Tíminn - 02.03.1950, Page 2
2
TÍMINN, fimmtudaginn 2. marz 1950
51. blað
/ til heiía
Sextugnr:
Karl Hallgrímsson
- í Þjórsártúni
Karl Hallgrímsson í Þjórs
ártúni er 60 ára í dag. Hann
var fæddur á Hvanneyri
við Siglufjörð 2. marz, hétu
foreidrai; hans Hallgrímur
Jónsson og Guðrún Guð-
mundsdóttir.
Hann misti föður sinn
ungur að aldri og ólst upp
hjá móður sinni á ýmsum
stöðum í Skagafirði og
þekkti ég þá ekkert til hans.
En vorið 1915 hóf hann bú-
skap að Varmavatnshólum í
Öxnadal og bjó þar í nokkur
ár. Siðan fluttist hann um
thna ,þil Akureyrar, en fljót-
lega hóf hann búskap að
nýju og bjó þá á ýmsum stöð
um. svo sem Skjaldarvík við
Eyj.aíjörð, Myrkárdal i Hörg-
árdat og Vöglum á Þelamörk.
Vpfið 1946 hætti hann bú-
skap ,,og fór þá til Ölvers
einkasonar síns, sem bjó að
Rjþrsártúni í Rangárvalla-
sýslu..
-Karl var dugnaðarmaður
og- - -ráðdeildarmaður, var
hann;:því jafnan í allgóðum
efn.um eftir að ég kynntist
honum. Ekki var hann ný-
ungagjarn og barst lítt á.
Svipaði honum margt til
hinnar eldri kynslóðar.
Karl. kvæntist ekki. en
einn. son átti hann, Ölver
bónda í Þjórsártúni, sem fyrr
getur, hinn mesta atorku-
mann.
Ég árna Karli allra heilla
á þessum tímamótum i ævi
hajis og svo munu einnig
flestir fyrri sveitungar hans
gera. ~
Bernbarð Stefánsson
wUIJ v
Hvítasunnuför
ungkommúnista til
Vestur-Berlínar
Borgarstjórn Vestur-Ber-
línar hefir nú bannað ung-
korhmúhistum þeim, sem
héimsækja ætla Beriín á
hvitasunnunni í vor. að fara
um hernámshluta vesturveld
anna í Berlín. Höfðu for-
menn félagsamtaka þeirra,
sem áð þessari för standa
sótt: úm það, en stjórnin í
Bohh táidi það ekki fært. Er
það álit þýzkra stjórnmála-
manna.^að þessi för 500 þús.
ungkppimúnista til Berlínar
sé beinn iiður í þeirri fyrir-
ætlun Rússa að ná allri borg
inni á sitt vald. Hefir borg-
arstjörí Vestur-Berlínar ráð-
lagt' hernámsstjórum vestur
velúanna að hafa reiðubún-
ar skriðdrekasveitir við tak-
mörk hernámssvæðanna.
/iuglíjAiÍ í Tímanum
Hvar eru skip'Ln?
Eimskip. rrj j:
Brúarfoss fór frá Kaupmanna-
höfn í gær til Reykjavíkur. Detti-
foss fór frá Reykjavík 27. 2. til
Grymsby og Hamborgar. Pjallfoss |
e rá Akureyri. Goðafoss fór frá
Né\V Yörk ' 27. 2. til Reykjavikur.* 1
Lagarfófes kom tll Reykjavíkur 26.
2. fi4írfíeith. Selfoss fór frá Kaup-
mahúahöfn ’i--gær til Gautaborg-
ar, Menstád ó'g Reykjavíkur. Trölla
íoss kom til New York 26. 2. frá
Reykjavík. Vatnajökull e rí Reykja
vík.
hinarsson, Zoéga & Co.
Foldin e rí Reykjavík. Linge-
stroom fermdi í Hull i gær.
• n i> i < . -i
Ríkisskip.
Hekla er í Reykjavík. Esja fer
frá Reykjavík kl. 22^i kvöld aust-
ur um land til Siglufjarðar. Herðu
breið er á Austfjörðum á suður-
leið. Skjaldbreið var á ísafirði síð
degís í gær á norðurleið. Þyrill er
í Faxaflóa. Ármann áttl að fara
frá Vestmannaeyjum í gærkvöld
til Reykjavíkur.
