Tíminn - 08.01.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.01.1950, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, sunnudaginn 8. janúar 1950 6. blað Barnamútur Sjálfstæðisflokksins í fyrstu bekkjum fram haldsskólanna í Reykjavlk sitja þrettán og fjórtán ára gömul börn. Þegar skólastarf semin er aS byrja á haustin koma sendimenn Sjálfstæðis flokksins og ganga um meðal barnanná í fyrstu bekkjunum og bjóða þeim fjárhagslieg fríðindi ef þau vilja láta inn- rita sig í Heimdall, félag ungrá Sjálfstæðismanna. 30 krrónupeningar á viku. Sennilega eru þessi manna- kauEf Sjálfstæðisflokksins fyrstli' beinu afskipti stjórn- málaflokkanna af mörgu þessu fólki. Sum börnin eru svo þroskuð, að þau snúa baki við þessari frekju og hugsa sem svo, að þau geti sjálf gengið í stjórnmálafé- lag, þegar þeim þyki ástæða til, án þess að nokkuð end- urgjald komi fyrir. En önnur eru éðlilega veikari af sér gagnvart mútum ungra Sjálf- stæðísmanna. Sjá’lfstæðisflokkurinn á sér samkömuhús eitt í Reykjavík, Sj álfstæðishúsið. Þar er hræ- fuglsmerki flokksins og nafn á borðbúnaði mörgum og víð- ar. ’í þessu húsi eru hafðar ýmsár skemmtanir. Sumar þeir’íá eru Sjálfstæðisflokkn- um • algjörlega óviðkomandi, svo sem kvöldskemmtanir Bláu' stjörnunnar, sem hafa verið tvö kvöld í viku síðustu vetur. Aðgangur að sýningum Blátrstjörnunnar og dansi á eftir kostar 30 krónur. En ef ákólabörnin vilja lofa sendimönnum Heimdallar að skrá 'sig í félag Sjálfstæðis- æskunnar, fá þau aðgöngu- miða að þessum skemmtun- um svo oft sem þau vilja fyr- ir hájfvírði: Það eru boðnar 15 krónur tvisvar í viku. Þannig _eru barnamútur í- haldsins. Pólitáskt mansal. Nú eru skemmtanir Bláu stjörnunnar vinsælar, svo að oft komast þar að færri en vilja.- Yfirleitt eru skemmti- atriðin með þeim brag, að unglingum falla. þau ekki síð ur í geð en fullorðnum. Það er því auðséð, að mörgum krakkanum þykir það eflaust girnilegt að mega koma þar inn fyrir hálft gjald. Vafalaust eru mörg börn í Reykjavík svo örugglega trú uð á Sjálfstæðisflokkinn, að þeim er ljúft að ganga í Heimdall, svo að ekki þarf að kaupa þau til þess. En hin eru líka mörg, sem engan veginn kæra sig um það af málefnalegum ástæðum. Þeim eru þessar mútur Sjálf- stæðisflokksins nokkur freistni. Nú. eru tímar mútuþægir og margir féfalir. Það þyk- ir oft hagkvæmt að gefa undir fótinn, þó að litið sé meint með því, og heppilegt að slá ekki hendi á móti fríðindunum, sem fram eru boðin, Barnamútur Heim- dallar eru fyrsta stig í miklu pólitísku mansali: Sendi- menn Sjá’fstæðisflokksins í framhaldsskólana eru póli tískir þrælakaupmenn fjár- plógsmannanna. Hvað þýðir þetta upp- eldislega? Það gefur ekki siðferðileg- an styrk eða byggir upp and- lega, að játast undir ákveðna Eftir Halldór Kristjánssoii. þjóðmálastefnu til þess að fá ódýrar skemmtanir og dansleiki. Áróður og veiði- brellur af slíku tagi eru nei- kvæðar. Þó að skemmtiatriði Bláu stjörnunnar séu í sjálfu sér saklaus dægradvöl er alls ekki þar með sagt, að sam- komurnar í Sjálfstæðishús- inu séu þar eftir. Þarna er setið lengi kvölds í reykjar- svælu, svo að mönnum súrn- ar í augum. Þegar svo dans- inn hefst, eru venjulega ýms- ir samkvæmisgestir orðnir á- berandi drukknir og frammi- staðan öll eftir því. Þeim, sem senda börnin sín um fermingu að staðaldri á slíkar samkomur, ferst ekki að vera með vandlætingu, þó að þjóðin sé eyðslusöm og nautnasjúk og neyti tóbaks og áfengis skefjalaust. Það er ekki nein menningar starfsemi, sem þrælakaup- menn Heimdallar safna börn unum til þátttöku í. Fríðindi Heimdallar eru að- gangur að svalli og sukki fyr- ir hálft gjald. Og Mbl. segir að fimmti, eða sjötti hluti af æskufólki bæjarins sé í Heimdalii. Arður af áfengissölu. Svo fjölmennur sem Heim- dallur ey, hljóta það að vera