Tíminn - 01.04.1950, Side 4

Tíminn - 01.04.1950, Side 4
4 r.r7TT!'nm TÍMINN, laugardaginn 1. april 1950 74. blaS Hugleiðing um skírnina Ég vil byrja á að segja það, að ég tilheyri ekki nein- um sérstökum flokki, nema þeim allsherjarflokki, flokki Krists, og er ég ákveðinn lærisveinn hans. Væri ekki svo, mundi ég strax leggja frá mér pennann. Vér ætt- um því að geta ritað um þessi mál i bróðurlegri einingu. Þó verð ég að segja það, að af Orðinu beygi ég ekki um hárs breidd fyrir nokkrum manni, fyrr en hann sannar mér með skýlausum orðum Ritn- ingarinnar. í fyrri grein minni var það Orð Biblíunnar sem talaði, með athugasemdum og skýr- ingum frá minni hendi, og svo vil ég að enn verði. Það er þetta, sem á milli ber, að Ágsborgarjátningin og Lút- herska kirkjan eru ekki sam- hljóða við hina posjtullegu kenningu, og staðirnir sem þér vitnið til, sýna allt ann- að en þér viljið vera láta. T. d. Mark. 16.16: Sá sem trú- ir og verður skírður, mun hólpinn verða.“ Þarna er trú- in forvísunarorðið. Og svo er bætt við: „En sá sem ekki trúir, mun fyrirdæmdur verða.“ Hér er ekki sagt: Sá er ekki skírist, mun fyrir- dæmdur verða. í fyrri grein minni gerði ég grein fyrir því, sem sagt er í 15. kap. Jóh. Ég hafði orð Jesú þar fyrir mér, er hann sagði: „Þér eruð hreinir vegna orðsins, er ég hefi tal- að til yðar.“ Ég mun síðar koma að Jóh. 7,39. í fyrri grein minni minnt- ist ég á nokkra þá Ritning- arstaði, er þér tilfærið, og sannaði ég með Orðinu, að það er trúin á friðþægingar- verk Drottins og náð Guðs í Honum og fyrir Hann, sem helgar og hreinsar manninn. Endurfæðið hann. En sann- triiaður maður verður auð- vitað að fullkomnast. Vér skulum nú athuga Gal. 3,26. í versinu þar á undan segir: „En nú þegar trúin er lcomin, erum vér ekki lengur undir tyftara, þér eruð allir Guðs synir fyrir trúna á Krist Jesú, því að allir þér, sem eruð skírðir til samfélags Krists, þér hafið iklæðst Kristi. Svo er og skírnin mikil- vægt atriði á helgunarbraut- inni, þegar trúin er til stað- ar. Þér teljið enn upp, að skírnin veiti sáluhjálp og fyr- irgefningu synda. En það kemur hvergi fram í Guðs orði að það var honum til róttlætis reiknað. Iðrun og trú eru opnar dyr að frelsis- verki Drottins Jesú, og við frelsisverk Hans getum vér éngu bætt, og þurfum held- ur ekki. Það var fullkomið oss til handa, án nokkurrar ihiutunar frá vorri hendi. Þér segið, að ég gangi fram hjá Ritningunni. En hið rétta er, að þér .eruð bundnir af erfðakenningum kirkjunnar, og hafið blindast af þeim venjum, er þér hafið drukk- ið í yður með móðurmjólkinni og alltaf síðan. Já, hafið lif- að og hrærst í þeim kenn- ingum. En„ Guði er enginn hlutur ómáttugur, þvi Hann hefír marga hluti dásamlega gjört. Á fyrri tímum, þegar ver- ið var að koma kristinni trú undir heimsvaldið, þurfti að samræma og laga Orðið, svo Eftir Siiíiirð Þorsteinsson, Egg’. að allir gætu við unaö, þar sem aliir áttu að vera í ein- um söfnuði. Enda liefir nú Lútherska kirkjan aiifc unetir sinum verndarvæng, jnfnt vantrúaða sem trúaða. Guð- soekinga, sem andatrúar, skoðanabræður Magnúsar R. og skoðanabræður mína. Allt sýnist jafn gott og vel þegið, enginn munur sjáan- legur, allir' endurfæddir í skírninni. Svo