Tíminn - 04.04.1950, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.04.1950, Blaðsíða 7
76. blað TÍMINN, þriðjudaginn 4. apríl 1950 T Fréttaþættip ár HYiMajþmgi. (Framhald af 3. síðu.) af honum. Vönduð sundlaug var bygg þar af Ungmenna- sambandinu fyrir mörgum árum, en vöntun er á bættri aðstöðu um búningsklefa og fl. svo sundnám geti farið þar fram. Héraðssambandið hefir ráð á töluverðri fjár- hæð, sem það hefir fastbund ið að nota í þessu augnamiöi. Er þess vænzt að samvinna geti tekist um framgang þessa máls við sýslunefndina og kaus þingið 3ja manna nefnd til að vinna að þessu máli. U. M. F. Fram í Höfðakaup stað hefir lokið við byggingu sundlaugar þar á staðnum og er það mikið átak af einu félagi þó all fjölmennt sé. Sambandsþingið veitti því fé lagi nokkurn styrk úr sam- bandssjóði til þessa mann- virkis. Á' þinginu var allmikið rætt um íþróttamál og á- formað að halda héraðsmót 17. júní n. k. svo sem venja hefir verið undanfarið. Voru menn á einu máli um að efla þyrfti íþróttastarfsemi á sambandsvæðinu. 'Forseti þingsins var Krist- ján Sigurðsson kennari á Brúsastöðum, sem varð kjör- inn heiðursfélagi Héraðs- sambandsins á héraðsþingi 1949, í viðurkenningarskyni fyrir prýðileg störf hans í þágu ungmennafélagsskap- arins um fjölda mörg ár. Rit ari þingsins var Ólafur Sam úelsson Skagaströnd.. Stjórn sambandsins var endurkosin, en hana skipa Guðm. Jónas- son, Ási form. Leifur Svein- björnsson Hhausum féhirðir, og Garðar Björnsson Skaga- strönd ritari. Vottaði þingið stjórninni þakkir fyrir prýðileg störf á liðnum árum og þakkaði henni eflingu félagsskapar- ins og sérstaklega hvað hann stendur á traustu fjárhags- lega, og hefir bætt fjárhag sinn síðustu árin. Ýms smærri mál voru rædd svo sem, fyrirlestrar- mál, kynningarstarfsemi fé- laganna, örnefnasöfnun o. fl. Húnavaka. Að afloknu þinginu hófst að Blönduósi hin svokallaða „Húnavaka“, sem Héraðssam bandið stendur fyrir. Er það fræðslu og skemmtiþættir sem standa ýfir fleiri daga, má segja að hygmyndin með þessari starfsemi sé svipuð og hjá Skagfirðingum með hinni rómuðu „Sæluviku" þeirra. Stóð fagnaður þessi yfir í sex daga. Skemmti- og fræðsluþættir voru þeir að tveir leikflokkar sýndu sjón- leiki. Leikfélagið á Blöndu- ósi „Orustuna á Háloga- landi“. Og leikflokkur U. M. F. Fram á Skagaströnd, „Hús freyjuna á Hömrum“. Þóttu báðir leikflokkarnir leika vel og skemmti fólk, sér hið bezta. Með leikflokki Skag- strendinga voru þekktir og á- gætir starfskraftar úr Leik- félagi Skagastrandar, hjálp- uðu þeir ungmennafélaginu þar á staðnum til að æfa þennan leik m. a. til að afla því fjár vegna sundlaugar byggingarinnar. Hafa leik- félögin á Blönduósi og Skaga strönd haldið uppi merki- legri starfsemi á þessu sviði, um leng;ri tíma, til stórum aukinnar fjöíbreythi í sam- ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦f ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< ffý bch til AhewfttileAturA! r/syíikranna eftir Bram Stoker, fjallar um dularfulla og hryllilega atburði og fólk, sem við fyrstu kynni virðist vera mennskir menn, en eru það í rauninni ekki. Bókin er spennandi og leggur enginn hana frá sér, fyrr en hann hefir lokið lestri Lennar. Verð er aðeins 12 kr. t::«: ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■ Hjartaásinn Febrúar—marz 1950 2.-3. hefti 4. árg. HUNDRAÐ BLAÐSÍÐUR Efni: Farbæn, kvæði eftir Krist- ján Einarsson frá Djúpa- læk. Dásamleg björgun, saga eft- ir Úlf Austan. Draumaráðningar. Leynilögregla Bandaríkja. Ástin kallar, smásaga. Galdraklerkurinn á Felli, eft ir Oscar Clausen. Ráðningin, sem dugði, smá- saga. Sannar afbrotasögur, 3. saga Gæðakonan frú Becker. Ljóabrot og lausavísur, sagn- ir um Hallgrím Pétursson. Lífið byrjar um borð, smá- saga. Kvikmyndaþáttur: Kvik- mynd um Maríu mey. Glegisagan: Roland gengur í svefni. Nokkrar sagnir úr Eyjafirði Eftir Kristínu Sigfúsdóttur Undarlegt fyrirbæri, smá- saga. Smáleturssagan: Handtaka að