Tíminn - 18.02.1950, Síða 3

Tíminn - 18.02.1950, Síða 3
41. blað TÍMINN, laugardaginn 18. febrúar 1950 r íslendingalDættLr 4 Níræð: Halibera Halldórsdóííir, frá Hólmaseli Hallbera Júlíana Halldórs- dóttir frá Hólmaseli er níræð í dag og elzt manna i Selfoss- bæ. Hún er fædd 18. febrúar 1860 að Strandarhjáleigu í Vestur-Landeyjum, dóttir Haildórs bónda þar og smiðs, er dó 13. maí 1899, nálega 78 ára, Guðmundssonar bónda s. st., Halldórssonar bónda og smiðs á Strönd, d. 1. sept: 1799, Guðmundssonar bónda þar, d. 1782, 76 ára, Stefáns- sonar bónda, Skipagerði 1703, Jónssonar bónda þar, Þorleifs sonar, er að langfeðgatali var kominn af Páli sýslumanni, Skarði, Skarðsströnd Jóns- syni, en Páll var bróðir Guðna sýslumanns, Kirkju- bóli, Langadal vestra, föður Bjarnar í Ögri. Um Björn í Ögri orti Jón Forni á þessa leið: „bæði af honum gustur geðs og gerðarþokki stóð“. Þeir bræður Páll og Guðni voru í karllegg komnir frá Guðmundi dýra, d. 1212 á Bakka í Öxnadal, Þorvalds- syni, og er sá ættleggur rak- inn beint til Guðmundar ríka á Möðruvöllum, d. 1025 og áfram til Þórólfs smjörs og Gríms kambans hins fær- eyska. Voru þeir frændur margir, að því er sögur herma, gustmiklir og mikil- hæfir og létu ekki allt fyrir brjósti brenna. Móðir Hallgeru var Guð- björg, d. 1925, fullra 92 ára, Guðmundsdóttir bónda, Teigi, Fljótshlíð, Tómassonar bónda þar, Jónssonar bónda, Hey- læk, Ólafssonar. Kona Jóns og móðir Tómasar var Þor- björg Þorláksdóttir, alsystir Jóns prests, Bægisá, hins þjóðfræga skálds. Kona Tóm asar í Teigi og móðir Guð- mundar var Guðbjcrg Niku- lásardóttir bónda, Rauðnefs- stöðum, Eyvindssonar duggu smiðs, Jónssonar. Var Eyvind ur hagleiksmaður mikill og skipasmiður, svo sem verið hafði faðir hans, en aðfara- maður mikill og harðfengur og lét ekki hlut sinn fyrir neinum, þótt stórbokkar væru, enda átti hann í lang- vinnum málaferlum og sigldi að minnsta kosti einu sinni á konungsfund til að standa íyrir máli sínu. Hér verður ekki tóm til að rekja ætt Hallberu í allar átt ir, en þess skal þó geta til viðbótar, að hún er 8. ætt- liður frá Erasmusi Villaðs- syni, 9. frá Arngrími lærða, 10. frá Erlendi sýslumanni í Rangárþingi, Jónssyni, 11. frá Lofti ríka, 12. frá Jóni sýslumanni og skáldi Halls- syni, Næfurholt'i og 15. frá Snorra Narfasyni lögmanni, Skarði. Af samtíðarfólki, sem fjöldi manna kannast við og Hallbera er í frændsemi við, man ég að nefna Stefaníu leikkonu Guðmundsdóttur og voru þær 5-menningar frá Eyvindi duggusmið talið, svo og Magnús Tómasson stór- sala í Reykjavík, er kallar sig Kjaran. Er frændsemi þeirra að 5. og 6. frá Eyvindi duggu- smið. Ég hefi nú getið nokkurra langfeðga Hallberu, er komið hafa við sögu þjóðarinnar og getið sér frægðarorð og þó ekki óskorað sumir. Er þetta gert til þess að vekja athygli almennings á ættinni. En eng inn skyldi taka þetta svo, að allir þeir ónefndu hafi verið ættlerar og að engu getandi. En þeir gjalda þess, að um þá er engin