Tíminn - 18.02.1950, Síða 4

Tíminn - 18.02.1950, Síða 4
4 TÍMINN, Iaugardaginn 18. febrúar 1950 41. blað FRAMKVÆMDAVALDEÐ Niðurlag. Sem sjálfstætt riki getur ísland ekki hjá því komizt. að hafa þjóðhöfðingja, hvað sem allri jafnaðartilfinningu líður. Við þetta verður al- þýða manna að sætta sig. Enda þótt aðall hafi aldrc-i verið á landi hér, sýnir sag- an oss, að vér höfum getað sætt oss við forystumenn. Á sinni tíð lutum vér lcgsögn lögsögumanna og höfðurn goða til trausts og halds. Enn í dag höfum vér sætt oss við ráðherra og þingmenn, þrátt fyrir áðurnefnda jafnaðartil- finningu, og þrátt fyrir væg- ast sagt mjög misheppnaða handleiðslu í mörgum grein- um. Ef umrædd jafnaðartil- finning hindrar oss ekki í því að hafa forsetann, hmn mikla mannasætti og dóm- ara, sem andstæðingar for- seta með valdi telja, að vér verðu mað hafa og vér vilj- um hafa, má vissulega gera ráð fyrir því, að vér getum eins þolað forseta með valdi. Setjum svo, að vér heíðum borið gæfu til þess að eign- ast röggsaman, réttsýnan og djarfan foringja sem forsæt- isráðherra. Er þá ógæfa þess- arar þjóðar svo mikil, að hún hefði ekki þolað slíkan leið- toga? Hvorki söguleg rök né nein önnur rök benda til þess, að svo sé. Handhafar alls ríkisvalds verða að vera hafnir yfir persónuleg sjónarmið. Gildir þetta ekki síður handhafa framkvæmdarvaldsins og lög gjafarvalds en dómstólana. Vissulega má þetta reynast erfiðara i dvergríki voru en i stórveldunum. Ef oss ekki tekst að útrýma áhrifum persónulegs kunningsskapar eða andúðar á handhafa rík- isvaldsins, mun oss heldur ekki takast að halda uppi réttarríki. Vér munum þá með ólögum eyða land vort í stað þess að byggja það með lögum. Með öðrum orðum, vér erum þess þá ekki umkomnir, íslendingar, að halda uppi sjálfstæðu mennlngarríki. Ef hlutverk forseta vors á ekki að vera annað en það, að gérast sáttasemjari illvígra hatursmanna, sem náð hafa tökum á stjórnmálaflokkun- um, er í mikið óefni komið. Sem betur fer er ástæðulaust að fyrirhuga forsetanum slíkt verksvið. Valdalaus eða valdalítill forseti er einskonar skopstæl íng konungs í ríki með þing- bundinni konungsstjórn. Þær þjóðir, sem við slíkt stjórnar- form búa, hafa eðlilega til- hneigingu til þess að gera völd þjóðhöfðingjans lítil. Hann erfir oftast konung- dóminn. Verðleikar hans koma þar ekki til greina. Ekki heldur skoðanir í stjórn málum. Þar sem hvorki hæfi leikar né stjórnmálastefnur ráða neinu um það, hver verður þjóðhcfðingi, er auð- skilíð, að völd slíkra þjóð- höfðingja háfi farið þverr- andi. Með lýðræðisþjóðum eru þessir konungar lítið ann að en nafnið, en að sjálf- sögðu all kostnaðarsamir, a. m. k. fyrir smáríki eins og ísland. Enginn mótmælir því, að forsetinn sé kosinn hér á landi. Hann er meira að segja þjóðkjörinn. Slíkt er þó fyllsta meiningarleysa, ef hann á að hafa vald sem Eftir Hjálmar Vilhjálinsson sýslnmann. konungur í lýðræ.