Tíminn - 30.03.1950, Side 6

Tíminn - 30.03.1950, Side 6
I TÍMINN, fimmtudaginn 30. marz 1950 72. blað TJARNARBID f hamingjiileit (The Searching Wind) Afarfögur og áhrifamikil ný amerísk mynd. Myndin sýnir m. a. atburði á Ítalíu við valda- töku Mússólíni, valdatöku naz- ista í Þýzkalandi og borgara- styrjöldina á Spáni. Aðalhlutverk: Robert Young Sylvia Sidney Sýnd kl. 5, 7 og 9. N Y J A B í □ Á hálum brautum (Nightmare Alley) Áhrifamikil og sérkennileg ný amerísk stórmynd. Aðalhlutverk: Tyrone Power Coleen Grey Joan Blondell Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 16 ára GAMLA B I □ Stúlkan á strönd- inni Spennandi og einkennileg, ný amerísk kvikmynd. Aðalhlutverk: Joan Bennett Robert Ryan Charles Bickford Aukamynd: „Follow That Music" með Gene Krupa Sýnd kl. 5 og 9. WILLY CORSARY: 71. dagur Humoresque Stórfengleg og áhrifamikil, ný amerísk músikmynd. Sýnd kl. 9. Hættuleg kona Sprenghlægileg og spennandi amerísk gamanmynd. Aðalhlutverk: Joan Bennett, Adolphe Menjou, Victor Mature, Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5 og 7. Unglingar á villi götnm Efnismikil og eftirtektarverð sænsk stórmynd sem tekur til meðferðar vandamálið um vax andi afbrotahneigð unglinga. Aðalhlutverk: Sonja Wigert Anders Henrikson George Fant Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. BÆJARBID HAFNARFIRÐI Gimsteinabrúöan (Bulldog Drummond at Bay) Afarspennandi ný amerísk leyni lögreglumynd frá Columbía. Aðalhlutverk: Ron Randell Anita Louise Bönnuð börnum Sýnd kl. 7 og 9 Sími 9184 Erlent yfírlit (Framhald af 5. síðu.) og því vakti það mikinn fögnuð, er Plastiras tókst með herdeild sinni og sjálfboðaliðum að vinna nokkurn stundarsigur á einum stað. Fyrir vikið varð hann fræg- ur maður í Grikklandi og hann kunni líka að notfæra sér það. Hann brá sér til Aþenu, skipu- lagði þar uppreisn, rak Konstan- tinus konung frá völdum og lét taka ráðherrana af lífi. Fyrir þetta hlaut Plastiras ó- þökk Venizelos eldra, sem var um langt skeið aðalleiðtogi grískra lýð veldissinna. Venizelos taldi kon- ungsstólinn hafa verið sjálffallinn og því hefði verið óþarfi að efna til blóðugrar byltingar. Plastiras hélzt líka ekki lengi á völdunum, en samt var hann ekki af baki dottinn,. heldur gerði a.m.k. einar iiórar byltingartilraunir á næstu árum, sem allar misheppnuðust. Árið 1933 tókst honum þó að halda völdum í einn dag. Seinast tók hann þátt í byltingartilraun 1935, og var þá dæmdur til dauða, en ekki náðist til hans. Hlaut mcðmæli kommúnista. Plastiras var landflótta 10 næstu árin, en í ársbyrjun 1945 kvöddu Bandamenn hann heim og gerðu hann að forsætisráðherra. Þeirri tign hélt hann í eina fjóra mán- uði og gekk þá rösklega fram í því að berja niður uppreisnartil- raun kommúnista. Siðan hefir lít- ið heyrzt frá honum, unz ýmsir menn úr frjálslynda flokknum, er voru óánægðir með forustu Veni- zelos, stofnuðu miðflokkabandalag ið og gerðu Plastiras að formanni þess. Hann lét síðan mikið til sín taka í kosningabaráttunni, lofaði mörgum umbótum og hafði m. a. þá sérstöðu, að hann kvaðst vilja ná bættri sambúð við Rússa, án þess þó að spilla nokkuð sam- Sími 