hann fellur ekki beint til við- skiptamannanna sjálfra. Kaupfélcg hafa því enga á- stæðu til að flytja endilega inn aðrar vörur en þær, sem almenningi eru hagkvæmast ar. Þau berjast ekki við þær freist.ingar að flytja inn aðr- ar arðvænlegri verzlunarvör- ur en bær, sem þau hafa feng ið leyfi fyrir, en því miður eru ýms dæmi tíl þess, að ein- stakir kaupmenn hafi átt erf itt í slíkri innri baráttu og sum alkunn ög þjððfræg. Með landslögum er það á- kveðið, að samvinnufélög skuli vera öllum opin, láta alla njóta sömu víðskipta- kjara og sjóðir þeir, sem þau safna, séu alrhe'nningseign og standi undir vörzlu og ráð- stöfunarrétti almennings á verzlunarsvæðinu. Af þessum sökum er það óhjákvæmilegt eðli málsins, að samvinnufé- lcg hafa marga kosti um- ERLENT YFIRLIT: Stjórnmálin í Bandaríkjunum I huust fara þar fram þingkosiiiiigar og' má segja, að kosningabarsíttaii sé |segar hafin. Horfur eru á því, að árið 1950 geti orðið tíðindasamt í stjórnmála lifi Bandaríkjanna. í nóvember- mánuði næstkomandi eiga að fara fram kosningar til fulltrúadeildar þingsins og á þriðjungi öldunga- deildarinnar. Úrslit þessara kosn- inga geta ráðið mjög miklu um stjórnmál Bandaríkjanna á næstu árum. Truman forseti hefir þegar mark að þá stefnu, sem demokrataflokk- urinn mun berjast fyrir í kosning- unum. Hann mun biðja þjóðina að auka svo meirihluta demokrata í þinginu, að honum takist að koma fram ýmsum þeim umbótamálum, sem hann barðist fyrir í forseta- kosningunum, en republikanar og afturhaldssamari demokratar hafa stöðvað til þessa. Meðal þessara mála eru auknar almannatrygging ar og löggjöf, sem tryggi fullt jafn- ræði svertingja hvar sem er i Bandarikjunum. Truman nýtur nú svo sterkrar aðstöðu í demokrata- flokknum, að meginhluti hans mun fylkja sér um þessa svonefndu „Fair Deal“ stefnu hans. Línurnar skýrast. Republikanir virðast hinsvegar enn í vafa um, hvernig þeir eigi að haga stefnu sinni. Það sjónarmið virðist þó vera óðum að vinna á j í flokknum, að hann eigi að taka upp íhaldssama stefnu og berjast hatramlega gegn framfarastefnu Trumans. Á fundi, sem nokkrir for- ustumenn hans héldu nýlega í Chi- cago, virðist þetta sjónarmið hafa orðið ofan á. Niðurstaða fundar- manna þar varð sú, að flokkur- inn hefði tapað á þvi undanfarið, að hann hefði fylgt um of í slóð demokrata og lofað flestu því sama og þeir í stað þess að ráðast á stefnu þeirra. Nú yrði að breyta um og sýna fram á, að stefna demokrata leiddi raunverulega til þjóðnýtingar og Truman væri frá því sjónarmiði hættulegri maður en Roosevelt var. Roosevelt hefði látið sér nægja að tala um það, sem Truman ætlaði nú að fram- kvæma. Fyrir republikana væri því um að gera að skýra fyrir þjóð- inni þá hættu, sem stafaði af fyr- irætlunum Trumans og fá hana til að snúast gegn þeim. Fari svo, eins og nú horfir, verða línurnar í stjórnmálabaráttu Banda ríkjanna óvenjulega skýrar í kosn- ingunum i haust. Annarsvegar verð ur framfarastefna Trumans, en hinsvegar íhaldsstefnan, sem repu- blikanir munu fylkja sér um. Vafalaust mun það hafa veru- leg áhrif á afstöðu manna í kosn- ingunum hvernig störfin ganga á því þingi, sem nú er að hefjast. Það myndi t. d. þyngja Truman róðurinn, ef hann þyrfti að fara fram á skattahækkun við þingið. Kosningabaráttan í Ohio. Það mun verða í Ohiofylki, sem sögulegasta viðureign kosningabar- áttunnar verður háð. Þar sækir Robert Taft um endurkjör sem öldungadeildarmaður, en hann hefir verið aðalleiðtogi íhaldsarms republikanaflokksins um nokkurra ára skeið og átti frumkvæðið að setningu hinnar óvinsælu vinnu- löggjafar, sem verkalýðssamtökin berjast mest á móti. Takist honum að ná endurkosningu, er hann af mörgum talinn liklegasta forseta- ! efni republikana í kosningunum 1952, en að öðrum kosti