Tíminn - 30.03.1950, Síða 4

Tíminn - 30.03.1950, Síða 4
4 TÍMINN, fimmtudaginn 30. marz 1950 72. blað Aldrei gleymist Austurland Framh. En langt af öllum húmor- iatum safnsins virðist mér þó bera frú Þórdís Einarsdóttir Þórðarsonar prests að Hof- teigi. (Afi hennar Þórður var Einarsson prests í Valla- nesi Hjcrleifssonar, og hefir sá Þórður því verið bróðir sr. Hjörleifs á Undornfelli og Stefáns Einarssonar „afa“ míns, en kona Einars í Valla- nesi var Þórey, dóttir Jóns vefara, langafa míns). Þór- dís var fædd í Hofteigi 1903; hún giftist Carli Fr. Jensen vélstjóra frá Eskifirði og bjó í Reykjavík til dauðadags 1949. Þórdís er ósvikinn húmor- isti frá upphafi til enda. „Himnaförin“ er um för Ingvars Sigurðssonar til him- ins með Alríkisstefnu sína (1932) að passa og um við- tökur Lykla-Péturs. Þetta er önnur saga um sálina hans Jóns míns og Gullna hliðið, prýðilega sögð undir bragar- hætti Jónasar „Allt hef eg af cfum mínum“ eða „Sigurð- arkviðu“ Þórbergs Þórðarson ar og fellur hátturinn snilld- arlega að efni sögunnar. „Boðorð“: elska skaltu ná- ungann af öllu þínu hjarta, hefði vel getað verið kveðið af Káinn, og er mórallinn al- gerlega í hans anda: „ef ekki væri syndin, eg neitaði að Iifa“. „Staka“ sneiðir að heilagleikanum sem síðar lá flatur fyrir freistinganna töfravaldi, en „Ástandsvísan“ er um Ingibjörgu, sem víst gat valið úr öllum, en mundi þó helzt geta ,;við einn sig fellt, úrvalsliða frá Roose- velt „til láns og leigu“. Við nokkuð alvarlegri tón kveður í „Allt er hégómi“ og virðist þessi unga og gáfaða kona sverja sig nokkuð í ætt hins forna prédikara þeirrar helgu bókar, — eins og skáld- skapur hennar annars sver sig í ætt við fræði Lúthers hin minni, sem hún virðist hafa lært samvizkusamlega hjá prestinum föður sínum. En mikill skaði er að frá- falli slíkrar konu og væri óskandi, að eftirlifandi mað- ur hennar vildi heiðra minn- ingu hennar með því að gefa út safn af kvæðum hennar — ef nokkurt hefir verið. Hér hefir um hríð verið lit- ið á gamankvæðin — en hvað er þá að segja um alvöruljóð- in? Á mörg þeirra hefir þeg- ar verið minnzt hér að fram- an, en þó eru enn eftir ljóða- tegundir, sem ekki hefir ver- ið hreyft við. Má þar til telja ■mannlýsingar, sem oft eru erfiljóð eða minningar, en stundum heillaóskakvæði. Af minningunum er „Sig- rún Pálsdóttir Blöndal“ eftir Gunnar Gunnarsson eitt hið bezta kvæðið. Halldór Bene- diktsson, bróðir Jónasar í Kolmúla, yrkir um Jón skáld Magnússon góð erfiljóð. Skemmtilegar og einkenni- legar mannlýsingar eru „Jón í Skjálg“ eftir Ríkarð Jóns- son og „Élja-Grímur“ eftir Einar H. Guðmundsson. Sig- urður Arngrímsson yrkir um Snorra Sturluson og Kjarval, Sigurður Baldvinsson um Ríkarð Jónsson, svo að þess- um tveim miklu myndlista- mönnum Austurlands er ekki gleymt. Ein sex skáld yrkja um Efíir Síefára Einarsson prófessor. móður sína eða foreldri, oft- ast falleg kvæði og ræktar- leg, ekki sízt hið einfalda kvæði Rannveigar Sigfús- dóttur