81936. Fyrsta nstin Bráfjörug frönsk mynd, um stúlkur í kvennaskóla, byggð á skáldsögu hins f þekkta Parisar kvenrithöfundar, Colette. Danskur texti — Sýnd kl. 7 og 9. Kalli óhcppni Bráðskemmtileg sænsk mynd um krakka, sem lenda í ýms' um ævintýrum. Sýnd kl. 5. TRIPDLI-BÍD Sígaunastúlkan Jassy (JASSY) Ensk stórmynd I eðlilegum lit- um, gerð eftir skáldsögu Norah Lofts. Sýnd kl. 7 og 9. Dick Sand Skipstjórinn 15 ára. Hin skemmtilega og ævintýra- ríka mynd. Sýnd kl. 5. Siml 1182. vinnunni við vesturveldin. Hann kvað fortíð sína hinsvegar sanna það, að hann væri ekki neinn kommúhistavinur. Kommúnistar fóru þó ekki dult með það, að þeir teldu flokk Plastiras skárst- an af miðflokkunum. Óviss framtíð. Sigur Plastiras þykir ekki að- eins benda- til þess, að gríska þjóð- in vilji umbótasinnaða stjórnar- stefnu, heldur sé hún lika að þreytast á samningamakki hinna mörgu flokka og vilji trausta for- ustu. Haldi áfram að ríkja glund- roði í stjórnmálalífi Grikkja, get- ur því brátt sótt þar í sama horf og fyrir styrjöldina, þegar bylting- ar voru tíðar og þjóðin virtist ekki una einræðinu illa. Lýðræði virð- ist enn ekki eiga frjóan jarðveg í Grikklandi, fremur en í öðrum Balkanlöndum. Þessvegna kæmi það ekki á óvart, þótt breytingar yrðu á stjórnarháttum Grikkja áð ur en langur tími líður. Ýmsir er- lendir fregnritarar gizka á, að langvarandi glundroði geti leitt til þess, að fela verði Papagos yfir- hershöfðingja völdin, en hann hef ir hingað til ekki viljað hafa af- skipti af stjórnmálum. Sigrar hans í styrjöld Grikkja og ítala vetur- inn 1940—41 gerðu hann hinsveg- ar að þjóðhetju í Grikklandi og hlutleysi hans i stjórnmálum hefir gert hann að þeim leiðtoga Grikkja, er þeir gætu sennilega bezt sameinast um, ef hann gæfi kost á sér til slíkrar forustu. Tökum að okkux- allskonar raflagnir önnumst einnig hverskonar viðhald og við- gerðir. Raftækjaversl. LJÓS & HITI Sími 5184. Laugaveg 79, Reykjavík Gestur í heimahúsum Það var að þvi komið, að hann játaði spurningunni. — Nei — það var meira, sagði hann, eiginlega gegn vilja sínum. Hann starði á gólfteppið. Hvort sem hún var lifandi eða dauð.... það breytti ekki þeirri staðreynd, að lygasögur höfðu gengið á milli manna og spillt sambúð þeirra ínu og og Allards.... Hann hafði tekið eftir vöflunum, sem komu á bróður hans, þegar hann spurði um heilsufar ínu. Auð- vitað hafði hún alls engan höfuðverk íengið. Hann hafði heldur aldrei trúað þeirri sögu. — Kristján talaði við mig nýlega, stamaði hann. Það var.... það var dálítið skrítið samtal.... Ég held, að ein- hver misskilningur hafi orðið.... í sambandi við Sabínu.... Ég held.... mér finnst, að drengurinn haldi.... og ína kannske líka.... Allard hleypti í brúnirnar. Hann gat ekki þolað, að aðrir vissu neitt um einkalíf hans. Þess vegna sagði hann kulda- lega: — Já — heimskulegur misskilningur. Hvers vegna sagð- irðu Kristjáni ekki undir eins sannleikann? Felix roðnaði. — Hann.... hann kom mér svo á óvænt.... Og hann spurði mig ekki neins.... Það var eins og hann vissi allt fyrirfram.... vissi, að.... jæja,.... að þú værir við þetta riðinn, og hann bað mig að