nokkuð margir aðgöngumiðar árlega, sem gefinn er afslátt- ur á. En það þarf engan að undra, þó að slíkt sé hægt. Hér eiga þeir hlut að máli, sem ekk> þurfa að horfa í hvern eyrinn. Og Sjálfstæð- isflokkurinn fær leyfi til að reka áfengisverzlun í húsi sínu, svo að hann geti stað- ið straum af þessum barna- mútum án þess að leggja sér- stákt gjald á heildsalana til þeirra þarfa. Þetta er atriði, sem vert er að hugleiða. Ég efast um að það veki nokkura sérstaka eftirtekt, en þó mega allir vita það, að nú um skeið hef ir stærsti stj órnmálaflokkur íslands, Sjálfstæðisflokkur- inn, stöðugt rekið áfengis- verzlun í húsi sínu, með góðu samþykki lögreglustjóra og dómsmálaráðherra, svo að hann gæti látið þau börn, sem vildu innritast í flokkinn, fá aðgang að skemmtunum.fyr- ir hálft- gjald. - ' Þetta eru staðreyndir, sem hver má virða sem vill, en ekki þýðir að mótmælá þeim. Sumum finnst þetta sjálf- sagt ekki nema eftir öðru, og gott ef blessuð börnin geti haft ánægju af því! Til að vernda góða siði. Sá flokkur, sem svona hagar sínum áróðri, á innan vé banda sinna mar^t af fólki, sem alltaf þykist vaka yfir góðu siðferði og vernda kristilegt líferni í landinu. Því fólki blöskrar ófyrir- leitinn áróður og siðlaus lífs- skoðun annarra. Og þegar mikils þarf með getur það skrifað ritgerðir og flutt ræður, þar sem menn eru hvattir til að snúa baki við siðleysinu og spillingunni og leita athvarfs hjá Sjálfstæð- isflokknum, sem sé verndari siðgæðis og sannrar menn- ingar. Það er svona skinhelgi, yfirdrepsskapur og hræsni, sem er andstyggð og leiðir aldrei til neins góðs, hvort sem það er sjálfrátt eða ó- sj álfrátt. Hvað má bjóða mikla hræsni? Stjórnmálaáróður er nauð- synlegur að vissu marki. En barnamútur Heimdallar eru andstyggð. Það er vafasamt að innlima 13 og 14 ára börn í stjórnmálafélög og það er tvímælalaust rangt að kaupa þau inn með því að borga fyrir þau að hálfu aðgöngu- miða að skemmtunum, eins og Sjálfstæðisflokkurinn ger- ir, — jafnvel þó að það væri börnunum meinlaust að sækja þær samkomur. Hitt er hryllilegt, að sá flokkur, sem rekur áfengis- sölu til að geta keypt börn til að ánafnast sér, skuli stundum hrósa sér af um- hyggju fyrir bindindissemi og heilbrigðu skemmtanalífi. Eru þá engin takmörk fyr- ir því, hvað mikla hræsni | og óheilindi má bjóða þess- ari þjóð? ELDSVOÐI ÉR SVIPLEGUR at- burður og löngum voveiflegur. Slik ir viðburðir gera yfirleitt ekki boð á undan sér. Á fáum mínúturh get- ur hús og heimili horfið. Þar sem áður var öruggt athvarf og hlýtt heimili er ef til vill alit orðið breytt í kalda öskurúst. Og fjöldi muna, sumra verðmætra á verð- lagsmæiikvarða en annarra ómet- anlegra að minjagildi, eru horfnir og verða ekki endurheimtir. GÁLEYSI OG LÉTTÚÐ gagn- vart eldi og eldsvoða ætti því hvergi að þekkjast. Menn ættu að gæta fullrar varúðar með rafmagn og rafleiðslur og allan eld, og sízt að gleyma því, hvílík eldhætta staf ar af tóbaksreykingum. Slökkvilið- ið í Kaupmannahöfn telur, að miklu flestar ikveikjur þar í borg stafi af tóbaksreykingum. Og svo ættu menn að gæta þess, að hafa innanstokksmuni sína og aðrar eignir tryggðar gegn eldsvoða, ef illa kynni að fara. Þetta er sú for- sjálni, sem krefjast verður af hverj um manni. Á ÞRETTÁNDAKVÖLD 1950 — núna í fyrrakvöld — voru Reykvík- ingar sums staðar að skemmta sér með smábrennum til að kveðja jól- in að gömlum og góðum rið. En á sama tíma varð eldur laus, þar sem ekki var óskað eftir, í rishæð á stórhýsi einu við Laugaveginn, þar sem Lyfjabúðin Iðunn er á neðstu hæð. Þarna stendur hvert stórhýs- ið við annað, sum eru samföst, annars staðar eru mjó sund á milli. Þegar kviknar í á slíkum stöðum er margra mi’ljóna verðmæti í hættu. Og þá er það mikils virði fyrir alla að til sé gott og öflugt slökkvilið, vel