Tíminn - 07.03.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.03.1950, Blaðsíða 4
TÍMINN, þriðjudaginn 7. marz 1950 55. blaff A n»i Húsdýrin og bætiefnin ’ -bætiefnið. C-bætiefnið er uppleysan- egt í vatni eins og B-bæti- ífnin; Skyrbjúgur var áður fyrr Algengur í norð-evrópiskum ,cndum, einkum var hans /art hjá sjómönnum og aeimskautaförum. Sjúkdóm- .ir þessi læknaðist, ef sjúkl- .ngurínn nærðist meðal ann- ars á grænmeti, sítrónum og dppelsínum. Tveir norskir /ísindamenn, Holst og Frö- .ich, fundu manna fyrstir jrsök skyrbjúgsins. Á árunum 1907—12 gerðu peir Holst og Frölich tilraun- .r með marsvín. Fóðrið, sem marsvínin fengu, var korn einvörðungu. Eftir nokkurn öima fengu marsvínin skyr- ojúg. Var þeim þá gefið græn róður og brá þá svo við, að pau urðu skjótt heil heilsu. Af þessum tannsóknum drógu Holst og Frölich þá alyktun, að skyrbjúgur staf- aði af vcntun á einhverju ai'ni, sem verður að vera í róðrinu. Síðar var efni þetta sallað c-bætiefnið. Vísindamennirnir eru nú sammála um það, að hús- dýrin séu ekki háð — riema pá að litlu leyti — c-bætiefni róðprsins. Aftur á móti er c- óætiefnið nauðsynlegt í fæðu mannsins og hið sama virð- ist vera með apa og marsvíp. Blæðingar í tannkjötið og ahdir húðinni eru fyrirboði ikyrbjúgs. C-bætiefnið hefir meðal dhnars þýðingu fyrir myndun pess efnis, sem er á milli cell- anna. Allar grænar jurtir eru til- „Ölúlega auðugar af c-bæti- efni. Við geymslu minnkar sKjótt c-bætiefnismagnið. Sól arljósið hefir tærandi áhrif d c-bætiefnið. Því þarf að rorðást að geyma garðávexti og aðrar c-bætiefnisauðugar /æðutegundir á björtum stað að óþörfu. í heyi er lítið eða ekkert af c-bætíefni, en talsvert í góðu /otheyi. Bezti c-bætiefnisgjafi vor er kartaflan. C'-bætiefnisþörf húsdýranna. Af þeim rannsóknum, sem gerðar hafa verið viðvíkjandi c-bætiefnisþörf húsdýranna, má draga þá ályktun, að hús dýrin séú að mestu eða öllu oháð c-bætiefnismagni fóð- ursins, þar sem þau geta full- nægt þessari þörf af eigin rammleik. Þó virðist svínið ekki að öliu leyti geta full- nægt þessari bætiefnisþörf sinni, á sama hátt og aðrar oúfjártegundir gera. Það er pví talið, að svínið þurfi að íá nokkuð af c-bætiefni með fóðrinu. Hjá hænsnunum virðist engin c-bætiefnisþörf vera íyrir hendi. C-bætiefnið myndast í lík- ama skepnunnar, en hvern- jg og hvar í líkamanum þetta á sér stað, vita vísindin enn- þá ekkert um með vissu. Þar sem ýmislegt varðandi húsdýrin og c-bætiefnið virð ist vera á reiki ennþá, verður þetta atriði eflaust endurskoð að og mun þá ef til vill eitt- hvað koma í ljós, sem nú er óþekkt í þessum efnum. D-bætiefnin. Enskur vísindamaður, Mel- Eftir FriSSióis Júlíussson. lanley að nafni uppgötvaði fyrstur manna d-bætiefnið (Da) 1918. Fram að þeim tíma var aðeins eitt bætiefni þekkt, sem uppleysist í feiti, nefnilega A-bætiefnið. Það var því talið í byrjun, að þetta d-bætiefni, sem Mell- anley fann, væri hið sama og a-bætiefnið. Seinna kom þó í ljós, að svo var ekki, og var d-bætiefnið fundið í þorska- lýsi eftir að a-bætiefnið var gert óvirkt. Við d-bætiefnarannsóknir sínar gerði Mellanley rakitis- rannsóknir með hunda. Hann komst að þeirri niðurstöðu, | að d-bætiefnið læknaði ra- kitis. Þýzkir og amerískir vísinda menn fundu, að auk lýsis læknaðist rakitis einnig með, hjálp sólarljóssins. Einnigi sýndi það sig, að fóðurteg- undir, sem sólarljósið skein á um hríð, læknuðu rakitis miklu fljótar og betur en áð- ur. Ástæðan fyrir því er sú, að í flestum fæðutegundum manna og dýra er efni, sem breytist fyrir áhrif sólarljóss- ins á d-bætiefni. Eitt slíkt er ergosterin