telja ínu trú um það, að Sabína hefði fyrirfarið sér vegna mín. Allard þagði. Hugur hans var allur við Kristján og það, sem hann hafði búið yfir, kannske í margar vikur. Var þetta orsök þess, hvernig hann var orðinn? Hann hafði legið honum þunglega á hálsi og oft látið í ljós gremju sína yfir háttalagi drengsins. En þegar til kastanna kom, var hann nauðalíkur honum sjálfum — þögull fáskiptinn og lúrði fastast á því, sem særði hann mest. Hann fann það núna, að skoðanir hans á mönríum og málefnum höfðu verið vafasamar. Það var ekki laust við, að hann skammaðist sín. Honum þótti innilega vænt um ínu og Kristján, og samt hafði hann ekki haft hugboð um, hvað þeim bjó í skapi. Hvað vissi hann, hvernig ína, hugsaði? Ein nótt hafði aftur fært honum hamingjuna, en hú blasti sama hyldýpið við á milli þeirra. Þau skildu ekki hvort annað, voru hvort öðru fjarlæg. Og samt vissi hann, að hann elskaði hana — jafnvel enn heitar en þegar allt virtist svo slétt og fellt á yfirborðinu. En þessi var honum kvöl, því að hún samsamaðist ekki þeim lífsreglum, sem hann hafði sett sér. Það var eins og tvö viðhorf toguðust á um hann hin endur- skírða ást hans og gremja og vonbrigðin yfir því, að hann gat aldrei skilið hana. Aldrei á ævi sinni hafði hann verið eins reikull og hikandi og nú. Allt í einu áttaði hann sig á því, að það hafði orðið löng þögn. Hann neyddi sjálfan sig til þess að snúa hugsunum sínum að bróður sínum. —- Einkennilegast er, að Sabína Nansen hlýtur að hafa sagt Kristjáni rangt frá. Mér skilst á honum, að hún þykist hafa kynnzt mér í Hendaye.... Það hlýtur að hafa verið þú. — Já, sagði Felix hikandi. Hefir.... hefir þetta orðið ykku.... ykkur ínu til sundurþykkju? — Því get ég ekki neitað. — En nú hefir þetta jafnazt? Allard ætlaði að játa þessari spurningu. En svo fannst honum allt í einu sem það væri sannleikanum samkvæmt. Jafnazt? Hver vissi, hvort þetta jafnaðist nokkurn tíma? Felix leit á hann. Renndi grun í það, hvað bróður hans bjó í brjósti. — Ég skal segja þér sannleikann, sagði Felix. Sabína hélt, að hún hefði kynnzt þér í Hendaye. Það er meinið! Allard starði agndofa á hann. — Hvernig gat hún haldið það? Ég hitti hana einu sinni, og þá minntist hún ekki á neitt í þá átt. — Hefir þú séð hana? spurði Felix fljótmæltur. — Já — einu sinni í vetur. Hún fékk að skoða verksmiðj- urnar, og svo kom hún til mín á eftir og talaði við mig dá- litla stund. Það getur ekki verið, að hún hafi blandað okk- ur saman. Hún skrifaði mér mjög formlegt bréf og bað mig um leyfi til þess að skoða verksmiðjurnar. Felix þagði drykklanga stund. Honum duldist ekki, að Sabína hafði séð við honum. Honum hafði stundum fundizt eins og hún tryði honum ekki. En honum hafði fundizt þetta svo stórhlægilegt ævintýri, og hún hafði látið sér þetta vel líka. Og í rauninni hafði honum legið í léttu rúmi, hvort hún trúði honum eða þóttist aðeins trúa honum. En hún hafði séð við brellum hans og flett ofan af honum. Hún hafði ekki hætt, fyrr en hún fékk grun sinn staðfestan. Hún var logandi forvitin og var ekki í rónni, fyrr en hún

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.