er pólitísk 1 saga hans talin búin. Óvenjulegt kapp mun því verða í þessari kosn ingu. j Ýmsir telja það liklegt til að styrkja aðstöðu Tafts, að demo- kratar eru ósammála um frambjóð anda gegn honum. Verkamenn vilja helzt Murray Lincoln,1 sem stjórnar samvinnusamtökum bænda í fylkinu, en hann hefir ver j ið republikani til skamms tíma. I Flokkssamtök demokrata vilja helzt j Joe Ferguson ríkisendurskoðanda. Samstaða svartasta aftur- haldsins og kommúnista. Vel má vera, að það styrki Taft eitthvað í þessum kosningum, að hann nýtur ekki aðeins stuðnings ihaldsmanna, heldur einnig komm- únista og fylgismanna Wallace. Þetta stafar af því, að hann er einangrunarsinni í alþjóðamálum. Yfirleitt virðast leiðir svartasta afturhaldsins og kommúnista nú fara saman í Bandaríkjúnum í af- stöðunni til utanríkismála. Auð- valdið telur, að hægt væri að lækka skatta, ef Marshallhjálpinni væri hætt og Atlantshafsbandalagið gert óvirkt. Kommúnistar vilja hinsvegar stuðla að þessu, því að þeir telja það henta áformum Rússa. Meðal almennings í Bandaríkj- unum virðist einangrunarstefnan hinsvegar ekki hafa mikið fylgi, a.m.k. ekki eins og sakir standa. Þjóðinni er það í fersku minni, að einangrunarstefnan, sem fylgt var á árunum 1920—39, reyndist henni dýrkeypt. Meðan ástæður eru óbreyttar í alþjóöamálunum, munu Bandaríkin því vart hverfa að einangrunarstefnunni aftur. En glöggt er, að það er óttinn við yf- irgang Rússa, sem veldur mestu um það, að einangrunarstefnan hef ir beðið ósigur í Bandaríkjunum. Þetta mátti sjá á fyrirsögnum ýmsra amerískra blaða í sambandi við sjötugsafmæli Stalins. Greinar um hann voru þá birtar undir fyr- irsögnum eins og þessum: Maður- inn, tem kvað niður einangrunar- stefnu Bandaríkjanna, Hinn raun- verulegi brautryðjandi Atlantshafs bandalagsins, Bezti vinur vopna- framleiðendanna. Kosningaþátttakan. Eins og málin horfa nú, virð- ist_ þvi, að utanríkismálin muni ekki dragast verulega inn í kosn- ingabaráttuna í Bandarkjunum á næsta hausti. Hún verður fyrst og fremst háð um innanlandsmálin og menn skiptast í fylkingar eftir því, hvort þeir eru með eða móti stefnu Trumans. Eitt af þvi, sem getur ráðið tals- verðu um úrslit kosninganna, er þátttakan í þeim. Hún var ekki í seinustu forsetakosningum nema um 50%, Republikanir telja sig hafa átt meira fylgi meðal þeirra, sem heima sátu, og ætla nú að hefjast handa um að skipuleggja sem mesta kosningaþátttöku. Hing (Framh. á 6. síSu.) fram einstaklingsrekstur ef allt er með felldu. Þó vilja Framsóknarmenn ekki þvinga neina til að skipta við kaupfélög eða vera í samvinnufélagi. Þar á að byggja allt samstarf á þeim trúnaði og trausti, sem frjálst og óþvingað val neytendanna skapar- Með þvi móti mun lausn verzlunarmálanna verða hagkvæmust almenn- ingi og réttlátust. Baráttan um skipun verzl- unarmálanna hefir nú verið háð með svipuðu móti á nokkrum síðustu þingum. Bráðlega mun verða úr þvi skorið, hvort við kosningarn- ar i haust hefir skipast á þann veg, að þingfylgi sé fyr ir betri og frjálslegri hátt- um, svo sem Framsóknar- menn leggja til eða hvort stefna valdboðs og binding- ar á enn að ráða. Þetta er einn þátturinn í baráttu almennings við for- réttindastéttirnar. Það er barátta hins frjálsa lýðræðis við öfl einokunar og sérgróða. Og það er jafnframt einn veigamesti þátturinn í þeirri baráttu að draga úr óþörfu okri og milliliðakostn aði og skapa þannig gruntí- völl að heilbrigðri lausn dýr- tíðarmálanna. Fyrirspurn til Við- skiptanefndar Jólin eru kölluð hátið ljósanna, en þó verða ýmsir að búa við dauf ljós hér í bænum um jólin að þessu sinni. Ástæðan var samt ekki sú, að rafmagn þryti, heldur hitt, að ljósaperur voru ekki fáanlegar nema með höppum og glöppum í búðunum. En það gerðist svo rétt fyrir