frá Skjögrastöðum um foreldra sína. í öð'rum kvæð- um eru eftirmæli eítir börn, ættingja og vini, oft mjcg gáð. Af þeim er „Sonartregi“ Gísla S. Helgasonar frá Geir- úlfsstöðum merkilega dýrt kveðinn. í ástarljóðum yngra fólks- ins getur viðrað ýmislega- Sumir eru með glettur og glens (Árni Helgason), aðrir eru beizkir (Þórdís Einars- dóttir, Málfríður Eiríksdótt- ir). Enn aðrir brenna eldi heitara (Þorbjörn Magnús- son) eða njóta skins og skúra á víxl (systkinin á Ásgeirs- stöðum). Suma svíður enn eftir göm ul meiðsli (Sigurður Helga- son, Sigríður Þórðardóttir), en sviðann dregur von bráð- ar úr, þar sem börn eru á aðra hönd, eins og hjá Sig- riði á Lækjarbakka, sem er eijfct af innilegustu ljóðskáld- um bókarinnar. Önnur móð- ir, sem lifir í bcrnum sínum og yrkir um þau, dáin og lif- andi, átta talsins, er Sólrún Eiríksdóttir á Krossi i Fell- um. Ef trúa má hinum ein- földu vísum hennar, mun leitun á betri móður bþrnum sínum. bent á það, hve ferskeytlan, hinn aldagamli rímnabrag- arháttur, er .áberandi í þessu safni. Og það er ekki aðeins að ferskeytlan sé áberandi, heldur er hún ein af aðal- yrkisefnum skáldanna; þau geta ekki stillt sig um að syngja henni lof, votta henni ást sína- Svo gera a.m.k. auk Helga Valtýssonar, Guðfinna Þorsteinsdóttir, Páll Jóhann- esson og Skúli Þorsteinsson. Helgi yrkir: Trauðla raknar tryggðaband, treyst í raunum mínum. — Aldrei gleymist Austurland útlaganum sínum. En þó að flest skáldin aug- sýnilega hafi þetta einfalda form hennar á bak við eyr- að, þá er síður en svo, að þeir láti þar við sitja, heldur framreiða þeir hana í öllum sínum meira og minna dýru tilbrigðum. Sérstaklega er hringhendan skáldunum til- tæk, enda kvartar eitt efni- legasta ungskáldið undan henni á þennan eftirminni- lega hátt: Þegar við hugsjónir leita eg lags og langar að punkta þær hjá mér, þá kemur helvítis hring- hendan strax að hrcnglast í kjaftinum á mér. Þetta er sjálfsagt ekkert í sambandi við þessar góðu - hégómamál fyrir ungu skáld mæður væri freistandi að . in, sem verða að fylgjast með taka konurnar til athugunar! tímanum, en það getur ylj- i heild, þótt það verði ekki gert hér. Aðeins skal þess get ið, að ekki hafa fleiri en 16 kohur tekið þátt í bökinni, og hefðu þær sennilega getað gert miklu betur í saman- burði við karlana, hvað töl- una snertir, og jafngóð skáld viröast þær vera upp og of- an eins og karlarnir. Ættu lnga, fleiri að gefa sig fram næst. Hvort sem litið er á efni eða form, þá er í raun og veru aðdáanlegt, hve gamalt og nýtt, forneld, miðöld og framtíð haldast í hendur í Ijóðum Austfirðinga. Einar bóndi Björnsson að Eyium í Breiðdal, ættaður úr Álfta- firði, yrkir heimslystarvísur um væna mey og vakurt hross, eins og Stefán Ólafs- son forfaðir hans, meðan ann ar Álftfirðingur, Brynjólfur Sigurðsson, til heimilis norð- ur á Sléttu, kveður ástarvís- ur um'Rauð, vélplóginn sinn. Páll Jónsson, Skeggjastcðum í Fellum, yrkir bæði hesta- vísur og