CUýS
Knattspyrnufélagið
ÞROTTUR.
Félagar! Fjölmennið á fundinn
í skálanum klukkan 6 í kvöld.
Upplestur. Ennfremur sýndar f ▼
fræðslukvikmyndir um knattspyrnu -
og frjálsar íþróttir og fleira.
Rögnvalclur Sigurjónsson.
heldur
Píanotónleika
í Austurbæjarbíó föstudaginn 3. marz kl. 7 e. h.
Efnisskrá: Mendelhson, Brahms, Mozart og Chopin.
Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar, Bókaverzlun Lárusar Blöndal og Ritfangaverzl.
ísafoldar, Bankastræti.
Tónleikarnir verða ekki endurteknir.
Rússar hækka
gengið
(Framhald af 8. síðu).
hálfu í Rússlandi. Hafa Rúss
ar þannig tryggt sér ágóða-
verzlun við leppríki sín, en
þrengt kosti þeirra að sama
skapi.
Paasikivi vinnur
embættiseið
Paasikivi forseti Finnlands
tók við embætti sínu í gær og
vann þá embættiseið sinn
fyrir næsta kjörtímabil, sem
er sex ár. Við það tækifæri
flutti hann ræðu og ræddi
aðallega utanrikismál Finna.
Hann sagði, að blikur væru
nú á lofti sem fyrr og eng-
inn vissi, hvað að höndum
bæri, en hvað sem það yrði
væri viðgangur og hagsæld
finnsku þjóðarinnar kominn
undir samheldni hennar og
dugnaði sjálfrar. Hann sagði
að Finnar byggðu utanríkis—
stefnu sína á góðri sambúð
við allar þjóðir, sem þeir
ættu skipti við, en þó fyrst
og fremst við nágrannana
og mest kapp mundu þeir
leggja á gcða sambúð við
Rússa.
►<x
»»»ttt«tmttttM>ttttmt»»»»t»»'
\um uecýi
Hin daglegu störf
Fyrir nokkrum áratugum bar
það stundum við, að efnt var til
almennrar keppni um venjuleg
störf, sem heyrðu til daglegu lífi
manna. Nú er þetta orðíð harla
fátítt, en samt er nokkur hreyf-1
íng í þessa átt hvað snertir suma
vmnu, er varðar fískveiðarnar. En
þó er þötta ailt fálmkennt og frek-
1 ar litills gaumur gefinn. ’
Képpni um afköst og vinnugæði
við Jándbúnaðarstörf eða iðnað er
fyrirbæri, sem nú heyrist varla'
eða alls ekki nefnt.
Mér fyndist þess vert, að þetta
mál væri allt tekið upp á skipu- |
legan hátt' og efnt til árlegrar 't
keppni í ýmsum vinnugreinum og
veitt vci’ðiaun, sem væru þess eðl-
is, að þau vektu athvgli og nokk-
urs þsétt ;um:-vert að hljóta þau.
Eg skal nefna dæmí, svo að fólk
skiiji fullkomlega, hvað ég á við.
Fiskimenn í útgerðarbæjum lands '
ins eíndú til keppni um að beita
lóðir og fletja fisk, en síðan tækju
sigurvegararnír þátt í landskeppni
í tömu starfsgrelrtum. Búnaðarfé-
lagið og búrtaðársamböndin gengj
ust fyrír kapþslætti, kappplægirigu,
kannske mjáltakeppni og fleira.
Skrifstofumenn þréyttu með sér
keppni í vélritun eða öðru, þar sem |
keppni yrði Við komið. Prentarar
hefðu landskéþpni' um bezta og
hraðasta setningu. Og þannig
mætti lengi telja. í fjölmörgum
starfsgrginum. . iðnaðarins væri
mjög þægiiegt, að koma við slíkri
;keppni.,;;.:-r. cí .:,-j v
i AóSXiT) aniix'AÁb\i 'tjfi 'JiJiS.