og er það mjög út- breytt í náttúrunni, einkum í .jurta ríkinu. Bætiefni það, sem myndast á þennan hátt, er kalciferol eða D.,-bætiefn- ið. Þetta bætiefni var fyrst talið að vera hið sama og það, sem er í lýsi. En marg- þættar rannsóknir hafa leitt í Ijós, að svo er ekki. D-bæti- efnið í lýsi er kallað D... Auk þeirra d-bætiefna, sem nú hafa verið nefnd, er talið að séu til sex önnur, en eru enn sem komiö er lítt þekkt og verður því ekki frekar fjcl- yrt um þau hér. D-bætiefnin gegna þýðing- armiklu hlutskipti í líkaman- um, sem er að halda jafn- vægi á milli kalcium (Ca) og fosfór (P) umsetningarinnar í líkamanum. Vegna hins hraða vaxtar eru D-bætiefnin af ennþá meiri þýðingu fyrir ungviði, sem eru að vaxa, en full- vaxta skepnur. Beinin eru að mestu byggð upp af kalciumsöltum, eink- um kalciumfosfat. Eðlileg beinmyndun er undir því komin, að innihald blóðsins af kalcium-og fosfór (ólífræn um) sé nægjanlega mikið. Magn blóðsins af Ca og P er (Framhald n 7. slðu.) Verzlunarmálin Atliiis’asoind við grein ölafs Björnssonai* prófessors í Mhl. 5. 1». m. Olafur Björnsson prófessor skrifaði grein í Morgunblað ið 5. þ. m., og m. a. gerir hann verzlunarmálin þar að umtalsefni. Hann heldur því þar fram, að Framsóknar menn hafi borið fram frum- varp á Alþingi þess efnis, að framvegis skuli vera lögbund ið hverja hlutdeild S. í. S. hafi í- innflutningnum. Hér gætir miskilnings hjá próf- essornum, sem þörf er að leðrétta. í verzlunarfrumvarpi Fram sóknarmanna er m. a. á- kvæði um það, að þegar Fjárhagsráð veitir fjárfest- ingarleyfi til bygginga skuli það láta fylgja leyfunum ávís anir á erlendan gjaldeyri til kaupa á öllu helstu efnivör- um, sem þarf til framkvæmd anna. Eigendur^fjárfestingar leyfanna geta farið með þess ar ávísanir til hverrar þeirrar verzlunar, sem þeir kjósa að skipta við, og fengið hjá þeim byggingarefnið. Þeir hafa því fullt frelsi til að ráða því, hvar þeir kaupa þessar vörur, og geta á þann hátt tryggt sér þær með svo góðum kjörum, sem völ er á. Þeir geta þannig notið frjálsr ar verzlunar á þessu sviði. í frumvarpinu eru ákvæði um úthlutun leyfa fyrir fatn aði, vefnaðarvörum og skó- fatnaði, en svo á að heita að þessar vörur séu nú skammt aðar. Lagt er til, að gefin séu út svonefnd stofnleyfi fyrir þessum vörum, er gildi aðeins í 6 mánuði, og skipt- ist þau í ákveðnum hlutföll- um milli S. í. S. og félaga þess annarsvegar og annara verzlana hinsvegar. Jafn- framt verði gefnir út nýjir skömmtunarseðlar fyrir þess um vörum, og nemi þeir í heild ekki nema 70% af sam , anlögðum upphæðum stofn- j leyfanna. Framvegis verði !svo innflutnings- og gjald- eyrisleyfum fyrir þessum vör um úthlutað til verzlana í hlutfalli við skilaða skömmt- unarseðla, enda sé- þess gætt að gefa aldrei út skömmtun arseðla fyrir meira vöru- magni en leyft er að flytja til landsins. Með því fyrir- komulagi, sem hér eru gerð- jar tillögur um, er það tryggt ;svo sem verða má, að allir iiandsmenn geti fengið vörur j gegn þeim skömmtunarseðl- 1 i um sem þeir fá í hendur, og að ! menn geti keypt vörurnar1 ;hjá þeim verzlunarfyrirtækj ium, sem þeir kjósa að skipta jvið á hverjum tíma. [ I Meðan svo er ástatt í efna jhags- og viðskiptamálum, að ! ekki er unnt að kaupa til j landsins allt það magn af |nauðsynjavörum, sem al- menningur telur sig þurfa jog vill kaupa, þarf að jafna j vörunum milli manna. Sú vörujöfnun eða skömmtun þarf að verða framkvæmd þannig, að útgefnir skömmt- unarseðlar séu í samræmi j við vöruinnflutninginn. Hitt er óhæfa, að gefa út ávísan- ir á vörur, sem aldrei er leyft að flytja til landsins. Og