bíla. Og menn beri kvæði þeirra Skjögrastaða- systra, Rannveigar og Mar- grétar Sigfúsdætra, saman við kvæði þeirra stallsystr- anna á Úthéraði, Katrínar og Þcrbjargar Eiriksdætra í Dag- verðargerði cg á Ásgeirsstöð- um. Þær Skjögrastaðasystur eru mótaðar af hörðu árun- um 1875—90 og er þó vin- hlýtt 1 landi minninga þeirra. Þær stöllur Eiríksdæt ur mötast á stríðsárunum sið ari, í uppgangi og anda á- standsáranna. Auðteknast á fornu og nýju verður þó ef menn líta á formið fremur en efnið, og kemur hvergi ljósar fram fastheldni og framfaravilji austfirzku skáldanna en þá. Bæði Helgi Vaitýsson í for- mála bókar og aðrir hafa að gömlu körlunum um hjartaræturnar að sjá, að hringhendan skuli enn þvæl ast svo fyrir ungviðinu. Eitt skáldanna, Lúðvík R. Stefánsson Kemp, fæddur í Fáskrúðsfirði, uppalinn á hagyrðings heimili í Breið- dal, og sveitaskáld Skagfirð- er fyrst og fremst rímnaskáld og lausavísna. Hann leikur sér að rímna- háttunum, yrkir hringhend- ur, nýhendur, hagkviðlinga- hátt og áttþætting, lang- hendu hringhenda, nýhendu hringhenda, stafhendu mis- hringhenda, Kolbeinslag, hringhendu aloddhenda, ný- hendu aloddhenda, og er all ólikt, að hér komi öll kurl til grafar, þótt ekki hafi hann komið fleiru í „Bragskælinga rímu“ bókarinnar. Fleirum Breiðdælingum eru tiltækar ferskeytlur og hring hendur — eins og t. d. þeim Þorvaldsstaðahjónum Jóni Björgólfssyni og Guðnýju Jónasardóttur, er hafa þær til heimabrúks — þótt ekki séu þeir að jafnaði jafn út- farnir í listinni og Lúðvík Kemp. En ef stokkið er úr Breið- dal norður í Vopnafjörð, þá hittast þar aftur skáld, sem heldur en ekki eru útsmogin í dýrum háttum. Skal þar fyrst frægan telja elzta skáld bókarinnar, Gísla Sigurð Helgason, bónda á Hrapps- stöðum í Vopnafirði. Helgi var fæddur á Geirólfsstcðum í Skriðdal, sonarsonur Hall- gríms skálds í Stóra-Sand- felli. Gísli yrkir eigi aðeins hring hendur og sléttubönd af fer- skeytlutagi, en hann hefir auk þess sýnilega sökkt sér niður í list hinna fornu hátta (Framhald á 7. síðu.) ENN VERÐ EG að leiðrétta prent villu í bréíi Þórarins á Skúfi. Pað- ir hans var þar nefndur Þorleifur Guðmundsson en hann var Krist- mundsson. Meira leiðréttist ekki í dag. MORGUNBLAÐIÐ birtir í köfl- um sínum um daglega lífið bréf frá konu, sem er með umvand- anir út af barnaguðsþjónustum í Laugarneskirkju. Þykir henni það að, að börnin eru látin safnast saman í kjallaranum og auk þess sé ekki nóg kirkjusnið á þessum athöfnum. NÚ KANN ÉG að vísu ekki að dœma um þessar barnaguðsþjón- ustur, því að ég hefi við enga þeirra verið. Hins vegar veit ég það, að kjallari kirkjunnar var notaður við allar guðsþjónustur meðan kirkjan var í smíðum. Hins vegar er hér ekki um barnamess- ur að ræða, því að prestur talar við börnin um kristin fræði og er til dæmis hempulaus. • MENN GETA HAPT mismun- andi skoðanir og misjafnan smekk og þokka í sambandi við svona starfsemi og um það er ekkert að segja. En hér er um að ræða mál, sem mér