saga slcráð og þó á hver einstaklingur sína sögu, sigurljóð og raunabögu. Það (Framhald á 7. siðu.J Minningarorð: Jón B. Valdimarsson vélstjóri Drottinn gefur, drottinn tekur. Þessi orð liðu í huga minn, þegar mér voru sögð þau helköldu tíðindi, að m.s. Helgi hefði farizt 7. jan. með allri áhcfn. Mannsandinn er efagjarn á öllu því, sem hann ekki skilur til fulls. Gat þessi fregn verið rétt? Því miður var svo, þótt m.s. Helgi væri gæða sjóskip, sem svo oft var búið að vera í förum í hinum verstu veðr- um bæði í innanlands og milli landasiglingum, og vél skips- ins hafði og ávallt reynzt vel, enda var hún í góðra manna höndum. Þetta slys eins og svo mörg önnur sýna okkur svo átak- anlega, hve vér mennirnir er um máttvana gegn ofurefl- inu. Ægir mikli, aflið stóra af okkur fórnir heimtar títt. Einn af áhöfn m.s. Helga var mér að góðu kunnur. Það var Jón B. Valdimarsson vél- stjóri. Hann var drengur góð ur í þess orðs fyllstu merk- ingu. Jón var prúður og stillt ur í framkomu. Hann var vina vandur, en tryggur þeim, sem náðu vináttu hans, grandvar í orðum, svo að af bar, og heyrði ég hann aldrei hall-1 mæla öðrum. Hann vildi ger- hugsa áður en hann tók á- j kveðna skoðun á máiefni því, ! sem um var rætt. Reyndist j mörgum erfitt að hrekja við- | horf hans til málanna, því að maðurinn var greindur vel. i Jón var kvæntur Guðrúnu 1 Guðmundsdóttur frá Upp- sclum í Vestmannaeyjum, j hinni ágætustu konu. Var ; sambúð þeirra á þann veg, j sem þeim einum hlotnast, 1 sem tengjast órjúfandi kær- i leiksböndum. Þau hjónin j eignuðust 1 barn, sem er á öðru aldursári og er nú sól- argeisli móðurinnar í hennar jsáru sorg. Jón! Við starfsfélagar þín- ir söknum þín sárt. Þú varst scmi stéttarinnar, svo traust ur og hollráður, þegar til þín ! var leitað. Við þökkum þér ( samstarfið á liðnum árum og ’ geymum minninguna um góð an félaga. Guð gefi sálu þinni ; frið. Algóð máttarvöld sendi þeim, sem sárast syrgja, styrk, frið og ró. Félagi. Ertu ekki af Víkings lækjarættinni ? i. Fyrir atbeina Jóns Ólafs- sonar bankastjóra, samdi Pét ur Zóphóníasson mikla bók, sem nefnd hefir verið „Vik- ingslækjarætt.“ Er þar i niðjatal Bjarna Halldórsson- ar bónda á Víkingslæk á Rangárvöllum, er uppi var á árunum 1679—1757, og konu hans Guðríðar Eyjólfsdóttur (1688—1756). Þarna er getið mikils mannfjölda. Sennilega 10—20 þúsunda. — í fyrsta lagi flestra niðja þeirra hjóna fæddra fyrir 1940. — En auk þess fjölda fólks af öðrum ættum, sem tengst hefir þess arri furðu frjósömu ætt, um undangengið tveggja alda skeið, — og ættfeðra þess tengdafólks, langt aftur í ald- ir----- II. Jón Ólafsson hafði ákveð- ið, að gefa út ættartalið, og hafði mikinn hug á þvi að bókin yrði sem bezt úr garði gerð. En er prentun var ný- lega hafin, féll hann óvænt frá. — Stöðvaðist þá útgáfan um stund. En fyrir tilstilli Ólafs sonar Jóns og þó eink- um Gunnars gamla bróður hans í Vestmannaeyjum, var henni haldið áfram. En gekk þó heldur hægt. — Á