jólin, að nóg \irtist í búðunum af jólátrésper- um. Framboðið á þeim mun jafnvel hafa verið meira en eftirspurnin. Hér skal svo sem ekki am- ast við því, að menn geti haft ljósaskraut á jólatrjám sín- um. En þegar um það tvennt er að ræða að láta verða hörg ul á venjulegum ljósaperum eða jólatrésperum, þá munu flestir hyggnir og sanngjarn- ir menn kjósa heldur síðari kostinn. Fyrir því beini ég hér fyrir- spurnum til viðskiptanefnd- ar: Leyfði hún innflutning á jólatrésperum, þótt vitanlegt væri að ihnflutningur væri oflítill á venjulegum ljósaper um? Eða brást einhver inn- flytjandinn tiltrú nefndarinn ar og flutti inn jólatrésperur í staö venjulegra Ijósapera, því að honum fannst sá inn- flutningur arðvænlegri? Og sé svo, verður þá komið fram refsingu á hendur þeim að- ila? Þess er óskað, að viðskipta neínd upplýsi þetta. Spyr sá, sem ekki veit. « Ótti íhaldsblaðanna við áramótagrein ina Blöðum Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins er að vonum mjög illa við áramóta grein Hermanns Jónassonar Þar sannast enn á ný hið forn kveðna, að sannleikanum ev hver sárreiðastur. Alþýðublaðinu er mjög illa við það, að H. J. skuli leiða í Ijós hina nánu samvinnu sem hefir verið og er milíi Sjálfstæðisflokksins og AÍ- þýðuflokksins. Það veit, að ekki er hægt að hnekkja þess ari staðreynd og reynir þáð heldur ekki í stað þess ræðst það með offorsi gegn H. J og ásakar hann hann fyrii eftirgangsmuni við íhaldið. Jafn klaufalegri vörn er ó- þarft að svara, því að stjórn málabarátta H. J. og ofsókn-, ir afturhaldsins gegn honúni hnekkja slíku slúðri meira er> fullkomlega. Alþýðublaðið hefir því ckk- ert annað áunnið með þessu en að auglýsa það enn betur en áður, að það hefir engár afsakanir fyrir þjónustu flokks þess við íhaldið. Mbl. leitast við að vera klók ara en Alþýðublaðið og reýh- ir að leyna gremjunni yfii því, hve H. J. fletti rækilega ofan af þeim starfsháttum Sjálfstæðisflokksins, er leitv hafa til þess, sem nú er örðv ið. Það er nógu klókt tU- aö minnast ekki á þetta. f stað- inn reynir það að snúa út úi ummælum H. J. og segir, að það sé aðalkjarninn í grein hans, að Framsóknarflokkur- inn, Albýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn eigi ai' vinna saman. Það rétta er, að H- J. sagði, að samkvæmt stefnuyfirlýs- ingum þessara flokka virtisi slík samvinna eðlilegust, eu síðan leiddi hann augljós og óvéfengjanleg rök að því, að hvorki Alþýðuflokkurinn eða Sósíalistaflokkurinn ynnu samkvæmt stefnuyfirlýsing- um sínum, þar sem Sósíalista flokkurinn hefði hjartað : í Moskvu. en Alþýðuflokkurinr. hjá íhaldinu. Eins og stæði, j væri hér því raunverulega j ensrinn verkalýðsflokkur til. ; Með því væri grunninum I kippt undan svokölluftu | vinstra samstarfi í bili, þai' I sem ekki væri til neinn raun I verulegur samningsaðili fyrít : verkalvðinn. Eitt af þrennu yrði því að ske, ef vinstra . samstarf ætti að komast á. I Alþýðuflokkurinn yrði að yi- irgefa íhaldið eða Sósialista- flokkur. Þá fyrst, þegar til rísa byrfti upp nýr verkalýðs flokkurinn. Þá fyrst, þegar t.n væri verkalýðsflokkur, óháð- ur Moskvu og íhaldinu, yrði raunhæfu og heilbrigðu vinstra samstarfi komið á. j Öllu þessu stingur Mbl. unð an. Það stingur því líka undan, að H. J. sagði, að það væri von ýmsra, að Sjálfstæð isflokkurinn sæi nú loks aö sér og féllist á þær fórnir'fyi ir hönd auðstéttarinnar, sen. nauðsynlegar væru til ae tryggja framgang viðreisnar- innar. Ef Sjálfstæðisflokkui inn betrumbættist þannig, væri hugsanlegt, að liægi væri að eiga við hann heú brigt og þjóðhollt samsia.i En Mbl. viröist ekki haía mikla trú á slíkri hugarfars- breytingu hjá Sjálfstæðis- flokknum, því að það læzt ekki sjá þessi ummæH H. J X+1

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.