fullkomnar fermingin allt saman. Já, elskuleg Guðs börn. Þetta er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt. En því miður fæ ég ekki betur séð, en að séra Magnús Runólfs- son gangi hér fram sem opin ber talsmaður þessara skoð- ana, og þá þessarar kirkju. Þó er ég ekki alveg viss um að hann vilji kannast við það Hvernig ætlið þér að komast fram hjá þessum orðum Krists í Jóh. 3,16: „því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess, að hver, sem á Hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Talar Jesú hér nokkuð um skírn? En það nokkuð um skírn? Er það óskiljanlegt hvernig hægt er að loka augunum fyrir slíkum orðum, og leggja í þau ranga meiningu. Já, en það er svar við því í Guðs orði. Ég beygi mig undir það. Þér segið, að það sé ekki verk frá mann- inum að skírast, heldur Guðs gjöf. — Það er minn frjálsi vilji. því að ég er frjáls vera, hvort ég hlýðnast boði Drott- ins með skírnina, eða ekki. Ég um það. En um það réði ég engu er nokkrir dropar vatns voru látnir drjúpa á hvirfil minn, og kallað hreins un skírnarinnar. — Endur- fæðingarlaug. Persónulega á- lít ég, að margar sálir hafi misst lífið vegna slíkrar að- ferðar. Þér segið: „Lítum t. d. á fólkið í Jerúsalem. Lét það ekki skírast til fyrirgefning- ar syndanna?“ En sjáið þér ekki og skiljið, að fólkið var búið að iðrast og taka trú á Jesú? Þér talið um Korintu- bréf Páls 6,11, þar sem Páll ísegir: „En þér létuð þvost, þér eruð helgaðir. Þér eruð jréttlættir fyrir nafn Drott- jins Jesú~ Krists og fyrir anda vors Guðs.,‘ Þér spyrjið: Hvaða þvottur var það? Eftir öðru að dæma munið þér segja, að það hafi verið skírn in, enda látið þér í það skína. Nei. Það var Guðs lifandi orð, sem þeir helguðust og hreins- j uðust fyrir, annars hefðu þeir ekki orðið hreínir og lát- ,ið þvost. í Gal. 3,26 segir Páll:„Þér jeruð allir Guðs synir, fyrir trúna á Jesum Krist.“ Ber- j um orðum er sagt, fyrir trúna. i Svo íklæðast þeir Kristi, með því að hlýða hans boðum, t. d. að skírast. Efes. 2,8: „Því af náð eruð þér hólpnir orðn- ir fyrir trú, og er það ekki yður að þakka, heldur Guðs gjöf. Marga þessa líka Ritn- ingarstaði er hægt að tilfæra, úr bréfunum og víðar að, sem sýna, að maðurinn réttlætist fyrir náð Guðs, af trú, og endurfæðing án skírnar. Ég sé ekki að neitt sé hrak- ið með rökum frá Orðinu, af því er ég hefi áður sagt. Séra Magnús spyr: „Eruð þér viss um að skírnin hafi ávallt ver jið framkvæmd með niðurdýf- ingu, í frumkristninni? Það mælir ekki allt með því.“ Ég sé hvergi öðru bregða fyrir en niðurdýfingarskírn, og jþér reynið ekkí að færa rök ! fyrir öðru, enda illa hægt, ! þar sem þér bindið endur- jfæðinguna við laug skírninn- ar. Það er talað um að þvost, og þér segið með herum orð- j um, að þar sé átt við skírn- ina. Er þá barnsskírnin nokk ur líking upp á hreinsun eða þvott, eða líking dauða, jgreftrunar og upprisu? Ég skil yður ekki, og ég held, 1 að enginn geti það. Þér bend- ið á Martein Lúther og Hall- ■grím Pétursson, sem hafi blessast fyrir barnsskírn. Guð ;hefir blessað, t. d. Hallgrím 'Pétursson, fyrir það, að hann jtrúði Guði, hjálpræði hans í Kristi Jesú, án nokkurs til- lits til barnsskírnar hans, og jsvo er um marga aðra. Hvern