Tíminn - 25.02.1950, Síða 4

Tíminn - 25.02.1950, Síða 4
1,4 TÍMINN, laugardaginn 25. febrúar 1950 47. blað Hallfríður Brandsdóttir lézt ■ á tieimili barna sinna, Vega- mótum við Langholtsveg hér í bæ, hinn 25. jan. s. 1. rúm- lega 84 ára. Hún fæddist að Einholti á Mýrum í Suður- sveit, Hornafirði, 22. nóvem ber 1865. Dóttir séra Brands Tómassonar bónda í Brodda nesí i Kollafirði á Ströndum, Jónssonar bónda á Kirkju- bóli, síðar í Broddanesi, Tómassonar. Móðir séra Brands var Herdís Björns- dóttir prests í Tröllatungu, Hjálmarssonar prests sama staðar. Móðir Hallfríðar (kona séra Brands) var Guð rún Jónsdóttir hreppstjóra á Skriðnesenni. Eignuðust þau 6 börn. Elzt var Valdís hús- freyja á Kollsá og er hún enn á líf-1 háöldruð. — Séra Brand ur 'íiuttist frá Einholti til Staðai' í Hrútafirði 1867. Var Hallfríður þá 2ja ára. Fimm árum síðar dó Guðrún móðir hennar. Ári síðar gift ist séra Brandur Valgerði, alsystur fyrri konunnar. Eign uðust þau 12 börn. Eru fjögur þejrra enn á lífi, Guðrún, Herdís, Tómas og Jón pró- fastur í Koilafjarðarnesi. Arið 1880 flutti séra Brand- ur enn, og þá aö Ásum í Skaptártungu og var þar prestur síöan. Hallfríður var 15 ára göm ul er hún kom að Ásum. — Þar kynntist hún ungum bóndasyni, Magnúsi frá Hömrum á Mýrum, Sigurðs- syni Bjarnasonar frá Hrífu- nesi. Feildu þau hugi saman og giftust árið 1886. Hófu þau búskap á Kömrum í Hornafirði og bjuggu þar 1—2 ár á hluta úr þeirri jörð. — Fóru þaðan að Krosshjá- leigu á Berufjarðarströnd. — Það lætur að líkum, að Hall fríður sál., sem var meðal eidri barna sér Brands, hafi snemma kynnst umönnun og hjúkrun á hinu barn- marga heimili prestsins. Móðursystir hennar og jstjúpa, er gengið hafði eldri barnaliópnum í móður stað, reyndist systurbörnunum um hyggjusöm og ástrík móðir. Mun það, auk eðlis og ættar kosta prestsdótturinnar, hafa aukið skilning hennar og hvöt til þess, að leggja stund á hjúkrunar- og líkn- arstörf. En það var ekki auðvelt á þeim tíma fyrir fátæka sveitakonu á af- skekktum stað, að taka sig upp frá heimili og barni til þess að gegna kalli hjarta- iagsins og fullnægja þrá til Iíknarstairfs með' lærdómj. — Hér varð Hallfríði góður styrkur að áskapaðri bjart sýni og framsóknarþrá Magn úsar bónda síns. — Þau voru frá . fyrstu kynnum einráðin í því að klífa þrítugan ham- ar örðugleikanna, og reynd- ost trú þeim ásetningi, eins og síðar mun að vikið. Og nú varð Hallfríður að yfirgefa sitt unga heipiili barn og þónda, um hríð. Henni haföi tekist að fá leyfi til að nema Ijósmóðurfræði og fór nú til Eskifjarðar til Zeutens læknis J)ar og lærði hjá honum. Ár- ið 1889 brugðu þau Hallfríð- ur og Magnús búi á Kross- hj'áléigu og fluttust til Seyð isfjárðar. Settust þá í Vest- dal og bjuggu þar nálega þrjú ár. Fluttust þá í svo- néfnt Guðnahús á Vestdais- eyri, í „þurrabúð", sem kallað var. Ofan við Vestdalseyri er hamrabelti, allhátt á kafla. Fram af þessu hamrabelti austarlega feilur Vestdalsí í Hallfríður Brandsdóttir Ijósmóðir fögrum fossum. Vestan árinn ar eru tveir hjallar. Á neðri hjallanum stdíð Vesf.dalseyr arkirkja unz hún fauk í of- viðri og var endurbyggð niðri á sjálfri Eyrinni. Á efri hjall anum, undir há-hamrabelt- inu, örstutt frá gilbarmi Vestdalsár, stóð lítill húskofi. Umhverfis þetta litla hús var nolckur gróinn svörður með allþéttu stórgrýti undir hamrabeltinu, — hrun úr klettunum, en allur helming ur var nakinn