Tíminn - 10.03.1950, Síða 8

Tíminn - 10.03.1950, Síða 8
„ERLENT YFMRLYT(( É ÍHG: „Hretnsun44 t Kreml • - 10I08 AIQ 34« árg, Rsyltjavík „A FÖKVl H YEGI(S t ÐAG: Bvjjóðeirsitfian oy fóUaiíf 10. marz 1950 57. blað Brezka stjórnin vann sigur TiIIaga íhaidsinanna kim frestisss st [sjóðnýt- ftso'u stáiiðnaðai'ins fclld í gærkvöldi varð hin nýja stjórn brezka verkamanna flokksins í fyrsta sinn að horfast í augu við vantrauststil- lögu, þar sem var breyíingaríiílaga íhaldsmanna um að skjóta framkvæmd þjóðnýiingar stáiiðnaðarins á frest. Var liilagan felld með 310 atkv. gegn 296. Frjálslyndir greiddu tillö'runni aíkvæði. Herbert IVTorrison hafði lýst því yfir af hendi stjórnarinnar, að hún Iiíi á tillögu þessa sem vantraust og mundi segja af sér og boða til nýrra kosninga, ef liún yrði samþykkt. Hefir stjórnin þar meá hlotið fyrstu trausis- yfirlýsingu sína, þótt meirihiufi sé naumur. Eins og kunnugt er ai fréttum, er Auriol Frakklanúsforseti um þessar mundir í opinberri heimsókn í London, ásamt frú sinni. Dvelja þau þar á vegum brezku konungshjónanna. Mynd þessi var tekin af frönsku forsetahjónunum rétt áður cn þau lögðu af stað í förina. Þau eru stödd í bókasafni forsetahallarinnar. Merkileg handiðnaöarsýn- ing í Kaupmannahöfn í vor Handiðnaðarsýning verður haldin í sýningarsal Forum í Kaupmanna höfn dagana 14.—30. apríl n.k., og er Frið- rik IX. Danakonungur verndari hennar. Sýningin er undir umsjá iðnaðarmannafélagsins i Kaupmannahöfn. — Markmið hennar er að sýna þýðingu handiðnaðarins fyrir þjóðfé- lagið 4 heild og fyrir ein- staklinga, ásamt möguleik- um til að framleiöa fyrsta flokks vörur. í þessu sam- handt má geta þess, að hand- iðnaðurinn er þriðja stærsta atvinnugrein Danmerkur með ársframleiðslu á stærð við stóriðnaðinn. í sambandi við sýr.ingu þessa, mun verða haldin norræn samkeppni, þar sem ungtlólk í mörgum iðngrein- um ýbæði meistarar og svein- ar) rnun keppa um á ákveðnu verksyiði og tíma að inna af hendi sem fallegastan og bezt an handiðnað. Að minnsta kosti 40 iðn- greinar munu taka þátt í sýn inguhni, og flestar munu sýna frá starfandi verkstæðum, hvernig vörur þeirra verða til, og mun þetta gefa sýning- unni skernmtilegan oj fjör- ugan heildarsvip. Þar sem sýn Franska stjórnm tekur raforkuver Verkfall starfsmanna í gas- stöðvum og raforkustöðvum í Frakklandi stóí í gær og horfði til vandræða þar. Stjórnin hefir nú tekið í sínar hendur rekstur átta raforku- vera og búizt er við að íleiri verði tekin, ef verkíallið lreld ur áfram næstu daga. ingin auk þess verður sú 1 stærsta af þessari tegund, sem til þessa hefir verið hald | in á Norðurlöndum, og sú ' stærsta handiðnaðarsýning i J héíld, sem haldin hefir verið í Danmörku í heilan manns- aldur, álítur nefndin, að sýn- Jnrin muni geta talizt til stór- viðburða. Síðasti bærinn í dalnum Sýningar hefjast í dag í dag hefjast sýningar á ! kvikmyndinni Síðasti bærinn í dalnumí sem Óskar Gísla- son ljósmyndari hefir gert j eftir samnefndri sögu Loíts I Guðmundssonar blaðamanns og. er sagan komin út á veg- j um ísafoldar með myndum ! úr kvikmyndinni. Verða sýn- ingarnar í Austurbæjarbíó. Kvikmyndahandritið * eftir sögunni gerði Þorleifur Þor- leiísson. Leikstjóri er Ævar Kvaran en musík er samin af frú Jórunni Viðar. Hljóm- sveitarstjórn annast dr. Ur- bantschitsch. Leikendur eru allmargir og ýmsir þeirra kunnir hér á sviði en aðrir nýir. Mynd þessi er ævintýra mynd og er efnið sótt í ís- lenzkar þjóðsögur og ævin- |týii, og koma þar fram tröll, dvergar og álíar. Er myndin jþví mjög við barna hæfi en fuilorðnir ættu líka að hafa af henni ánægju. Telja úrslit kosninganna gegn þjóðnýtingu. Umræðurnar í brezka þing inu undanfarna daga um há- sætisræðu konungs hafa mjög snúizt um frumvarp verka- mannaflokksins um þjóðnýt- ingu stáliðnaðarins, sem taka á gildi í janúar 1951. í ræðu sinni taldi Churchill, að úr- slit kosninganna sýndu, að brezka þjóðin væri andvíg frumvarpi þessu og meirih'luti verkamannaflokksins væri af veikur til þess að það yrði framkvæmt. Skylda stjórnar- innar væri því sú, að fresta frumvarpinu þar til eftir næstu kosningar og breyta ákvæðum þess um gildistöku á þann veg. Stjórnin telur þetta úrslitamál. Herbert Morrison varð fyr- ir svörum af hendi stjórnar- innar og sagði, að verlca- mannaflokkurinn teldi þetta svo mikið úrslitamál, að flokk urinn gseti ekki hvikað frá því, enda hefði það verið eitt aðalmál flokksins i kosninga- baráttunni og kjósendur greitt flokknum atkvæði með tilliti til þess. Það væri að bregðast trausti þessara kjós- enda, ef flokkurinn skyti því nú á frest. Stjórnin væri því reiðubúin til að verja það í þingirm og leita trausts þings ins um það, ef íhaldsflokkur- inn bæri fram tillögu um frestun þess. Tillaga íhaldsmanna. íhaldsflokkurinn bar því fram breytingartillögu þess efnis við frumvarpið, að það tæki ekki gildi fyrr en níu 1 mánuðum eftir næstu þing- kosningar. I Umræður uih þessa tillögu hófust í gær, og var Oliver Littleton framsögumaður af hálfu íhaldsmanna. Sagði hann, að meirihluti þessarar stjórnar verkamannaflokks- j ins í þinginu væri svo naum- jur, að það væri óverjandi af jhenni að knýja fram slíkt á- j greiningsmál um gerbreyt- | ingu á atvinnuvegunum, enda ! gæti það orðið afnumið síðar ji miðjum klíðum og þessum mikla atvinnuvegi stefrit í voða vegna glundroða, sem af því yrði. Skylda stjórnarinnar væri því sú, að skjóta því á frest, unz svo sterk stjórn kæmi til valda að hún gæti gert annað tveggja, fram- kvæmt það örugglega eða fellt það. Verða að neyta meirihlutans. Birgðamálaráðherrann varð fyrir svörum af hálfú stjórn- arinnar í dag og sagði, að íhaldsmenn höguðu sér í þessu máli eins og þeir hefðu þegar fengið meirihluta á þinginu. Hins vegar væri það svo, að þjóðin hefði veitt verkamannaflokknum meiri- hluta þótt naumur væri, og skylda floklcsins væri að neyta þess meirihluta, til að knýja fram þau mál, sem hann hefði heitið að beita sér fyr- ir í kosningastefnuskránni. Það væri svik við þennan meirihluta, ef undanhald yrði í þessu máli. Þess vegna hefði stjórnin ákveðið að hvika ekki frá því, enda væri framkvæmd þess nauðsynleg til að forða þjóðinni frá at- vinnuleysi og þessum atvinnu vegi frá yfirvofandi áföllum. Afstaða frjálslynda flokksins. í kosningabaráttunni