ig væri það, ef þér fæluð ein- hverjum smið að byggja fyr- ir yður hús- vandað mjög, úr 'steini. En þegar þér kæmuð svo að taka við þessu húsi, ^væri ef til vill undirstaðan ur steini, en yfirbygging og innrétting úr mjög lélegu við- arrusli. Mynduð þér verða á- nægður og fela slíkum manni önnur meiri störf. Mynduð þér ekki heldur svipta hann því, er hann hefir? Þannig er nú á dögum byggt upp musteri lifanda Guðs af nú- tíma fræðurum. Þér segið, að vér getum ekki tekið oss í munn orð Jesú. Þetta er mjög ein- kennileg staðhæfing. Og þó ber oss að keppast eftir aö likjast Honum, og þar með, að fullnægja öllu réttlæti í hugsun, orðum og athöfn- um, og taka Hann að öllu leyti til fyrirmyndar á hvaða sviði sem er, þó ég viti vel að ég á ekki að frelsa heiminn. Það þurfti séra Magnús ekki að segja mér. Staöirnir, sem þér bendiö mór á, frá Gamlatestamentinu, ó- nýta ekki það sem áður var sagt, eða orð Guðs, fyrir munn Esek. 18,20. Og engan- veginn Rómverjabréfið held- ur 5,10—20. Þar stendur: Synd tilreiknast ekki, meðan ekki er lögmál. Þekkja ó- málga börn lögmál? Hver vill segja það? f Efes. 2,3, er Páll að tala við fólk, sem áður lifði í heimi og synd. Er ekki greinarmunur á því og börn- um sem Guðsríki tilheyra? Ég get ekki betur séð, en að þér gerið lítið til að af- sanna það, sem ég ræði um, enda illa hægt, þar sem Ritn- ingin stendur allsstaðar með. Þér vitnið til staða í Ritn- ingunni, og látið það nægja. Að sönnu mundi það nægja, ef þeir stæðu með yður. Ég er hræddur um að þér hafið ekki athugað hvað Hebreabr. segir, t. d. í 11. kap. Vlljið þér athuga þá mörgu, er post ulinn telur upp, og blessun hlutu fyrir trú sína, og að- eins trú og náð Guðs? Og postulinn segir svo: „Hvað á ég að orðlengja framar um þetta, því mig mundi skorta tíma.“ Svo gat upptalningin orðið löng, að ekki ynnist tími til. Viljið þér einnig ganga fram hjá 1. Jóh.? í (Framhald á 6. síðu.) GARÐAR NEFNIST sá, sem sendir hér pistil um „framfara- mál Eyfirðinga“ eins og hann orð- ar það. Sumt í því á nú jafnt við aðra, en auk þess er engin frá- gangssök að birta staðbundið efni eða takmarkað við hóp manna eft- ir búsetu eða öðru. Bréf hans er svo: „GRETTIS SAGA skýrir frá miklum örlögum. Útlaginn naut þó vináttu bróður síns, og gafst hún vel, svo langt sem máttur henn- ar náði. Líkt virðist mér nú kom- ið fyrir undirstöðu framfaraatriði eyfirzkra bænda, það er að segja túnræktinni. Eins og Grettir forð- um eru túnin hér í héraðinu nú á einskonar skóggangi. Hamfarir þær, sem hleyptu bændum út í að stækka svo gífurlega tún sín á undanförnum árum, sem raun gef- ur vitni, virðast nú ætla að koma þeim óþægilega í kollinn. Hroð- virkni á ýmsum stöðum og ónógur áburður, einkum húsdýraáburðar- vöntun, kemur nú í ljós með minni eftirtekju grass af túnunum en búist var við. Og eftir ástandi tím- anna nú að dæma, bætist fljót- lega við: vantandi tilbúinn áburð- ur, samfara minnkandi getu efna- mlnni bænda til að standa straum af kostnaði við hina gífurlegu út- þenslu nýræktanna. BÓNDI ER BÚSTÓLPI, og bú er landstólpi, segir máltækið, og mun mikill sannleikur í því fel- ast. Það er því fyrirhyggja bónd- ans, sem er landstólpinn, og þá fer nú verr en skyldi, ef