ðisríki. Því aðeins er vit í því að hafa þjóðkjörinn forseta, að hon- um verði fengið vald, sem er annað en nafn eitt. Þetta ' munu allir viðurkenna. Það er alveg rétt, að nauð- ' syn er fyllstu samvinnu rík- isstjórnar og Alþingis. Hitt er aöeins hálfur sannleikur, að þingræðið tryggi þetta. í því efni er reynslan ólýgnust. Al- þingi hefir beðið itrekað skip: brot. Meðan þingræðið gildir! í því formi, sem verið hefir, \ er fyrsta og ríkasta skylda 1 nýkjörins Alþingis að mynda 1 ríkisstjórn. Oftar en einu sinni er vikist undan þessari skyldu. Alþingi hefir sjálft kveðið upp dauðadóminn yf- ir þessu skipulagi, en vantar kjark til að fullnægja hon- um. Það verða aðrir að gera. Vonir glæðast fyrir þvi, að Álþingi muni að lokum ekki svíkjast undan þeirri skyldu að tilnefna þann aðila, böð- ul stjórnleysis þess og öng- þveitis, sem stjórnmál vor eru í komin — stjórnlaga- þingið — þjóðfundinn. Tillaga fjórðungsþinganna gerir ráð fyrir því, að upp komi ágreiningur milli hand hafa framkvæmdarvalds og lcggjafarvalds. Báðir sækja umboð sitt til þjóðarinnar. Ágreiningnum skal þvi skot- ið til hennar. Hún fellir sinn úrskurð í málinu. Sitji við það sama, verður ekki aðgert um sinn. En kjörtímabil hvors handhafa er þá í raun og veru stytt um helming unz úr raknar. Enda þótt tillögur fjórð- ungsþinganna geri ráð fyrir ágreiningi milli forseta og Alþingis, eru næsta litlar lík- ur til þess, að sá ágreining- ur verði, ef þær yrðu að lög- um. í fyrsta lagi er kosninga- fyrirkomulagið einmennings- kjördæmi, sem jafnan mun tryggja þeim flokki, sem mest fylgi hefir, meirihluta á Al- þingi. Sá hinn sami flokkur mun og fá forsetann kjörinn og þá ætti fyllsta samvinna þings og stjórnar að vera tryggð. Ef tveir eða fleiri flokkar efndu til kosninga- bandalags eða sameiginlegr- ar stefnuskrár um forseta- kjör og fengju forsetaefni sitt kjörið, væri alveg óeðli- legt, að bandalag þetta næði ekki til alþingiskosninga, sem fram eiga að fara um leið og forsetakjörið. Þannig eru mestar líkur til þess, að forseti og þingmeirihluti væri úr sama flokki, þó að tillcgurnar veiti að vísu ekki fulla tryggingu fyrir því, að svo verði. | Áður var að því vikið, hver aðstaða hins óbreytta kjós-' anda væri nú í raun og veru til þess að hafa áhrif á stjórn t arstefnu komandi kjörtíma- ! bils. Ef tillögur fjórðungsþing- , anna yrðu að lögum, snýr málið allt öðru vísi við. For- I setaefnið mundi kunngjöra kjósendum sínum stefnuskrá ( sína, sem vitanlega yrði sam- in með það fyrir augum, að sem flestír gætu fellt sig við, hana. Stefnuskrá þess for-, setaefnis, sem kosningu nær, hefir jafnframt hlotið stað- festingu þjóðarinnar eða meirihluta hennar. Meiri- hluta hennar vegna þess, að forsetaefni veröa sennilega jafnaðarlegast aðeins tvö. Til glöggvunar mætti hugsa sér flokkaskipun eins og hér er nú. Ef allir flokkar biðu fram forsetaeíni, næði . forseta- efni Sjálfstæðisflokksins kosn ingu. Þetta er Ijóst fyrirfram. Ef ekki væri um kosninga- bandalög að ræða, gengju all ir kjósendur að þessari nið- urstcðu opnum augum og eru því óbeinlínis aliir- ja-fn ,á- byrgir fyrir þeirri stjórnar- stefnu, sem Sjálfstæðisflokk- urinn fylgir næsta kjörtíma- bil. Knýr þetta hina ýmsu flokka til samstarfs, sem vit- anlega væri fáanlegast milli þeirra flokka, sem líkust sjón armið hafa. Nú mun einhver hugsa sem svo, að slíkt sam- starf gæti alveg eins átt sér stað á Alþingi eins og nú er. En svo er þó ekki. Reynslan sýnir, að bandalag flokka eins og nú er kemur oftast fyrst til greina að kosningum loknum. Málefnasamningur- inn er ekki