hafði frjálslyndi flokkurinn, sem á níu þingmenn, lýst sig and- vígan þjóðnýtingu stáliðnað- arins, og gaf því Burns full- trúi flokksins þá yfirlýsingu á þingi í gær, að þingmenn flokksins mundu greiða at- kvæði með tillögu íhalds- manna. Búizt var því við, að stjórnin mundi halda velli með 6—10 atkvæða meiri- hluta. Auriol ávarpar brezka þingið Auriol Frakklandforseti á- varpaði brezka þingið í gær. Sagði hann meðal annars, að framtíð og friður í Evrópu á næstu árum væri að miklu leyti komin undir vináttu og samstarfi Breta og Frakka, og önnur Evrópuríki settu traust sitt á þessar tvær þjóð- ir. Þess vegna væri góð sam- vinna þeirra svo mikilsverð. í gærkvöldi snæddu forseta- hjónin kvöldverð í konungs- höllinni. Tveir bátar á loðnuveiðum Tv-eir bátar úr Reykjavík, Dagsbrún og Skógarfoss, stunda nú eingöngu loðnu- veiðar, en Akranesbátar nota loðnuna til beitu. Mikið af loðnu er nú í fló- anum, og fengu Dagsbrún og Skógarfoss fimmtíu til sex- tíu tunnur hvor í fypradag og gær. Er loðnan veidd í litlar nætur. Faxaflóabátar hafa þar til nú notað síld til beitu, en gera sér vonir um skárri aílabrögð, ef loðnu er beitt. Eru þorskgöngur miklar í fylgd með loðhunni, en hið mikla æti veldur því, að treg lega aflast á lóðir. Hermennennáverði við Herman-Göring- verksmiðjurnar í gær var allt kyrrt við Herman Göríng-verksmiðj- urnar í Þýzkalandi og gekk niðurrif þeirra hindrunar- laust. Um fimm hundruð her- manna eru þó enn á verði við verksmiðjurnar ef til ó- eirða kæmi á ný. Danskir kommun- istar tapa Síðastliðinn þriðjudag hafa farið fram bæjar- og borgar- stjórnarkosningar í 20 bæj- um í Danmörku. Úrslit þeirra eru nú kunn og er það helzt athyglisvert við þær, að komm únistar hafa beðið mikinn ó- sigur og tapað 15 fulltrúum af þeim 24, er þeir höfðu áð- ur í þessum bæjum. Jafnað- armenn hafa 148 fulltrúa og hafa tapað 2, Róttæki flokk- urinn hefir 19 fulltrúa, íhalds flokkurinn hefir 54 og hefir unnið einn. Réttarsambandið hefir 8 og unnið þá alla og aðrir flokkar 28 fulltrúa og hafa unnið 8. Jaf naðarmannaf lokkurinn hefir tapað meirihluta sín- um í fjórum borgum og eru þar á meðal Esbjerg og Silki- borg. — Bæjarstjórnarkosn- ingarnar í Kaupmannahöfn og fleiri borgum verða á mið- vikudaginn kemur. — Unglingavinna í Hafnarfirði Á þæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði var nýlega til umræðu tillaga, sem Óskar Jónsson bar fram í bæjar- ráði 13. febr. s. 1. Tillagan var svohljóðandi: „Bæjarráð samþykkir að mæla með því við bæjar- stjórn að hefja nú þegar und irbúning að því, að fram fari næsta sumar hér á vegum bæjarins, barna- og unglinga vinna við garðrækt og mat- jurtarækt í landi kaupstaðar ins. Verði til þess starfa ráðinn vel hæfur maður hið allra fyrsta, svo að undirbúningur geti hafizt nú þegar, eða svo fljótt sem nauðsyn þykir“. Óskar vakti athygli á þvi.að slík unglingavinna hefði til dæmis verið reynd á Akra- nesi og hefði gefizt vel, enda væri nauðsynlegt að gefa ungl ingum, sem ekki kæmust úr bænum til sumarvinnu, kost a nægilegum verkefnum, er væru við þeirra hæfi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.