egggrýtismei- ur. Þetta örlitla býli á gil- barminum undir hamra- veggnum var nefnt Foss. — Þarna tóku þau Hallfríður og Magnús sér bólfestu árið 1894. Síðar byggði Magnús timburhús á Fossi, og þar hóf hann þau störf, er fremur fullnægðu hugsjónum hans og elju, en raunverulegum lifsþörfum. Ekki hefði oröið nein smá- ræðis breyting á íslandi ef hugsjónir Magnúsar hefðu orðið að veruleika. Þá hefði m. a. risið upp stærsta kúa- bú á íslandi í Vestdal við Seyðisfjörð. — „Það má vel hafa 5000 kýr í Vestdal eí allt Vestdalsland væri ræst fram og þurkað, rutt og full ræktað“, sagði Magnús á Fossi. Hann hafði þegar byrj að á skurögreftri og áveitu- tilraunum er þau hjón bjuggu á Hömrum í Hornafirði og mun þess enn sjá merki þar. En Magnús Var févana og stórvirk jarðvinnslutæki áttu lengra en 50 ár í land hér. Hugsjón Magnúsar var ófram kvæmanleg, en hann sá mögu jlelkana í hillingum við bjarma þess hugsjónarelds, sem þrann honum í brjósti frá barnsaldri til hinstu daga. Hugsjónaeldurinn varð oft að björtum loga í huga Magn- úsar. Framkvæmdaþráin, ó- drepandi, varð að fá útrás í umbótum og sefast við störf og strit. Og þegar Magnús kom að Fossi, setti hann sér m. a. þetta takmark: Björg- in og melurinn undir klettun um skyldi lúta í lægra haldi, en góðgresi og nytjajurtir gróa, þar sem urð og stórbjörg höfðu um aldir setið yfir hlut gróðureðlis moldarinnar. — Og Magnús hófst handa. Ekki einungis með páli og reku, heldur með þeim mætti, sem undir mannlegu valdi gat sundrað margra smálesta björgum, — mætti sprengiefnisins. Þess neytti hann ekki einungis til sinna þarfa við urðina á Fossi, held ur og víðar í Seyðisfirði og nágrenni til þess að vinna bug á „óbilgjörnum klöpp- um“, bæði við sjó til lend- ingarbóta, vegabóta og jarða bóta á ræktarlöndum. Veg gagnfæran, hestfæran og jafnvel kerrufæran ruddi hann og lagði frá aðalvegin um milli Fjarðaröldu og Vestdalseyrar upp að Fossi. Annan veg byggði hann snið hallann upp með hamrabelt inu ofan við Foss upp t;l Vestdals og gerði færan til heybandsílutnings. Stór- grýti færði Magnús á lóðar- mörk sín ofan við neðri hjallann og hlóð garð úr eft ir þe.m endilöngum, en inn- an garðs græddi hann tún sitt jafnharðan ýmist með húsdýraáburði, er til féllst, eða með fiskúrgangi er flytja varö frá sjó ýmist á hesti eða með þvi að bera hann á bakinu. Jafnframt kom hann sér | upp bústofni. Hafði stund- ' um 2—3 nautgripi, er hin grædda urð fæddi að mestu, 20—30 kindní: og stundum hest. Heyforða sinn varð hann þá að sækja að nokkru á lánsengi í Vestdal eða á Dvergasteini og jafnvel til Loðmundarfjaröar við ærið erfiði og kostnað. — Jafn- framt sætti Magnús ýmsri vinnu er til féilst í Seyðis- frði og víðar. M. a. stund- aði hann um alllangt skeið sjóróðra, -— fór í hákarla- legur á rninni bát en tíæmi voru til, en var þó jafnan sjóveikur. Sannaðist þá sem oftar, að áhuginn. eljan og áræðið var me.ra en i rneðal lagi. — Nýbreytni öll og fram kyæmdir, sem miðuðu til aukinnar hagsældar, áttu hug hans allan. — Án alls fjárhagslegs stuðnings tók hann sér fyrir hendur að rannsaka kolalög í Norðfjarð arhorni og neytti viö það, eins og oftar, afls sprengi- efnisins. Sýnishornum af Norðfjarðarkolunum tókst honum að korna til rann- sóknar í Englandi, en févana hlaut hann að gefast upp við námuvinnsluna e ns og fleiri viðfangsefni. Aflið í Vestdalsárfossi var honum s'fellt hugarflugsefni