búið tækjum. RAUÐAN BJARMA lagði hátt í loft og út um kvistglugga að sunn- anverðu teygðust eldtungurnar þeg ar slökkviliðið var að koma sér fyrfr. Efst í stiga, sem reistur hafði verið upp, stóð slökkviliðsmaður og beindi vatnsslöngu á gluggann, sem lógaði úr, en vatnsboginn var veik- ur og virtist tæpast ná upp i glugg- ann. En svo kcm önnur slanga við- ari upp stigann. Úr hcnni streymdi gildur vatnsbogi, sem bsljaði inn í elöhafið. Og litlu síðar kom ann- ar álfka vatnsbogi handan frá bak- húsunum ofan við Laugaveginn að sjá. Og bráðlega sljákkaði i eld- inum, en mikil reykjarsvæla gaus út um gluggann. Slökkviliðsmenn- irnir reisa stiga sína upp að þak- brún hússins. Þeir sjást ganga þar upp og hverfa inn í mökkinn og myrkrið. Öðru hvoru lýsir af glugg- anum, sem áður logaði út um. Þar brýzt bjarminn af eldinum út, stundum ljósrauður, stundum dumbur. SVO ER BARÁTTAN HÁÐ. Það er allhvass norðaustanvindur og blæs í glæðurnar. Slökkviliðsmenn- irm'r hafa farið inn um glugga og standa þar með slöngur sínar og berjast við eltíinn. Öðru hvoru sést í geignum reykjarmökkinn, sem leggur upp ef húsinu, að eldur er kominn í þakið. Samt kemur það smám saman í Ijós, að eldurinn er að dofna. Slökkviliðið er að sigra, Hér verður ekki meira voðabál að sinni. En eng'nn veit enn, hvað miklar skemmdir hafa orðið í hús- inu af eldi, reyk og vatni. ÞETTA ER HVORKI lýsing né fræðsla. En það á að vera áminn- ing. Þetta er skrifað til að minna á, hvað mik'll nauðsyn er á að- gæzlu gagnvart eldinum og hvað við eigum mikið undir þvi, að slökkviliðið sé skipað vöskum, sam- vizkusömum og öruggum mönnum og sé vel búið að tækjum. Starkaður gamli. „Ein er upp til fjalla" Fyrir fáum dögum, las ég grein í Tímanum eftir Theó- dór Gunnlaugsson, sem hann nefnir: Á ekki að alfriða rjúpuna. Eg er Theodór þakk látur fyrir að hann skyldi hefja máls á þessu vanda- máli. Eins og flestum íslend ingum er kunnugt, hefir rjúp unni fækkað mjög síðast- liðna þrjá áratugi. Þó var ástandið ískyggilegast árið 1948. Eg álít að mennirnir eigi þar stærsta sök í máli. Fálk- inn fiefir ekki eytt henni meira en fyrr á árum, því einnig hann berst nú við helj arafl náttúrunnar. Þegar til tortímingar horfir með eitt- hvað, svo sem fiska og fugla er friðun það eina sém getur fært þróun í það aftur. Nú er svo komið, að við erum langt komnir með að tortíma rjúpunni. Og er þá ekki nauð synlegt að friða þær fáu sem eftir standa? Eg tel að það sé það eina ,sem getur komið í veg fyrir algera útrýmingu á þeim- Menn gera sér ekki | nægilega ljóst, hve nauðsyn-! legt er að gera þetta sem allra fyrst. „Það er of seint að hyrgja brunninn, þegar barn í ið er dottið ofání“. Og svo er ^ einnig með rjúpuna. Það er, of seint að friða hana, þegar J búið er að útrýma henni. Við, mennirnir eigum að sjá' skyldu okkar í því að friða fuglana, og þó einkum rjúp* una, sem á svo stutt eftir að útrýmast. En við gerum þetta ekki. Fyrir fáum dcgum sá ég t. d. í Tímanum að verið var að auglýsa „í sunnudags- matinn“, og þar á meðal voru rjúpur. Þar eru furðu marg- ir sem hafa ánægju af að skjóta fugla. Jafnvel þegar allra harðast er, og þessar (Framhald á 7. síðu.J GÚÐ BÓKAKAUP Úrvalsbækur, sem áður kostuðu 50—60 krónur fást nú fyrir kr. 25,00. Bækurnar eru þessar: Þeir gerðu garðinn frægan 1—2 bindi og Dáðir voru drýgðar Sendist í pósthólf 1044. Undirrit.....óskar eftir að fá sendar í póstkröfu: ^ Dáðir voru drýgðar. fýrir samtals kr. 25,00 Þeir gerðu garðinn frægan + burðargjald Nafn .............................................. Heimili ........................................... Póststöð .......................................... Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS Auglýsingasími Tímans B1300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.