árunum 1939—’44, komu út fjögur hefti þessarar miklu bókar. — Samtals rúmar 700 blaðsiður. Þar af um 130 síð- ur. mjúkur myndapappír, með hátt á 6. hundrað mjög vel gerðra mynda, af körlum, konum og börnum. III. En nú kom annað stórá- fallið: Pétur Zóphóníasson andaðist. — Hann hafði að sjálfsögðu séð um prentun heftanna, sem út voru komin. Nú stöðvaðist útgáfan aft- ur, og hefir ekkert úr því rætzt, um sex ár síðastliðin. — Ekkert skal hér um það sagt, hvort þeirri stöðvun veldur: Áhugaþrot hjá erf- ingjum Jóns Ólafssonar um efndir á þessu áhugamáli hans, — eða hitt heldur: Að menn vanti nú til að annast útgáfuna. — Vera kann, að hið síöasta sé. Hitt er þó hverjum manni kunnugt, að flest tekst þeim, sem ekki skortir áhugann. í mörg ár hefir fjöldi fólks, með óþreyju beðið ættartölu sinnar. — Og út koma bækur í þúsundatali. — Eins margar á ári hverju, og áður á heilli öld. — Og aldrei var slíkt bókaflóð fyrr á íslandi. — En ekkert bólar samt á áfram- haldi „Víkingslækjarættar.“ IV. Fyrir 20 árum, ákvað ætt- rækinn merkismaður, að láta semja ættarskrá mikils fjölda frændliðs síns, um síðast- liðið tveggja alda skeið, — og fékk til þess einn færasta mann samtíðar sinnar. — Fyrir 12 árum. var byrjað að prenta bókina, og skyldi hún vönduð vel. — Þá létzt sá er mest mátti. — Það á- fall er enn óbætt. — En eftir liföu ættræknir frændur hans og áfram hélt útgáfan, þótt hægar gengi, en líklegt er, að upphafsmaöur hefði sætt sig við. — En þá féll sá er sízt mátti, — höfundurinn ættfróði. — Það áfall var svo mikið, að varla verður bætt. — Danskur hafrannsoknarleiö- angur, sem vekur mikla eftirtekt ^erkefni hans cr að rannsaka undirdjúpin Danir eru nú að undirbúa I hafrannsóknaleiðangur, sem verður einstakur i sinni röð og líklegur til að vekja at- hygli um allan heim. Eru það einkum undirdjúp hafsins, sem nú á að rannsaka, en þau eru lítt könnuð áður. Til fararinnar hefir verið keypt lítið enskt herskip og skírt „Galathea“ eftir leiðangurs- skipi, sem Danir gerðu út fyr- ir rúmum hundrað árum. Gert er ráð fyrir, að „Gala- thea“ leggi úr höfn í sept.— okt. næsta haust og verði 2 ár í förinni. Siglt verður um öll úthöfin og einkum leit- j aðir uppi dýpstu álar þeirra.! Á skipinu verður ein tylft hálærðra vísindamanna, nokkrir blaðamenn og ljós- myndarar og hópur ungra náttúrufræðinga, er um leið vinna af sér herskyldu. Að öðru leyti verður áhöfnin úr danska sjóhernum, Alls verða um borð um hundrað manna. Skipið mun hafa meðferð- is margskonar veiðitól, net, vörpur og króka, og verður nú rennt dýpra en áður hefir verið reynt, allt niður á 11 km. dýpi. Seinlegt verður að fiska á svona djúpu. því að það tekur 5V2 tíma að láta vörpuna síga niður og 8 tíma að draga hana upp aftur. En þeim mun fróðlegra A&erður aftur að skoða í hana, þegar hún kemur upp úr myrkra- veldi djúpsins. Foringjar leiðangursins tala drýgindalega um það, að þeir muni ekki koma tómhent ir heim úr förinni. Margt þykir