fyrir- hyggjan bilar. Setjum nú svo, að eitt tún bregðist algerlega eitt ár- ið vegna ofangreindra ástæðna. Þar með er sá bóndi bilaður hlekk- ur í sveitarkeðjunni, sveitarkeðj- an svikinn landshlekkur o. s. fvr. Enn verra verður útlit þessa máls, þegar sú staðreynd er athuguð, að ekki neinn einrf bóndi er hér sek- ur, heldur margir, og hvernig fer nú keðjan þá að líta út? FORDÆMI ILLUGA, bróður út- lagans Grettis, hefir verið gefið okkur í fornsögunni. Og sé nokk- ur alvara í því tali, sem oft heyr- ist, að við eigum að læra af sögu okkar, og þá ekki sízt ættarsög- unum, ber okkur nú í þessu til- felli eyfirzkum bændum, að taka upp háttu Illuga, snúa bökum sam an við túnræktina og berjast unz yfir lýkur eða sigur næst og við höfum aftur ráð yfir gróandi og arðgefandi löndum. Undirstaða að velmegun sveit- anna er túnræktin. Því verður ekki neitað. Þegar hún bilar, bila all- ar okkar framfarir og menning á eftir. Og þó er sá skaði, sem hugs- unarhátturinn líður við slíkar hrak farir, einna verstur. Sálarlífið saurgast, breytnin aflagast. Og mér er spurn: Er bætandi á þess háttar hluti nú til dags? NEI, EYFIRZKU BRÆÐUR, hér er aðeins um tvo kosti að velja, úrbót eða útlegð. Úrbótin fæst með því að minnka við sig um sinn, vinna löndin upp aftur og gera það svo að dugi. Ná smátt og smátt valdi yfir útþöndu, hálf- grænu „nýlendunum" okkar, sem ekki hafa hingað til skilað okkur tilskildum „verzlunargróða“, sam- anborið við hina ónýtu fyrirhöfn og læti. ÞAÐ ER FLEIRA, sem mætti minnast á í svona athugasemd, þegar framfaramál okkar er á annað borð farið að bera á góma. Mér kemur til hugar rjúpnafrið- unin. Um hana hafa staðið at- hyglisverðar umræður í Tímanum undanfarið, og mætti ef til vill segja, að Eyjafjörðurinn sé ekki rjúpnaland, svo að okkur komi þetta ekki við. Það hefir nú líka oft verið sagt, að Eyjafjörðurinn væri ekki sauðkindaland, og þó höfum við stundað fjárrækt um langan aldur með allgóðum ár- angri. Meira að segja útt fyrir- myndar f járræktarmenn, t. d. Sig- urgeir heitinn á Öngulstöðum. Svo að mér finnst nú að rjúpan sé eiginlega sjálfsögð til umræðu hér. Við höfum þó borið gæíu til að vera manna mildastir í með- ferð hennar, það lítið sem við ná- um til hennar, aðailega í hlíðum Sölvadals og svo í inndölunum og norður á Vaðlaheiði. NOKKURT MENNINGARAT- RIÐI mun það mega kallast, að stór og fjölbýl sveit gangi ekki á móti friðun slíkrar skepnu sem rjúpan er. Það höfum við heldur aldrei gert. Ætti okkur því að vera létt verk og kunnugt að styðja þá góðu menn, sem leggjast eindreg- ið á móti ’drápi hennar, — bæði með því að alfriða öll okkar lönd á hverju hausti, og stuðla að betra hugarfari meðal annarra, í garð rjúpunnar. Þarf eigi að sinnl að fjölyrða meira um það mál“. TIL FRÓÐLEIKS og gamans læt ég fljóta hér með, að í Noregi eru nú uppi umræður um það að friða rjúpuna þar í landi, því að hún þykir mjög ganga til þurrðar. Sér- staklega virðast menn hallast að því, að ágengni sportveiðimanna só henni nærgöngul, en vitanlega er ágreiningur um það, Starkaður gamli. Herbergisþernu vantar að Hótel Borg frá 14. maí. Dagvinna og vaktaskipting. Upplýsingar á skrifstofunni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.