allir landsmenn eiga að hafa frelsi til þess að ákveða sjálfir hjá hvaða verzlunum þeir kaupa það takmarkaða vörumagn, sem þeim er skammtað. Stefna Framsókn 1 armanna í viðskiptamálum,1 sem fram kemur í frumvarpi þeirra, er einmitt sú, að veita almenningi þetta verzl unarfrelsi, en hverfa frá kvótakerfinu. Um þetta mun prófessor Ólafur Björnsson sannfærast, ef hann kynnir sér betur efni frumvarpsins. Skiili Guðmundsson H0GI SENDIR MÉR LÍNU: „Gaman þótti mér að spurninga þætti á kvöldvöku stúdenta í út- varpinu á sunnudagskvöldið. Ekki er það nú íyrst og fremst af því, að það sé svo fjarska fróðlegt að hlusta á þetta samtal, en það er unun að fylgjast með íþróttinni. Það er íþrótt að kunna að koma fyrir sig orði, verða ekki orðlaus, og sannarlega kurpru þeir vel að halda uppi svörum, sem til þess voru kvaddir, og var þó stundum erfitt um úrlausnir. Sem sagt. — Þetta er góð skemmtun endrum og eins, en hún má þó ekki verða of hversdagsleg fremur an ann- að. En mig langaði til að þakka“. N. O. B. SENDIR okkur hér fimm stökur, sem hann segist hafa ort „þegar Mbl. birti penna- striksvísurnar um daginn og hrós- aði Ólafi Thors fyrir stefnufestu og strikbeina forustu". Stökurnar eru svona: Heldur finnst mér liart að sé hjarta manneskjunnar, hefir Moggi háð og spé um „höfuð forustunnar". Brot úr reikning Benjamíns birtu þeir fyrir strikið, fóstur eigin anda síns ekki nefndu mikið. SVO ERU HÉR vísur frá Norð- lendingi, og segist hann þó ekki halda, að þessar vísur auðgi bók- menntirnar sérstaklega: Svindlið og okrið fer aftan að manna siðum. íslenzkra valdhafa nektina þekkir fjöldinn. Lýðfrjáls er þjóðin, en lifir á skömmtuna rmið um með leynisöluna alræmdu bak við tjöldin. — Fólkið í bökkum berst milli ótta og vonar, burt eru gömul islenzku verðmætin hrakin. Þetta eru dýrkendur Jóns gamla Sigurðssonar, nú sjáum við bezt, hvað sporin hans vel eru rakin. Eignakönnun er skipuð í höllum og hreysi, í hítina sömu fer allur milljóna- gróðinn. Svo berja þeir lóminn og bölva gjaldeyrisleysi, og betla með „happdrætti ‘ krónur í ríkifsjóðinn. UM RÁÐSTEFNUR Sameinuðu þjóðanna: Þegar komið þannig er þóknast Moggatetri flimi og háði að flíka hér á feigu stjórnarsetri. Það er talað helzt um hann herra stjörnarinnar, líkt og hetju og heiðursmann og höfund stefnu sinnar. Ólafur fallinn er í dá, andað stjórnartetur, grimmur þykir mér garmur sá, er grafarhelgi ei metur“. Höfundi hefir fundizt það „háð en ekki lof“ sem Mbl. birti og er það_ sem virt er. Ýmsa lengir eftir frið, okurs gengur vopnað lið. Trúar þrengist sóknar svið, seka hengir lýðræðið. Lítið gætir lýðræðis, líknin mætir hnjóði, okur, þrætur, ys og þys, álfan grætur blóði. ÖIl af göflum gengur sátt, garpar vöflum svara, kærleiksöflin eyðast brátt í þeim djöfla , skara. Svo yrkir hann. Starkaður gamli. Þökkum innilesia auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför FRIÐFINNS ÞÓRÐARSONAR á Kjaransstöðum. Aðstandendur. Innilegar þaltkir öllum þeim, sem sýndu mér og mínum hluttekniugu við fráfall og útför mannsins míns ÁRMANNS EYJÓLFS JÓIIANNSSONAR. Guðný Jónsdóttir frá Mýrarholti. | Hjartans þakkir til allra nær og fjær, sem glöddu mig | | á sjötugsafmæli mínu 1. marz með heimsóknum, skeyt- | | um og rausnargjöfum og gerðu mér daginn ánægju- | | legan. — Bið þeim allrar blessunar. = r Jón Jónsson, bóndi Ásmúla. «iitiiiMiiimiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiifiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiMn>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiMiiniitiMiiii» Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.