skilst að snerti eingöngu þennan eina söfnuð og konan hefði því átt að bera sitt mál upp í kvenfélagi Laugarnessafnaðar t. d. en það er félag, sem talsvert hefir starfað og meðal annars hefir sam- komur sínar í kjallara kirkjunnar. ÞESSI BENDING er hér flutt átölulaust, en það er ekki laust við að mér finnist, að sumir séu að gleyma og týna eðlilegum leið- um til að koma fram málum. Inn- anfélagsmál á fyrst að ræða innan félags, en ekki byrja á því að gera þau að blaðamáli. Það er áreið- anlega bezta leiðin til að ná ár- angri. Án þess að blanda mér nokkuð frekar í þetta mál um barnasamkomurnar í Laugarnes- kirkjunni vildi ég benda á þetta, sem er talsvert atriði um öll fé- lagsleg vinnubrögð. HANNES A HORNINU birtir bréf um það, að þeir séu „mis- vitrir Tímamenn", fyrst þeir vilji flytja kornvörur til landsins í heil- um sekkjum, en hveitið ekki ein- göngu 1 smápokum þeim, sem nú tíðkast mjög. Kemst höfundur Hannesar að þeirri niðurstöðu, að menn muni fá hveitið eins ódýrt og ella með þessu móti, en hina dýrmætu smápoka ókeypis sem kaupbæti. HÉR HEFIR FYRR verið rætt um reikningsmennt Hannesar míns og er hún þjóðkunn. Sízt skal gert litið úr því, að það sé hagkvæmt og dýrmætt að fá efni í vasaklút, en þó sýnist manni það óþörf krókaleið, að láta útlenda menn sauma poka úr léreftinu, stimpla hann og fylla af hveiti og svo verði íslenzkar húsmæður að kaupa hveitikeppinn til þess að fá efni í vasaklútinn. Hannesi hlýtur að vera það mikið áhugamál, að syk- ur komi líka í smápokum eða smá pökkum frá útlöndum eins og hveitið, fyrst. það er svona ákaf- lega hagkvæmt. SVO ER í niðurlagi þessa bréfs talað um að okkur Tímamönnum hljóti að vera áhugamál að sykur sé fluttur í heilum skipsförmum til landsins, laus í lestum skipanna. Er jafnframt talað um að þetta séu gamlir verzlunarhættir og hafi rakamagn sykurs aukizt við þá flutningsaðferð. Þetta er byggt á þeirri viðskiptalandafræði, sem breidd var út um það bil sem byrjað var að hreinsa sykur með klórgufum og gera skjallhvítan á þann hátt. Þá var fáfróðum al- menningi talin trú um, að hinn náttúrlegi litur sykursins stafaði af hrákum og þvagi blökkumanna, sem við hann ynnu, en hinn hvíti, dauði klórsykur væri upprunaleg og hrein vara. Þessi viðskiptalanda fræði hélt ég að væri orðin úrelt, en Hannes á horninu hefir þó ver- ið sá rausnarmaður að skjóta skjólshúsi yfir slíkar kerlingabæk- ur og auglýsingabrellur. Starlcaður gamli. Jarðarför JÓHANNS MAGNÚSSONAR, sparisjóðsforstjóra, fer fram frá heimili hans í Borgarnesi föstudaginn 31. marz og hefst með húskveðju kl. 1 e. h. Jarðsett verður að Borg á Mýrum. Bílferð verður frá Akranesi eftir komu Laxfoss um morguninn. Aðstandendur. Happdrætti hússjóðs Framsóknarmanna Eignist vonina í eigulegum hlut! Greiðið fyrir sölu happdrættismiðanna! Margt smátt gerir eitt stórt! Dregið verður í happdrættinu 15. apríl n. k. iUGLÝSINGASlMI TlMANS ER 81300

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.