Hér með tilkynnist
heiðruðum viðskiptavinum mínum, að ég hefi leigt s. f.
Hreyfli bifreiðastöð mína Litlu-bílastöðina frá 1. marz
1950 að telja.
Jafnfram því að ég þakka góð viðskipti á liðnum
árum, óska ég þess, að viðskiptin megi áfram haldazt
við stöðina.
Reykjavík, 23. febrúar 1950,
Virðingarfyllst,
Þorsteinn Þorsteinsson.
|: Samkvæmt ofanrituðu hefir s. f. Hreyfill tekið að sér
rekstur Litlu-bílastöðvarinnar frá 1. marz 1950 að
telja. Munum við kappkosta að gera viðskiptavinum
okkar til hðefis og væntum að njóta þess trausts sem
fyrirrenhari okkar hefir afiað bifreiðastöð sinni. —
Reykjavík, 28. febrúar 1950,
Virðingarfyllst,
S. f. Hreyfill.
Það er oft rætt um það, að
vinnuafköstum og vinnugæðum
fari hnignandi. Eg skal ekkert um
þetta dæma, en sjálfsagt hefir
þetta ætíð verið misjafnt og far-
íð eftir þreki og ekki síður sam-
vizkusemi fólks. Sennilegt er þó, að
vinnusiðferði hafi talsvert hn:gn-
að á hernámsárunum, ekki sízt með
al þeirra, er lengi unnu hjá hinum
erlendu herstjórnum, þar sem eft-
irlit með vinnu var lélegt og örð-
ugt um stjórn á fleiri vegu.
En það hefir ekki heldur neitt
verið gert til þess að hefja vinnu
gæði og vinnu til virðingar í land
ínu. Það er ekki nema stundum,
að dugnaður og samvizkusemi sé
metinn til fjár nú á dögum eða
greiði mönnum veg til álits og
frama í þjóðfélaginu. Aðrir eig-
inieikar, eins og lagni við fjár-
plógsstarfsemi eða viðvikalipurð í.
þágu þeirra, er hafa tögl og hagld j
ir, sýnist oftast gefa hærri eink- j
unn í jarðneskum gæðum. Og
svo furða mtnn sig á því, að
..fclkið flýi framleiðslustörfin".
Sannleikurinn er sá, að þjóð- j
félagið hvilir á hinu starfandi
fóiki — þeim, sem vinna í sveita
síns andlitis til sjávar og sveita, |
og sá árangur, sem náðst hefir í
þessu þjóðfélagi, hefir náðzt vegna J
afreka og þblga’iðis þess, þí*átt
fyrir margvíslega vankanta á þeim, '
sem komizt hafa í hina „fínni“ ,
aðstöðu.
Sveinspróf
verða haldin í Reykjavík fyrri hluta marzmánaðar n.
: k. Umsóknir um próftöku skulu sendar formanni próf-
nefndar í viðkomandi iðngrein fyrir 7. marz n. k.
Lögreglustjórinn í Rvík, 28. febr. 1950
Orðsending
til áskrifenda íslendingasagnaútgáfunnar. Næstu daga
verða Eddurnar sendar heim til áskrifenda í Reykjavík
:| og eru þeir vinsamlega beðnir að vera viðbúnir mót-
H töku bókanna.
| Islendingasagnaútgáfan h.f.
>»♦♦<,%»»»♦♦♦»♦»♦♦»♦«»♦»♦»»»»♦»♦♦»♦»♦♦♦»♦♦»♦♦♦♦»♦»»«♦»«♦»»♦*»•»♦♦»*♦♦♦♦»♦»»♦♦♦♦»♦»♦■
Stúika óskast
til aðstoðar á tannlæknineasíofu, helzt vön. Ensku
kunnátta nauðsynleg. Nánari upplýsingar gefnar í
sima 1784 eða 1785 í starfsmannadeild hótelsins á
Keflavíkurflugvelli eða hjá Mr. G. Waring, herbergi
405 Hótel Borg.
J. H.
tlGI ÝSINGASÍm T I M A N S ER 81300
>,jon o jj