borinn undir kjós endur. Hann er ekki saminn með það fyrir augum að verða samþykktur af þeim. Kosningabandalag tveggja eða fleiri flokka um forseta- kjör mundi leiða til stefnu- skrár, sem samin yrði fyrir kosningar. Hún yrði því bein línis lögð undir úrskurð kjós- enda. Að kjörtímabili loknu væri óhægra um vik fyrir þann flokk eða flokkabandalag, sem að forsetanum stóð, að skella skuldinni af því, sem miður hefir farið, á herðar' andstæðinganna. Óvéfengj- anlega yrðu þeir að bera póli tíska ábyrgð á stjórnarstefn- unni, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Kjósendur þeir, sem að forsetanum stóðu, finna það undir stjórn hans, að einmitt þeir og eng- ir aðrir eru ábyrgir vegna þess stiórnarfars, sem ríkt hefir. Úrskurður kjósandans við næstu kosningar verður auðveldari vegna þess, að for sendur að niðurstöðu hans eru kaldar staðreyndir, sem hafa varðað hag hans og af- komu miklu á síðasta kjör- tímabili, sem enginn vafi get- ur leikið á, hver hafi skap- að, flokkur eða flokkasam- band forsetans eða hinir, sem í andstöðu voru. Höfuðkostur tillagna fjórð- ungsþinganna er sá, að hrein ar línur myndast milli flokka. Kjósendurnir verða ábyrgir meðferðar sinnar á atkvæðinu, þar eð ágreinings málin liggja ljósar fyrir. Til þess að kjósendur læri að fara með atkvæði sitt, verða þeir að finna það glcggt, ef þeim hefir yfirsézt, svo glöggt, að þeir leiki sér ekki að því að fylgja flokki sínum áfram, þó að þeir viti og verði að viðurkenna með sjálfum sér, að hann hafi brugðist þeim vonum, sem til hans voru settar. Núverandi skipulag hefir fært flokkunum áþekkan um ráðarétt yfir flokksmönnum sínum og bóndinn hefir á hjörð sinni. í réttum á haust in ganga smalar í almenning, draga fé sundur eftir eyrna- mörkum og hver fer með sitt í sinn dilk. Þegar kosningar fara fram, fara pólitískir smalar flokkanna í almenn- ing og skipta honum upp í (Fraviii, á 6. síðu.) ' ÞORRAÞRÆLLINN er í dag. A það aetlaði ég bara að minrta, ef það kynni að hafa farið frö,m. hjá eínhverjum, að nú er Þorri að kveðja og Góa kemur á morgun. Þorri virðist ætia að kveðja stilli- lega og væri óskandi að Góa héldi svo áfram, svo að náttúran gefi þessari blessaðri þjóð vinnufrið. BANDARÍKJAÞJÓÐIN er‘ riú talin 140 milljónir. Svo er talið, að annar hver maður í Bandaríkj- unum neyti áfengis í einhverri mynd svo að segja daglega. Talið er, að 3.250 þúsund manns séu drykkjumenn og af því fólki séu 750 þúsundir, sem tvímælalaust þurfi læknishjálpar. Stöðugt fjölg- ar konum í hópi áfengissjúkling- anna og er nú talið, að tveir af hverjum fimm áfengissjúklingum landsins séu konur. ÞESSAR TÖLUR SVARA til þess, að hér á landi væru 750 áfengissjúklingar og væru 300 af þeim fjölda konur. Engar skýrslur eru til um slíkt hér á landi, og getur hver sem er gert sér þær hugmyndir, sem hann vill, um það þess vegna. AF HVERJUM þúsund afbrot- um í Bandaríkjunum eru 881 unn- in undir áhrifum áfengis beint eða óbeint. Umferðaslys eru þar mörg og er talið, að 79% þeirra stafi af áfengisnautn. Þetta eru opinberar skýrslur, sem allir viðurkenna og trúa, hvort sem þeir eru bannmenn, bindindismenn eða ekki, en bannhreyfingin er öfl- ug í Bandaríkjunum. En hvað sem menn halda að hyggilegast sé að gera á