til m killa framkvæmdaný- virkja. Eyddi hann fé og tíma í tilraunir til þess að koma á fót kornmyllu m'lli fossanna. En ekki varð séö við duttlungum árinnar og af máði hún verk Magnúsar þar í ofsavexti. — Jafnframt hin um mairgvíslegu verkefnum hélt Magnús sífellt uppi hernaði sínum á urðina og græðslustarfi á landi sínu og unni sér .fárra hvíldardaga, þar fcil hcilsan þraut og hans margvíslega veraldarstriti lauk, hinn 14. des 1924. Magnús hefir „legið óbættur hjá garði“ síöan og lengur en skyld'. En sjálfur reisti hann sér minnisvarða að Fossi. Girðingin sem hann hlóð úr björgum, sem hann færðí úr urðinni undir hömr unum, túnblettur nn og veg- urinn upp á hamra, mun lengi vitna um áræði og elju hins fátæka hugsjónamanns, er svalaði þrá hans að Inokkru, en sem aldrei hlaut ! þá íullnæginu í þeim stór- framkvæmdum er hann sá sí fellt í hillingum framundan og enn bíða stírhuga manna til úrlausnar. Tæk'færið til þess að minn- tast hjónanna á Fossi er þau bæði eru horfin inn á ný [f.'óíhrlönd, hef-V nú veif.ð' gripið, en ófullkomnlega notað. Því bæði hafa þau gefið efni í lengri sögu, en hér verður skráð, og marg- víslegri hugleiðingar en hér verður viðaukið. Fyrsta barnið fæddist þeim hjónum, hinn 15. febrú ar 1887, að Hömrum í Horna firði og hlaut samtengt nafn móðurforeldranna, Guð- brandur, sem fyrstur var ritstjóri Tímans, síðan kaup- félagsstjóri í Hallgeirsey og nú, um langt skeið, fostjóri Áfengisverzlunar ríkisins. Má ljóst vera kunnugum, hve ríkulega hann er gæddur eðlis kostum foreldranna. Sonur þeirra annar var Bjarni fædd ur í Vestdal 1891, prúðmenni og drengur hinn bezti. Látinn fyrir nokkrum árum hér í bæ. — Þrjú systkini Guðbrand ar eru á lífi Skúli, Guðbjörg og Vaige'r. Hjá hinurn tveim síðastnefndu dvaldi Hallfríð- ur síðustu æfiárin. En 8 syst- kinanna létúst á barnsaldri. Þá ólu þau Magnús og Hall- fríður upp Viihelmínu Jóns- dóttur, sem sitt eigið barn, jkonu Gunnlaugs Jónassonar bankagjaldkera á Seyðisfirði. Að því er áður vikið að eng inn hallarbúskapur var á Fossi. Starf Magnúsar miðaði meira til kostnaðar en arðgj af ar í fé. Ljósmóðurstarf Hall- fríðar var eðlisskyldara þegn- skapariðju en launastarfi. En þó bjuggu þau á 2. hæð, glæstr ar hallar. Foss stóð á 2. hjalla norðanmegin Seyðis- fjarðar. Naumast gat meiri víðsýni á öðru byggðu bóli við Seyðisfjörð. — Þaðan sá yfir fjörðinn allan frá innstu lygnu til útnesja. Inni á „kringlunni“ reis aldrei haf- alda. Út við nesin brotnaði hún á nesjum og flúðum, klettum og klöppum og sýndi mátt sinn og veldi í lífi og dauða. Vestdalsárfossar kváðu hina miklu krafta- söngva sína í sífellu viö bæjar vegginn. Við þá söngva óx húsbóndanum ásmegin í við- ureigninni við urð og stór- björg. Húsfreyjan heillaðist af ylgeislum sólarinnar á vor in í móðurlegri hlýju og ást til vaknandi lífs, — alls hins unga og veika, sem þarfnaðist líknandi umhyggju og hlú- andi handa til þess, að kom- ast á legg og öðlast skilyrði til þroska. — Og hún fór nærri jum tækifærin til þess aö láta móðurhlýjuna í té og hlúandi 1 hendur vinna líknarstarf. Þegar minnst varði kom hún auga á bát fast knúinn árum, að Vestdalseyrinni eða geista reið á vegi með firðinum og lausan söðulhest teymdan i sömu átt. Og ljósmóðirin stóð ósjaldan ferðbúin í dyrunum og spurði ekki erindis en vék þegar spurningu, að líðan verðandi móður í fyrsta sinn eða enn á ný og frá augum hennar geislaði