benda til þess, að í höf unum leynist dýrategundir, sem ennþá séu óþekktar. Til dæmis er tal'ð víst að til sé risaáll, 15—30 m. langur. Við Suður-Afríku veiddist einu sinni álsseiði, sem var 1,84 m. að lengd, en venjuleg áls- seiði er ca. 7 cm., og við strönd Brasilíu þóttust tveir dýrafræðingar og nokkrir sjómenn sjá risavaxinn ál ár- ið 1907. Árið 1938 veiddi fiski- maður einn í Suður-Afríku óvenjulegan fisk, sem enginn á staðnum kannaðist við. Hann var 150 cm. langur og veiddist á 70 faðma dýpi. Fisk urinn var sendur náttúru- fræðingum til rannsóknar, en var þá orðinn svo skemmdur, að ekki var hægt að rann- saka hann nákvæmlega. Samt var hægt að slá því föstu, að hann væri af tegund, sem talin var hafa dáið út á mið- öld jarðar (krítartímanum). Reynt hefir verið síðan að veiða fleiri slíka, en ekki tek- izt. Þó er óhugsandi, að þetta hafi verið sá eini sinnar teg- undar, enda seinlegt að ganga úr skugga um það. Talið er ■ ■ 1 (■ ' ■ ■■ Wm » v. ■ ■”<*£ f: :::ia Leiðangursmenn mega búast við að finna ófreskju eins og pessa i vörp- unni. Þetta er djúpfiskur með Ijós- færi á trantinum. víst, að heimkynni hans sá á miklu dýpi, en þessi hafi slæðst upp á „grynningar.“ Kannske veiðast nú þessir fiskar, kannske enn aðrir, sem engan hefir grunaö að til væru. En þó að tækist nú að ná einhverjum tíýrum í vörp- una niðri í undirdjúpunum, þá er ólíklegt, að hægt sé að ná þeim lifandi upp. vegna þess hvað líísskilyrð n eru gerólík við botn og yíuborð. Á 10 km. dýpi er þrýstingur um 1000 loftþyngdir. Þar rík- ir algert myrkur, og hitastig er um og neðan við frost- mark árið um kring. Óhugs- andi er talið að í djúpinu lifi nokkrar plöntutegundir, og verða því dýr, sem þar kunna að búa, að látá sér nægja þá fæðu, sem fellur t:l þeirra úr efri lögum hafsins. Tilgangur leiðangursins' er ekki eingöngu sá að veiða sjaldgæfa fiska. Alls konar rannsóknir verða gerðar, svo sem segulmagnsmælingar við hafsbotn, mælingar á straumum og seltu, baktefSu- líf athugað o. s. frv. í útbún- aði leiðangursins verðut málmhylki eitt geysimikið og öflugt. Á það að verða farar- tæki vísindamannanna niður í hyldýp:ð. Hylkið á að þola 1200 loftþyngsla þrýsting, og er því engin hætta á að það leggist saman, þó að því ■ sé sökkt niður i dýpstu pytti úthafanna. Verður það látið síga niður í taug frá skipinu, Kostnaður við leiðangur- inn er áætlaður 3—4 m'lij. danskra króna. L En ættin lifir áfram og bíð- ur eftir bók sinni!! — Og eru nú engir uppi, eftirmenn Jóns og Péturs, cr til þess treysta sér, að af- hjúpa með sæmd, hið sam- eiginlega minnismerki þeirra? (6. febrúar 1950). Helgi Hannesson. Fasteignasölu- miöstöðin Lækjargötu 10 B. Sími 653G Annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar innbús-, liftryggingar o, fl. £ umboði Jón Finnbogasonaj: hjá SjóvátryggiRgarfélagi ís- lands h. f. Viðtalstími aila virka daga kl. 10—5, aðra tíma eftir samkomulagi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.