sviði löggjafar í sam- bandi við áfengismál, ætti það þó að vera auðséð af þessum tölum, að minnkaður drykkjuskapur er bæði mikil slysavarnaráðstöfun og áhrifamikil öryggisráðstöfun á sviði löggæzlu. Og það lögmál er sennilega svipað að gildi hér og í Ameríku. „STÍLISTISKT“ ÓSAMRÆMI talaði einhver um hjá bæjarpósti Þjóðviljans núna nýlega. í tilefni af því, að þetta er ný orðmynd, sem ég man ekki eftir að hafa heyrt eða séð áður, vil ég vekja athygli á því. Það er algengt í því blaði og víðar, að talað sé um „sósíalistiskt, kommúnistiskt, kapi- talistiskt" og svo framvegis, og vildi ég jafnframt mega minna hér á orðið „andleninistiskt". Þessi orð eru þó öll af erlendum toga, en nú er þessi fagra ending: „istisk- ur“, tengd við íslenzkan stofn. Það verðúr þá væntanlega næsta stig i þróun hins íslenzka máls, að í stað inn fyrir að segja íslenzkur, reyk- vískur, háðskur og svo framvegis, verði sagt og skrifað: íslendistisk- ur, reykvikistiskur, háðistiskur eða svo ætti það að vera, ef þvi er snúið á bæjarpóstistiskt málfar. I SAMBANDI VIÐ MAL séra Péturs í Vallanesi hefir jafnvel ver ið sagt, að heimsókn lögreglunnar og yfirheyrsla prests um nóttina minrii á aðfarir í lögregluríkjum þar sem einræði sé. Enginn má taka orð mín svo, að ég sé að verja þessa næturheimsókn, þó að ég geri smávegis athugasemdir við þessa skoðun. Það er náttúrlega ekki gott að vera vakinn um há- nótt, nýsofnaður, og fluttur í ann- að hús og haldið þar uppi á aðra klukkustund við eitthvað, sem kall að er yfirheyrsla. En hvað eru menn að heimska sig á því að jafna þessu við þann ófögnuð, þar sem menn eru fyrirvaralaust sóttir heim til sín og síðan hverfa þeir, svo að aldrei fréttist af þeim síð- an? Ef réttarfarið í Rússlandi til dæmis væri ekki verra en þetta, held ég að ekki sé svo hræðilega mikið að óttast, jafnvel þó að menn væru stundum vaktir upp. MÉR FINNST ÞAÐ ósköp lítið greindarlegt af Alþýðublaðinu að halda því fram, að þetta sé sýnis- horn af rússnesku réttarfari, því að ekki vill blaðið víst fegra hinn austræna sið. Og ekki felli ég mjg við þá hugsun, að prestar þjóð- kirkjunnar eigi að hafa aðra af- stöðu gagnvart löggæzlunnl en aðr ir íslenzkir þegnar. Og ég veit sannarlega ekki, að hverju það lýt- ur, að umkomulausir alþýðumenn hefðu ekki getað náð rétti sinum eins og presturinn í Vallanesi. Það þarf ekki prestsvígslu til að mega verja mál sín og sækja. Og ég hélt, að við ættum nóg af lögfræð- ingum til að leggja góðu máli iið og bera fram rétt hins almenna borgara. Að minnsta kosti ætla ég ekki að bera það níð upp á lög- fræðingastéttina í heild, að þar gætu lítilsmegandi alþýðumenn engan styrk hlotið til að ná rétti sínum. PENNASTRIKSVÍSA var mér að berast, þannig: Það er aumlegt þykir mér og þokkalegur endir gríns, að pennastrikið ekki er Ólafs — heldur Benjamíns. Starkaður gamli. Innilega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð við fráfall og jaröarför föður okkar og tengda- föður. JÓHANNESAR JÓHANNESSONAR frv. baejarfógeta. Elín Jóhannesdóttir, Bergsveinn Ólafsson Anna og Haraldur Johannessen, Stefanía Guðjónsdóttir, Lárus Jóhannesson Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS Augtýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.