þá af þeim síhlýja eldi góðvildar, mann- kærleika og líknarlundar, sem brann henni í brjósti alla ævi og ótalmörgum skein huggun og blessun af. — En það var ekki ætíð að för manna yrði séð frá Fossi. Nátt myrkur og hríðarbylur og kóf hulan, sem kemmdi fram af hömrunum í „Vestdalsveðr- um“, ollu stundum ósénni komu að Fossi. Engan þreytti þó leiðin, því ljósmóðirin var ferðbúin að vörmu spori og lagði hiklaust út i hriðina og oft gangandi. því sjaldnar jvar því að fagna að hestum ; yrði viðkomið á Seyðisfirði að t vetrarlagi, vegna fannkyngis. Hversu skyldurækni Hall- fríðar var mikil og kjarkur hennar og jafnaðargeð á háu stigi, geta ókunnir sennilega bezt skilið er á það er bent, jað ósjaldan stóð svo á, er hennar var vitjað til sæng- j urkvenna, að hún bar þá sjálf eitt þeirra 13 barna undir belti, er henni fæddust á æv- jinni, stundum að falli kom- ' inn, og stundum uppstaðin eftir erfiðan barnsburð, því jsvo var jafnan um sjálfa ljós jmóðirina, og er víst að henni sjálfri var einatt full nauð- syn sængurvistar er hún vitj- jaði annara kvenna hiklaust 'hverju sem viðraði. Ef til vill 'iiggur og héi' falin orsök þess j tíða barna missis er hún varð ' að þola. — Sannarlega þrýtur 1 orð til að lýsa rétt konu, slíkri i sem HallfríSur á Fossi var. — j Og síst er það viljandi gert að j varpa skugga á minningu hennar með útþyntu orða- hjali. — Enda þarf naumast skýringa við hversu langt fyr- ir ofan meðalmennsku sú kona hefir verið, sem tók sig upp í fátækt frá fyrsta barni sinu til erfiðs útkjálkaferða- lags og náms, sú 13 barna móðir, sem gengdi ljósmóður- starfi í 50 ár, varð ljósa ekki færri en 1500 barna, hjúkraði þeim og mæðrum þeirra auk annara, blessaðist allt sitt langa líknarstarf svo vel að þeir, sem kunnugastir voru, töldu með fádæmum, og hlaut ekki einungis ást og virðingu allra, sem hún líkn- aði, heldur og allra kunnugra samtíðarmanna og kvenna á langri ævi. — Þessi óvenju- lega kona bjó lengst af, — þar til börn hennar voru það vel á legg komin að þau gátu far ið að launa henni ástríka um önnun í sama mæli, — við sára fátækkt og slcort flestra þeirra hjálpartækja og þæg- inda, sem velflest nútíðar- heimili njóta að meira eða minna leyti. — En hvað var það, auk göfugs ætternis, og innrætist, sem gerði Hallfríði á Fossi mögulegt að ganga svo langa og erfiða líísbraut með óbilandi þreki og síljóm- andi mannkærleika í augum og vakandi í verki? Svarið felst í spurningunni, enda trúði hún því staðfastlega og lét á sér skilja: Guð var með henni á hverri stund og í hverju verki. Þessvegna var hún æ hin sama og lét aldrei bugast. Honum þakkaði hún sjálf og vildi að aðrir þölck- uðu, alla þá blessun sem fylgdi störfum hennar. — Þessi fágæta og ágæta kona kenndi fyrst vanheilsu og bugandi vanmáttar er hún hafði staðið í hálfraraldar stríði og á fimmtugasta ljós- móöurafmælinu sagði hún af sér embætti í árslok 1939. Fluttis þá með Guðbjörgu dótt ur sinni ári síðar hingað til bæjarins. Fjögur síðustu árin hafði hún lítt ferilsvist og var nú loks orðin þiggjandi líknar og hjúkrunar barn- anna, sem nú mæidu henni í þeim mæli, sem hún hafði þe'm, og öðrum áður mælt. Hjá Guðbjörgu dóttur sinni naut hún ekki síst þeirra eölis kosta, sem hún sjálf var svo auðug af, sívakandi fórnfús- ar umhyggju og líknsamrar hjúkrunar þar til yfir lauk. (Framh. á 6. síðu.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.