næturlagi. Svipleiftur úr sögu mann- kynsins: Dómur einvald- ans. í vesturveg, eftir C. S. Fore- ster, bókarkafli. Heimþrá. texti við danslag. Algleymi, framhaldssaga. Smælki: Happdrætti Háskóla íslands Dregið verður í 4. flokki þriðjudag 11. apríl ATHUGIÐ: Vegna páskahelgarinnar þyrfti endurnýjun að vera lokið að mestu mlðvikudag 5. apríl • ; •; - - ■ * Forðist ösina laugard. fyrir páska, sem er síðasti söludagur strax : ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■♦< komu og skemmtanalífi hér- aðsins, hefir þó verið við erf iðar aðstæður að búa, um þessa hluti, sem skiljanlegt er. Mega héraðsbúar vera hlutaðeigendum þakklátir fyrir áhuga þeirra og ósér- plægni við þessa starfsemi, sem almennt er rómað að hafi tekist ágætlega og félög þessi haft á að skipa undra færum starfskröftum. Eins og venjulega eru það vissir einstaklingar, sem bera höf- uðþungann og halda starfsem inni fyrst og fremst uppi. má þar til nefna, hjá Leik- félaginu á Blönduósi fulltrúa Tómas R. Jónsson, sem með sérstökum áhuga og ósér- plægni samfara viðurkennd um hæfileikum til leiklistar- 'starfsemi, hefir leitt þennan félagsskap um mörg ár með prýðilegum stuðningi ýmsra ágætra starfsmanna. Hjá Skagstrendingum hafa þau Ingvar Jónsson veitinga maður og Þórey systir hans, lengst og bezt verið lífið og |sálin í þeim4 félagsskap, í samstarfi við ýmsa ágæta |liðsmenn. Er ánægulegt að 'sjá þess vott, að þrátt fyrir !önn dagsins, sem ýmsum virð ist ærip, þá skuji fójk geta skgþað sér . hugðaref'ni, til hVíIdárí iC)fe'‘tfrb!i;éytíífgá‘r, s'eiÁ !hælis. ekki eru beint bundin við ask- ana, og væri vel að sem flest um lánaðist það og fyndu slík viðfangsefni, hver eftir sín- um smekk og hæfileikum, i myndi það gera lífið fyllra og tilbreytingar meira. Slík íþróttaþjálfun, hvort heldur andleg eða likamleg er hin mesta nauðsyn, þó ýmsum sjáist yfir það. Kvikmyndir sýndi Kjartan Ó. Bjarnason m. a. þætti úr atvinnulífi Húnvetninga. Er verið að safna í all víðtæka mynd af ýmsu úr héraðinu, atvinnuháttum, sögustöðum o. fl. Einsöngvari úr Reykja- vík Sigurður Ólafsson, skemmti svo og Kariakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Þá fluttu fræðsluerindi Páll Kolka læknir, Bjarni Jónasson kennari og Magn- ús Björnsson fræðimaður og bóndi, Kristján Sigurðsson kennari, flutti kvæði. Yfir- leitt . þóttu samkomuhöld ' þessi takast ágætlega og var fjölmenni mikið á Blöndu- ósi þessa daga, enda veður og færi hið bezta- Er talið að um 1500 manns hafi sótt samkomurnar. Er ætlun héraðssambandsins að fram hald geti orðið á þessum „Húnavökum“ og mætti ætla að þær gætu líka átt óbeinan þátt í að efla félags starfsemina í héraðinu, þann ig að félögin æfi og efli ýmsa þjálfun, sem síðan láti til sín taka á slíkum sam- fundum héraðsbúa. Allur á- góði, sem sambandið hafði af samkomum þessum geng- ;[<6Í -til fyrirhugaðs Héraðs TILKYNNING til kaupgreiðenda Kaupgreiðendur. sem tollstjóraskrifstofan hefir kraf ið um greiðslu skatta af kaup starfsfólks, eru áminntir um að gera skil til skrifstofunnar hið allra fyrsta að viðlagðri ábyrgð. Reykjavík, 31. marz 1950 Tollstjóraskrifstofan, Hafnarstræti 5 Þökkum innilega öllum, nær og f jær, samúð og hlut- tekningu við andlát og jarðarför litla drengsins okkar. BENEDIKTS GEIRS Unnur Benediktsdóttir , Eggert Sigurmundarson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför v LÝÐS SÆMUNDSSONAR, frá Bakkaseli. Vandamenn. Námsskeið fyrir bifreiðastjóra. Fyrir skömmu er afstaðið á Blönduósi, námskeið fyrir bifreiðastjóra til meiraprófs. Stóð það í mánuð. Þátttak- endur voru 26. Kennarar voru Bergur Arnbjarnarson og Vilhjálmur Jónsson. Voru jþátttakendur víösvegar að, þó. flestir væru úr héraðinu. Telja nemendur sig hafa haft mjög mikið gagn af námstíma þessum og bera kennurum hið bezta orð. í fagnaði sem námskeiðsmenn héldu í lokin, færðu þeir kennurunum gjafir, sem þakklætisvott. b. ó. Úr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.